Norðurslóð - 25.09.1990, Qupperneq 6

Norðurslóð - 25.09.1990, Qupperneq 6
Tímamót Skírnir Þann 27. júní var skírður í Húsavíkurkirkju Alexander. For- eldrar hans eru Sigríður Pétursdóttir, kennari frá Húsavík og Þorsteinn Briem, blaðamaður, uppeldissonur Eriku og Alex- anders í Hlíð í Skíðadal. Þau eiga heima að Hringbraut 44, Reykjavík. I. júlí var skírð í Urðakirkju Guðrún. Foreldrar hennar eru Anna Lísa Stefánsdóttir og Magnús Þorsteinn Jónasson , Koti Svarfaðardal. II. júlí var skírð í Dalvíkurkirkju Sigrún Arna. Foreldrar henn- ar eru Þóra Halldórsdóttir frá Melum og Jón Smári Jónsson (Jónssonar mjólkurbílstjóra), Hafnarbraut 25 Dalvík. 28. júlí var skírð í Dalvíkurkirkju Hrund. Foreldrar hennar eru Ester Margret Ottósdóttir (Jakobssonar) og Valur Björgvin Júlíusson (Eiðssonar). Lokastíg 1, Dalvík. 12. ágúst var skírður í Dalvíkurkirkju Gunnar. Foreldrar hans eru Guðbjörg Ringsted og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Steintúni 1, Dalvík. 5. september var skírð á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri Brynhildur Heiða. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Ragnheiður Kristinsdóttir og Jón Þórarinsson, Hæringsstöðum, Svarfaðar- dal. 9. september var skírð í Dalvíkurkirkju Alexandra. Foreldrar hennar eru Eva Björg Guðmundsdóttir (G. Inga Jónatanssonar) ogÖrn Heiðar Sveinsson (Jónssonar).Böggvisbraut 11, Dalvík. 9. september var skírð í Dalvíkurkirkju Sœunn. Foreldrar henn- ar eru Dórothea Elva Jóhannsdóttir (Haukssonar og Önnu Aradóttur.) og Þórir Matthíasson (Jakobssonar) Lokastíg 1, Dalvík. 9. september var skírð í Tjarnarkirkju Björk. Foreldrar hennar eru Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson, Tjörn Svarfaðardal. 12. september var skírður í Tjarnarkirkju Andri Freyr. Foreldr- ar hans eru Harpa Sigfúsdóttir og Þorsteinn Friðþjófsson,(Þór- arinssonar) Hraunbæ 4, Reykjavík. Hjónavígslur Þann 14. júlí voru gefin santan í Dalvíkurkirkju Dúi Kristján Andersen (Sæmundar A) og Elísabet Kristín Guðmundsdóttir. Heimili þeirra er að Skíðabraut 17, Dalvík. Þann 17. júlí voru gefin saman í Tjarnarkirkju RagnarStefáns- son, jarðskjálftafræðingur og Jngibjörg Hjartardóttir frá Tjörn. Heimili þeirra er að Tryggvagötu 4, Reykjavík. 28. Júlí voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Jón Heiðar Sveinsson (Jónssonar) og Bryndís Brynjarsdóttir (Frið- leifssonar). Heimili þeirra er í Kaupmannahöfn. Má ég kynna? Þann 1. september tók til starfa í Dalvíkurlæknishéraði nýr heilsu- gæslulæknir sem starfa mun við hlið Braga Stefánssonar. Sá heitir Þórir V. Þórisson, fæddur í Reykjavík 1957. Faðir hans var Þórir Ólafsson af Hjarðarfellsætt á Snæfellsnesi. Hann er nú nýlega dáinn. Móðirin er frá Kól- umbíu í Suður-Ameríku. Hún heitir Elvíra fædd Herrera, spænskrar ættar. Hjónin kynnt- ust þegar þau voru bæði við háskólanám í Madrid á Spáni. Þórir ólst upp að nokkru í Kól- umbíu, höfuðborginni Bogotá, og talar spönsku reiprennandi, en annars í Reykjavík þar sem hann gekk í gegnum öll skólastig allt upp í háskóla. Hann lauk prófi frá læknadeild HÍ árið 1984. Hann vann sent kandidat á Akur- eyrarspítala í eitt ár og sem heimilislæknir líka á Akureyri annað ár. í Ólafsfirði vann hann sem afleysingalæknir einn mánuð 1986. Þá lá leiöin til Svíþjóðar, þar sem hann