Norðurslóð - 24.05.1989, Síða 5
NORÐURSLÓÐ - 5
Hann ruddi brautina
Pann 8. maí 1892 fæddist hjónun-
um á Hverhóli í Skíðadal, Júlíusi
Hallssyni og Kristínu Ágústínu
Rögnvaldsdóttur, sveinbarn.
Barnið var heldur veikburða, svo
foreldrarnir töldu ráðlegt að láta
sem fyrst skíra það í nafni föður,
sonar og heilags anda, því sú var
trú, að óskírðum börnum væri
ógreiðari leiðin til eilífu sælunnar
heldur en þeim, sem skírn höfðu
hlotið, svo ósanngjarnt sem það
nú sýnist vera. Því var það að
strax samdægurs var sendur mað-
ur niður í Velli að biðja prestinn
að koma frameftir og gefa barn-
inu nafn.
I dagbók Jóhanns á Hvarfi seg-
ir við dagsetninguna 10. maí 1892
m.a.: „Séra Tómas fram að
Hverhóli að skíra barn, sem heit-
ir Óskar.“ Ótti foreldranna um
skammlífi barnsins reyndist
óþarfur sem betur fer því dreng-
urinn lifir enn 97 árum síðar og
býr á Dalbæ á Dalvík, slakur
nokkuð að Iíkamskröftum og
nálega alblindur orðinn, en þeim
mun sterkari í andanum og minni
hans á gamla daga óbilað.
Norðurslóð heimsótti Óskar
daginn eftir 97 ára afmælið og
rabbaði við hann um gömlu dag-
ana einkum og sér í lagi um
reynslu hans af vegum og veg-
leysum í Skíðadal og Svarfaðar-
dal á árum áður. Óskar man vel
eftir sér á árunum eftir aldamót-
in. Þá var Skíðadalsbotninn
albyggður, þ.e. hvert býli setið
nema auðvitað Stafn sem var
meira að segja komið í eyði um
aldamótin 1700. Hvergi var brú-
artylla á á fyrr en sá stórviðburð-
ur gerðist í svarfdælskri sam-
göngusögu 1896 og 97, að byggð-
ar voru brýrnar á Skíðadalsá í
Hvarfinu og Svarfaðardalsá við
Hreiðarsstaði. Reyndar er þetta
ekki alveg rétt, því nokkru áður
hafði hreppurinn látið setja brú á
Ingvaraósinn útundir á (Helga-
fellshyl). Enginn uppbyggður
vegarspotti var þá í allri sveitinni,
enda engir vagnar eða kerrur til
flutninga.
Þannig var þá ástandið, þegar
Óskar Júlíusson man fyrst eftir
sér. Við ræðum um ferðir Skíð-
dælinga „ofan á Sand“ á þessum
árum. Þær ferðir voru ekki farnar
oftar en nauðsynlegt var, því 5
tíma lestargangur var talinn frá
Dalvík fram í botn byggðar í
Skíðadal. Meðan róðrar stóðu
yfir vor og haust af Böggvisstaða-
sandi þurfti þó að fara oft, stund-
um annan hvern dag, „ofan“ ef
maður frá bænum var í skipsrúmi
á Sandinum, en það var mikið
keppikefli allra heimila. Hver-
hólsbóndinn átti alltaf mann í
skipsrúmi oftast frá Böggvis-
staðasandi, en stundum líka frá
Árskógssandi. Þessum mönnum
þurfti að senda matarkost annan-
livern dag og flytja svo heim fisk-
meti, þ.e. smáfiskinn, hausa,
dálka m.a. vegna sundmagans,
kútmaga og lifur. Stóri fiskurinn
fór í salt sem verslunarvara.
Óskar fór slíkar fiskiferðir á
ungum aldri, ríðandi með reið-
ingshest í taumi. Hann rakti fyrir
blaðamanni slóðina í huganum
eins og hann sæi alla leiðina ljós-
lifandi fyrir sér eins og hún lá
niður eftir dalnum um aldamótin.
Fyrsti farartálmi gat verið Þverá-
in (í Skíðadal). T.d. var það, að
þegar Soffía Zóphóníasardóttir á
Sveinsstöðum fór til fermingar á
Völlum aldamótaárið varð hún
að fara upp á dal og yfir Þverána
á snjóbrú hjá Ytri-Nautshól til að
komast leiðar sinnar til ferming-
arinnar. En þetta var útúrdúr.
Áfram lá leiðin út Þverár-,
Másstaða- og Dæliseyrar, út
Um vegi og vegagerð fyrr á árum
bakkana fyrir neðan Dælistún, út
Hólana og út á melinn þar sem
Tungurétt stendur nú. Væri lítið í
ánum var riðið út Flötutungu og
yfir Svarfaðardalsá skammt ofar
en þar sem Þveráin rennur í hana
og er þessi leið oft riðin enn í
dag. Nú var um 2 leiðir að ræða.
