Norðurslóð - 29.03.1990, Qupperneq 1
Svarfdælsk byggð & bær
14. árgangur Fimmíudagur 29. niars 1990 3. tölublaö
Móðir og barn. Eigandi og Ijósmyndari Sig. Marinósson.
Mikill snjór
- Dýr snjór
Utan hmgt úr gráum geim
geysist kuldur vindur.
Hcrt er nú á hnútum þeim
sem himnakóngurinn bindur.
Ekki þarf að fara mörgum orðum
um snjóinn og vcðráttuna. Hríö á
liríð ofan liefur verið forskrift
veðurguðsins þessar undan-
gengnu vikur. svo að nú eru
snjóþyngsli „meiri en elstu menn
muna" a.m.k. síðan í fyrravetur.
Allt kapp er þó lagt á að halda
leiðum opnunt bæði í sveit og
bæ. Fólk þarf að komast til vinnu
sinnar, fólk þarf að komast í búð,
börn þurfa að komast í skóla,
bændur þurfa að koma mjólk í
samlag o.s.frv.
Það er því mikill peningur sem
sekkur í snjómoksturinn þessa
dagana og horfa margir á með
blóðgum augum. Bæjarritari á
Dalvík sagði l’yrir síðustu helgi
aö af 5 milljónum, sem á fjár-
hagsáætlun er ætlaö í snjómokst-
ur, sé trúlcga búið að eyða tveim-
ur.
Oddviti Svarfaðardalshrepps
taldi hinsvegar að hreppurinn
væri scnnilcga búinn að setja á
aðra miljón króna í moksturinn
nú þegar og er það nokkuð þung-
bært fyrir lítið sveitarfélag. Hins
vegar er ógerlegt aö kveða
nákvæmlega á unt kostnaðinn nú,
þar sem moksturinn er kostaöur
af hreppi og Vcgagerð sameigin-
lega og uppgjör þeirra á milli fer
fram síðar.
Sáttlúsir hcstamcnn
framtíðarstaður Hrings í Ytra-Holtí?
Snemma í marsmánuði hélt
hestamannafélagiö Hringur
aðalfund sinn í kaffistofu
frystihúss K.E.A. Dalvík.
Mættir voru 20 félagar af alls
um 100, sem eru á skrá.
Það gerðist merkast á fundin-
um, að samþykkt var tillaga um
að sækja aftur um inngöngu í
Landssamband hestamanna. Það
er kunnara en frá þurfi að segja,
að eyfirsku hestamannafélögin
Funi, Hringur og Léttir sögðu sig
úr löguni við Landssamband
hestamanna fyrir 3-4 árum síðan.
Aðalágreiningurinn var um þá
ákvörðun L.H. að landsmót færu
aðeins fram á einuni stað hér
norðanlands þ.e. á Vindheima-
melum í Skagafirði. Þar með
voru Melgerðismelar úr leik og
því vildu Eyfirðingar ekki una.
Nú mun hins vegar liggja í loft-
inu, að breytingar verði gerðar á
landsmótshaldi þannig að Mel-
gerði konii inn í myndina, og í
því trausti mun aðalfundur
Hrings hafa samþykkt inngöngu
á ný. Þó var það ekki gert ein-
huga því tillagan var samþykkt
með 10 gegn 8 atkvæðum.
I lok fundarins var félaginu
Fískmiðlun
Norðurlands
„gólfmarkaðuru á Dalvík
Blaöiö átti tal viö Hilmar
Daníclsson forstjóra Fiskmiðl-
unar Norðurlands á Dalvík og
innti hann eftir gangi mála hjá
fyrirtækinu.
Hilmar sagði að aðalnýungin
væri nú stofnun þess, sem kallað
er gólfmarkaður fyrir fisk á
Dalvík. Þetta þýðir einfaldlega,
að ekki er lengur einvörðungu
um að ræða miölun fiskiafla um
fjarskiptakerfi eins og verið
hefur, heldur verður nú beinlínis
keyptur fiskur af bátum á Dalvík
og annarstaðar frá, hann hafður
til sýnis í kössum og körum á
gólfi markaðshússins þar sem
„lysthafendur" bjóða svo í hann
hver eftir sínum smekk og til-
gangi. Þetta er að mestu eftir
fyrirmyndum frá Suðurnesjum.
Samtímis mun gamla símamiðl-
unin halda áfram.
Þá er þess að geta, að ætlunin
er að hafa svokallaðar útstöðvar
fyrirtækisins á Húsavík og á
Ólafsfirði þar sem fengnir verða
til menn til að taka á móti afla,
flokka hann og vigta og hafa til
sýnis væntanlegum kaupendum.
Fiskmiðlunin er ábyrg fyrir
greiðslu til sjómannanna. Yfir-
leitt hefur tilkoma markaða haft
þau áhrif að hækka verð til selj-
enda.
Aðspurður, hvort fréttamaður
gæti farið á markaðinn og keypt
einn kassa af fiski. sagði forstjór-
inn: „Já að sjálfsögðu, ef þú býð-
ur betur en aðrir." Markaðurinn
kosin ný stjórn til tveggja ára.
Formaður var kosinn Ingvi Bald-
vinsson Bakka í stað Þorsteins
Stefánssonar Jarðbrú. Aðrir í
stjórn eru Verónika Konráðs-
dóttir Dalvík, Gunnar Sigur-
steinsson Dalvík, Þór Ingvason
Bakka og Skarphéðinn Pétursson
Hrísum.
Nýju stjórnarinnar bíöur þaö
vandasama verkefni að leiða til
lykta samninga um framtíðarstað
hestamanna á Dalvík, hugsanleg
kaup á rcfaskálanum á Holts-
móum og samninga um landsfnot
í Ytra-Holti eða aðra lausn á til-
vistarvanda reiðmennskunnar á
Dalv'k.
Frá Dalvík. Ein mesta fiskiliöfn Noröurlands.
verður til húsa í fiskhúsi Harald-
ar h.f. við Hafnarbraut.
Af öðrum nýjungum hjá fyrir-
tækinu nefndi Hilmar útflutning
til Svíþjóðar á sykursöltuðum
þorskhrognum. Farin er fyrsta
sendingin, 160 tunnur, en alls er
gert ráð fyrir að selt verði þangað
um 1500 tunnur.
Áfram er unnið með útflutning
á ferskum fiski í gámurn, en að
því er varðar skrciðarsöluna, þá
eru nú menn á Ítalíu aö liðka til í
þeim málunt. Þar er starfsmaður
Fiskmarkaðarins Hallsteinn
Guðmundsson og þar er Helgi
Jakobsson á Dalvík svo nú má
búast við að meiri hreyfing kom-
ist á saltfisksöluna á Ítalíuskaga.
Af þessari samantekt má Ijóst
vera, að Fiskmiðlun Norðurlands
á Dalvík er fyrirtæki í framþróun
og er komin mikil breidd í starf-
semina.