Norðurslóð - 29.03.1990, Page 3
NORÐURSLÓÐ - 3
Á Hansa gamla. Árni nieð sonar-
dóttnr sína.
Vignir '47, Porsteinn Máni '49,
Elías Björn '55 og Friðrikka Þór-
unn 1959.
Húsið á Bjarkarbrautinni seldu
þau hjónin 1958, skömmu eftir
að Árni kom af liælinu. Þau hófu
byggingu nýss húss liérna við
Goðabrautina í september það ár
og það var orðið fokhelt eftir 2
mánuði og cftir 9 mánuði frá
byrjun var fjölskyldan, 6 manna,
flutt í húsið, efri hæðina. Neðri
hæðin var hugsuð fyrir einhvers-
konar atvinnurekstur, helst ein-
hvern léttan iðnað.
Ný störf
Um skeið hefur frásögnin verið í
3. pcrsónu. Nú heldur Árni
áfram að rckja æviþráðinn með
góðri aðstoð konu sinnar.
Um tíma hugsuðum við inest
um rennilásagerð, en varð ekki
af. Á endanum varð ofaná, að
fara út í verslun. Við stofnuðum
verslunina Höfn, og rákum hana
í 13 ár. Starfsemin gekk ekki illa
og við höfðum sæmilega afkomu.
Þetta var fjölskyldufyrirtæki, við
hjónin unnunt saman að þessu
ásamt börnunum þegar þau
höfðu aldur. En störgrérði var
það nú ekki.
En ég hafði nú fleira á prjón-
unum á árunum eftir Kristnes-
þáttinn. Ég kcypti bila og gröfu
og tók á leigu malarnámið í
Hrísahöfða af frændum mínum á
Hrísum. Áöur hafði haft það á
leigu Sigfús Þorleifsspn. Við
þetta vann ég mörg ár og gekk
dável. Svo fór þó að lokum, að ég
seldi verslunarplássið á neðri
hæðinni hérna þar sem var stofn-
uð Bókaverslunin Sogn. Þar sem
hún er enn. Ég hætti líka viö mal-
araksturinn og nú varð um
þriggja ára millispil ef svo mætti
segja. Ég fór að dunda mér viö
smáútgerð og fiskverkun.
Ég var búinn að segja frá
útgerð Skutuls þegar ég var innan
við tvítugt. Nú eignaðist ég trill-
una Albert. Síöan annan Skutul,
en 2 síðustu bátarnir okkar hafa
heitiö Hansi. Viö komunt að því
seinna.
, Þá er komið að síðasta atvinnu-
'þættinum. Fyrir 10 árum fór ég
aö vinna aftur við verslunsrstörf í
þetta skiptiö hjá Kaupfélaginu.
Fyrst í Byggingarvörudeild, síð-
an í Fóðurvörudeildinni. Ég mun
hætta hjá KEA 1. sept. í haust
Framhald á síðu 5.
Yngstu börnin Friðrika og Elías.
Veikindi
Hér kemur innskot í starfsannál-
inn. Öllum á óvænt kom allt í
einu í ljós, að Árni var oröinn
veikur af berklum. Talið var að
hann hefði smitast í sambandi við
Kristnesferðirnar. Þetta var 1957
og hann oröinn fjölskyldumaöur
fyrir niörgum árum. Og nú var
hann sjálfur lagður inn á þessa
Arni ásamt Magnúsi Jónssvni og Jólianni Kristinssyni á Akureyri laust eftir
1950.
Ami Anigmnssoii
í síðastliönum mánuði, febrú-
ar, áttu niargir heiðursmenn á
Dalvík og í sveitinni 70 ára
afmæli. Einn þeirra er Arni
Arngrímsson. Hann fæddist
þann 29. febrúar 1920, sem sé
á hlaupársdegi. Stundum er
þeini sem fæddir eru á þessum
aukadegi strítt með því að þ eir
eigi ekki afmæli nema 4. hvert
ár og eldist því ekki eðlilega.
Sanikvæmt því ætti Arni og
hans líkar því að vera á 18.