Önnur var sú að ríða út bakkana
frantan við Bakkatún, niður á
árhólmana fyrir neðan Garðs-
hornin og Grund og út á Skakk-
abakka. Þá út eftir öllum Grund-
ar- og Tjarnarbökkum eins og
fjölmargar samsíða, grónar götur
vitna um enn í dag. Þá var riðið
vestur að Ingvaraósnum og farið
yfir hann á brúnni. Síðan var
haldið norður í gegnum Helga-
fellsland eftir vegargarði, sem
lagður hafði verið yfir keldusvæði
og sést þessi garður enn. Þá var
farið skáhallt upp og út að Holt-
sánni og yfir hana mjög nærri
þeim stað, sem brúin og vegurinn
eru nú. Þá var riðið norður Holt-
smóana í stefnu ofan við Hrapp-
staðakot, Hrappstaði og Bögg-
ustaði (svo notuð sé gamla rit-
venjan) og að lokum þaðan ská-
hallt niður á Sand. Þetta var oft
kallað að „fara bakkana".
Hin leiðin hét að „fara sveit-
ina“. Þá var riðið upp nteð Þver-
ánni og yfir hana hjá Steindyrum.
Síðan skáhallt upp fyrir ofan
Syðra-Garðshorn og alla bæi allt
út fyrir ofan Gullbringu. Þá var
riðið fyrir ofan Tjarnarkeldur,
niður á Reiðholt og þaðan út fyr-
ir ofan Ingvarir og áfram norður
og yfir Holtsána ofan við Syðra-
Holt. Loks var komið á áðurlýstu
leiðina í Ytra-Holtslandi, þar
sem nú er Gróðrarreiturinn.
Báðar þessar reiðleiðir fór
Óskar á Hverhóli með trússa-
hestinn í taumi oft og mörgum
sinnum og enn í dag sjást göturn-
ar og vitna um ferðir svarfdælskra
manna og hesta í aldanna rás.
Vegaverkstjórinn
Upp úr aldamótunum fóru miklir
breytingatímar í hönd m.a. á
sviði vegamála í svarfdælskri
byggð. Það átti fyrri Óskari
Kristni Júlíussyni að liggja (því
svo heitir hann fullu nafni) að
eiga mikinn og merkan þátt í
þeirri framfarasögu. Ekki verður
hér rakin ævisaga Óskars, en
aðeins drepið á helstu staðreynd-
Fjórir Óskarar: F.v. Gunnarsson (og Kristínar), Júlíusson, Valdemarsson og Árnason.
ir lífs hans. Hann kvæntist 1916
Snjólaugu Aðalsteinsdóttur
bónda á Þverá í Skíðadal. Fór að
búa heima á Hverhóli 1913, en
flutti sig út í Kóngsstaði 1924 og
bjó þar til 1949. Við þann bæ er
hann jafnan kenndur enn í dag
enda hélt fjólskyldan áfram að
nytja Kóngsstaði og búa þar öðr-
um þræði og er svo enn í dag. Og
þar er Iögheimili Óskars enn.
Snjólaug andaðist 1980. Börn
þeirra hjóna urðu 6, jafnt af
hvoru kyni: Aðalsteinn, Kristín,
Valdemar, Friðrika, Árni og
Ástdís, tvö þau síðustu tvíburar.
Óskar var góður bóndi og vel
metinn maður í Svarfdælsku sam-
félagi.
En það sem tryggja mun nafn
hans stað „á spjöldum sögunnar"
eins og sagt er, er vegaverkstjórn
hans í Svarfaðardal um margra
áratuga skeið. Árið 1909 hótst
hin margfræga vegarlagning um
Svarfaðardal, sem unnin var í
fyrstunni algjörlega í sjálfboða-
vinnu. Byrjað var út við Dalvík
og haldið fram Vesturkjálka. Á
þessu herrans merkilega ári var
Óskar Kr. Júlíusson 17 ára
vinnumaður á Hóli niður hjá Jóni
Halldórssyni Lyngstað og
Jóhönnu Þorleifsdóttur, sem þá
bjuggu þar á hluta jarðarinnar.
Jón hafði lofað dagsverkum í
„brautarvinnuna" eins og aðrir
og sendi Óskar vinnumann í
verkið. Þar kynntist Óskar vinnu-
brögðunt og verkstjórn Jóns Sig-
urgeirssonar frá Hólum í Eyja-
firði, sem stýrði brautarvinnunni
hér í ein 9 ár.
