Norðurslóð - 30.04.1990, Page 2
2 - NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaóardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Umsjón, dreifing og innheimta:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Ný áburðarverksinidja
Oft er það sagt, að það sem einu sinni hafi komið f'yrir geti hvenær
sem er komið fyrir aftur. Rétt mun það vera, en hitt er líka sann-
mæli, að stundum gerast atvik, sem enginn veit til, að áður hefði
gerst eða grunaði að gætu gerst. Þetta er fært í tal í tilefni þeirrar
lygilegu uppákomu, að eldur skyldi geta kviknað á þaki ammoní-
umtanks Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi eins og gerðist á
páskadag, sem víðfrægt er orðið. Mörg orð er búið að hafa um
þetta fyrirbæri og ekki öll viturleg og sjálfsagt á eftir að heyrast
margt og misjafnt áður en síðasta orðið er sagt. Eitt er það, að
ekki þurti svo sem neinn tilbúinn áburð á íslandi, því landbúnaður
sé á niðurleið, svo markaðurinn verði senn lítill sem enginn. Sér er
nú hver vitleysan. Auðvitað heldur landbúnaður áfram á Islandi
og bændur þurfa á áburði að halda til grasræktar og annarrar
ræktunar, auk þess sem öll framtíðaráform um landgræðslu byggj-
ast að miklu leyti á áburðargjöf. Markaðurinn mun því ekki
minnka, þvert á móti. Hitt er annað mál, að rekstur Áburðarverk-
smiðju ríkisins er ekki fyrst og fremst landbúnaðarmál. Það er
hægt að fá jafngóðan og jafnódýran áburð erlendis frá. Fram-
leiðsla tilbúins áburðar er iðnaðar- og atvinnumál og er mikilvæg
í sambandi við orkunýtingu á Islandi.
En hvað sem svona heimskulegum sjónarmiðum líður og hvað
sem líður öfgafullu tali um óbærilega hættu af verksmiðjunni í
jaðri þéttbýlisins, þá verður sjálfsagt að gera ráð fyrir því, að þessi
starfsemi eigi ekki langa, kannske svo sem enga framtíð fyrir sér á
þessum stað. Ekki ber að harma það út af fyrir sig. Sjálfsagt átti
Áburðarverksmiðjan aldrei að byggjast þama og ekki á Suðvest-
urlandi yfirleitt. Þar réð eflaust fyrst og fremst það illræmda og
lífseiga sjónarmið, að stóríðnaður geti helst ekki þrilist hér á landi
nema í næsta nágrenni höfuðborgarínnar, þar sem allt vit og þekk-
ing á hvort eð er að vera saman komin. Það er því fyllilega tíma-
bært og í alla staði eðlilegt, að undirbúa hið fyrsta flutning þessarar
starfsemi út á land.
Húnvetningar hafa í þetta sinn orðið fýrstir til að bjóðast til að
taka við nýrri áburðarverksmiðju. Sem landsbyggðarblað tekur
Norðurslóð sterklega undir þessa tillögu. Við göngum út frá því
sem gefnu, að framleiðsla köfnunarefnisáburðar hljóti að vera
þjóðhagslega hagkvæmt fyrir okkur, sem eigum mestallan orku-
forðann ónýttan og ekki skortir loft og vatn, sem em hráefnin.
(Steinefnin kalíuin, fosfór o.s.frv. þurfum við eins og flestir aðrir
að flytja inn frá fjómm löndum.) Áburðarverksmiðja á borð við
þá í Reykjavík er ekki mannfrekara fýrirtæki en svo, að þess
vegna getur staður á borð við Húnaflóabyggð auðveldlega ráðið
við hana, hvort heldur væri austur- eða vestursýslan. Ekki veitir
atvinnulílinu við Húnaflóa af dálítilli blóðgjöf og hvað er eðlilegra
en að eitthvað af Blönduorkunni sé notað til hagsbóta heim-
abyggðinni. Markaður lýrír tilbúinn áburð á íslandi er viðlíka mik-
ill sunnan sem norðan heiða. Það er því bókstaflega allt, sem mæl-
ir með en ekkert gegn því, að Áburðarverksmiðjan flytjist frá
Reykjavík, þar sem hún er nú óvelkomin, og rísi á ný í einhverju
skynsamlegu formi norður við Húnaflóa. Það væri sannarlega í
anda heilbrígðrar byggðastefnu. HEÞ.
