Norðurslóð - 24.05.1989, Page 3
NORÐURSLÓÐ - 3
Skólaslit á Húsabakka og Dalv ík
Skolaslif fóru fram í Húsa-
bakkaskóla laugardaginn 13.
maí í köldu en góðu veðri.
Þessi athöfn er jafnan með
hátíðlegum blæ og var svo
einnig að þessu sinni. Mættir
voru nemendur vetrarins, en
þeir voru alls 55 að þessu sinni,
og að auki margt aðstandenda
og var hátíöasalurinn stútfullur
og ílóði útyfir langt fram á
ganga.
Skólastjórinn Björn Þórleifs-.
son hélt kveðjuræðu að vanda
afhenti síðan prófskírteini og út-
skrifaði að lokum út úr skólanum
(8. bekk) 6 nemendur.
Þá söng Húsabakkadeild Tón-
listarskóla Dalvíkur undir stjórn
Hlínar Torfadóttur. Síðan var
gestum boðið að skoða handa-
vinnu- og teiknisýningu nemenda
í Gamlaskóla og að lokum var
kaffisala í borðstofu mötuneytis.
Allt með mesta myndarbrag.
Fram kom, að nær allir
nemendur búa í heimavistunum.
Er þetta nú víst eini barnaskólinn
í héraðinu, sem byggir á heimavist
og bendir ekkert til, að á því
verði breyting á næstunni.
Einnig kom það fram hjá
skólastjóra, að engin breyting á
kennaraliði er væntanleg á næsta
skólaári og má skólinn teljast
heppinn að búa við slíkt stabilítet
að þessu leyti. Þá var það einnig
upplýst, að tala ncmenda mun
heldur ekki breytast næsta árið,
ef að líkum lætur.
Dalvíkurskóla verður sagt upp
næstkomandi sunnudag 28. maí.
Nemendur 9. bekkjar eru nú á
skólaferðalagi í Danmörku og
koma aftur heim aðfaranótt laug-
ardags 27. maí.
Nánar verður sagt frá skóla-
uppsögn þar í næsta blaði, og
kannske fáum við að frétta meira
um Danmerkurferð þá.
Skólastjóri afhendir Sigursteini Ingvarssyni verð
launabikar í skólaskák 7. til 9. bekkjar þar sem hann
var sýslumeistari. Myndir: SH
Úr hátíðarsa! Húsabakka.
Skólaslit Stýrimannadeildar-
innar á Dalvík fóru fram í Vík-
urröst, laugardaginn 13. maí
síðastliöinn að viðstöddu miklu
fjölmenni. Það var haustið
1981 sem kennsla í skipstjórn-
arfræðum hófst við Dalvíkur-
skóla og er þetta því áttunda
árið sem Stýrimannadeildin er
starfrækt hér. Það er ekki að
efa það, að við upphaf þessarar
fræðslu á Dalvík hefur verið
stigið stórt spor í sjómanna-
fræðslu hér á Norðurlandi, því
að eins og flestir vita var ekki
hægt fyrir sjómenn að mennta
sig í slíkum fræðum nema í
Reykjavík og Vestmannaeyj-
um.
Fyrstu árin var aðeins um
kennslu á 1. stigi að ræða, en það
nám veitir réttindi til skipstjórnar
á 200 tonna skipi. Haustið 1987
veitti þávérandi menntamálaráð-
herra leyfi til kennslu hér á 2.
stigi, sem veitir skipstjórnarrétt-
indi á hvaða stærð fiskiskipa sem
er, auk réttinda á kaupskip allt
að 400 tonn.
Að þessu sinni útskrifuðust 33
nemendur af báðum stigum - 14
af 1. stigi þar af 4 með ágætis-
einkun og 19 nemendur af 2.
stigi, þar sem 3 nemendur hlutu
ágætiseinkunn. Á þessu skólaári
var stofnað nemendaráð, sem var
á ýmsum sviðum stjórnendum
skólans til aðstoðar við skóla-
starfið í vetur. Þá hafa nemendur
gefið út skólablaðið, Sextant.
Blaðið heitir eftir þar til gerðu
siglingartæki, sem var fyrir þann
tíma er hin nýtísku siglingartæki
komu til sögunnar, eitt hið full-
komnasta staðsetningartæki sjó-
farenda sinnar tíðar. Nú kom út
2. tölublað blaðsins allt hið vand-
aðasta sem og það fyrra. Útgef-
endur segja í formálsorðum
blaðsins: „Það var ennfremur
markmið nemenda að gera blað-
ið eins gott og kostur var á, svo
það yrði nemendum og skóla til
sóma,“ það hefur gengið eftir.
