Norðurslóð - 25.09.1990, Page 3

Norðurslóð - 25.09.1990, Page 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Skólastarfið hafið Dalvflairskóli Nemendur Dalvíkurskóla mættu mánudaginn 10. sept- ember í skólann á þessu skóla- ári. Nemendur grunnskólans eru nú 260 talsins en auk þeirra stunda um 50 nemendur nám í Sjávarútvegsdeild og hafa aldrei verið lleiri. Að sögn Þórunnar Bergsdóttur skólastjóra er ekki að vænta stór- vægilegra breytinga á skólastarf- inu. Þó má geta þess að skólinn hefur fengið styrk frá þróunar- sjóði menntamálaráðuneytisins út á nýbreytni í starfi á unglinga- stigi, þ.ám. hraðferð og hægferð í íslensku og stærðfræði og svo kallaða sjálfsmennsku sent áður hefur verið minnst á í blaðinu. Ákveðið hefur verið að leggja aukna áherslu á ákveðna afmarkaða þætti skólastarfsins á hverju skólaári og endurskoða það sem þurfa þykir. Með þessu móti vill skólafólk á Dalvík kom- ast hjá stöðnun. Að þessu sinni verða þrjú atriði tekin fyrir: 1. Áhersla á verklegar greinar Þórunn skólastjóri. og endurskipulagning þeirra bæði hvaö varðar innihald og vægi miðað við þær bóklegu. 2. Áframhaldandi uppbygging sérkennslunnar. 3. íslenska (einkum lestur). Af framkvæmdum við skólann er það að frétta að nýbyggingu verður lokað nú um mánaðamót- in. Gangar Gamla skólans hafa fengið nýja dúka og veggir verið málaðir. Mannaráðningar hafa gengið vel og taka nú 5 nýir kennarar til starfa við skólann. Það eru þau G-ísli Bjarnason sem er kominn aftur fullnuma í íþróttafræðum, Ásrún Ingvadóttir, Arna Jóhannsdóttir, Pálmi Finnboga- son og þá er kontinn til starfa nýr deildarstjóri Sjávarútvegsdeild- ar. Sá heitir Ómar Karlsson. Um Sjávarútvegsdeildina er því viö aö bæta að menntamála- ráðuneytið hefur rýmkað starfs- mannakvóta hennar. Þannig er ritari skólans, hún Marín, komin í fullt starf í stað hálfs áður vegna aukinna umsvifa deildarinnar. Auk þess fékk deildin úthlutað einni ntilljón frá ráðuneytinu til tækjakaupa. Deildin hefur aldrei verið fjöl- mennari og sækja hana nemend- ur allt vestan af ísafirði og austur á Stöðvarfjörð. Að undanförnu hafa þeir tekið þátt í námskeiöi á vegunt Slysavarnaskólans og hafa björgunaræfingar nteð þyrl- um og öllu tilheyrandi farið i'ram í Dalvíkurhöfn. / Iþættinum Tímamót er m.a. greint frá brúðkaupi Antons Vilhelnts Hallgríntssonar og Lilju Bjarkar Reynisdóttur. er fór fram 4.ágúst í suntar. Athöfnin var nokkuð óvenjuleg. Hún fór frant í Liljulundi, fögrum skógar- reit, sent Hjörtur Gíslason og Lilja kona hans, afi og antma Lilju Reynisdóttur, komu sér upp á sínum tíma skammt fyrir ofan Akureyrarbæ. Það, sem setti þó mestan svip á þessa hát- íðlegu athöfn, voru hestar. Brúðirin er ntikill hestaunnandi eins og foreldrar hennar og fleiri ættmenni. Þarna voru því mættir margir brúðkaupsgestir með gæðinga sína. Að sjálfri giftingarathöfn lok- inni settust brúðhjónin og prest- urinn. sr.Jón Helgi Þórarinsson, svo og margir gestir á bak hestuni sínum og riðu