Norðurslóð - 24.05.1989, Side 6

Norðurslóð - 24.05.1989, Side 6
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir 24. apríl var skírður í Dalvíkurkirkju Gunnar Már. Foreldrar hans eru Gitta Unn Ármannsdóttir og Leif Erik Andersson, Syðri-Haga, Árskógsströnd. 7. maí var skírður í Dalvíkurkirkju Aðalbjörn. Foreldrar hans eru Steinunn Aðalbjarnardóttir og Hannes Garðarsson. Heimili þeirra er að Böggvisbraut 12, Dalvík. 13. maí var skírð í Dalvíkurkirkju Karen Lena. Foreldrar henn- ar eru Lilja Björk Ólafsdóttir og Óskar Óskarsson. Heimili þeirra er að Hjarðarslóð 6f, Dalvík. 20. maí var skírð á Dalvík Kristrún. Foreldrar hennar eru Rakel Óskarsdóttir (Valtýssonar) og Gunnar Guðmundsson. Heimili þeirra er að Flyðrugranda 6, Reykjavík. Hjónavígsla 29. apríl voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Guð- mundur Aðalsteinn Sigurðsson (frá Bessastöðum) og Antia Kristín Ragnarsdóttir. Heimili þeirra er að Sunnubraut 7, Dalvík. JHÞ 100 ára Alltaf þykir það nokkur tíðindi þegar ein- hver borgari landsins nær 100 ára aldri. Fað gerðist þó ótrúlega oft í okkar fámenna landi, enda erum við sem þjóð meðal þeirra allra lífseigustu. Einkum er það þó kvenfólkið, sem skarar fram úr í þessu eins og svo mörgu öðru. Hvað Svarfdæli varðar þá hafa þeir lengi verið eftirbátar annarra í þessari grein og þekkjum við engin dæmi um að fólk héðan hafi náð 100 ára mark- inu. Það er að segja þangað til nú, 3. maí 1989. Þá varð 100 ára Svarfdælingurinn Valgerður Steinunn Friðriksdóttir frá Hánefs- stöðum. Hún var dóttir hjónanna Friðriks Friðrikssonar og Guðrúnar Jóhannsdóttur, sem bjuggu á hálfum Hánefsstöðum 1885 til 1909, Til Akureyrar flutti fjölskyldan 1915. Tvær systur eldri átti Valgerður: Önnu Friðriku og Elínu. Báðar eru þær dánar og náðu liáum aldri, Anna 98 en Elín 96 ára aldri. Arið 1913 giftist Valgerður Jónasi Franklín frá S.-Kálfskinni. Þau eignuðust 2 börn, sem nú eru bæði látin en eiga afkomendur, svo fjölskylda Valgerðar er orðin margmenn. Norðurslóð kom að máli við þennan aldraða sveitunga núna á dögunum, þar sem hún sat inni á herbergi sínu í dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Það fyrsta sem maður veitir athygli er hve slétt og ungleg hún er og glaðleg í viðmóti. Hún var reyndar að prjóna lítinn sokk, sem á að fara á ófætt barna-barna-barna- barn úti í Svíþjóð, sagði hún með glettningsglampa í augum. Valgerður er mikill Svarfdælingur, segir að þær systurnar hafi alla tíð fylgst vel með mönnum og málefnum heima í sveitinni sinni og farið þangað í bílferð á hverju ári eftir að vegurinn opn- aðist upp úr 1930. Svo voru þær í orlofsdvöl á Húsabakka eitt eða fleiri skipti fyrir mörgum árum og það var nú skemmtilegur tími, segir Valgerður. Líklega kem ég aldrei aftur út í blessaðan dalinn, segir hún, og biður að lokum byggð og fólki blessunar guðs. Norðurslóð þakkar Valgerði samtalið og