Norðurslóð - 30.04.1990, Síða 3
NORÐURSLÓÐ - 3
Rósa Þorgilsdóttir, póst- og símstjóri á Dalvík:
Rætt við konu í ábyrgðarstarfi
Póstnieistarinn ásamt eiginnianni með dófturina Önnu Maríu. Innfellda myndin: Eldri dóttirin Kagnheiður.
í febrúarblaði Norðurslóðar
var sagt frá því að nýr stöðvar-
stjóri Pósts og síma á Dalvík
hefði verið skipaður í starfíð 1.
febrúar s.l. Blaðamaöur Nsl
hafði lengi áforniað að ná tali
af honuiti, og lét loks verða af
því núna á dögiinnm.
Það þarf kannske ekki að
kynna Rósu Þorgilsdóttur fyrir
lieimamönnum á Dalvík og í
sveitinni, því segja má að hún
hafí alist npp á símanum, þar
sem báðir foreldrar hennar
unnu um langan aldur. Faðir
hennar Þorgils Sigurðsson var
stöðvarstjóri á Dalvík í 34 ár
eða frá árinu 1955, og móðir
hennar Ragnheiður Jónsdóttir
varð símastúlka á Dalvík árið
1938 og vann við það starf í
rúm 40 ár. Sjálf hefur Rósa
gegnt flestum þeiin störfum
sem tengjast pósti og síma allt
frá unglingsárum.
En lesendur Norðurslóðar
eru víðar en á Dalvík og í
Svarfaðardal og ekki síst þeirra
vegna verður skyggnst inn í starf
og einkalíf stöðvarstjórans
nýja.
Eg er fædd á Dalvík árið 1951.
segir Rósa, og hefi átt heima á
Dalvík allt mitt líf. Fyrstu 10 árin
átti eg heima í Lambhaga Árið
1964 byggði Póstur og Sími þetta
hús hérna og þá flutti fjölskyldan
hingað. Eg var auðvitað í Barna
og unglingaskólanum hér í
Dalvík, en settist síðan inn í
Samvinnuskólann í Bifröst og
útskrifaðist þaðan áriö 1971.
Síðan fór eg að vinna hér
heima, strax eftir nám, fyrst hér á
Stöðinni, og meðan eg var í námi
vann eg á sumrin hér á Pósti og
sínra leysti pabba af í hans
sumarfríum. Seinna vann eg við
Dalvíkurskóla sem ritari í ein 5
eða 6 ár. Hjá Fjölrita hér á Dal-
vík vann eg í tvö ár. Þá fór eg aft-
ur að vinna hérna. í hálft annað
þá. maður var meira í tengslum
við fólkið.
Þið liafíð auðvitað verið
afskaplega fróðar uni hagi
fólks í þá daga, þið hafið
varla komist hjá því að heyra
mörg leyndarmálin?
Jú maður komst alveg hjá því, en
það var mjög algengt að t'ólk
hringdi bara til að spjalla víö
okkur, og þá fylgdist maður
meira með því sem var að gerast.
og var í meiri snertingu við fólkið
og persónulegum tengslum. Þetta
hefur breyst mikið, kerfið er orð-
ið svo fullkomið núna aö erfitt er
að hugsa sér að það geti orðiö
fullkomnara. Þetta er stafræn
símstöð og býður upp á flest allar
tækninýjungar senr þekkjast.
Hvað eru svo margir
starfandi hérna?
Það eru þrír í fullu starfi, einn í
hálfu, og bréfberarnir tveir í 75%
starfi, og ein kona í ræstingu.
Starfsmenn Pósts og síma á Dal-
vík eru sem sagt auk Rósu: Krist-
ín Pálsdóttir símavörur sent hef-
ur unnið þar lang lengst eða frá
því sncmma á sjötta áratugnum.
Ólöf Maríusdóttir í póstafgreiðslu.
hefur starfað frá 1. júlí 1989.
