Norðurslóð - 24.05.1989, Side 2

Norðurslóð - 24.05.1989, Side 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og abyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Dagsprent Arsreikningur Dalvíkurbæjar ‘88 Útdráttur Ársreikningar Dalvíkurbæjar og fyrirtækja hans fyrir árið 1988 voru teknir til fyrri umræðu í bæjarstjórn Dalvíkur þann 25. apríl sl. og sam- þykktir samhljóða við síðari umræðu þann 16. maí sl. Heildartekjur bæjarsjóðs Dalvík- ur urðu á árinu 126.681.202 kr. sem greinast þannig að tekjur sem mynduðust í rekstri voru rúmar 30 milljónir kr. og sameiginlegar tekjur urðu 96.626.247 kr. Stærstu tekju- liðir eru: Útsvar: 56.652.088 kr. eða 55,6% sameiginlegra tekna. Að- stöðugjald: 17.003.665 kr. eða 16,7% sameiginlegra tekna. Fast- eignagjöld: 11.581.334 kr. 11,4%. Heildarrekstrargjöld ársins urðu 110.020.739 kr. og rekstrarafgangur varð því kr. 16.660.463 eða 17,25%. Laun og launatengd gjöld á veg- um bæjarsjóðs er stærsti útgjaldalið- urinn og námu þessar greiðslur um 50,6 milljónum kr. á árinu 1988. Fjárfrekustu málaflokkar í rekstri bæjarsjóðs voru þessir: Almanna- tryggingar- og félagshjálp 16.250.761 kr. Fræðslumál: 12.056.764 kr. Fjármagnsgjöld: 12.028.487 kr. Yfirstjórn bæjarins: 8.579.959 kr. Hreinlætismál: 7.420.904 kr. og íþrótta- og æsku- lýðsmál: 6.551.958 kr. I heildina urðu tekjur bæjarsjóðs um 11% hærri en áætlun hafði gert ráð fyrir og rekstrargjöldin fóru tæp 4% fram úr áætlun. Til fjárfestinga bæjarsjóðs var varið samtals kr. 46.666.713. Tekjur sem mynduðust á móti voru kr. 17.030.918 og nettó- útgjöld til fjárfestinga urðu því kr. 29.635.795. Framkvæmdir Til byggingar áhaldahúss og slökkvistöðvar var varið um 6 millj- ónir kr., tæpum 5,9 milljónum til bygginga verkamannabústaða og leiguíbúða, rúmar 5 milljónir fóru til gatnagerðar, að frádregnum gatnagerðargjöldum, 2,2 milljónir til byggingar sorpþróar og rúmar 2 milljónir kr. fóru til íþrótta- og æskulýðsmála. Á árinu urðu lántökur bæjarsjóðs um 21,4 milljónir eða rúmum 9 milljónum umfram afborganir lána. Heildarskuldir í árslok voru um 92,5 milljónir, þar af voru langtímalán um 60,4 milljónir og er það meðtal- in skuld við Vatnsveituna, tæpar 10 milljónir kr. Á móti skuldum voru veltufjármunir og langtímakröfur í árslok um 35,8 milljónir kr. Varð- andi fyrirtæki bæjarsjóðs þá eru helstu niðurstöðutölur þær að tekjur Hafnarsjóðs urðu 11.705.642 kr. og almenn rekstrargjöld 7.305.365 kr. Höfn, veitur o.fl. Framkvæmdir á vegum Dalvíkur- hafnar á árinu kostuðu 4.804.551 kr. og er vegagerðin meðfram höfninni þar stærsta verkið. Tekjur Vatns- veitunnar urðu 14.795.292 og almenn rekstrargjöld námu 4.980.803 kr. en vegna mikils fjár- magnskoslnaðar eða 4.607.153 kr. urðu tekjur umfram gjöld af starf- semi-Vatnsveitunnar kr. 5.207.336. Fjárfest var í varanlegum fasta- fjármunum hjá Vatnsveitu fyrir 3.747.920 kr. Tckjur Hitaveitu Dalvíkur urðu á árinu 1988 kr. 24.886.223, almenn