Til áskrifenda
Enn er komið vor ef vor skyldi kalla. Það er 25. apríl og vika af
sumri. Það er blindbylur svo húsið nötrar í kviðunum og meters-
þykkur snjórinn hylur lönd. Einhvern tímann hefði þessi harð-
neskja boðað fjárfelli og von bráðar sult í bú manna hér á
norðurslóð.
En nú eru aðrir tímar sem betur fer og við höldum geðró okk-
ar í vissunni um, að sólin skín björt ofan við hríðarsortann og
senn brýst hún fram og tekur til við að skapa sumarið með
blómaangan og fuglasöng. Að loknum þessurn skáldlega for-
mála komum við aftur niður á jörðina og snúum okkur að hvers-
dagslegri hlutum. Enn lifir Norðurslóð og eins og allt, sem lífs-
andann dregur þarf hún næringu við og við. Mikill hluti nær-
ingarinnar er í formi áskriítargjalda og er þá komið að efninu.
í fyrra hækkaði árgjaldið ansi mikið, ein 40%,sem við skýrðum
með fallandi auglýsingatekjum, og rétt var það. Nú verður
hækkunin minni eða um 100 krónur úr 900 í 1000. Þetta er bara
rösklega 10% hækkun og 1000 er falleg tala. í því trausti, að
áskrifendur séu sömu skoðunar sendum við nú fyrstu gíróseðl-
ana með þessari upphæð til ca. þriðjungs kaupenda og ljúkum
umferðinni með maí- og júníblöðunum. Jafnframt sendum við
okkar bestu kveðjur, góðir lesendur nær og fjær, og óskum ykk-
ur gleðilegs sumars þrátt fyrir allt og allt. Útgefendur.
S
Ur dagbók
Jóhanns á Hvarfi
Anno 1900
9. sept. Eg og Páll fórum á stað
í göngur, eg reiddi Adda. Jón á
Syðra-Hvarfi samferða. Fór
Lauga ofaneftir, Jói fylgdi henni.
10. sept. Gott gangnaveður,
drógrm sundjír, allt í björtu. Var
Jóhann gamli á Hellu með þeim
sem tóku fé úr Arnarneshreppi
og innhreppum.
12. sept. Fórurn við hjón og
bræður í veislu við Böggvisstöð-
um, giftust þorsteinn Baldvins-
son og Helga Björnsdóttir (for-
eldrar Baldvinu á Ögðurn). Vor-
s!.t þar nóttina. Fór eg svo út í
hús Ágústs, sementaði grunn
yndir austurhlið hússins, annað
eigi búið að hlaða af honum.
(Þetta er Fell).
17. sept. Kom Sveinn og Jónas
gamli, (barnakcnnari) gistu.
Markaður á Hofsrétt. Þessir
keyptu: (umboðsmenn í sviga)
Gránuverslun, (Sveinn) 200 rúm-
lega, Consúll (Dúi) 150 rúml.
Havsteen (Kristján) 150, Laxdal
(Benedikt) 80, Óli Möller
(Lúðvíg) 40, Þorvaldu r Davíðs-
son (Steindór) 40, Snorri (Gísli á
Hvarfi) 190. Lætur nærri að 1000
hafi verið selt á markað og 350 í
pöntun. Hygg eg að alls sé selt
1400 úr sveitinni til ýmissa. Þór-
finnur tók mest, allt til reksturs.
Snorra fé var sér og Hjalteyringa.
20. sept. Hiti 2 gráður að
morgni, vestan stormur, fyrst úr-
fellislaus en þegar eftir fullbirt-
ingu fór að hvessa, og fór vaxandi
til nóns. er það mesta óveður er
elstu menn muna. Allt var í einu
roki ár lækir og pollar og við
bættist fjarska úrfelli. Reif víðast
af húsum og heyjum. Mesta tap á
heyjum á Skeiði, Hreiðarsstöð-
um, Hofi og Syðra-Holti. Víða
mistist fáir hestar. Hér fauk við
Neðstakofa og Bæjarhesthús 3-5
hestar úr hvoru. Urðakirkja og
Upsakirkja fuku báðar , brotn-
uðu í spón. Vallakirkja færðist af
grunni, og gekk frá suðurhlið.
Tjarnarkirkja lítið skekkst. Einn
fiskibátur fauk. Fóru þeir með
markaðsfé. Léði eg Sigurlaugu á
Sandinum Sokku í kaupstað.