Þegar Ólafsfirðingar síðar
báðu Jón að bcnda sér á einhvern
góðan mann til að stjórna braut-
arvinnu hjá sér. mælti hann með
Óskari í Hverhóli. Það varð úr,
að hann fór til Ólafsfirðinga og
vann með þeim að vegarlögn
vestan við Ósinn í áttina frameft-
ir sveit, líklega vorið 1915, og lík-
aði vel við mannskapinn ungan
og áugasaman. Síðar var hann
kallaður út í Hrísey og stjórnaði
eyjarskeggjum við brautarlögn
um land Syðstabæjar og Selár-
klappar. Þetta varð upphafið að
áratuga löngu starfi sem vega-
verkstjóri hér, því Óskar tók við
af Jóni, þegar hann liætti árið
1918.
Þegar Óskar tók við verk-
stjórninni var „brautin“ komin
fram á milli Bakka og Steindyra,
bein og breið (3,20 m), malborin
og hin ágætasti vegur fyrir hest-
vagnana, sem urðu svo vinsæl og
gagnleg flutningartæki á fyrstu
tugum aldarinnar. Og þegar bíll-
inn hóf svo innreið sína hingað
laust fyrir 1930 var hér til staðar
ágætlega fær vegur alla leið fram
að Hreiðarsstaðabrú. Á þeim
árum eftir að Árgerðisbrúin var
Snjólaug og Óskar með börnum sínum. F.v. Ástdís, Árni, Friðrika, Valdemar, Kristín og Aðalsteinn.
byggö 1929 hófst fyrir alvöru veg-
arlögn austan ár, yfir Hrísatjörn,
uppeftir Hrísamóum og svo
frameftir Austurkjálka. Og all-
staðar var Óskar á Kóngsstöðum
nálægur sem verkstjóri og verk-
fræðingur því það kom líka í
hans hlut að velja vegarstæðið og
mæla út fyrir veginum. Til við-
miðunar um tímann má geta þess
að þcgar Jarðskjálftinn reið yfir
2. júní 1934 var Óskar að mæla
fyrir veginum við Saurbæjarhól
milli Skáldalækjar og Sökku.
Áfram þokaðist vegurinn með
gömlu vinnubrögðunum og um
miðjan 5. áratuginn var hann
kominn fram að Hofsá.
Þá urðu aldahvörf í vinnu-
brögðum við gerð vcga og
margra annarra mannvirkja.
Aldahvörfunum olli tæki eitt,
sem fyrst var kallað Bulldozer
upp á ensku. en heitir nú því
sjálfsagða nafni jarðýta. Ekki var
lokið hlutverki Öskars Júlíusson-
ar þrátt fyrir það og stjórnaði
hann verki í mörg ár eftir þetta.
En tímarnir voru breyttir og
mennirnir með og nú finnast
varla menn, sem kunna að stinga
sniddu í kant eða klömbru í vcgg.
Það skrýtna er, að vegirnir í
Svarfaðardal, sem lagðir voru
undir verkstjórn Óskars, eru nú
nær gjörsamlega ósýnilegir.
Ástæðan er sú, að nýir, upp-
hækkaðir vegir eru komnir ofan á
þá gömlu. Það sýnir sig þá, að val
vegarstæðis hefur verið býsna
skynsamlegt hjá gamla verk-
stjóranum.
Við sláum nú botninn í þetta
vcgaspjall. Mikil saga hefur gerst
síðan Gísli á Hofi byggði brýrnar
1895-6 og síðan drengurinn í
Hverhóli teymdi reiðingshest og
fór sveitina ofan á Sand um alda-
mótin. Komnar eru nýjar brýr á
allar ár og uppbyggðir vegir á
löngum köflum í dalnum. Samt
er það enn eitt hið brýnasta hags-
munamál að bæta vegarkerfið í
þessari ægilegu snjóasveit og ekki
líklegt að öldin endist til að því
verki verði lokið.
En gamli vegaverkstjórinn,
Óskar Kr. Júlíusson á Kóngs-
stöðum, býst ekki við að lifa
þann dag og æskir þess lieldur
ekki. „Þetta er nú orðið alveg
nógu langt“ segir hann ljúfmann-
lega og æðrulaust. „Það er kom-
inn tími til að hafa vistaskipti.“
Ekki er að efa, að honuum verði
greiður vegurinn, sem liggur til
eilífu sælunnar, þegar þar að
kemur. Hann hefur greitt götu
svo margra hér á lífsleiðinni, að
hann á örugglega inni góðar við-
tökur hjá hinum mikla vegamála-
stjóra, sem stjórnar „brautar-
vinnunni“ hinumegin. HEÞ