Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1988, Síða 17

Norðurslóð - 14.12.1988, Síða 17
NORÐURSLOÐ - 17 Gunnar Markússon í Þorlákshöfn Mmningabrot meö viðaukum Á aðfangadagsmorgun mátti heita að komið væri logn, en ennþá snjóaði og fyrir hádegi vissum við að allir Dalvíkurfarar höfðu náð heim heilir á húfi, en á æði misjöfnum tíma, því bæði var að það munar um hverja bæjar- leiðina í svona veðri og svo voru menn misfljótir að ljúka erindum sínum þar neðra. Aðfangadagurinn - og kvöldið - leið hjá okkur með hefðbundn- um hætti nema hvað jólagjafirnar voru óvenju miklar. Nánast allir vinir og vandamenn fyrir sunnan þurftu að gleðja blessaða aum- ingjana þarna í fásinninu norð- ur undir heimskautsbaug. Um þetta leyti var nýbyrjað að framleiða svonefnda Reykja- lundarkubba, sem nú munu almennt kallaðir Legokubbar, svo það kom varla sá pakki að sunnan að ekki væri stærri eða minni kubbakassi í honum. Sjálf- um hafði okkur litist svo vel á þessa kubba að við gáfum börn- unum eitthvað af þeim. f>að var sæl og glöð fjölskylda, sem þessa jólanótt svaf þar á Húsabakkanum. Og enn snjóaði. Á jóladagsmorgun snjóaði enn og var nú auðséð að við mundum ekki spássera mikið um sveitina næstu daga en yrðum að búa okk- ur undir að nota tímann innan veggja án annarrar utanaðkom- andi ánægju en þeirrar, sem útvarpið veitti. Málin voru því rædd við rnorg- unverðarborðið. Eftir þær umræður var samþykkt sam- hljóða, að börnin fengju skála og svefnherbergi til frjálsra afnota. Mættu byggja þar að eigin vild hús og hallir, vegi, brýr og borgir eða hvað það annað, sem andinn blési þeim í brjóst. Pessi umsvif þeirra voru háð því eina skilyrði, að á milli stofu- dyra og baðherbergis væri jafnan svo breiður vegur að við hjón kæmumst þar um þegar á lægi. Við höfðum hins vegar stof- urnar til okkar þarfa, nteð því skilyrði þó að öllurn var heimilt að hlusta á útvarpið að eigin óskum. Eldhúsið var svo sameiginlegur vígvöllur allrar fjölskyldunnar þar sem lagt var til orrustu við margsoðið hangiket - jólasteikur - sætabrauð og annað góðgæti. Við Sigurlaug lágum svo mestan hluta dagsins í bókum inni í stofu, en börnin stóðu í stórfram- kvæmdum í sínum hluta íbúðar- innar. Þessi skipan mála hélst svo mest ailt jólafríið því ekki komu aðrir gestir til okkar þessi jól en fólkið á Tjörn og Laugahlíð og við brutumst sinn daginn á hvorn þessara bæja. Á sumrin var alltaf stutt milli Grundar og Húsabakka, en um þessi jól datt okkur ekki í hug að leggja með börnin í slíka langferð. Þeir í Ólafsfirðinum voru hins vegar ekki að setja það fyrir sig þó eitthvað snjóaði. í þessu jóla- fríi gaf presturinn þar saman 5 hjón og skírði 23 börn. Það var mikið lesið og mikið byggt á Húsabakka þessi jól og oft höfum við hjónin rætt um það, að ef einhver heilladísin kæmi og byði okkur að lifa upp aftur einn atburð úr ævi okkar. þá mundum við'svara án þess að þurfa að hugsa okkur um: „Fyrstu jólin okkar á Húsa- bakka.“ En þær eru ekki allar jafn og ívafí IV skemmtilegar minningarnar frá þessum fyrsta vetri okkar nyrðra. Tvö banaslys og einn húsbruni, sama veturinn, er ekkert smá- högg fyrir ekki stærra samfélag en Svarfaðardalurinn er. Eini sími hússins var inni í íbúð okkar svo við vissum jafnan fyrst um það, sem gerðist utan skólaveggjanna. Svo var einnig þegar brann á Sökku aðfaranótt fyrsta febrúar. Við vorum sofnuð cn vöknuð- um við símann og fréttum hvað var að gerast. Ég taldi, að Svarfdælingar mundu - án minnar hjálpar - geta bjargað því, sem bjargað yrði á Sökku. I heimavistinni var hins vegar drengur þaðan og ann- ar frá næsta bæ og sváfu báðir í herbergi, sent sneri glugga að bálinu. Það hlaut því að vera meiri þörf fyrir mig heima ef þeir vöknuðu og yröu hræddir. Ég svaf því ekkert. það sem eftir var nætur, en fylgdist með því hvort nokkur hávaði heyrðist ofan úr heimavist, en svo fór þó aldrei. Þegar ég vakti þá félaga um morguninn sagði ég þeim auðvit- að hvað hafði gerst. Gylfi í Sökku hafði ekki rumskað um nóttina og brá því eðlilega við fréttina. Nágranni Sökkubónda sagði hins vegar hinn rólegasti, „ég veit það“. „Og hvernig veistu það?