eins og leið liggur frá lundinum góöa og út í Brá- velli, sem er býli niður undir sjó nokkru norðan við Krossanes. Þar eiga þau heima Reynir og kona hans, Margrét Hallsdótt- ir.foreldrar Lilju. Þetta var hin veglegasta reið. í fararbroddi riðu brúðhónin. hann í kjólfötum en hún á upph- lut sitjandi „kvenveg" í söðli og presturinn hempuklæddur. (sjá mynd). Síðan riðu gestir á eftir í prósessíu. Þetta má neð sanni kalla brúðkaup ársins. Héráðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis var haldinn að Húsabakka laugardaginn 8. september s.l. Þar mættu prestar prófastsdæmisins, prófastur og safnaðarfulltrúar, alls 26-28 manns. Messað var í Tjarnar- kirkju í upphafi fundar. Myndin sýnir prestana sem mættir voru á fundinunt: f.v. sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur Akureyri, sr. Pétur Þórarinsson Akureyri, sr.Svavar Jónsson Ólafsfirði, sr. Hannes Blandon Grundarþingum, sr. Torfi Hjaltalín Möðruvöllum Hörgár- dal, sr. Jón Helgi Þórarinsson Dalvík, sr. Bragi Ingibergsson Siglufirði og sr. Hulda Hrönn Helgadóttir Hrísey. Sorphaugarnir og sorpbrennsl- an á Sauðanesi hafa farið fyr- ir brjóstið á mörgurn Dalvíking- Brúðkaup í lundinum góða. um í orðsins fyllstu merkingu. Flestum er nú Ijóst orðið að sú leið sem þar hefur veriö farin við förgun á sorpi (þ.e. ódýrasta leið- in) er með engu móti viðunandi enda tímaspursmál hvenær þess- háttar „mengunarfabrikkur" verða bannaðar með öllu. Dalvíkingar Itafa beitt sér fyrir því að sveitarfélög við Eyjafjörð- inn leiti leiöa til sameiginlegrar lausnar á þessu vandamáli. Héraðsráð Eyjafjarðar er nú með þetta mál í athu gun og fáum við vonandi fljótlega að sjá ein- hverjar niðurstöður úr henni varðandi kostnað og annað. Sæplast hf. heldur áfram að færa út kvíarnar. Fyrirtækið hefur fest kaup á Plasteinangrun hf. á Akureyri, sem framleitt hef- ur netakúlur og annað smálegt úr plasti. Til að fjármagna kaupin og flutning fyrirtækisins til Dalvík- ur, var ákveðið að auka hlutafé Sæplasts. Hlutabréf voru auglýst á almennunt markaði og hefur fyrirtækið Kaupþing hf. séð um þá hlið mála. Alls voru 6 milljón- ir í hlutabréfum boðnar til kaups og er gengi bréfanna 6.81. Bréfin fara því á 40,86 milljónir saman- lagt. Tæp 40% bréfanna seldust þegar á fyrsta degi og er því Ijóst að kauphéðnar hafa trú á fyrir- tækinu. Sæplast hf. sýndi vöru sína á sjávarútvegssýningunni í Reykja- vík. Voru viðbrögð manna góð og áhugi kaupenda síst minnk- andi. Fréttahomið Húsabakkaskóli Húsabakkaskóli var settur miðvikudaginn 19. sept. við fjölmenni foreldra og nemenda. Nemendafjöldinn að þessu sinni er 44 börn. Heiga Hauksdóttir nýráðin skólastjóri bauð börn og foreldra velkomin í skólann og rakti helstu breytingar sem verða á skólastarfi og mannahaldi frá því sem verið hefur. Nýir kennarar hafa tekið til starfa. Það eru þau Hjöricifur Iijartarson frá Tjörn og Heiða Björk Sturludótir úr Reykjavík og þá hefur Helga Þórsdóttir húsfreyja á Bakka tek- ið