Komst það með fé inn á Hillur og
hafðist þar við í 5 tíma. Fauk að
mestu bær og hey á Hillum og
timburhús á Rauðuvík, létust 2
börn af því. Fórst skip, Kári frá
Siglufirði, sem var í Vesturál
milli Múshóls og Krossatóttar.
Þegar rokið kom hafði hann drif-
ið í land, fórust allir menn sem á
voru. Ráku mörg hákallaskip og
fiskiskip er lágu á Akureyrarpolli
út á Oddeyrarbótina að innan.
Löskuðust meira og minna. Talið
að öll hafist út aftur. Fleira ekki
frétt og ekkert lengra að
21. sept. Gerðum að heyjum,
bárum grjót og lagfærðum.
22. sept. Gerðum við hjalla og
hús, það sem af reif.
23. sept. Gísli með okkur í
Velli. Skoðuðum kirkju þar, en
hún er hrakin út af grundvelli og
rifin frá syðri hlið. Stólpar á
grunni brotnir. Álitið illt aðgerð-
ar.
24. sept. Kom Jóhannes á
Skriðulandi með Sokka úr tamn-
ingu. Borgaði kr. 5 fyrir allt,
hagagöngu og tamningu. Fór
með honum í Mela, reið Sokku.
Voru menn að bera saman ruslið
úr Urðakirkju.
26. sept. Fór eg ofan á Sand
með 2 hesta undir reiðingi,
keypti fisk. Besti fiskur hjá öllum
og síldarfengur í net mikill alls-
staðar á Víkinni. Fór heim með
þungt á báðum. Fengu drengir 26
silunga, áður í mánuðinum á
annað hundrað.
Tryggvi Jóhannsson og Soffta Stefánsdóttir hjón á Ytra-Hvarfi.
27. sept. Tók 10 Iömb til
skurðar. Það fyrsta sem eg hef
fargað í þetta sinn. Fór Jói ofan
að vita hvort hann gæti fengið
róður.
29. sept. Fór eg með hesta
ofan, kom með full þungt á þeim,
báða hluti Jóa.
4. okt. Fór Jói á Upsakirkju
viðar axion og keypti fjalvið fyrir
kr. 9,40. Jói sagði að uppboð hafi
hlaupið á kr. 300.
6. okt. Hreppaskilaþing. Mætt-
ir um % ábúenda. Rætt um
heyjaskoðun og skepnuhirðingu.
þar næst um skoðun á fé og'
hundalækningar. Kosnir menn til
alls starfans. Boðin upp Guðrún
Jónsdóttir og ungbarn sem fædd-
ist á Hrísum hjá hjónum sem
fluttust frá Ólafsf irði síðast liðið
vor með tveim börnum. Boðið
upp óskilafé 15 að tölu, vetur-
gamalt og lömb. 7.okt. Fór Sól-
veig ofan til að komast í kaupstað
með Skálholti. Fylgdi Jói henni á
hesti. Fór Tryggvi á kirkjuviðar-
axion að Urðum. Bauð í fyrir kr.
2.00.
15. okt. Sólveig kom heim í
dag frá Hjalteyri út á Sand. Kom
svo með Jóa heim eftir hátta-
tíma. Var sett á land á Hjalteyri,
fór með Skálholti þangað 13. í
stórhríð. Komst enginn í land þá
nótt, fóru svo allir farþegar á
land á Hjalteyri sem ætluðu á
Dalvík , og vörur allar skipaðar
upp í Hrísey sem hingað áttu að
fara. Kvika, svo eigi var gott á
sunnudag 14.
1. nóv. Dó Sigríður Sigurðar-
dóttir seinni kona Þorkels á
Hofsá. Egill liggur hér við
Sandinn, tók Snorrafisk. Með
Agli sigldi Þorsteinn Jónsson
Stefánssonar á Sandinum. (Þor-
steinn kaupmaður.)
2. nóv. Fór Tryggvi að Völlum
til kirkjuverka, en Jói í Hof til
bólusetnings, við Sólveig til
úthafningar líksins. Komu þeir
utanað frá Völlum, sperrtu við
kirkjuna, verður látið við svo
búið standa fyrst um sinn.
4. nóv. Gísli á Hvarfi fór i
Hofsá til að smíða kistu. Tryggvi
fer á morgun til að hjálpa til.
