Norðurslóð - 26.02.1992, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3
Horft til
baka um hálfa öld
III. hluti
I síðasta þætti var sagt frá því
þegar sögumaður kom til Edin-
borgar, höfuðborgar Skotlands,
á inyrku síðkvöldi 15. nóvember
1941. Einnig var sagt frá því, að
hann innritaðist í Landbúnaðar-
deild Edinborgarháskóla og var
reyndar eini íslenski stúdentinn í
háskólanum þennan fyrsta
námsvetur hans þar, 1941-’42.
Þá var loks frá því greint, að
seint um veturinn gekk hann
sem óbreyttur liðsmaður í eina
deild skoska Heimavarnarliðs-
ins, sem hafði bækistöð í því
hverfi þar sem hann bjó í borg-
inni.
Víkur þá aftur sögunni að
heræfingunum.
Að búa sig undir
þýskainnrás
Um allar helgar, á laugardags-
kvöldum, en oftast á sunnudögum,
skyldu liðsmenn sveitarinnar (pla-
toon) koma í bækistöðina stund-
víslega á tilsettum tíma, herklædd-
ir og „alvopnaðir'* þ. e. a.s. með
riffilinn að ógleymdum byssu-
stingnum. Það þótti alvarlegt mál
ef liðsmaður kom of seint eða alls
ekki. Endurtekin brot af þessu tagi
gátu varðað brottrekstri með
hneisu - meira held ég það hefði
aldrei orðið, en það var svo sem
nógu háðuleg refsing.
Smátt og smátt gerðust æfing-
arnar strembnari og „blóðugri".
Það voru settir á svið smábardaðar
með allskonar óvæntum uppákom-
unt og liðsmenn voru æfðir í að
bregðast rétt við. Það voru skot-
bardagar með kúlulausum skotum
og sprengjukast með „dauðum"
sprengjum.
Þá vorum við þjálfaðir í bar-
daga í návígi. Sérstaklega man ég
vel eftir æfingum í að nota byssu-
stinginn. Þá var korpóral (liðþjálfi)
Strachan í essinu sínu. Það hafði
verið troðinn út hálmpoki og festur
milli tveggja lárettra strengja,
hvorum upp af öðrum. Þama var ó-
vinurinn og kominn svo nærri, að
engin tími var til að taka til
byssunnar og miða. Byssustingur-
inn var það eina, sem dugði. Og
nú vildi liðþjálfinn sýna hvernig
hann hefði meðhöndlað Þjóðverj-
ana í fyrra stríði, fyrir 25 árum
þegar hann var sjálfur um tvítugt.
Hann tók undir sig stökk, óð fram
með riffilinn með stinginn áfestan,
og rak hálmpokann í gegn umleið
og hann rak upp skaðræðis öskur,
setti síðan fótinn á óvininn og
rykkti út. „Svona á að hantera þá“
sagði liðþjálfinn, „og gleymið
ekki, piltar, að snúa upp á á meðan
stingurinn er enn í sárinu. Það er
kúnstin".
Það var hræðilegt að sjá hvem-
ig gæðablóðið, korpóral Strachan,
gat umtumast á svipstundu þegar
hann lék rullu skotgrafahermanns-
ins í Frakklandi í fyrra stríði.
Korpóral Strachan var reyndar af-
arvinsæll, maður sá meinleysingj-
ann og gæðadrenginn í gegnum
tilbúinn hrjúfleikann. Það jók á
vinsældir liðþjálfans, að á sunnu-
dögum a.m.k. kom hann alltaf með
mat í dollum og bmggaði te með.
Alltaf man ég eftir blóðpylsunni,
sem var eftirlætis matur hans.
„Black pudding" heitir það á ensk-
unni, „svartpylsa" mundi það vera
á íslensku og er gert úr brytjuðu
innvolsi úr kindum, held ég, að
viðbættu blóði, sem gefur svarta
litinn, og svo byggmjöli. Hvernig
sem hún annars er búin til, er vfst,
að svartpylsa er dásamlegur matur
með heitum kartöflum og krús af
heitu, sterku mjólkurtei, ekki síst
ef étið er úti á víðavangi í kalsa-
veðri, eins og oft vill vera á skosk-
um vetrardögum.