rekstrargjöld kr. 7.744.353 og af- skriftir og fjármagnskostnaður nárnu 8.826.384 kr. þannig að hagn- aður af rekstri varð 8.315.486 kr. Framkvæmdir ársins tóku til sín 5.208.149 kr. Gerð ársreiknings fyrir Dalbæ er ékki lokið og því ekki fjallað um hana hér. A Islandskorti memilngarínnar Á annan í hvítasunnu var útvarpað á rás 1 í Ríkisútvarp- inu barnamessu úr Dalvíkur- kirkju. Það skal sagt strax, að þessi guðsþjónusta fór vel fram í alla staði og var öllum til sóma, sem við hana voru riðnir. Séra Jón Helgi flutti ræðuna en Kór (barnakór) Tónlistarskóla Dalvíkur söng undir stjórn skólastjórans Hlínar Torfadóttur. Kórinn er blandaður efniviður frá skól- unum á Dalvík og Húsabakka. í byrjun athafnar blésu nemendur nokkur lög á flautu og setti það strax skemmtileg- an blæ á athöfnina. f>að er mikið talað um „atgervisflótta" úr dreifðum byggðum landsins til Reykjavík- ur, og ekki að ófyrirsynju. Það er gleðilegt þegar það gerist, sem of sjaldan er, að höfuðborgin skili aftur einhverju af því, sem þangað er komið. Það sýnir sig bæði hér og víða annar- staðar, að einn eða tveir eða þrír áhugamenn með hæfileika og þjálfun geta gjörbreytt menning- arástandi eins byggðarlags til hins betra og kveikt í ungum brjóstum áhuga á fögrum listum. Með þessari útvarpsmessu, og einnig reyndar með sjónvarpsvið- tali við Steingrím Þorsteinsson í Vegamótum um sama leyti, hefur Dalvík komið sér betur en fyrr inn á íslandskort menningarinnar á þessu landi. Guðbjörg Ringsted. Sjá Vorkomu á bls. 1. Dagbók Jóhanns á HvarB - Anno 1896 24. sept. í dag fór ég Jói og Sveinn með Gísla að sementa austurstópa Skíðadalsárbrúar og fleira þar af lútandi, eru nú sementaðir stólparnir og tvímál- aður báðar brýrnar. 25. sept. Kom Soffonías úr kaupstað sagði að í gær hefði ver- ið skipað fé frá Christinsen í 3ja skipið er það sem Slimon kaupir og svo líka kaupmenn fyrir hans hönd. 26. sept. Kom Ragnhildur á Brimnesi, fór þangað ofan og vakti yfir kú og gaf henni inn. Fjaska úrfelli og brim, afli góður þessa viku. Fór Tryggvi ofan og kom með fisk á tveim hestum. 27. sept. Var á Brimnesi þenn- an dag for í Hól og Háagerði. Fengu þeir mikla síld í netin á Sandinum, voru þau dregin upp, illt að Ienda sökum kviku. Drífa að kvöldi. 28. sept. Hafði Rauðku í Háagerði (hestur) sótti liana og fór heim. Kýrin á bata vegi. 29. sept. Frost og heiðríkt, allt hornfrosið og ekki hægt að vinna úti. Gerðum við fjóslæk. Jói fór til rjúpna fékk 24. 2. okt. Fór ofan til kaupstaðar- ferðar brim svo ekki var farið og ekki róið, ófært út að fara. Hýst aftur ær og lömb. 3. okt. Komu Fúsarnir úr Hol- árkoti og Krosshóli í fyrradag yfir Heiðnamannadal með fé úr Fornhagarétt, vaktað hjá þeim. 5. okt. Sama veður norðan stórhríð í alla nótt. Rákum lömb út í Skriðukot og bárum hey fyrir þau þar í húsum. Gáfunt öllu full- orðnu fé, sótt hross og hýst. Komu 5 Skíðdælir af Litla- Árskógssandi frá róðrum sögðu þeir að Vesta væri á Akureyri en Brimnes lægi við Hrísey á útleið. Líka hefði heyrst skip pípa austur á sundi töldu það Axel frá Noregi að fara áleiðis til Noregs. Líka frétt að hafís væri frá Horni í Vatnsnes og fullur allur vestur- flóinn. 