óskar henni og hennar fólki öllu gæfu og friðar. HEÞ Andlát 4. maí lést á Akureyri, Ingibjörg Jóhanna Magnúsdóttir, Þorsteinsstöðum, Svarfað- ardal. Ingibjörg fæddist í Klaufabrekknakoti, Svarfaðardal, 22. júní 1898, dóttir Magn- úsar Guðmundssonar og Ingibjargar Jóns- dóttur í Koti. Hún var elst fjögurra systra sem voru auk hennar: Gunnlaug, búsett á Atlastöðum, Guðrún, sem bjó í Koti en er nú látin og Kristjana sem býr í Siglufirði. 1922 giftist Ingibjörg Tryggva Halldórssyni frá Melum. Tóku þau við búi á Þorsteinsstöðum fjórum árum síðar og áttu þar bæði heimili til dauðadags. Þeim varð þriggja barna auðið. Halldór var þeirra elstur en lést ungur, Gunnlaug- ur býr á Þorsteinsstöðum og Ingibjörg Guðrún býr á Akureyri. Tryggvi lést 6. október 1967. Ingibjörg dvaldi hjá dóttur sinni hin síðustu ár og þar lést hún 4. maí, 90 ára að aldri. Ingibjörg var jarðsungin frá Urðakirkju 13. maí. Fermd verða eftirtalin börn í Urðakirkju 28. maí kl. 13.30: Erna Kristín Hauksdóttir, Skeiði, Hafdís Jóhannsdóttir, Ytra-Hvarfi, Heiðrún Jóhannsdóttir, Ytra-Hvarfi, Klemens Bjarki Gunnarsson, Brekku, Sigursteinn Ingvarsson, Göngustöðum, Unnur Erla Ármannsdóttir, Laugasteini. JHÞ ■d M [á éi < 9 5EE a • Guðbjörn, Halla og sonurinn Snorri Páll. Nýr skrifstofustjóri er kominn til Útibús KEA á Dalvík í stað Þórðar Viðarssonar, sem far- inn er af staðnum og mun ætla sér í framhaldsnám. Nýi mað- urinn er Guðbjörn Gíslason frá Akureyri. Hann er fæddur Gaflari, þ.e.a.s. Hafnfirðing- ur, 11. október 1959, svo það styttist í kringlótt afmæli eins og það er kallað. Foreldrarir eru Gísli Sigurbentsson smiður og Kristbjörg Ásbjarnardóttir, (systir Arna Ásbjarnarsonar sem um tíma var bóndi í Kaup- angi og lengi síðar fram- kvæmdastjóri Náttúrulækn- ingahælisins í Hveragerði). Guðbjörn flutti til Akureyrar með móður sinni og systrum 1971 og hefur átt þar heima síðan. Hann lauk prófi frá verslunar- braut G.A. og fór að starfa hjá KEA 1979 og vann þar í 10 ár sem bókari, tölvustjórnandi og síðast sem starfsmannastjóri. Guðbjörn kvæntist 1985 Höllu Steingrímsdóttur frá Akureyri. Hún er fóstra að mennt og for- stöðukona barnaheimilisins Síðu- sels. Þau eiga þriggja ára son, Snorra Pál. Nú virðist sem ÚKED hafi haldist fremur illa á skrifstofu- stjórum upp á síðkastið. Á Guð- björn von á að endast lengi hér? Já, það er sannarlega ásetningur hans að tjalda ekki bara til einnar nætur, en reynslan sker úr um það. Hann er mikill áhugamaður um allskonar íþróttir og spilaði áður handbolta í meistaraflokki KA. Ennfremur knattspyrnu þegar hann var yngri. Guðbjörn væntir sér alls góðs af starfinu hér og kvíðir ekki samstarfi við heima- menn, sem hann hefur reynd- ar kynnst allmörgum í gegnum starf sitt á Akureyri. Hann ekur enn heiman að frá sér á Akureyri og bíður nú eftir húsnæði hér svo hann geti flutt úteftir. Norðurslóð býður hann vel- kominn og óskar