Gerður Jónsdóttir í póstafgreiðslu
hefur unnið 3 ár í hálfu starfi.
Þá koma bréfberarnir tveir.
þær Ragnhildur Jónsdóttir sem
hefur unniö í 5 ár og Guðrún
Magnúsdóttir í 2 1/2 á.Þær tvær
síðastnefndu hafa ekki alltaf átt 7
dagana sæla í vetur við blaðburð-
inn í öllum snjónum og ófærð-
inni.Nú svo síðast en ekki síst
vinnur Þórlaug Kristinsdóttir viö
ræstinguna cg buin að gera það
lcngi.
AIIí konui? Ætli það sé
ekki fremur sjáldgæft,
á svona vinnustað?
Eg veit það ekki, við vildum
gjarnan hafa einhvcrn karlmann
starfandi hjá okkur. Það sóttu
margir um þessa stöðu þegur hún
var auglýst bæði karlar og konur.
en þetta fór nú svona . Launin
hjá Pósti og sínta eru ekki há, því
miður. og það er kannske þes-
svegna sem þetta er oröin vinn-
ustaður kvenna Irekar en áður
var.
En Pósti og síma helst vel á
starfsfólki sínu er það ekki?
Jú sem betur fer, þetta er mjög
fjölbreytt og lifandi starf. Eg
hefði ekki sóttst eftir því annars.
þetta er óneitanlega dálítið erfitt
en gaman að takast á við það.
Og það er erfiðara fyiir kven-
mann en knrltnann að vera í
þessu starfi.eins og líklega í flest-
um stjórnunarstörfum, það eru
gerðar meiri kröfur til kven-
mannsins. það er mín tilfinning
að minnsta kosti. og þar fyrir
utan :í konan eftir að sinna heim-
ilisstörfunum þegar heim er kom-
ið eltir að vinnudegi lýkur á
vinnustaðnum.
Þú lítursamt hjörtum augum
fram á veginn er það ekki?
Jú þaö geri eg. eg er ákaflega
heppin með starfsfólkið, alveg
sérstaklega heppin, og andinn
mjög góður á vinnustaðnum og
það er ekki lítils virði. Þessvegna
er þetta mikið auðveldara fyrir
mig. Yfirmenn mínir á Aku'eyri
hafa líka reynst mér mjög vcl, og
það er auðvclt fyrir mig að leita
mér upplýsinga hjá þeim, og fá
aðstoö ef eitthvaö bjátar á, þeir
Ársæll Magnússon umdæmis-
stjóri og Þorvaldur Jónsson full-
trúi hans eru mjög elskulegir, svo
og aðrir hjá stofnuninni sem eg
þarf að leita til.
Rósa er gil't Siguröi Valdemar
Bragasyni framkvæmdastjóra
Útgerðarfélags Dalvíkinga.
Hann er Þingeyingur. frá Landa-
mótsseli í Köldukinn. Þau kynnt-
ust í Samvinnuskólanum í Bifröst
á skólaárunum. Þau eiga 2 dætur,
þær heita Ragnheiður og Anna
María 17 og 1 I ára.
Hér lýkur hinu eiginlega viðtali
við Rósu Þorgilsdóttur, en gam-
an væri að grúska svolítið í sögu
þóstsins hér um slóðið. Ymislegt
hefur verið rifjað upp um komu
símans hér í dalinn, síðast í jóla-
blaði Norðurslóðar 1989. Og í
Dalvíkursögu er ítarleg frá-
sögn af símamálinu. En hvern-
ig var það með póstinn? Á 19.
öldinni var bréfhirðing á Tjörn
fyrir dalinn.cn hún lagðist niður
um aldamótin eða fluttist niður á
Sandinn, þvf um eða upp úr alda-
mótum er komin bréfhirðing á
Dalvík, í Nýjabæ.Það var ekki
fyrr en árið 1929 að sett var upp
póstafgrciðsla á Dtilvík með
ákveðnum opnunartíma og þá
líka í Nýjabæ.
