Norðurslóð - 23.11.1989, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5
Sigvaldi í
Hofsárkoti áttræður
Þann 8. nóvember varð Sig-
valdi í Hofsárkoti áttræður. Af
því tilefni heimsótti Norður-
slóð afmælisbarnið í Skeggs-
staði þar sem Sigvaldi hefur
búið hin síðari árin með sinni
ágætu konu Margréti. Yfír
kaffí með nýbökuðum vöfflum
og kieinum sagði heimilisfaðir-
inn í allri hógværð frá æviferli
sínum í örstuttu máli.
Hofsárkot er ein af nokkrum
jörðum í Svarfaðardal þar sem
sama ættin hefur búið mann fram
af manni í nokkra ættliði, 100 ár
og lengur. Aðrar í þeim hópi eru
t.d. Sakka, Ytra-Hvarf, Hnjúk-
ur, Dæli, Melar, Tjörn og trúlega
fleiri. Árið 1873 fluttu í Hofsár-
kot hjónin Stefán Björnsson og
Anna Jónsdóttir. Þau sátu jörð-
ina til 1903 þegar dóttir þeirra og
tengdasonur, Anna Stefánsdóttir
og Gunnlaugur Sigurðsson frá
Tungufelli, tóku við. Þau keyptu
síðar jöfðina af Landsjóði.
Gunnlaugur andaðist 1921, en
ekkjan bjó áfram með sonum
sínum til 1934, en þá tóku við
Sigvaldi sonur hennar og kona
hans Margrét Jóhannesdóttir frá
Sandá. Þau sátu Hofsárkot og
reyndar til viðbótar nágranna-
jörðina Skeggsstaði til 1969. Þá
og síðan hafa búið á sameinaðri
jörðinni Gunnlaugur Sigvaldason
byggingum. Og þegar litið er nið-
ur í átt til árinnar blasa við 20-30
ha. af nýju túni á grónum eyrum
fyrir landi Hofsárkots og
Skeggsstaða sameiginlega, en þar
voru áður einungis snöggir
kúahagar. Þetta er að vísu algeng
saga úr sveitum Islands síðustu
50 árin eða svo en óvíða hafa
umskiptin orðið gagngerari en
hér.
Sigvaldi segir að námsbraut sín
hafi verið stutt og bein. Hann
gekk í Grundarskólann hina lög-
þoðnu 4 vetur þar sem Þórarinn á
Tjörn var kennarinn. Eins og
önnur Austurkjálkabörn gekk
hann á ís yfir ána þegar svo viðr-
aði en buslaði yfir á milli skara
þegar áin var opin. Og aldrei
henti neitt óhapp því ferðalagi,
svo var hamingjunni fyrir að
þakka, en fyrir kom að börnin
þurftu að fara fram á brýr til að
komast heim úr skóla. Það er
löng leið að loknum skóladegi.
Um haustið þegar Sigvaldi var
19 ára fór hann í Laugaskóla og
var þar við nám undir hand-
leiðslu Arnórs Sigurjónssonar
veturinn 1928-29. Það var stuttu
tími og fljótur að líða en skildi
eftir aukinn þroska, mikla nýja
reynslu, ekki síst í kynnum af
jafnöldrum, konum og körlum,
betur kröfum nútímans.
Þeim farnaðist vel hjónunum í
Hofsárkoti, Margréti og Sig-
valda, bæði í búskap og hjúskap.
Börn þeirra litu dagsins ljós hvert
af öðru á árunum 1935 til 1950,
fyrst tveir synir og síðan sex
dætur, allt atgervisfólk, sem nú
skipar með sóma ýmsar stöður í
þjóðfélaginu og ber gott vitni um
uppiag og uppeldi, sem það fékk
í vöggugjöf og vegarnesti úr for-
eldrahúsum í Hofsárkoti. Sig-
valdi bóndi hefur ekki mörg orð
um fjölskyldumálin, en það er
auðheyrt að honum finnst að
ekki síst á þessu sviði hafi ham-
ingjan verið sér hliðholl. Barna-
lán er mesta lán í lífi flestra
manna og við það bætir Sigvaldi
að tengdabarnalán þeirra hjóna
sé ekki síðra og síðan kemur
efnilegur hópur barnabarna, sem
nálgast að fylla tvo tugina. Og til
að undirstrika samhengi sögunn-
ar og benda fram á veginn er þess
getið, að nú liggur í vöggu sinni
inni á Akureyri fyrsta barn enn
nýrrar kynslóðar Hofsárkots-
fólks, og þer nafnið Gunnlaugur
Sigvaldason.