starfaði sem læknir í bænum Eskilstuna þangað til í ágúst nú í sumar. Kona Þóris er Sigríður Bjurna- dóttir frá Akureyri. Hún er röntgentæknir og hyggst stunda fag sitt á Akureyri þegar frant Þórir V. Þórisson. líða stundir þótt hún búi hér. Börn þeirra eru tvö, Bjarni 5 ára og Anna Elvíra 2Vi árs. Fyrir áhugantenn um ættfræði og persónulega sögu skal þess getið, að hún rekur ættir hingað í Svarfaðardalinn. Móðir hennar er Anna Antonsdóttir Sigurjóns- sonar verkamanns á Akureyri. en hann var fæddur í Koti 1892, en ali nn upp „hjá Hunda-Lofti og Guðríði á Skeiði" eins og segir í Svarfdælingum II, bls.375. Þar fær Sigurjón í Koti, langafi Sig- ríðar læknisfrúar, þá einkunn, að hann hafi verið „natinn fjármað- ur og mikill dýravinur, góður verkmaður, skyldurækinn og lastvar “. Aðspurður segist nýi læknirinn vonast til að vera hér til frambúð- ar og sýnist staðurinn álitlegur til að starfa í. „Þetta er uppgangs- bær, sýnist mér, með marga möguleika og nálægðin við Akur- eyri gerir, að læknir hér á ekki að þurfa að finna til faglegrar ein- angrunar eins og er svo algengt í afskekktum læknishéruðum." Aðspurður um hugðarefni utan starfsins segist Þórir hafa verið töluveröur áhugamaðaur um knattspyrnu og hana stundaði hann talsvert á Svíþjóðarárun- um. Nú er hann byrjaður í golfi og líst prýðilega á sig á Arnar- holtsvelli. Noröurslóð býður fjölskylduna velkomna hingað í héraðið og vonast til, að hún uni sér hér vel og lengi. í Húsabakkaskóla hefur orðið nokkur breyting i kennaraliðinu eins og greint er frá annarstaðar í blaðinu. Nýr kennari (leiðbein- andi ) er komin til starfa, Heiða Björk Sturludóttir. Hún er fædd í Vestmannaeyjum 24.maí 1967 og var því 6 ára, þegar gosið varð þar. Foreldrar hennar eru Sturla F.Þorgeirsson húsgagnasmiður í Hafnarfirði og Guðbjörg Páls- dóttir kaupkona í Mosfellsbæ. Heiða Björk í S.-Ameríku. Fjölskyldan flutti í land í gosinu eins og aðrir Vestmanneyingar, en átti ekki afturkvæmt þangað. Húsið þeirra við Suðurveg liggur nú undir grasi vaxinni hlíð og gata liggur þvert yfir. Heiða Björk gekk í barna-og gagn- fræðaskóla í Mosfellsbænum, settist síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð og tók stúdentspróf vorið 1989. Innritaðist í sagn- fræði við Háskóla Islands þá um haustið. Nú gerir hún hlé á námi um sinn. Hún hefur ferðast tölu- vert um heiminn, helst til Suður- Ameríku, þar sem hún dvaldi aðallega í Perú og Bólevíu og tal- ar nú allgóða spönsku, segir hún. Hingað er hún komin til að kynn- ast betur eigin landi og safna reynslu - og peningum ef kostur er. því ætlunin er að fara aftur til rómönsku Ameríku, sem hefur fangað hug hennar og hjarta. Þar mundi hún halda áfram námi í sagnfræði og spönsku o.fl. Heiðu Björk líst vel á skólann og nem- endurna, sem hún er aðeins farin að kynnast og kvíðir engu um komandi vetur. Hún hefur tölu- verðan áhuga á íþróttum. frjáls- um íþróttum, handbolta, hjól- reiðum og skíðunr. Hún er boðin velkomin hingað í byggðarlagið. 4. ágúst voru gefin saman í Liljulundi ofan við Akureyri Anton Vilhelm Hallgrímsson og LHja Björk Reynisdóttir (Hjartar- sonar) Skíðabraut 3, Dalvík. (Sjá fréttahorn). 25. ágúst voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Gunnlaugur Antonsson (Gunnlaugssonar) og Guðbjörg Stefánsdóttir (Frið- geirssonar). Heimili Þeirra er að Mímisvegi 30, Dalvík. 