Norðurslóð - 29.06.1990, Page 5
NORÐURSLÓÐ - 5
Frh. af bls. 2
fara. Menn eru byrjaðir að gera
vagnfæra vegi og fréttir berast af
hestdregnum heyskapartækjum.
Og til sjávarins er stórkostleg
nýjung í augsýn, menn eru farnir
að setja olíuknúnar vélar, svo-
kallaða mótora, í fiskibáta.
En ekkert af þessu fær Jóhann
bóndi á Hvarfi að sjá með eigin
augum. Stundaglas hans er að
renna út. Apríl er kaldur þetta
fyrsta ár 20. aldar. Pann 9. apríl
er 15 stiga gaddur. Þann dag er
jarðsettur á Völlum sóknarprest-
urinn, sr. Tómas Hallgrímsson.
Par er Jóhann að sjálfsögðu
viðstaddur. Tveimur dögum síð-
ar er hann kominn niður í Böggv-
isstaði til að skera í fót á hesti og
hefur þá ánægju að sjá góðan
árangur verka sinna einu sinni
enn. Hann ritar daglega í bókina
sína, síðast 16. apríl í síðustu
viku vetrar.
Nú er vorið á leiðinni í Svarf-
aðardalinn einu sinni enn. Sum-
ardagurinn fyrsti 1901 er mildur
og fagur og fullur af fyrirheitum.
Þau Hvarfshjón hafa haft þann
fasta sið alla tíð að fara í húsvitj-
un í fjárhúsin á þessum degi og
sjá með eigin augum hvernig fén-
aður er á sig kominn eftir vetur-
inn. Ekki verður séð, hvort þau
ná að fara í eftirlitsferðina að
þessu sinni. Eitthvað hefur kom-
ið fyrir, sem verður þess vald-
andi, að Jóhann hættir að færa
inn í bókina 16. apríl.
Nú er stutt í sögulok. Einhvern
daginn seinni hluta mánaðarins
veiktist Jóhann. Menn halda
helst, að það hafi verið heila-
blæðing. Hann lifði samt í
nokkra daga , en andaðist þann
4. dag maímánaðar. Hann var
jarðsunginn á Völlum frá kirkj-
unni, sem hann bar svo mjög fyr-
ir brjósti og hafði lagt hönd að
viðgerð á eftir skemmdirnar í
rokinu mikla haustið áður.
Björn Árnason fræðimaður frá
Atlastöðum (Björn á Grund)
kallar Jóhann „vormann Svarfað-
ardals“ í bók sinni Sterkum
stofnum og er það verðskuldað.
En svo bætir Björn við, og ég
leyfi mér að láta það fylgja:
„En hvaða sæmd hefur Jó-
hanni á Ytra-Hvarfi verið gerð
eða minningu hans? Hefur nokk-
ur maður nokkurn tíma af svarf-
dælsku bergi brotinn sagt eða
skrifað nokkurt orð, er haldi
minningu hans á lofti? Ég hef
ekki heyrt þess getið. Slík van-
ræksla og óhrjáleg dasamennska
er raunar ekki fágæt. En hún er
eigi að síður Ijótur blettur á skildi
þeirrar menningar, er við viljum
þó sent hreinastan, þegar allt
kemur til alls“.
Sjálfur hefur Björn bætt vel úr
þessari vanrækslu í nefndri bók.
Og mætti ég bæta því við, að
Norðurslóð hefur viljað með birt-
ingu þessara dagbókarbrota
vekja athygli á þessum ágæta
sveitunga og „vormanni" dalsins?
Við höfum leyft honum að tala
sjálfum til okkar, sem nú lifum
hér 100 árum frammi í óræðum
tímanum, og gegnum dagbókina
hans, svo stuttorð sem hún er,
höfum við kynnst manninum og
um leið fræðst mikið um svarf-
dælskt mannfélag á hans tíma.
Að lokum skal minnt á það,
sem áður hefur verið stungið upp
á hér í blaðinu, að fenginn verði
maður til að vélrita allar dagbæk-
urnar svo innihald þeirra verði
aðgengilegra þeim sem vildu
kynna sér þessar ómetanlegu
heimildir.
Norðurslóð þakkar Aðal-
björgu Jóhannsdóttur fyrir sam-
vinnuna og lesendum fyrir áhuga
á verkinu.
HEÞ.