Fallin stríðshetja
Ég má til að segja sögu af korpóral
Strachan, áður en hann er alveg úr
sögunni. Hann lét sér ekki nægja
að æfa byssubrögð, heldur líka
það, sem kalla mætti vopnlaus
brögð. hann setti sig i stellingar og
manaði okkur að koma og leggja í
sig hvemig sem við vildum,
óvopnaðir þó. Þeir djörfustu réðust
að honum með hnúum og hnefum,
en korpóral Strachan varðist öllum
og varpaði sumum yfir öxl sér,
eins og maður sér í bófahasar í
sjónvarpinu. Ekki var hann ánægð-
ur með frammistöðu okkar í sókn-
inni, svo hann snéri við hlutverk-
unum. „Hver vill taka á móti
mér?" spurði hetjan. Stór og sterk-
ur maður úr deildinni bauð sig
fram, járnsmiður, minnir mig.
Korpóralinn hafði engar vöflur á,
réðst að jámsmiðnum og hugðist
velta honum um koll. En annað
hvort vanmat hann andstæðinginn
eða ofmat sjálfan sig kominn á
sextugsaldurinn, nema hvort-
tveggja væri. Smiðurinn náði góð-
um tökum á honum, lét sig síga
niður á annað hnéð og sveiflaði á-
rásarmanninum yfir öxl sér. Mikill
dynkur kvað við og brestur í
dynknum. Korpóral Strachan sett-
ist upp hægt og silalega, náfölur og
fár. Hann þuklaði upp um hægri
öxl sér og gretti sig af sársauka.
Læknir var einn í okkar liðsveit og
hann hljóp strax til, fór höndum
um hinn fallna og kvað upp þann
úrskurð, að maðurinn væri kyrfi-
lega viðbeinsbrotinn.
Þetta vom ill tíðindi og varð
ekki meira úr heræfingum hjá okk-
ar deild daginn þann. Líklega hafa
fleiri en ég hugsað sem svo, að nú
væri búið með svartpylsuveislurn-
ar. En það var ástæðulaus kvíði, að
viku liðinni var aftur æfing og á
réttum tíma birtist á vettvangi
sjálfur korpóral Strachan, með
hægri hönd í fatla. En í hinni hendi
bar hann góðu, gömlu skotgrafa-
matardollumar sínar. lfklega frá
fyrra stríði, og upp úr þeim komu
í fyllingu tímans blessaðar svart-
pylsurnar og stórar mjölmiklar
kartöflur.
Nýr liðsmaður
Loksins var liðinn langur drunga-
legur vetur og komið yndislegt
skotskt vor. Ég vann nokkrar vikur
á sauðbúinu við rætur Blackford-
hæða, en um sumarið og fram á
haust á hveitibúinu skammt frá
smábænum Haddington. En unt
hverja helgi fór ég til borgarinnar
og tók þátt í æfingum.
Svo kom haustið og skólinn tók
til starfa. Ég varð hissa þegar einn
skólafélagi minn sagði mér einn
daginn, að það væri einhver ný-
kominn landi minn að spyrjast fyr-
ir um mig. Ég svipaðist unt eftir
honum í nokkra daga, en varð hans
ekki var. Þá var það ein dag, að ég
sat niðri í Félagsheimili stúdenta, á
bjórstofunni að sjálfsögðu, og
fjöldi manns að fara og koma.
Samt ekki stúdínur því þeim var
stranglega bannað að láta svo mik-
ið sem sjá á sér nefbroddinn innan
þeirra helgu véa.
Nema hvað, allt í einu sé ég
háan, mjög Ijóshærðan rnann birt-
ast í dyrunum og þoka sér upp að
bamum. Ég var strax sannfærður
um, að þarna væri Islendingurinn,
og nú sítera ég dagbókarfærsluna,
sem ég skrifaði um kvöldið 31.
október 1942:
„ Ég gerði inér erindi upp að
barnum við hliðinu á þeim Ijós-
hærða og spurði ógnar sakleys-
islega á ensku, hvort hann væri
nýr hér. Já, sagði sá ljóshærði.