árinu þegar við þessir venju-
legu erum sjötugir. En Arna
Arngrímssyni þykir þetta ekk-
ert miður og segir, þá sjaldan
hann eigi stórafmæli, sem kall-
að er, niuni líka um þau. Slík
amæli hefur hann bara átt
þrisvar sinnum þ.e. 1940, 1960
og 1980, (þegar hann varð sex-
tugur). „Þá var líka haldið upp
á það í 4 þjóölöndum.
sautján afmælisdagar á sjötíu árum
þarna austur á Sandinum. Ef ætti
að nefna einhverja af vinum mín-
um og jafnöldrum detta mér fyrst
í hug Bassi í Þorsteindhúsinu
(Marinó Þosteinsson), synir Hall-
dórs Sigfússonar Sægrundar-
strákar, Tóti Kristjáns, Kolbeinn
á Jaðri, Dagmann á Hóli og flciri
og fleiri, allt frískir strákar og
skemmtilegir. Jú, það var gott að
alast upp hérna á Sandinum, vera
á skautum þarna á tjörninni eða í
slagbolt á sandinum. Þetta var
allt fyrir daga hafnarinnar.
Skólaganga?
Hún var nú lítil, bara 4 ára
skyldunám í barnaskólanum hjá
skólagöngu minni og ég var rétt
um tvítugt.
Starfið er margt . . .
Svo er það alvara lífsins. Eitt-
hvað hafa krakkar og unglingar á
Dalvík verið látin hafa fyrir stafni
á árunum kringum 1930? Já já,
það var nú mest í kringum
útgerðina, línuvinna og vinna við
saltfiskinn á sumrin. Þorsteinn
kaupmaöur hafði svo mikið
umleikis þarna í kringum bryggj-
una, llutti hingað jafnvel fisk frá
Siglufirði. Það þurfti að vaska
þetta og salta og svo þurrka. Við
breiddum hann á grindur og
stakkstæði.
stofnun sem í gamla daga hljómaði
í eyrum margra líkt og klukkna-
hljómur dauðans. En sem betur
fór fyrir Árna hafði læknavísind-
unum fleygt franr í baráttunni við
hvíta dauðann, sem áður hafði
lagt að velli svo ntarga, unga og
efnilega Dalvíkinga af báðum
kynjum.
Árni slapp furðu vel, gekkst
undir lungnaskurð hjé Hjalta
Þórarinssyni, einn hinn fyrsti hér
á landi, og slapp út af hælinu eftir
hálfs annars árs dvöl þar, ekki
jafnhraustur og fyrr en vinnufær
og óbugaður maður, 38 ára að
aldri.
Þessi óvæntu atvik urðu þesss
Blaðamaður brá sér heim til
þeirra hjóna í Goðabraut 3 einn
hríðardaginn nýverið og þótti
gott að koma upp á loftið í hlýj-
una til þeirra úr stórfenni og
kafsnjó sem úti fyrir var. Það er
fallegt heimili og vitnar um náið
fjölskyldulíf að dæma eftir mynd-
um á veggjum og í albúmum,
börn, barnabörn, frændalið, vini,
Dalvíkingar eldri og yngri. Við
sitjum yfir kaffibolla (og viskí-
staupi) og Árni lætur hugan reika
aftur í tímann.
Að gömlum og góðum og
íslenskum sveitasið skal hér getið
um ætt og uppruna en það er
skemmst frá því að segja, að fað-
ir hans, Arngrímur Jóhannesson,
smiður í Sandgerði var frá Ytra-
Holti, en móðirin, Jórunn
Antonsdóttir. frá Hamri, sem
sagt Svarfdælingur í húð og hár.
Fæddur var hann í Strumpu, en
það var lítið timburhús, sem
pabbi hans byggði sem verbúð.
Það stóð fast norðan við Val-
ensíu, sem allt eldra fólk á Dal-
vík man eftir. Þarna bjuggu þau
Arngrímur og Jórunn fyrstu
hjúskaparárin 2 eða svo. Þá
fluttu þau í Harðangur, hús
Kristins og Þóru sem síðar varð,
þar-man Arni eftir sér, en síðan í
Sandgerði. þar sem þau bjuggu
alla tíð síðan. Þar ólst Árni upp
ásamt yngri systrum, sínum, Ingi-
björgu og Þóru.