Ávörp
Við skólaslitin flutti ávarp Jón
Þórðarson brautarstjóri í sjávar-
útvegsfræðum við Háskólann á
Akureyri. Jón ræddi um sjávar-
útvegsmál og þá sérstaklega þá
kennslu sem fyrirhugað er að
hefja að hausti komandi.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri flutti ávarp og beindi orð-
unt sínum til nemenda, hann
minnti þá á þá ábyrgð sem þeir
við þessi tímamót tækju sér á
herðar og nú væri komið að þess-
um tímamótum þar sent þeir
sjálfir yrðu að stinga út og
ákveða þær stefnur sem ætti að
halda á lífsleiðinni. Þá þakkaði
Kristján Þór Trausta Þorsteins-
syni skólastjóra störf hans í þágu
Stýrimannadeildarinnar á Dal-
vík, en Trausti lætur nú af starfi
skólastjóra, þar sem hann tekur
við starfi Fræðslustjóra Norður-
landsumdæmis eystra.
Valdimar Bragason frant-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Dalvíkur hf. flutti einnig ávarp
við skólaslitin. Valdimar talaði til
nemenda þar sem hann ræddi
þau samskipti, sem hann hafði átt
við þá á vetrinum. Þá ræddi hann
um útgerðarmál almennt, þ.e.
veiðar og vinnslu.
Verðlaun
Frá því að brautskráning hófst
hér við Stýrimannadeildina hefur
Skipstjórafélag Norðlendinga
veitt verðlaun þeim nemendum
sem hæstu einkunn hafa hlotið
í siglingafræðum. Guömundur
Steingrímsson frá því félagi
ávarpaði nemendur og afhenti
verðlaun. Þau hlutu, af 1. stigi
Sævaldur Gunnarsson Dalvík,
Þröstur Jóhannsson Hrísey og
Ómar Örvarsson Blönduósi og af
2. stigi Quentin Bates Skaga-
strönd. Þá hafa útvegsmenn á
Norðurlandi einnig veitt viður-
kenningu fyrir hæstu meðal-
einkunn á báðum stigum. Fyrir
hönd Útvegsmannafélags Norð-
urlands flutti ávarp og afhenti
viðurkenningu, Sverrir Leósson
formaður félagsins. Af 1. stigi
hlut verðlaun þeir Valgarður
Jökulsson og Ómar Örvarsson
Skólastjóri afhendir nemendur á 2. stigi prófskírteini.
Við afhendingu prófskírteina á fiskvinnslubraut.
Myndir: H.joð
Auk þess veitti Dalvíkurskóli
þeim nemendum viðurkenningu
sem besta ástundun sýndu og
jafnframt námsframfarir á vetrin-
um. Þær hlut Finnur Sigurbjörns-
son Hofsósi, Rögnvaldur K.
Jónsson Ólafsfirði og Þórður M.
Sigurðsson Akureyri. Þá var
Trausta Steinssyni veitt sérstök
viðurkenning frá skólanunt.
Trausti, sem auk þess að vera
nemandi á 1. stigi skólans,
kenndi íslensku á báðum stigum
og í 9. bekk Grunnskólans. Við
þessi skólaslit flutti Trausti Þor-
steinsson skólastjóri ítarlega
ræðu, þar sem hann tíundaði allt
skólastarfið á liðnu skólaári.
Trausti talaði til hinna verðandi
skipstjórnarefna og bað þeim
velfarnaðar á ókomnum árum.
Að lokum flutti hann ljóð eftir
frænda sinn Þorstein Valdimars-
son.
Jafnhliða skólaslitum Stýri-
mannadeildarinnar á Dalvík voru
afhent prófskírteini þeim
nemendum sem stunduðu nám á
Fiskvinnslubraut Dalvíkurskóla.
Það var á sl. hausti sem kennsla
hófst á þessari braut hér og hófu
þá 11 nemendur nám. Þetta er
tveggja og hálfs árs nám og er að
vænta að hægt verði að ljúka
tveim stigum hér á Dalvík, sem
gefur réttindi sem fiskiðnaðar-
maður. Að þessu sinni luku 7
nemendur námi. Hæstu einkunn
hlaut Sigrún Friðriksdóttir.
Slysavarnardeild kvenna á
Dalvík var með kaffisölu að
loknum skólaslitum. JKr
báðir frá Blönduósi. Af 2. stigi
Quentin Bates Skagaströnd,
Guðmundur Guðmundsson Akur-
eyri og Ólafur I. Þórðarson
Sauðaneshreppi.
Friðrik Friðriksson sparisjóðs-
stjóri veitti viðurkenningu frá
Sparisjóð Svarfdæla fyrir hæstu
einkunn í íslensku. Þær hlut Val-
garður Jökulsson af 1. stigi og
Ölafur I. Þórðarson af 2. stigi.
Stýrimaimadeild Dalvíkurskóla