Eifiljóð
I Héraðsskjalasafninu á Dalvík er geymt handritað erfiljóð um Jóhann á Ytra-Hvarfi eftir
Þ.Þ., sem án efa stendur fyrir Þorsteinn Þorkelsson (,,aumingi“). Að öllum líkindum er
þetta hans eigin rithönd. Við birtum hér sýnishorn af handritinu, en síðan allt Ijóðið á prenti.
Líkast til hefur það aldrei áður verið gert.
Jóhann Jónsson Ytra-Hvarfi
Hér er sterkur strengur brostinn
stigið skarð í traustan múr
margra hugur harmi lostinn
hulinn dimmum sorgarskúr.
Eitt þó hugann harmi lúða
huggar best á sorgarstund,
Kvödd var hetjan hugumprúða
heim á Drottins náðarfund.
Höldur burt er héðan genginn
heiðurs sæti fögru úr.
Annar slíkur er vandfenginn
allri sinni köllun trúr.
Garðinn sinn hann gjörði frægan
glaðvær ætíð lífs um stund,
viðmótsblíðan þokka þægan
þjóð hann sýndi á alla lund.
Gestrisninnar göfuglyndi
gleði hans hin mesta var,
hann tók ávallt hreint með yndi
hverjum sem að garði bar.
Hann með sínu heiðurs fljóði
hvíld og saðning mörgum bjó.
Minning þessa mun í hljóði
mörgum geymast, ekki sljó.
Forsjár hlut og framkvæmdanna
forsjónin hans lagði í skaut.
Frjálsa vegi framfaranna
fús hann gekk um ævibraut.
Valin ráð og vina tryggðir
vel hann geymdi í fastri lund.
Lipurð oft sem létti hryggðir
Ijúft hann bar á vinafund.
Hann að brjósti blíðlynd gæfa
breiddi verndarskjöldinn sinn
Slysaör svo engin hæfa
á hann mátti nokkurt sinn.
Vóð hann lífsins strauminn stríða
studdur von og trúar dug,
inn að foldu frelstra lýða
fast hann beindi vöskum hug.
Far þú vel, minn vinur góði,
vegum skiptir Drottins hönd.
Pín ég sakna sárt í hljóði
samt það gleður mína önd.
Leið þín sál frá lífs andstreymi
ljúft í kyrrð við dauðans höf,
sem í Ijóss nú hefur heimi
hlotið dýrstu sigurgjöf.
Pótt að lífsins brosið blíða
bjartri sumareygló frá,
ei þér mætti að augum líða
ævikvöldi myrku á,
himindýrðar sumarsólin
samt þér blítt á móti skein
æðstu lífs um aðalbólin
unaðsríkust sól og hrein.
Ástvinum hjá öllum þínum
ástarþökkum brjóst er fyllt.
Peir í huga þakka sínum
þér allt gott sem fremst er skylt.
Minnugir þess munu vera
meðan lífs þeim sólin skín
og þá hjartans bæn fram bera.
„Blessuð lifi minning þín.
Iminningu
Stefáns Snælaugssonar
Fæddur 26. júní 1916 - Dáinn 19. maí 1990
Hinsta kveðja
frá tengdadóttur hans Margréti Sölvadóttur
Eg lyfti hug á hljóðri stund
í hæðir guð til þín,
sem ert hið sanna leiðarljós
það Ijós sem fegurst skín.
Sem veiku barni leggur lið
og leiddir þér við hönd.
Ert huggun rík á reynslutíð
er rofna vinarbönd.
Að leiðarlokum -
Og nú, er kveð eg kæran vin
ég kenni orð þín sönn.
Pú vakir yfir velferð hans
svo vel í dagsins önn.
Sem gæfumaður gekk hann veg
hins glaða sómamanns.
Hann lifði og dó í Ijúfum þey
slík lifir minning hans.
í skini gegnum skýjarof
ég skynja himinn þinn.
Og lít i trú hans liðnu önd
sem lofar Herra sinn.
Par frjáls i geimstöð gróandans
fær gleðin notið sín.
Með hjartans þökk í hásal Guðs
berst hinsta kveðjan mín.
J.S.
Kveðja frá yngstu dóttur
Við áttum hér saman allmörg ár
af þeim geislarnir skína
nú falla að lokum fáein tár
á fallegu kistuna þína.
Dísa Þórðurdóttir.
r
er eina dagblaðið utan
Reykjavíkur og
útbreiddasta dagblaðið
á Horðurlandi
• Ritstjórn •áskrift
•auglýsingar •afgreiðsla
Sfmi 96-24222
Dagur - dagblaðið sem lesið
er upp til agna