Norðurslóð - 30.04.1990, Page 4
4 - NORÐURSLÓÐ
Að lokimii leiksýningu hjá Leikfélagi Dalvíkur
Brúðhjónahvarfíð dularfulla
Presturinn og skólastýran. Sigurbjörn Hjörleifsson og Kinilía Sverrisdóttir.
Um og eftir páskana sýndi
Leikfélag Dalvíkur sjónleikinn
Um hið átakanlega sorglega og
dularfulla hvarf ungu brúð-
hjónanna Sigríðar og Indriða
daginn eftir brúðkaupið og
leitina af þeim, eftir Ingibjörgu
Hjartardóttur, Sigrúnu Ósk-
arsdóttur, Unni Guttormsdótt-
ur og Hjördísi Hjartardóttur.
Um síðustu jól stóð félagið fyr-
ir menningarvöku í Víkurröst þar
sem lesið var upp úr verkunt
svarfdælskra skálda og flutt tón-
list með textum eftir Svarfdæl-
inga. Þarna var sem sagt á ferð-
inni rjómi þess menningarlífs
sem við svarfdælingar hreykjum
okkur gjarnan af og teljum á há-
tíðlegum augnablikum svo ágætt
og ómissandi í okkar svarfdælska
bæ og byggð.
Er skemmst frá því að segja að
þarna mættu 14 áhorfendur ívið
færri en flytjendurnir sem lagt
höfðu ómælda vinnu í að koma
þessari dagskrá saman.
Þegar þetta er ritað er lokíð
sýningum á Hinu dularfulla
hvarfi. Sýningar voru 7 og áhorf-
endur urðu samtals rúml. 400.
Það verður aö teljast fremur
lélagar heimtur í 1700 manna
byggð.
Það er því ef til vill ofmælt að
tala um blómlegt menningarlíf.
En þrákelkni er það, og nánast
óeðlileg bjartsýni, að leggja nótt
við dag vikum saman við þessa
menningarstarfsemi, sem ekki er
meiri gaumur gefinn.
En mál er að ljúki ræðuhöldum
og útásetningi, og snúa sér þess í
stað að leiknum sem verið var að
sýna.
Leikritið „Hið dularfulla
hvarf...“ er eitt nokkurra leikrita
áhugaleikfélagsins Hugleiks í
Reykjavík, og samið fyrir það og
er raunar sjálfstætt framhald
leikritsins „Ó þú" sem leikiö var
syðra árið 1987. Hjá áhugaleik-
félaginu Hugleiki gildir það
almenna sjónarmið að allir félag-
ar sem hug hafa á, eigi að fá
hlutverk, og er þá bara bælt við
persónum eftir því sem þurfa
þykir. Dregur þetta leikrit óneit-
anlega dám af því, þannig mætti
alveg sleppa einhverjum persón-
um án þess að framvinda sögu
raskaðist nokkuð. Það var sem
sagt ekki alvaran sem sat í fyrir-
rúmi á fjölunum í Ungó aö þessu
sinni. Raunar er ekki auðvelt að
skilgreina hverskonar leikrit hér
er á ferðum.
Gamansamur sakamálaleikur
með þjóðlegu ívafi, gefa ef til vill
einhverja hugmynd um óvenju-
legan margbreytileika verksins.
Skorinorður titill leiksins segir í
raun nóg um innihaldiö. Indriði
og Sigríður hafa horfið sporlaust
daginn eftir brúðkaup sitt og
koma aldrei fram í verkinu þó
allt snúist um þau. Fylgst er með
rannsókn málsins, og kallar
sýslumaður, sem reyndar er
kona, til vitnis ýmsa þá sem sam-
skifti höfðu átt við brúðhjónin
rétt áður en þau hurfu. Við fáum
að kynnast ýmsum skrautlegum
persónum, svo sem Flóka fugla-
fræðingi og sinnisveikri konu
hans, rómantíska bóndanum sem
hætti að versla með búöing í
borginni og fluttist út í sveit,
Jónu gömlu sem er skygn og sér
lengra en nef hennar nær, kúgaða
sýsluskrifaranum, prestsmad-
dömunni Karen Krusenstjerne
hinni dönsku, húsmæðraskóla-
stýrunni með ýmsar nýjar þver-
faglegar hugmyndir frá Þýska-
íandi, athafnamanninum Jónda
sem rekur stórmarkað, áfengis-
sölu og hvalaeldi og vansælli eig-
inkonu hans sem vill bara flytja
suður, skáldmæltum presti,
kvennaskólapíum og húsverði
sem hefur komist í það verra.
Inn í sjálfa rannsóknarlögreglu-
söguna fléttast örlaga- og ástar-
sögur persónanna. Texti er oft á
tíðum drepfyndinn ekki síst fyrir
það hvað hann er fáránlegur og
út í hött. tek sem dæmi miðils-
fundinn þar sem Reynisstaða-
bræður, (sem að öðru leyti eru
alls ekki í verkinu) koma aftur og
aftur í gegn og trufla sambandið.
Við getunr kalla þetta „absúrd"
húmor.
Sjálf ráðgátan gekk hins vegar
ekki alveg upp, eiginlega gufaði
hún upp í lokin þegar lokaatriðið
fór að snúast upp í það að allir
næðu saman. Það er þó óneitan-
lega nokkuð skondið og nýstár-
legt að í rannsóknarlögreglugátu
sé lausnin sú að hreinlega hafi
þarna gerst yfirnáttúrlegir hlutir,
fólk horfið, með því að ganga í
björg. Svona lausn hefði Agata
Cristie aldrei látið sér detta í hug.
Leikstjórinn hefur fyrir sitt
leyti ekki dregið úr „absúrd" ein-
kennum textans, söngatriðin
koma til dæmis jafnan skemmti-
lega flatt upp á mann, sveitaten-
orinn, brilljantínrokkarinn, og
sígonatrúbadorinn allt sitt úr
hverri áttinni en brjöta sýninguna
skemmtilega upp. Persónur eru
ýktar og yfirdrifnar og auka enn á
fjarstæðuhúmorinn, t.d. bóndinn
í 19. aldar búningi með færeyska
húfu. Leikmyndin var sömuleiðis
hlægilega einföld, en þó þótti
mér atriðið þar sem fólkið gengur
í bergið einum of einfalt fyrir svo
dramatískt augnablik. Álaga-
bergið minnti helst til nrikið á
strigapoka.
Leikarar stóðu sig allir með
prýði. Sumir fóru hreinlega á
kostum en eg nefni engin nöfn
svo allir leikarar geti tekið það til
sín. Greinilegt var að áhorfendur
kunnu vel að meta þetta framlag
Leikfélags Dalvíkur til upplyft-
ingar andans þetta árið, og verð-
ur lokaniðurstaða þessarar um-
fjöllunar sú að leikstjóra, leik-
endum og aðstandendum sýninga
hafi tekist í alla staði mjög vel við
uppfærslu þessa skringilega
ærslaleiks. Hj.Hj.
Frá Sæplasti Dalvík
Vorið er komið og grundirnar gróa...
Nú er vetur úr bœ...
Lóan er komin að kveða burt snjóinn..
Sólin heim úr suðri snýr...
soeplast
hf
vitnar í vorljóðin og sendir bestu
óskir um gott og gleðilegt sumar
til viðskiptavina nœr og fíœr
Sparisjóður Svafdæla
Dahrik
sendir bestu sumarkveðjur til
allra viðsldptamamia og jþakkar
samstarfið á liðnrnn vetri
„Senn kemur sumarið
sólin blessuð sldn.
Víst batnar veðrið
þá veturinn dvín. “
Sparisjódurinn