1. september voru gefin saman í Reykjavík Þröstur Haraldsson blaðamaður og Steinunn Hjartardóttir félagsráðgjafi frá Tjörn. Heimili þeirra verður að Öldugötu 5, Dalvík. 1. september voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Jón Baldvin Halldórsson (frá Jarðbrú) og Svanhildur Ágústa Árnadóttir. Heimili þeirra er að Hraunbæ 188, Rcykjavík. Afmæli Þann lO.ágúst varð áttatíu árnJóna Kristjánsdóttir (frá Uppsöl- um),húsfreyja Karlsbraut 29, Dalvík. Þann 25.ágúst varð sjötug Lilja Hannesdóttir húsfreyja í Odda á Dalvík. Þann 30.ágúst varð 70 ára Steinn Símonarson bílstjóri, Arnar- hvoli Dalvík. Þann 2.september varð 75 ára Gunnlaugur Kárason útgerðar- maður, Hjarðarslóð 2c Dalvík. Þann 13.september varð 95 ára Helgi Símonarson á Þverá í Svarfaðardal. Þann 16. september varð 75 ára Ragnheiður Björndóttir hús- freyja Karlsbraut 15, Dalvík. Þann 23. september varð áttræð Aðalrós Björnsdóttir í Gríms- nesi, Dalvík. Þann 17. september varð 95 ára ElínborgJónsdóttirnú til heim- ilis á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Elinborg er ekkja Krist- ins Stefánssonar og bjuggu þau hjónin á Akureyri lengst af síns búskapar. Meðal barna þeirra er Stefanía á Hrafnsstöðum. Brúðhjónin Anton Vilhelm og Lilja Björk. Þann 16. sept 1990 áttu afmæli hjónin í Dæli Skíðadal. Kristín- Oskarsdóttir varð sjötug og Gunnar Rögnvaldsson varð sjötíu og fimm ára. Af því tilefni sen steinn Óskarsson þeim eftirfan Þú seiðir enn, svipfagri dalur, er sólin slær roða um tinda. Frá fæðingu okkur þú aldir. við ástfóstri náðum að binda. Já veðrin þín helköldu.. og hlýju þau hafa frá mörgu að segja. kólgur þær koma að nýju og kné okkar oft vilja beygja. i „Bóndinn í Birkimel", Aðal- ídi ljóð: En alltaf er eitthvað sem gleður, það yndi og kærleika vekur. Saman við sæl höfum unað það sárindi og kvíða burt hrekur. Við dáum þig, dalurinn okkar, með dýrðlegan minningaljóma. I trausti þess tifum við áfram meðan tónaspil fjallanna hljóma. Andlát Þann 19. ágúst andaðist í Reykjavík Soffía Sigurhjartar- dóttir frá Urðum, fædd þar 23.4. 1899. Móðir hennar var Friðrika Sigurðardóttir, seinni kona Sigurhjartar á Urðum Jóhannessonar. Annað barn þeirra Hjartar og Friðriku var Sigfús stórtemplari og Alþingis- maður, sem dó fyrir aldur fram árið 1950. Soffía á Urðum fór ung að heiman og giftist 1925 Pálma Einarssyni ráðunaut hjá Búnaðarfélagi íslands og síðar Iand- námsstjóra. Hann var frá Svalbarði í Miðdölum, Dalasýslu. Þau Soffía og Pálmi eignuðust 6 börn, sem upp komust og eru þau öll á lífi, mætir borgarar hver á sínu sviði og eiga að sínu leyti öll afkomendur. Soffía var mikill Svarfdælingur og geymdi vel í hugskoti sínu minningar frá æskuárunum hér í dalnum, þótt ung færi hún að heintan. Til vitnis um tryggð hennar við æskuslóðir er það m.a. að þegar þau hjónin komu sér upp eigin húsi með dálitlu landi til nytja við Engjaveg í Sogamýri í Reykajvík, þá nefndu þau býlið Urðir. þar sem þau bjuggu til 1940. Hún fylgdist líka vel með mönnurn og málefnum hér heima alla tíð og fannst mikill fengur í að fá Norðurslóð í hendur, þegar blaðið hóf göngu sín 1977 og æ síðan. Blaðið flytur nú afkomendum hennar samúð- arkveðjur úr heimabyggð. Blaðið sendir heillakveðjur.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.