Það var gott að alast upp hérna
á Dalvíkinni á þeim árum a.m.k.
ekki lakara en nú. Einkanlega
IJára, Vignir, Jórunn, Árni og Þorsteinn Máni.
Helga Símonarsyni og Ásgeiri.
Það var í gamla barnaskólanum
sem síðar var kallaður Ás hérna
við Grundargötuna. En líklega
var ég síðasta árið mitt í nýja
skólahúsinu. Svo var ég eitthvað
í unglingaskóla hjá Pétri Finn-
bogasyni og líka eitthvað hjá
Dagbjörtu á Grund (nú Lamb-
haga).
Svo fór ég á vélstjóranámskeið
á Akureyri, var þar í eina 5 mán-
uði og fékk vélstjórnaréttindi.
Þar voru líka samtímis, Tóti
Kristjáns, Bessi í Mýrarkoti og
Gísli á Bjarnastöðum. Síðan var
ég á héraðsskólanum á Laugar-
vatni einn vetur, og þar á eftir
dreif ég mig á meiraprófsnámskéið
í Reykjavík. Og þar með er lokið
En sjómennskan? Ég fór eigin-
lega ekkert á sjó þegar ég var
strákur, ég var svo sjóveikur
lengi vcl. Hins vegar fór ég í
útgerð þegar ég var 18-19 ára.
Viö keyptum 4 tonna trillu Tóti
Kristjáns, Bjarni Jónsson frá
Sauðanesi og ég. Hún hét
Skutull. Þeir réru, en ég var land-
maðurinn. Við urðum meira að
segja bíleigendur urn leiö. Þetta
gekk bara nokkuð vel hjá okkur.
Ég hafði reyndar Iengi vel í
hug að fara út í járnsmíði, cn þaö
varð aldrei af því, ég fékk ekki
pláss þegar til átti að taka og svo
leiddu atvikin til þess að maöur
lenti inn á aðrar brautir.
Bílakstur varð hlutskipti mitt
næstu 15 árin eða svo. Fyrst 1941,
þá ók ég rútu fyrir Kristján Birn-
ing á BSA hérna á milli Dalvíkur
og Akureyrar. Það var nú torsótt
á þeim árum, enginn snjómokst-
ur, enginn sími á bæjum og allt
frumstætt. Þetta stóð nú aðeins
eitt ár. Þá réð ég mig hjá Kaup-
félaginu og var bílstjóri hjá því
næstu 13 árin. Fyrst á hálfkassan-
um, sem svo var kallaður, og svo
við rútuna, sem það hafði keypt
af Kristjáni.
Ég ók þessum bíl nálega alla
daga, til Akureyrar, fram í
Kristnes, til Dalvíkur aftur,
hringferð fram í sveit eftir far-
þegum nokkur ár. Eilífur akstur,
mikið erfiði og ekkert sérstakt
borgað fyrir alla yfirvinnuna, það
var ekki til siðs á þeim árum. en
líka, mikil ánægja í starfi og mikil
kynning við menn hér og innfrá.
valdandi, m.a. að líf Árna Arn-
grímssonar tók nýja stcfnu, hann
fór að stunda eiginn rekstur, fyrst
með bíl, síðan verslun.
Fjölskyldumál
Þessi þáttur byrjar á brandara.
Það er sagt, að sjaldan sé ein bár-
an stök. Samt er til ein bára, sem
er einstök. Spurning: Hver er
hún? Rétt svar. Bára Elíasdúttir.
Hún er cinstök kona fyrir sakir
dugnaðar og höfðingsskapar og
ckki meira um það.
Hún er fædd á Hóli 1921, dött-
ir Elíasar Halldórssonar frá
Klængshóli og víðar í dalnum og
Friðrikku Jónsdóttur á IIóli
fram. Eins og Árni er ættaður úr
niðursveitinni er Bára, ættuð úr
framdalnum, en bæði rótgrónir
Dalvíkingar.
Þau gengu í heilagt hjónaband
á jóladag 1942, í miðri heims-
styrjöldinni. Bjuggu fyrst uppi á
lofti í Víkurhóli. En síðan
byggðu þau húsiö Bjarkarbraut
3, (sem Sigurður tannlæknir
keypti á dögunum), fluttu þang-
að haustiö ’47. Börn fóru aö
koma í heiminn: Jórunn 1944,