Talið berst að breytingum tím-
ans og framvindu í þyggð og bú-
skap í Svarfaðardal. Sigvaldi er
raunsæismaður og er sáttur við
Systkinin Sigvaldahörn: F.v. Jóhannes tilraunastjóri, Steinunn póstafgreiðslumaður, Árdís póstafgreiðslumaður,
Anna smurbrauðsdama, Rósa tölvutæknir, Gunnlaugur bóndi. Sitjandi tvíburarnir Elín líffræðingur og Adda hjúkr-
unarfræðingur.
og Sigríður Jónsdóttir. Þessi saga
spannar því 116 ár og 4 ættliði og
enn eru góðar horfur á, að ættin
haldi áfram að sitja óðalið.
Hofsárkot var rýrðarjörð eins
og svo margar svarfdælskar bú-
jarðir, sem á sínum tíma voru
klipnar út úr eldri býlum þegar
jarðnæðisleysi svarf að. Kotið
fleytti 2-3 kúm og 30-40 ám þegar
Sigvaldi var að alast þar upp.
Túnið var smákragi í brattlend-
inu kringum bæinn og útheys-
skapurinn í lautum og móum upp
um alla hlíð. Sigvaldi minnist
þess hve illt var að koma heyinu
klakklaust heim í tóft ofan úr
hlíð því vegna brattans vildi
reiðverið með böggunum leita
fram á háls á hestinum.
Þetta má þykja ótrúleg saga
þeim, sem nú lítur heim í Hofsár-
kot þar sem nú er rekið eitt
stærsta kúabú í sveitinni með 40
mjólkurkúm og jafnmörgum
ungneytum og tilheyrandi stórum
sem þarna komu saman úr ýms-
um hornum landsins. Síðan lá
leiðin aftur heim í dalinn þar sem
hann hefur dvalið síðan og unnið
ævistarfið. Þó var hann eitt ár
vinnumaður úti í Ólafsfirði hjá
Þórði á Þóroddsstöðum. Þá var
hann líka búinn að eignast kær-
ustu og hún var með honum þar
fyrir norðan Múlann sumarið
góða í Ólafsfirði.
Þau Margrét gengu í hjóna-
band á því eftirminnilega sumri
1934, 12. ágúst. Eftirminnilegt
var það Svarfdælingum vegna
jarðskjálftans 2. júní. Þá
skemmdust mikið gömlu húsin í
dalnum m.a. í Hofsárkoti. Þetta
ár tóku ungu hjónin formlega við
búskapnum í Hofsárkoti og með-
al fyrstu verka þeirra þar var að
byggja nýtt íþúðarhús í stað
gamla, sligaða torfbæjarins. Það
var lítið hús en gott á sína vísu og
stendur enn þótt nú sé komið þar
enn annað íþúðarhús sem svarar
þróunina í stórum dráttum.
Smábýlin hérna í dalnum í byrj-
un aldarinnar voru alltof mörg og
alltof rýr og máttu falla úr byggð.
Það hefur hjálpað til að gera
jarðirnar, sem eftir voru, lífvæn-
legar eins og dæmin sýna. (Sam-
runi Hofsárkots og Skeggsstaða
er gott dæmi.) Sigvaldi á von á að
byggðin kunni að grisjast enn.
Samt óttast hann ekki að slíkt
myndi valda vandræðum í sveit-
inni, þéttbýlið er á næstu grösum
og samgöngurnar eru óðfluga að
batna. Svarfdælingar halda áfram
að vera Svarfdælir þótt þeir flytji
sig niður að sjónum. Ljósin
þeirra blasa við augum sveita-
fólksins þegar litið er niður eftir
dalnum. Það gefur vissa öryggis-
tilfinningu.
Sigvaldi í Hofsárkoti ber ekki
með sér þreytumerki erfiðis-
vinnumannsins. Yfirbragð hans
ber nánast svipmót æskunnar.