“ spurði ég. Hlutirnir „fyrnast og fúna og fellur í gleymsku margt orð, sem er lifandi núna“, en ég held að ég gleymi aldrei svari þessa nem- anda ntíns. „Ég vaknaði við eldsbjarmann og hélt fyrst að það væri kviknað í heima svo ég fór út í glugga að gá og sá að það var bara í Sökku svo ég hélt áfram að sofa.“ Já þeir eiga gott, sem geta haldið sálarró sinni þó eitthvað öldugjálfur sé við kinnunga lífs- fleytunnar. Ég hafði ekki dvalið tvo mán- uði á Húsabakka þegar ég varð að stíga þau þyngstu spor, sem ég steig þar og með þeim erfiðustu á rúmlega 40 ára kennaraferli mínum. Rósa á Másstöðum var í skólanum þegar pabbi hennar fórst (3.11.) svo það kom í minn hlut að verða að segja henni frá því. Við sátum bæði meðan ég sagði lienni hvað gerst hafði. Þegar ég þagnaði stóð hún upp og við horfðumst um stund í augu - steinþegjandi - og væri hægt að stytta manni aldur með augna- ráðinu einu saman væri ég ekki til frásagnar um þennan fund okkar. Allt í einu var eins og hún yxi öll og laust mig velútilátinn kinn- hest um leið og hún sagði: „Þú lýgur þessu." Síðan ætlaöi hún að rjúka á dyr. Á þessum árum hafði ég hand- afl vel á við barn innan við ferm- ingu svo hún fór hvergi. Það leið hins vegar drjúglöng stund þangað til við gátum farið að tala saman. - Hve löng hefi ég ekki hugmynd um því þarna liföi ég eitt af þessum augnablikum þegar maður veit ekki hvort tím- inn er mældur í mínútum eða eilífðum. Ég veit hcldur ekki hve lengi við töluðum saman og man að- eins fátt af því, sem sagt var. Að lokum fór þó svo að hún sat á kné mér og grét við öxl mína og tár og tár féll í hár hennar. Síðan höfum við Rósa Helga- dóttir verið vinir. Áður en skóli var byggður að Húsabakka var Bókasafn Svarf- dæla á hálfgerðum hrakhólum með húsnæði. Þegar ég kom norður var það að mestu í köss- um í einu herbergi skólans. Þá um haustið samdist svo um að ég tæki að mér að hugsa um það og þeir Þórarinn á Tjörn og Frið- björn á Hóli voru kosnir í stjórn þess með mér. Það verður að játast hrein- skilningslega að ég hafði ekki minnstu hugmynd um hverju ég var að lofa þegar ég tók að mér að annast um bókasafn. Það hvarflaði ekki heldur að mér þá, að bókavarsla ætti eftir að verða snar þáttur af ævistarfi Gunnar Markússon. niínu og aðalstarf eftir sextugs- aldur. Þegar þess er gætt, að til þcss að geta talist fullgildur bókavörð- ur þarf nokkurra ára háskóla- nám, þá sjá víst flestir að störf bókvarðarins á Húsabakka þessi árin eru best geymd í djúpi gleymskunnar. Þó eru tveir hlutir af þessum störfum, sem ég hvorki get né vil gleyma. Annað eru bókakaupin. Unt miöjan desember reiddi oddviti af hendi fé það, sem til þessara hluta var ætiað. Nokkru síðar lét Jóhann bóksali okkur vita, aö nú mundi hann vart fá fleiri bækur fyrir þessi jól. Þá gerðum við þrír ferð okkar til Dalvíkur svo síðla dags að búið var að loka búðum og gátum við því athafnað okkurí bókaversl- uninni án tillits til annarra við- skiptavina. Störfunum var svo hagað þannig, að Friðbjörn sá um kaup- in á skáldsögunum - og hafði til þess nær % hluta fjárins. Ég sá urn kaup á öðrum bókum og átti að vera um það bil hálfdrættingur á móti Friðbirni. Þessi skipting var þó ekki fastari en svo að dugnaður