að sér handavinnukennsluna eftir langt hlé. Sólveig Kristjáns- dóttir í Helgafelli hefur tekið við ræstingum al' Unni Hallsdóttur. Og þá má ekki gleyma aðalbreyt- ingunni sem Helgu raunar yfir- sást í þcssari upptalningu. Það cr að Helga Hauksdótir hefur tekið við skólastjórninni af Birni Þór- leifssyni. Helga skólastjóri. Hlín skólastjóri. Tónlistarskólinn Dalvík Tónlistarskóli Dalvíkur, seni hefur nú starfað í rúnian aldar- fjórðung, er að hefja starfsemi sína um þcssar miindir. Aðsókn að skólanunt hefur aukist stöðugt undanfarin ár. í fyrra stunduöu þar nám unt 80 nemendur og nú í vetur hafa milli 90 og 100 nemendur látið skrá sig í skólann. Ráöinn hefur verið kennari í fullt starf auk skóla- stjórans Hlínar Torfadóttur, en það er Valva Gísladóttir flautu- leikari. Auk þeirra munu 3 stundakennarar starfa við skólann. Kcnnt verður á píanó, hljómborð, gítar, blokkflautu, þverflautu, klarinett, trompet. saxófón, og harmóniku. Barna- og unglingakór veröur starfræktur i vetur eins og undan- farin ár. Stefnt er að því aö halda námskeið i söng cf lekst að útvega kennara. Björn. Júlíana. Vegir skiljast/ héðan burt skal halda Á þessu hausti hurfu á brott úr byggðarlaginu skólastjórahjónin á Húsabakka eftir 10 ára dvöl í dalnum fagra. Björn Þórleifsson og Júlíana Lárusdöttir sögðu starfi sínu lausu og fluttu sig unt set til Akureyrar, þar scm þau hafa nú haslað sér völl á nýjum starfsvettvangi. | Ekki kom þessi brottför á óvart, þar sem Björn hafði boöað- hana skilmerkilega við skólauppsögn á síðastliðnu vori. Þaö er: því ekki um að ræða neinn grát eða gnístrtin tanna í sveitinni at; þessum sökum. I linsvegar er það áreiðanlega ekki ofmælt þótt sagt sé, að Svarfdælingum sé eftirsjá í þessari fjölskyldu, svo. fljótt og vel sem hún féll inn í svarfdælskt mannlíf við komuna hingað fyrir einum áratug síðan. Fyrir utan sjálft skólastíirfíð" voru hjónin bæði mjög virk í almennum félagsmálum, hún nt.a.j í kven félaginu, en liann í sveitarstjórn. þar sem hann van oddviti síðustu 4 árin. Ekki sæmir að fara með harmatölur í þessu sambandi. Húsa-Í bakkaskóli hefur fengið nýja starfskrafta og engin ástæða til aðí bera kvíðboða fyrir framtíð hans. Hinsvegar verður vandfyllt| skarðið (í vör Skíða), sem þau skilja eftir í hversdagslífi sveitar-j innar. Hvernig mun Kvenfélaginu eða briddsmömujíi^um snjöllu bætast ntissir Júlíönu, og hver mun halda á fofti'mdrkj Braga og Óðins í honurn Svarfaðardal að Birni horfnum úr hér-í aði? Spyr sá ekki veit. ....... En sem sagt: Eigi skal gráta Björn bónda, heldur skyldu menn halda gleði sinni og færa fram þakkir til þeirra hjóna iyrir ágætan þátt þeirra í svarfdælsku mannlífi þessi síðustu 10 árin. Jafnframt óskar Norðurslóð fjölskyldunni allra heilla í framtíðin ni á Akureyri. Megi þau ílendast þar sent lengst. Höfuðborgin á yfrið nóg af góðu fólki og þarf ekki á fleirunt að halda frá okkur Norðlendingum. HEÞ.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.