Og hvaðan ertu, spurði ég. Ég
er frá Islandi, sagði sá ljósi.
Virkilega, sagði ég, þú líkist
ekki hót eskimóa. Ég horfði á
hann meðan andlit hans varð
lengra og lengra en hann fann
ekkert orð sem passaði í þess-
um kringumstæðum. Loksins
rétti ég honum höndina og
sagði á móðurmáli okkar:
Komdu blessaður og vertu vel-
kominn í íslensku nýlenduna í
Edinborgarháskóla".
(Við vorum tveir einir í „ný-
lendunni" þennan vetur!) Enn sé
ég í huga mér feginssvipinn, sem
rann á andlit vinarins, við að heyra
þessi íslensku orð.
Ég sé ekki ástæðu til að nefna
nafn. þessa vinar míns, sem nú er
látinn. Það má kalla hann W, því
sá stafur var í nafninu hans. Ég tók
þennan útúrdúr m.a. af því að
seinna um veturinn dró ég hann
með mér inn í „Heimagarðinn"
eins og við kölluðu Home Guard
okkar á milli. Ég gerði það að
nokkru leyti af því að ég hélt, að
það gæti kannske gert honunt gott
andlega og líkamlega. Hann þurfti
á því að halda.
I sókn og vörn
Hér kemur glefsa úr dagbókinni
24. febr. 1943:
„Þetta átti að heita afmælis-
dagurinn minn. ( ég varð 23
ára) At „haggis" sjálfum mér til
heiðurs. Var á næturvakt í
Heimagarðinum og fékk 2 1/2
skilding í þóknun. Ekki svo
slæmt". þetta var 1/8 partur úr
pundi og mátti kaupa sér fyrir
góða máltíð á kaffiteríu."
Onnur bókun 28. febrúar:
„Sunnudagur, tók jrátt í 3
tíma heræfingu í Heimagarðin-
um. Ovinurinn hafði lent í fall-
hlífum og tekið sér stöðu á hæð
nokkurri langt uppi í Kings
Park. Þeirri hæð áttum við að ná
á okkar vald, hvað sem það
kostaði. Gangan var hin erfið-
asta. Við urðum að skríða gegn-
um hvað, sem fyrir varð, grjót-
urð, leirflög og þymirunna,
alltaf með byssuna í höndunum.
Vesalings W þrúgaðist áfram í
vetrarfrakkanum alla leiðina.
Ég fylgdist með honum álengd-
ar og var dauðhræddur um, að
hann örmagnaðist, félli úr
mæði, eins og sagt er í Islend-
ingasögum, enda munaði víst
litlu, að svo færi. Að lokum
náðum við þó hæðinni og felld-
um alla fjendur vora til síðasta
manns".
Ekki voru allar æfingar svona
hetjulegar. Og ekki var virðingin
fyrir öllu bröltinu eða trúin á slag-
kraft herdeildarinnar, ef til alvör-
unnar kæmi, sérlega mikil. Það má
t.d. sjá af enn einni dagbókarfærslu
frá 23. apríl 1944:
„í dag var æfing í Heima-
garðinum, sem fólgin var í því,
að conpany ( nokkrar herein-
ingar saman) átti að hörfa
skipulega niður til gömlu kirkj-
unnar en verjast þar til síðasta
manns. Þetta er líklega það
eina, sem foringjar vorir hafa
gert af viti, því að ef til innrásar
kæmi yrði hlutverk okkar
einmitt eitthvað þessu líkt,
nema hvað í stað þess að verjast
til síðasta manns þá myndum
við rétta upp hendurnar og
hrópa: „Kamarat, kamarat".