9. okt. Heiðríkt bakki til hafs. Kom Sigurðu r á Tungufelli og Hjörtur á Urðum. Hjörtur tók 500 kr. lán úr sparisjóði til að kaupa Þorleifsstaði úr dánarbúi Sigurðar (bóndi á Hæringsstöð- um) sál. Jónssonar áður á Urðum (Urða-Sigurður) dó á Akureyri næst liðið vor. Á jörð þessi að kosta 704 kr., biður Hjörtur mig fyrir þetta fé til Sigurðar smiðs á Ákureyri (sonur U-Sigurðar). 12. okt. . . . gerðum okkar í kaupstað. Hvass og ekki lagt út yndir nótt. 13. okt. . . . biðum til kl. 6. Komum kl. 12 að kvöldi út á Sand, hefur tekið svo að jörð er allgóð. 14. okt. Fór heim fékk hest á Hrappstöðum. Hreppaskil í dag. Jói mætti fyrir mig (Jói hans). 15. okt. Fann Tryggvi litli lambið hennar Sollu í Hraunhól- um hefur vantað í hálfan mánuð, var ennþá í fönn, gat gengið heim og er lífvænt. Sveinn fór ofan með 2 reiðingshesta, kom í kvöld með fisk salt og korn. Hýsti í nótt allt fé og hross. 17. okt. Allar skepnur fengu vel úti í dag í krafstri. 21. okt. Skifti lömbum í húsin, 4 ær skornar, hefi ég fargað 10, og svo skornir 2 geldingar vetur- gamlir og hrútur. Fóru margir ofan með hesta í slóð þá í gær. 22. okt. I dag gifta sig Guðjón Daníelsson og Anna Dóttir Jóns á Hreiðarsstöðum. Alltaf mok drífa. 29. okt. í dag voru skorin 3 Baldvin á Böggvisstööum. lömb, læt ég bíða að skera fleira fé. 6. nóv. í dag giftist Þorleifur Sigurðsson frá Auðnum og ekkj- an Kristín Gunnlaugsdóttir frá Syðra-Holti áður gift Sigfúsi Páls- syni bónda þar (foreldrar Sigfús- ar útgerðarmanns). 15. nóv. Rósa í Búðarhóli í Ólafsfirði, var á ferð inn á Litla- Árskógssand, sagði sama snjóa- Iag í firðinum og hér afli þar lítill. 18. nóv. Allt svellrunnið og jarðbann, var þó hleypt út milli gjafa. Komið með Sokka litla fyr- ir mig frá Kongsstöðum, hefir gengið framfrá síðan 26. júní. Fékk fé einn þriðja úti af léttings stráum er það tíndi upp úr klaka börðum, því engin skepna krafs- ar skelina. Stendur Sokki litli vet- urgamli inni við hey (trippi). 20. nóv. Vestan rokveður hef- ur gert bleytu snjóklessing í nótt, gaddur ofaná gadd. Allt fé stend- ur inni í dag. . . . margir komnir með nel til síldveiði inn á fjörð, afla töluvert og selja Norðmönn- um strokkinn á 5,50-6 kr. Hjá þeim bestu 60 kr. hlutur í djúp lagnet, en mjög lítið í vörpur. Eru gufuskip Norðmanna að ráð- gera heimferð. 21. nóv. . . . kom í gærkvöldi með tímarit kaupfélaga 1. árgang sem á að komast til Hallgríms á Melum, frá Þórði í Höfða, 20 eintök, kosta 0,75 kr. hvert, útgefandi er Pétur frá Gautlönd- um. Kom Jói frá Sökku og Árni litli með. 22. nóv. Fór Jói var að koma í Sökku og Árni aftur t' rökkrinu. Tíðarfar hið lakasta alltaf til sjós og lands. 24. nóv. Lokið við og fullgert íshúsið á Böggvisstaðasandi. 