Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1988, Page 24

Norðurslóð - 14.12.1988, Page 24
Tímamót Skírnir: Sunnudaginn 27. nóv. sl. var skírð í Langholtskirkju í R.vík Lilja Dögg. Foreldrar Svanhildur Árnadóttir og Jón Baldvin Halldórsson frá Jarðbrú, Hraunbæ 188. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson skírði. Sunnudaginn 3. des. sl. var skírð í Hóladómkirkju Dana Ýr. Foreldrar Inga María Stefánsdóttir og Anton Páll Níelsson Dalsmynni Dalvík. Vígslubiskup Sigurður Guðmundsson skfrði. Andlát: Þann 4. desember andaðist Sigurlaug Halidórsdóttir fyrrverandi húsfreyja í Brekku. Hún fæddist í Hringsdal á Látraströnd 2. nóvember 1910. Þann 21. apríl 1933 giftist hún Klemenz Vil- hjálmssyni frá Bakka og hófu þau búskap í Brekku sama ár í félagi við foreldra Sigurlaugar. Þau eignuðust tvær dætur, Guðrúnu kennara á Dalvík og Kristínu, húsfreyju í Brekku. Hún var jarðsungin á Tjörn laugardaginn 10. desember. Sigurlaugar verður minnst frekar í næsta blaði. Fréttahomíð Þorgerður Kristin Guðmundsdóttir tékk 2. verðlaun í teiknimvndasam- keppni Lionshreyfingarinnar. Lionshreyfingin efndi til sam- keppni meðal grunnskóla um allan heim um gerð friðar- veggspjalda. Þátttakendur voru í 5. 6. og 7. bekk grunnskólanna. Einkunnarorö keppninnar er: „Friður færir okkur aukinn þroska". Einn sigurvegari var valinn úr hverjum skóla, síðan voru valdar þrjár myndir til verðlauna úr hvoru Lionsumdæmi fyrir sig, en þau eru tvö hér á landi, umdæmi 109 a, sem nær frá 1 Ivalfjarðar- botni suður og austur um til Vopnafjarðar og og umdæmi 109 b yfir hinn hluta landsins. Síðar mun sérstök dómnefnd velja sigurmyndirnar. En í umdæmakeppninni urðu úrslit þessi í þessu umdæmi: 1. verðlaun: Helga Rakel Kristjánsdóttir, 5. bekk Barnaskóla Akureyr- ar. 2. verðlaun: Þorgerður Kristín Guð- mundsdóttir, Dalvíkurskóla. 3. verölaun: Þórkatla Ragnarsdóttir, Eyr- arskóla, Snæfellsnesi. Þau fengu öll áritaðar bækur í verðlaun. að hefur talsvert komið fram í fréttum að stofnun útflutn- ingsfyrirtækis stendur fyrir dyr- um á Dalvík. Ottó Jakobsson hefur verið mikill talsmaður þess- ara hugmynda. Ymsir hafa sýnt þessu áhuga og líklegt er að hug- myndunum verði hrint í fram- kvæmd á einn eða annan hátt. Reynsla undanfarinna ára er að Dalvík hefur orðið æ mikilvægari útflutningsstaður fyrir sjávar- afurðir og því er eðlilegt og rök- rétt að slíkt fyrirtæki verði stað- sett hér. Hins vegar er ljóst að áhugi er víða á að vera á ein- hvern hátt með í stofnun svona fyrirtækis og fer best á því að skapa sem víðtækasta samstöðu um málið þó Dalvíkingar eigi að halda sínu frumkvæði í málinu. Ux tgerðarfélag Dalvíkur datt í lukkupottinn á dögunum. Togarinn Björgvin fór sölutúr til Englands. Hann seldi í Hull 5. desember 176 tonn á kr. 90,23 kílóið. Þetta gerir nákvæmlega 15 milljónir og 967 þúsund krónur. Þetta þykir stórgott eink- um m.t.t. þess að dagana áður var fiskverð á enska markaðinum til mikilla muna lægra. Hefði það t.d. verið svo sem 30 krónum lægra, sem vel mátti búast við, hefði söluverð farmsins verið 5-6 milljónum lægra en það varð. Munar um minna. Framhald á bls. 11 Ævintýraheímur á TröUaskaga - fjölskrúðugur háfjallagróður Eitt af hrikalegustu háfjallasvæð- um landsins er Tröllaskagi milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Fram með jöðrum er þetta fjall- lendi sundurskorið af djúpum dölum en ofan til einkennist það af jökulfönnum umgirtum boga- dregnum hamraveggjum. Hvergi á landinu er jafn fjölbreyttur gróður ofan 1000 metra hæðar og hér á þessum skaga. Ef Trölla- skagi er tekinn í heild munu vera um 90 tegundir blómplantna fundnar ofan 1000 m hæðar, og er það um fimmtungur allrar íslenzku flórunnar. Nálægt miðju skagans eru fjöll- in 1200-1400 m á hæð og þar er stærsti jökull þessa fjalllendis, Tungnahryggsjökull, milli dala- botna Barkárdals, Skíðadals, Kolbeinsdals og hliðardala Hjaltadals. Við jökuljaðarinn stendur, reyrður niður á stórgrýt- iskamb í um 1200 m hæð, Tungna- hryggsskáli. Sumarið 1987 dvaldi ég nokkra daga í þessum skála við rætur Tungnahryggsjökuls ásamt Þóru Ellen Þórhallsdóttur, grasafræð- ingi. Skálinn er vel staðsettur með tilliti til gönguferða um ná- grennið og kjörið að