Samt hefur hann unnið hörðum
Hjónin Margrét og Sigvaldi. Myndin tekin 1988.
höndum alla tíð og hvergi hlíft
sér um dagana. Hann leggur
áherslu á að vinna sé undirstaða
alls velfarnaðar. Sá sem ekki nýt-
ur vinnugleðinnar er fátækur
maður. Að neyta brauðsins í
sveita síns andlits er ekki böl
heldur umbun eftir vel unnið
dagsverk. Eitthvað á þennan veg
falla orð hans og það er greini-
legt, að hugur fylgir máli.
Fjarri fer því þó, að Sigvaldi
Gunnlaugsson hafi aldrei leyft
sér að líta upp úr vinnunni,
strjúka um frjálst höfuð og líta
upp í heiðan himininn. Hann hef-
ur alltaf haft yndi af bóklestri og
á ágætt safn góðra bóka. Roskinn
maður lærði hann li'ka að binda
bækur og hefur stundað þá iðn
sér til gagns og gleði síðan. Bók-
hneigð er landlæg meðal ís-
lenskra sveitamanna en hitt er
sjaldgæfara að þeir sökkvi sér í
„ljósmyndadellu“. Það hefur þó
Sigvaldi leyft sér að gera. Fyrir
löngu eignaðist hann góða ljós-
myndavél og hefur notað hana
óspart til að festa á blað svip-
myndir af mannlífi og náttúru,
sem fyrir augun ber og hann hef-
ur næmt auga fyrir. Og fyrir fáum
árum eignaðist hann síðan vídeó-
myndavél og leikur sér með hana
og tilheyrandi tæki og tækni af
mikilli fagmennsku.
Þegar Sigvaldi er spurður um,
hvaða heilræði hann vilji gefa
ungri kynslóð á íslandi segir hann
afdráttarlaust:
Að bera virðingu fyrir vinn-
unni og hinum vinnandi manni.
Vel unnin störf eru uppspretta
allrar farsældar.
Það er gaman að koma í
Skeggsstaði í þröngu en afskap-
lega hlýlegu og heimilislegu húsa-
kynni þeirra „gömlu Hofsárkots-
hjóna" eins og mönnum er tamt
að segja. Maður skynjar andblæ
menningar og hollra heimilis-
hátta, sem fylgt hefur þessum
hjónunt á lífsleiðinni og flust með
þeim þennan spöl frá Sandá og
Hofsárkoti út í gamla Skeggs-
staðabæinn, þar sem þau hafa
haldið til hin síðari ár í öruggu
skjóli og órofa tengslum við
afkomendurna bæði í Hofsárkoti
og hina, sem fjær búa.
í forstofunni læðir Margrét
húsfreyja nýprjónuðum, mó-
rauðum ullarvettlingum að gest-
inum, sem kveður hjónin með
miklu þakklæti fyrir ánægjulega
stund og huggulegar samræður.
Vettlingarnir geta verið sem tákn
hjartahlýju og heilbrigðrar ís-
lenskrar heimilismenningar, sem
enn á sér mörg örugg vígi í sveit-
um landsins.
HEÞ.
Inrtilegar þakkir til allra ættingja og vina
fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti
í tilefni 80 ára afmælis míns 8. nóvember sl.
Sérstakar þakkir sendi ég börnum mfnum,
tengdabörnum og barnabörnum fyrir framlagþeirra
til að gera mér daginn ógleymanlegan.
Guð og gæfan fylgi ykkur öllum á ókomnum árum.
Sigvaldi Gunnlaugsson,
Skeggsstöðum.
Hjartanlegar þakkir færi ég öllum þeim mörgu,
skyldum og vandalausum, sem minntust mín og
létu í Ijós vinarhug sinn með gjöfum og heimsóknum
á áttræðisafmæli mínu þann 25. október 1989.
Sigtryggur Jóhannesson,
Göngustaðakoti.
f
Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar,
föður og bróður,
BJÖRNS ÞÓRS ÁRNASONAR,
Smáravegi 8, Dalvík.
Árni Reynir Óskarsson, Ingibjörg Björnsdóttir,
Sigrún Birna Björnsdóttir,
Helga Kr. Árnadóttir, Guðmundur Guðlaugsson,
Óskar Reynir Árnason, María Jónsdóttir,
Víkingur A. Arnason,
Þorbjörg Á. Árnadóttir,
Snjólaug E. Árnadóttir.