Árið 1943 var póstur og sími
sameinaöur á einn stað á Dalvík.
Skíðabraut 4. sem nú heitir svo,
áður var símaafgreiðsla í Bald-
urshaga á heimili Þorsteins Jóns-
sonar allt frá 1907 þegar lína var
lögð frá Völlum til Dalvíkur.
Fram í dalnum voru símstöðvar á
Völlum og á Uröum. Þorsteinn
Jónsson var fyrsti stöðvarstjóri
Pósts og síma á Dalvík og gegndi
því starfi til ársins 1955.
Þessar upplýsingar komu fram
í viðtalinu við Rósu, kannske
vekur það forvitni einhverra, að
kynna sér betur þennan ákveðna
þátt í svarfdælskri sögu.
Blaðamaður þakkar fyrir samtal-
ið og óskar Rósu vellarnaðar í
starfi. Póstur og sími á Dalvík er
augsýnilega notalegur vinnustað-
ur. Þar er glaðlegt og lipurt
afgreiðslufólk bæði við símann
og póstinn og þannig hefur þaö
verið síðan undirrituð fór aö eiga
erindi þangað. Megi svo verða
um ókomnar tíðir. S.H.
ár sem stöðvarstjóri í veikinda-
forföllum pabba, eða þar til eg
var skipuð í starfið núna í febrú-
ar.
Hvernig er svo starfið?
í hverju er það fólgið?
Það má kannske segja að það sé
stjórnunarstarf, þetta er fjöl-
breytt og skemmtilegt starf, en
töluvert erfitt , það verða svo
örar breytingar því tækninni
fleygir svo fram. Maður hefur
varla við að fylgjast nteð nýjung-
unun.
Það hefur breyst gífurlega mik-
ið síðan eg man fyrst eftir, áður
en sjálfvirki síminn kom. Það var
reyndar ekkert síður skemmtilegt
Póstur og sími Dalvík.
Starfslið Pósts og síma. F.v. Kristín, Gerður, Guðrún, Rósa, Ólöf og Ragnhildur.
Ljósm.: SH
Frá Samstökum
Svarfdæla í Reykjavík
Vel lukkað fjölskyldukaffi
Fjölskyldusamkoma Samtak-
anna var haldin í Sóknarsaln-
um, Skipholti 50 A, sunnudag-
inn 29. apríl. Veður var milt en
skýjað loft þegar Svarfdælir og
skyídulið þeirra, fólk á öllum
aldri, mættu og skráðu sig alls
152 manns í gestabókina.
Fólk naut dagsins við samræð-
ur og kunningja- og vinafundi að
ógleymdum hlaðborðsveitingum
af svarfdælskri rausn. Kári Gests-
son lék á píanóið milda tónlist og
sameiginlega stjórnuðu þeir Júlí-
us J. Daníelsson almennum söng.
Söngsveitin Drangey kom og
söng allnokkur lög við mikla
ánægju og gleði fólksins.
Dagurinn var í alla staði hinn
ánægjulegasti.
Næst á dagskrá Samtakanna er
Viðeyjarferð, sem farin verður
um mánaðarmótin maí-júní.
Dagsetning er ekki enn fastráðin.
Farið verður út í Viðey eftir
hádegi þar sem staðarhaldari, sr.
Þórir Stephensen mun fræða
hópinn um eyjuna, sögu hennar
og minni. Eftir gönguferð um
Viðey verður staldrað við í vist-
legum húsakynnum staðarins, og
notið veitinga áður en heim er
haldið. Nánari dagsetning og til-
högun ferðarinnar verður kynnt í
bréfi.
Þá er til athugunar gróðursetn-
ingarferð á vegum Samtakanna.
Ekki er enn fullráðið hvert eða
hvenær farið verður, en ákvörð-
un verður tekin áður en langt um
líður, og þá gerð grein fyrir því.