Norðurslóð - 25.09.1990, Qupperneq 1

Norðurslóð - 25.09.1990, Qupperneq 1
14. árgangur Þriðjudagur 25. septeniber 1990 7. tölublað Sumri hallar Sumarið er liðið og nú er kom- ið hrímkalt haust. Þetta sumar hlýtur að fá góð eftirmæli þeg- ar upp er staðið. Það kom seint, en var góðviðrasamt þegar það kom. Júní og júlí og fram í ágúst voru veður þægi- leg, aldrei norðangarri eða vestanrok, sem annars eru ekki fátíð hér, jafnvel á þess- um sumarnánuðum. Reyndar tók fyrir þurrka, snemma í ágúst svo nálega óger- og fær góð eftirmæli legt var að ná þurru heyi eftir það. Hins vegar hefur ekki kom- ið næturfrost enn. þegar þetta er skrifað 20. september, svo kartöflugras stendur enn grænt og fagurt. Það eru því horfur á að hey- fengur verði bæði tnikill og góður. Þar hjálpa líka til rúllu- baggarnir. sem flestir bændur eiga nú í einhverjum mæli. Kartöfluuppskera verður mikil og góð, það má bóka. Og svo má ekki gleyma berjunum, ,sem hafa verið meiri á þessu sumri en svo, að elstu menn muni jafnmikil. Þúfurnar eru svartar og bláar af krækiberjum og bláberjum. Og lautirnar eru svartar og bláar af aðalberjum og aðalbláberjum. Og þetta eru engar ýkjur að þessu sinni. Fyrsti snjór er þó kominn. Hann féll 18. og 19. september. en er léttur og fer vafalaust fl jótt aftur áður en liann leggst að fyrir alvöru. Einu sinni gangnamaður, alltaf gangnamaður. Túti á Bakka og Siggi Mar. Réttímar Kýrnar í Engihlíð úða í sig repjunni. Tungurétt var haldin sunnu- daginn 16. sept. í góðu veðri. Múgur og margmenni var mættur að vcnju, enda óvenju- lega sjón að sjá, nefnilega sauðkindur. Heilar 78 meira að segja. Þær komu úr Sveins- staðaafrétt, eign 3-4 bænda, sem þangaö ráku fé í vor. Menn geröu sér glaðan dag með miklum söng og gleðilátum. Nú stendur til, aö fjölgi fé á ný hér í haust svo það eru bestu horfur á að göngur og réttir með öllum stnum sjarma og rómantík ætli að lifa af þessa síöustu og verstu niðurskurðartíma og blómgast á ný með nýju sauðfé. Reksturinn ketnur! 78 kindur úr Afréttinni. Af vettvangi bæjarmála Blaðið hafði samband við Kristján Júlíusson bæjarstjóra til að grennslast fyrir um fram- kvæmdir á vegum bæjarins í sumar. Að sögn Kristjáns hef- ur framkvæmdaáætlun bæjar- sjóðs staðist nokkuð þokka- lega það sem af er. Lokið er við að malbika Karlsrauða- torg, Brimnesbraut, Ægisgötu og hluta Bárugötu og er mal- bikun á vegum bæjarins lokið að þessu sinni. Lagningu gang- stétta er að miklum hluta lokið nema á Hólavegi og á tvo gangstíga. Framkvæmdir við skólann standast áætlun. Nýbyggingunni verður lokað einhverja næstu daga. Eitt- hvað verður unnið inni í henni í vetur og í ágúst á næsta ári er fyrirhugað að Tréverk hf. skili húsinu af sér fullgerðu. Endur- bótum á leikskóla er að mestu lokið. Fé það sem áætlað var að veita í grasvöllinn er greitt jöfnum höndum sem þurfa þykir og áætluð véla- og tækja- kaup fyrir áhaldahús eru öll komin til gjalda. Þá víkur sögunni að fyrirtækj- um bæjarins. Þar vegur þyngst hlutur hafnarinnar. Verið er að vinna við gerð grjótvarnar við norðurgarð hafn- arinnar og er það verktakafyrir- tækið Jarðverk og bílstjórafélag- ið Múli sem sjá um það verk. Samkvæmt samningi verður verkinu skilað í lok oktober. Nýtt detlískipulag fyrir höfnina er að líta dags ins ljós og verður vænt- anlega afgreitt frá hafnarnefnd þegar blaðið kemur út. Eins og kunnugt er hefur verið sótt eftir Dúnalogn í Dalvíkurhöfn. því að fá að tollafgreiða vörur við höfnina. Af þeint málum er þó ekkert nýtt að frétta eða eins og Kristján orðar það „það mallar í kerfinu. A vegum hitaveitunnar verður fljótlega farið í það að steypa upp í ónýttar borholur á Hamri. Það segja sannfróðir að sé hin þarf- asta ráðstöfun til að fyrirbyggja kælingu á vatninu í þeint holum sem nýttar eru. Jarðboranir rt'kis- ins sjá um það verk. Hjá hitaveit- unni hafa menn verið að leggja aðveituæð að fyrirhuguðum vatnstanki og einnig hafa hei- mæðar sumsstaðar verið endur- nýjaðar. Fyrir skömmu var gengið frá kaupum bæjarins á jörðinni Ytra- Holti. Jörðin kostaði 10 milljónir og þar eð ekki var gert ráö fyrir þessari fjárfestingu í fjárhags- áætlun mun erdurskoðuð áætlun verða lögð fyrir á næstunni. Þar verður eins og allir vita athafna- svæði dalvískra hestamanna en ekki hefur þó nein ákvörðun ver- Ljósm. Dagur. ið tekin um nýtingu landsins í smáatriðum. Nýtt fólk hefur hafið störf hjá bænum. Má þar nefna bæjarritar- ann; Helga Þorsteinsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Bjarna Gunnarsson, fulltrúa félagsmála- ráðs; Steinunni Hjartardóttur og nýjan kennara við tónlistarskól- ann; Völvu Gísladóttur. „Þegar á heildina er litið“ segir Kristján, „má segja að bærinn standi á traustum fótum. At- vinnuástand hér er með besta móti og fjárhagsvandræði ekki teljandi. Aöspurður um hverju hann telji Múlagöngin breyti í atvinnu- málum Dalvíkinga segir Kristján: „Þau hljóta að leiða til aukins samstarfs sveitafélaganna. Þessar framkvæmdir eru ekki bara til þess ætlaðar að auðvelda Ólafs- firðingum að komast í búðir á Akureyri. Þær ntiða að því að tengja Ólafsfjörð betur þessu atvinnusvæði, Eyjafjarðarsvæð- inu, og það er beinlínis krafa samfélagsins að þær skili ein- hverjum arði þegar fram líða stundir, hvernig sem sá arður er mældur. Þetta hlýtur m.a. að þýða aukið samstarf byggðanna hér við út-Eyjafjörðinn, aukna samnýtingu og hagkvæma verka- skiptingu þar sem því verður við komið. M,a. á þetta við um hafn- irnar en það er þó ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að sveitafé- lögin fari varlega í þessi mál“.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.