25. nóv. Fóru Böggvisstaða- menn í kaupstað með smiðina, Baldvin fór með. Er orðið svo þröngt hér af því sem Skíðdælir koma í geymslu, að úti er talsvert svo sem fiskur og fleira. 27. nóv. Fór ég í Syðra-Hvarf, gerðum yfirlit yfir brúargreinar sem séra Kristján fær til stuðn- ings (á sýslufund). Fór í Brekku- kot að skoða fola sem bólginn er til muna um geldingarstað. 30. nóv. Mörg gufuskip norsk liggja enn inn á firði og leita eftir síld og margir íslenskir veiða einnig í sín net og selja Norð- mönnum fyrir peninga út í hönd, hafa ýmsir haft mikinn hag af því. Þessi mánuður hefir verið stirður sem október (veðrið). 1. des. Fór Leifi á Hvarfi til kaupstaðarferðar, tók kálf og annan böggul til Jakobínu konu Ágúst í Felli. Fr. Kristjánssonar frá Sólveigu fyrir það sem hún dvaldi þar í fæði og húsnæði í sumar við augnlækningu. Fór Tryggvi með þetta ofan á Sand. Einnig bað ég Leifa fyrir bréf til sýslumanns þar með lagt vottorð um brúarsmíði hér á ánum eftir að hann hafði skoðað þær nákvæmlega, gildir það sama og úttekt. 5. des. Eftir Þorleifi á Siglunesi haft að hafís sjáist þaðan og af Siglufjarðarskarði, glöggt sein- ustu daga í fyrra mánuði í lok vestanhríðanna. 7. des. Fór í Háls, þar liggja 2 kýr á básum veikar. 8. des. Fór heim því kýrnar átu og drukku. 16. des. . . . gisti á Böggvis- stöðum, Jói og Tryggvi í Háa- gerði, tókum hákallinn þar og borð á Sandinum, ókum heim, besta færi . . . mikið um sleða- drátt því færi er hið besta. 25. des. Ekki messað á Völl- um. Drengir fóru í Upsakirkju, stúlkur út í Gröf. Ég var heima og gerði við kindur. 28. des. Bjart frost 6 gráður. Fór ég ofan í íshús á fund, fjöl- menni og reikningar yfir vinnu og tillög yfirfarnir. Kosin 5 manna nefnd til að gera samþykkt. Gisti á Böggvisstöðum. 29. des. Kom Jón á Brimnesi, Ágúst, (í Felli og Ysta-Bæ held ég) Jón Stefánsson, Baldvin og ég saman í nefnd, sömdum reglu- gerð fyrir íshúsið og ræddum ýmislegt fleira því viðvíkjandi. Ég gisti á Hrappstöðum. 30. des. Gerði drífu í skóvarp og bleytu, þar eftir stórviðri að vestan, kom kl. 4 heim. Hafði Jói verið við sparisjóðsreikninga þessa daga. 31. des. Jón á hreppsenda-Á hér í dag. Jarðlítið fyrir allar skepnur, óstöðugt alltaf síðan fyrir jól. Endar þannig árið. Árið 1896 var snjólítið frá nýj- ári til sumarmála, engin áfelli að vorinu en kuldar í maí og júní gras spratt því illa og var því mik- ill brestur á heyfalli bæði túna og engja, nýting var heldur ekki góð sökum votviðra í ágúst, málnytja í betra lagi. Afli góður að vori meðan til vannst ... 4. október skall á norðan stórhríð og varaði í 3 daj>a svo allt settist í hús. í Arnes og Rangárvallasýslu urðu stórkostlegir jarðskjálftar, hrundu víða bæir og öll penings- hús til grunna í ágúst og septemb- er (26. ágúst og 5. september). Voru hafin samskot innanlands og erlendis til hjálpar bágstödd- um.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.