honum langra lífdaga í starfinu hér. Fréttahomið Föstudaginn 28. apríl sl. afhenti Byggingarfélagið Viðar hf. Dalvík 10 fullfrágengnar íbúðir í fjölbýlishúsi við Lokastíg. Fjórar íbúðanna eru byggðar í verka- mannabústaðakerfi 2 í kaupleigu- kerfi, 2 eignaíbúðir og 2 eru í eigu Dalvíkurbæjar og ætlaðar fyrir starfsmenn Dalbæjar. Þetta eru allt glæsilegar íbúðir ýmist 2ja eða 3ja herbergja. Hilmar Daníelsson afhenti verð- andi íbúum hússins lykla ásamt blómvöndum f.h. Viðars hf. Það kom fram í máli hans að á sl. tveim árum hefur Byggingar- félagið Viðar hf. byggt 20 íbúðir á Dalvík, og hafa þeir hug á að halda áfram á þessu ári því enn er næg eftirspurn eftir íbúðum. Hinir nýju eigendur og íbúar hússins er allt kornungt fólk og flestir að byrja búskap. síðasta ári varð talsverð um- ræða um stofnun útflutnings- fyrirtækis á Dalvík. Þá var meðal annars rætt um sölu á skreið. í framhaldi af þessu var ákveðið að Fiskmiðlun Norðurlands þreifaði fyrir sér í þessum efnum. Svo virðist sem þessar þreifingar hafi borið mjög góðan árangur því allt bendir til þess að mest öll skreiðarsala til Ítalíu af svæðinu hér í kring verði á vegum Fisk- miðlunarinnar. Umboðsmenn á Ítalíu sem sjá um málin þar hafa í áraraðir skipt við íslendinga. Hallsteinn Guðmundsson fisk- Firmakeppni í karlaflokki á Dalvík sl. sunnudag. F.v. Þorleifur Karlsson 1. verölaun, Stefán Friðgeirsson 2. v., Magnús Magnússon 3. v., Sveinbjörn Hjörleifsson 4. v., Anton Níelsson 5. v. Frá stórfallegri sýningu á handavinnu aldraðra á Dalbæ um síðustu helgi. Leiðbeinendur í vetur voru Helga Þórsdóttir Bakka og Kolbrún Pálsdóttir Dalvík. matsmaður hefur verið ráðinn til Fiskmiðlunar en hann hefur í nokkur ár verið viðriðinn skreið- arútflutning. Svo getur farið að rúmlega helmingur skreiðarsölu til Ítalíu nú í ár verði á vegum Fiskmiðlunar Norðurlands. Talið er að um 30% magn- aukning verði á skreiðar- framleiðslu hér á Dalvík. Nú í vor var stærri fiskur hengdur upp en áður svo reikna má með að verðmætaaukning verði meiri en magnaukningin gefur til kynna. Talsvert á annað þúsund tonn af hráefni var flutt norður af suð- vesturhluta landsins. Flutninga- og vörubifreiðar voru á ferðinni dag og nótt. Það þykir ýmsum undarlegt háttarlag að flytja fisk á þennan hátt á milli landshluta. En vegna veðráttu og verkþekk- ingar næst mest verðmæti í skreiðarverkun fyrir Ítalíumark- að hér á þessu svæði. Skreiðar- verkun er arðbær svo það er í fylsta máta rökrétt að flytja hrá- efni þvert yfir landið undir svona kringumstæðum. Hársnyrtistofan Jódý tók til starfa 18. maí sl. í gömlu lögreglustöðinni á Dalvík. Eig- endur eru Svala Sveinbergsdóttir og Elín Gunnarsdóttir. Þar er opið frá kl. 10-18 nema á þriðju- dögum kl. 13-20 og föstudögum 9-16. Einnig verður e.t.v. hægt að panta tíma á laugardögum þegar mikið liggur við.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.