dvelja þar til að skoða háfjallagróðurinn. Þó er aðgæzlu þörf, því yfir jökul er að fara í allar áttir, nema fram á Tungnahrygginn og niður í Kol- beinsdal. Sums staðar eru all- djúpar sprungur í jöklana, sem þörf er að gæta sín á. Veðursæld er oft mikil á sumrin þarna uppi, eins og víðar á háfjöllum Trölla- skagans, oft logn og sólríkt. Það er líkast því að koma í nýjan heim, þegar farið er þarna upp af láglendinu, svo ólíkt er landslag- ið. Skemmtileg stemming er þarna uppi á kvöldsólinni, eftir að skýin hefur rekið inn af hafi og fyllt alla dalina fyrir neðan. För okkar Þóru var hingað heitið til að kynnast háfjalla- gróðrinum, og er nú bezt að segja frá honum. Á því svæði sem við skoðuðum, þ.e. frá efstu Barkár- dalsbrúnum, fram á Tungna- hrygg og yfir á Staðargangnafjall milli Skíðadals og Kolbeinsdals fundum við samtals 55 tegundur blómplantna ofan 1000 m hæðar, og af þeim voru 33 teg. ofan 1200 m. Við hlið skálans í snjódælda- dragi austan undir stórgrýtis- kambinum vaxa blómlegar hvítar og bleikrauðar jöklasóleyjar og smágerðar gular dvergsóleyjar. Fyrir tæpum áratug reisti Ferðafélag Svarfdæla htinn „gongu- skála“ við Tungnahryggsjökul með aðstoð frá Hörgdælum og Skagfirðingum. Meðal þeirra fáu, sem heimsótt hafa þennan stað og notað sér skálann til gistingar, en dr. Hörður Kristinsson, grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands á Akureyri. Hann hefur sent blaðinu eftirfarandi pistil sem við birtum með gleði. Einnig eru þar hvítar lækjarfræ- hyrnur, og í næsta nágrenni bæði fjallafræhyrnur og músareyra. Fjallavorblóm var uppi á hryggn- um austan við skálann, og fjall- hæra og lotsveifgras eru þarna hvarvetna algeng grös eins og víðar á háfjöllum. Snænarfagras og jöklaklukka voru væði uppi á Staðargangnafjalli og frammi á Tungnarhrygg. Á Tungnahrygg voru auk þess bæði snækobbi með dökkfjólubláar körfur og hreistursteinbrjótur. Sá síðar- nefndi er með sjaldgæfari stein- Skálasteinn á Staðargangnafjalli. Tungnahryggsskáli. brjótum landsins, og er friðaður. Hann er fundinn hér og hvar á fjöllum frá Skagafirði austur í Ljósavatnsskarð, en hvergi anri- ars staðar á landinu. Algengastur er hann í fjöllunum við Öxna- dalsbotninn og Öxnadalsheiðina, þar er hann á hverju fjalli. Hvergi hef ég séð hann neðar en í 900 m hæð yfir sjó. Annars eru ýmsar tegundir steinbrjóta mest áberandi blóm í fjöllunum, því að þeir eru einkar harðgerðir. Þarna voru þúfusteinbrjótur, laukasteinbrjótur, mosastein- brjótur, snæsteinbrjótur, lækja- steinbrjótur, stjörnusteinbrjótur dvergsteinbrjótur og vetrarblóm auk hreistursteinbrjótsins. Yfir- leitt er það svo, að hlutdeild steinbrjóta vex í flóru íslands með vaxandi hæð yfir sjó, og í 1500 m eru þeir orðinn helmingur allra tegunda. Fléttur eru mjög áberandi víða urn fjöllin við Tungnahrygg, t.d. á hinum klettótta kambi sem gengur upp frá Tungnahrygg og skiptir Tungnahryggsjökli í tvennt. Það er töluvert af trölla- skeggi, grængult og svartyrjótt skegg sem helzt vex á mjög veðurbörnunt klettanibbum. í brekkunni austur frá skálan- um, utan í áðurnefndum hrygg, er stór fönn, sem var rauðbleik að lit þá daga sem við dvöldum þarna, og varð rauði liturinn sterkari í síðdegissólinni þegar leið á daginn. Þetta mun trúlega vera svokallað rauðsnævi, sem orsakast af rauðum, einfruma grænþörung sem nefndur hefur verið snæþörungur (Clamydom- onas nivalis). Hann vex á yfir- borði jökulfanna og litar þær rauðar á stórum flákum. Um snæþöringinn ritar Ingólfur Davíðsson í Náttúrufræðinginn árið 1947 bls. 142. Uppi á Staðargangnafjalli í meira en 1200 m hæð fundum við einn skálastein með nokkrum skálum af svipaðri gerð og áður hefur verið lýst frá Krossahnjúk á Árskógsströnd. Ef til vill leynast slíkir skálasteinar víðar í basalt- lögum háfjallanna, og væri raun- ar áhugavert að fá að vita af því, til að fá betri upplýsingar um útbreiðslu þeirra. Um skálasteina rita Einar Petersen í Súlur 1978 bls. 9 og Þóroddur Þóroddsson í Týli 1983 bls. 41. Af þessu má sjá að það er ómaksins vert að klífa fjöllin og heimsækja Tungnahryggsskála, þar er margt að sjá og skoða. Blómstrandi juklasóley við Tungnahryggsskála sumarið 1987.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.