Fleiri höfðu efasemdir um bar-
dagagetu Heimavamarliðsins. Ein-
hverju sinni er flokkur minn mar-
seraði eftir fáfarinni götu sá ég, að
strákar voru að glettast og gera gys
að okkur, og ég heyrði, að einn
þeirra kallaði: Thank God we have
the Navy ! þ.e. Guði sé lof að við
höfum flotann !
Allt má þetta skoða í því ljósi,
að þegar hér var komið sögu, hið
eftirminnilega vor og sumar 1944,
voru úrslit heimsstyrjaldarinnar í
rauninni ráðin og hættan af þýskri
innrás í Bretlandseyjar örugglega
liðin hjá. Og til frekvari glöggvun-
ar skal það rifjað upp, að Banda-
menn gengu á land á Norm-
andískaga í Frakklandi þann 6.
júní og Þjóðverjar hófu grimmi-
legar loftárásir á Lundúnir með
Ilugsprengjum, VI, viku síðar.
Þeir gátu sem sé ennþá bitið frá
sér og það svo um munaði.
Ekki verður hér með alveg hætt
að minnast á þjónustuna í „Heima-
garðinum", en fleira varð til að
gera þetta vor sérstaklega eftir-
minnilegt fyrir undirritaðan frá-
sögumann.
HEÞ
Af Þorrablótum
Nú er þorrablótavertíðin því
sem næst á enda runnin með
tilheyrandi glauin og gleði-
veislum. Dalvíkingar voru
heldur óduglegir að bióta
þorrann að þessu sinni og hef-
ur blaöið ekki haft spurnir af
neinu blóti í bænuin sem kalla
mætti að stæði undir því
nafni. Nokkur smáblót voru
haldin en ekkert í líkingu við
gömiu Kaupfélags- eða
Verkalýðsfélagsblótin. Nú
eru báðir þessir aðilar komn-
ir í bland við tröllin á Akur-
eyri og er það tímanna tákn.
Sveitamenn voru þeim mun
iðnari við kolann og var blótað á
Grundinni tvær helgar í röð.
Fyrri helgina héldu ungmennafé-
lög sveitarinnar veglegt blót fyrir
íbúa dalsins. Var þar þröngt set-
inn bekkurinn og svignuðu borð
undan súrmeti, hákarli og öðru
góðgæti sem hæfir slíkum stund-
um. Seinni helgina mættu til
leiks brottfluttir Svarfdælir eða
"brottflæmdir” eins og sumir
vilja kalla þá, öðru nafni „flæm-
ingjar”. Þar var sömuleiðis fjöl-
menni og mikið við haft í mat og
drykk.
Á ungmennafélagsblótinu var
að vanda fluttur langur og ýtar-
legur annáll í bundnu og
óbundnu máli og léttum dúr.
Nefndarmenn sáu um óbundna
málið en með yrkingar var leitað
til Bjöms Þórleifssonar þess
mikilvirka rímsnillings. (Það
mætti jafnvel titla hann „rím-
verktaka").
Með leyfi höfundar birtum
við hér örlítið brot af kveðskapn-
um. Tilefnið mátti lesa í síðasta
tölublaði Norðurslóðar og þarfn-
ast ekki nánarí skýringar. Lag-
boði kvæðisins er „Silungakvin-
tett“ Schuberts.
Örlög
Skakkabakkabrúarinnar
Við lygnan lœkjarstrauminn
var lítil, illafarin brú.
En ýmsir áttu drauminn
að yrði nothœf sú.
Hún bakka báða tengir
en bílum ekki fœr.
Þar straumur stólpa flengir
og stör við sporðinn grœr.
Það bagar býsna marga
að brúin dugar ekki meir.
Því vildu bœndur bjarga,
að brakinu fóru tveir.
Það vert er góðra gjalda
efgagnast mœtti þcim
er þreyttir þurfá að lialda
afþorrablótwn heim.
Nú hœndttr beggja kjálka
að brúarsporði drógu tjakk.
Það heyrðist brak íbjálka
og brúin fór meira á skakk.
Á skadda skriflið Ijóta
nú skttllu vötnin ströng.
Við bakkann bundin fljóta
sést brúin endilöng.