hvors um sig gat ráðið nokkru um hvar mörkin lcntu. Þórarinn skrifaði svo nóturnar og gætti þess að ákafi okkar hinna yrði ekki of mikill og hvorugur gengi, neitt að ráði, á hlut hins. Hann skaut því líka að okkur, að sér fyndist nú safnið alveg geta komist af án þessarar eða hinnar bókarinnar eða benti okkur á bók, sem okkur hafði yfirsést, en hann taldi rétt að kaupa. Einnig gætti hann þess, að ekki væri keypt meira en við vorum borg- unarmenn fyrir. Þegar sjóðurinn var tæmdur kom hljóð úr horni því, sem bók- salinn hafði komið sér fyrir í og gætt þess eins að vera ekki fyrir okkur Friðbirni: „Þið fáið nú 20% afslátt piltar.“ Þá var að drífa sig í að eyða þeim krónum líka. Þegar Þórar- Hópur nemenda frá 1960. Þekkjanleg frá vinstri: Vignir á Þverá í Skíðadal. Björn á Grund, Ragnar í Dæli, Þórarinn á Tjörn, Þór Jens á Húsabakka, Rögnvaldur Skíöi á Hóli, Stefán á Skáldalæk, Sóley í Göngustaðakoti, Kristín í Ytra-Garðshorni (heldur á barni), Hildur á Húsabakka og Jónína í Ytra-Garöshorni (heldur á Arna Daníel í Syðra- Garðshorni). Ljósm. Júl. J. Dan. inn sagði, að nú yrði ekki meira keypt að sinni stóð auðvitaö oft- ast svo á, að viö Friðbjörn vorum með sína bókina hvor í höndun- um og töldum báðir að safnið gæti alls ekki án þeirrar bókar verið. Þá kom venjulega aftur hljóð úr horni bóksala: „Æ, takið þið þær bara með. Þú þarft ekk- ert að vera að skrifa þær Þórar- inn." Þegar þeir Þórarinn og Jóhann voru búnir að ganga frá fjármál- unum og við Friðbjörn að kotna bókunum fyrir í kössum þá töfr- aði bóksalinn fram koníakslögg í flösku og fjögur drykkjarílát. Ég er hreint ekki viss um að yfir- þjónar tildurhótela stórborganna hefðu talið þau ílát hæfa góðu koriíaki, en viðmót gestgjafans átti líka heldur lítið skylt við bukk og beygingar þjóna, sem vonast eftir þeim mun flciri krón- um í þjórfé sem þeir hneygja sig oftar, enda varð okkur oft æði skrafdrjúgt yfir þessu inni í kompu Jóhanns og er óhætt að fullyrða, að þar var meira skrafað en drukkið. I lin minningin er tengd bóka- útlánum á Þorláksmessu. Þaö var fastur siður svarf- dælskra bænda, að fara þann dag ííðustu kaupstaðarferðina fyrir jól og hjá mörgum þeirra jafn fastur siður að koma á heimleið- inni viö í skólanum og fá eina eða tvær bækur til þess að lesa um jólin. Nú er það eins og allir vita, að kaupstaöirnir eru uppfullir með alls konar soll og freistingar og hinir verstu staðir fyrir saklausa sveitamenn og má lesa um slíkt í mörgum og þykkum bókum bæöi gömlum og nýjum. Auðvitað skar Dalvík sig ekk- crt úr að þessu lcyti og áttu ýmsir þar lögg í glasi, scm þeir vildu ólmir að bændur þefuðu úr. Vökvi þessi er þcirrar náttúru aö þeim, sem þefuðu af honum varð snöggtum liðugra um málbeinið. Á heimleiðinni litu svo margir þcirra inn hjá okkur og auðvitað kom ekki annað til mála, en koma við í eldhúsinu og fá kaffi- sopa. Það þarf varla að taka það fram, að það leiddist engum í eldhúsinu á Húsábakka þessi kvöld. Bændur voru ennþá skemmtilegri cn venjulega og sögur og vísur, sem daglega lágu ekki á glámbekk, flugu nú um borðið. Þegar mönnum fannst nóg set- ið stóðu þeir upp og sögðu þá gjarnan um leið: „Heyrðu Gunn- ar minn, þú lætur mig nú fá eina ástarsögu handa konunni og eitthvað krassandi handa mér.“ Bækurnar, sem þannig voru lánaðar út úr Bókasafni Svarf- dæla á Þorláksmessukvöld, hafa áreiðanlega ekki hossað hátt í skýrslu bókafulltrúa ríkisins um útlán ársins og ekki voru þær all- ar lánaðar út á venjulegunt út- lánstíma bókasafna, en mikil lifandis ósköp var gaman að lána þær. Gunnar Markússon. Vegna plássleysis var frásögnin stytt lítillega.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.