5. nóv. Fór Páll ofan, léði eg
honum reiðingshest og hann fór
með annan fyrir mig eftir lopaull
og kornhálftunnu sem Tryggvi
tók á Oddeyri 27.f.m. Hvolpur-
inn drapst úr hundapest.
7. nóv. Kom Alla inn úr Stef-
ánshúsi með prjónaskap sem hún
fór með efni í.
14. nóv. Mikið stórfenni og
snjór yfir allt.
20. nóv. Tryggvi og Jói fóru
ofan með rjúpur sínar, náðu ekki
í þá sem fóru í kaupstað á Holts-
byttu. Þeir tóku á sleða það sem
Jói bauð í úr Upsakirkju. Það er
viðillt og fúið sumt. Jói og Leifi
ætla inn á Litla-Árskógssand með
rjúpur og selja Norðmönnum
þar. Kom eg með kettling frá
Hnjúki til Jóa.
25. nóv. Kom Leifi á Hjalta-
stöðum með Stefni, Heimskringlu
og Lögberg. Kom póstur í gær á
Sandinn.
1. des. Fór Jói innað Hámund-
arstöðum til bólusetninga.
Tryggvi og Steini fóru ofan í
Böggvisstaði, komu að kvöldi
með kistu og kofort Guðlaugar.
2. des. Sagt að Nordkyn ?
gufuskip með síldarfarm hafi ver-
ið ferðbúið til Noregs við Litla-
Árskógssand í gærkvöldi. Ætlaði
að leggja út í dag. Tók Ólafur
Jónsson, faðir Adda litla hér, sér
far með því, að leita sér atvinnu.
Kom Jói og Lauga með honum,
líklega alfarin til veru nú og svo
framvegis.(Jóhann og Guðlaug í
Sogni foreldrar Baldvins, Jór-
unnar og Aðalbjargar. Þau tóku
við búi á Ytra-Hvarfi þegar Jó-
liann Jónsson dó árið 1901. en
fluttu til Dalvíkur 1905, þegar
Tryggvi var búinn í Hólaskóla og
tók við búinu.)
3. des. Kom Steini (Syðra-
Hvarfi) í gærkvöldi, verður þessa
viku, lærir ensku Tryggvi les
með, Jói kennir.( Steini.er Þor-
steinn Þ. Þorsteinsson seinna rit-
höfundur í Vesturheimi.) Fór
Tryggvi ofan með 60 pör sokka á
sleða, sem Páll flytur fyrir okkur
í kaupstað.
10. des. Sent til mín úr Syðra-
Garðshorni kl 3 í nótt, frá
Júlíusi, að fara með bát til kaup-
staðarferðar. Fór eg og Páll strax
af stað, gengum ofan á Sand í
hríðarveðri. Fórum fjórir, eg
með Júlla á Hálsbát, en Páll með
Jóni á Hreiðarsstöðum á Háa-
gerðisbát. Komum við dagsetur á
Oddeyri.
11. des. Verslað dálítið. Tók
eg á Oddeyri, hjá Jóni Normann:
2 pund kaffi, 2 pund export, 2
pund melís, 1 pakka 3“ saum, 1
pakka 2“ saum, 1 pakka smá-
saum, 1 pott brennivín, pappír, 2
bækur, 2 pund tóbak hjá Þ.
Davíðsyni, 8 krónur í peningum
hjá Consúl, 1 f lösku sherrý 1
flösku brennivín. Fór eg til Guð-
mundar Hannessonar læknis,
skoðaði hann eyru mín. Fórum af
stað kl 6 e.m. leiði gott. Komum
á Hólsnaust kl 11 að kvöldi. Gisti
á Hóli.
12. des. Fór frá Hóli, gekk
heim. kom kl 5 e.m. Páll þá ný-
kominn.
22. des. Kom Sigurður Þórðar-
son frá Hólaskóla. ‘'(S. frá
Hnjúki, síðar bóndi á Egg í
Hegranesi.)
24. des. Kom Stefán í Hofsár-
koti, skilaði Helgapostillu, er eg
léði honum um jól í fyrra til árs
lestrar. Var sótt naut í Bakka.
Svarthjálmu. veturgamalli kvígu
haldið. Litli -Boli brúkaður. Gisti
Jóhann Páll hér, Jói og Lauga
niður á Böggvisstöðum síðan í
gærkvöldi.