Norðurslóð - 24.03.1992, Qupperneq 1

Norðurslóð - 24.03.1992, Qupperneq 1
Svarfdælsk byggð & bær 16. árgangur Þriðjudagur 24. mars 1992 3. tölublað Listvinafélag í uppsiglingu Rætt um að starfssvæði þess verði utanverður Eyjafjörður að vestan í vetur hafa orðið nokkrar um- ræður manna á meðal á Dalvík, og raunar náð inn á síður Bæj- arpóstsins, um dræma aðsókn að ýmsum menningarviðburðum í bænum. Einnig hefur verið kvartað um skort á skipulagi á framboði slíkra viðburða. Um- ræðurnar hafa orðið til þess að upp er risinn hópur sem vill kanna jarðveg fyrir listvinafélag við utanverðan Eyjafjörð. Rætt hefur verið um að eðlilegt væri að slíkt félag næði yfir allt svæðið frá Árskógsströnd út í Ólafsfjörð, að Hrísey meðtalinni. Boðaður hefur verið fundur með fólki af svæðinu til að kanna hvort áhugi sé fyrir hendi á öllum stöð- unum. Reynist svo vera er stefnt að því að stofna félagið á vordögum í því augnamiði að það geti byrjað að láta að sér kveða í haust. Tilgangurinn með stofnun list- vinafélags getur verið margvísleg- ur og má sem dæmi nefna: í fyrsta lagi að vera vettvangur listvina á starfssvæðinu. Á vegum félagsins yrði komið upp boðunar- kerfi sem gæti tryggt ákveðna lág- marksaðsókn að listviðburðum. í öðru lagi að skipuleggja og samræma framboð á listviðburð- um á svæðinu. í þriðja lagi að veita þeim sem fást við listastarf á svæðinu stuðn- ing og aðhald. í fjórða lagi að vera þeim lista- mönnum, hópum eða samtökum á svæðinu, sem hyggja á landvinn- inga, innan handar við skipulagn- ingu og undirbúning ferðalaga sem farin eru í því skyni að útbreiða menningu héraðsins. Starfsaðferðir félagsins geta verið með ýmsum hætti, svo sem: - að halda uppi góðu sambandi við leikfélög, kóra, tónlistarskóla og aðra þá sem að listum starfa á svæðinu; - að láta vita af sér hjá þeim stofnunum, félögum og einstak- lingum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem sjá um skipu- lagningu listviðburða á lands- byggðinni; - að standa fyrir tónleikum, myndlistarsýningum, leiksýning- um, kvikmyndasýningum, fyrir- lestrum eða öðru því sem gæti orðið íbúum svæðisins til gagns og gamans. í hópnum bar vitaskuld á góma hvemig skilgreina bæri listvið- burði og náðist eining um að túlka það hugtak sem víðast. Félagið mun því ekki einskorða sig við það sem stundum er nefnt „hámenn- ing“ heldur starfa að menningar- málum á breiðum gmndvelli. Ekki mun þó ætlun undirbúningshóps- ins að félagið skipti sér af dans- leikjahaldi, en til að mynda djass- tónleikar eða tónleikar trúbadúra yrðu á verksviði þess og eins var rætt um alls kyns sýningar, td. á vinnu hinna ötulu safnara sem hér búa. -ÞH Grunnmynd 1. hæðar nýja sundlaugarhússins, neðst til vinstri sér í horn aðallaugarinnar, efst til vinstri er innilaugin. Ný og glæsileg sundlaug byggð á Dalvík ✓ Aætlaður kostnaður 145 milljónir króna, en teikningar liggja fyrir og framkvæmdir hefjast í sumar Fyrir skemmstu lagði bæjar- stjórn Dalvíkur blessun sína yfir teikningar af nýrri sundlaug sem ætlunin er að byggja syðst í bæn- um, ofan við knattspyrnuvellina. Hafíst verður handa við sund- laugargerðina í sumar, en á fjár- hagsáætlun bæjarins er að fínna 25 milljóna króna framlag til hennar. AIls mun laugin kosta 145 milljónir króna. Þetta mannvirki mun raunar gegna margþættu hlutverki. Auk 25 metra langrar útisundlaugar verða þama búningsklefar fyrir íþróttavellina og aðstaða fyrir sjúkraþjálfun. Þama er því um að ræða alhliða heilsuræktarhús. í framtíðinni er gert ráð fyrir að byggja innisundlaug undir glerþaki vestan við húsið. Sundlaugarhúsið verður um 760 m2 á tveimur hæðum og verður gengið inn í það um lítinn tum þar sem verður gosbmnnur í miðju. Laugin sjálf verður 12,5 m á breidd og 25 m á lengd, en einnig er gert ráð fyrir heitum pottum og bamalaug undir berum himni. Inni- sundlaugin sem mun bíða betri tíma verður 6 x 12,5 metrar að stærð. Teikningamar að lauginni em gerðar af Arkitekta- og verkfræði- stofu Hauks hf. á Akureyri en arki- tekt er Fanney Hauksdóttir. Skipu- lag lóðar er unnið af Hallóri Jóns- syni landslagsarkitekt í samráði við Fanneyju. Á bæjarstjómarfundinum þar sem teikningamar vom samþykkt- ar kom fram eindregin ánægja allra bæjarfulltrúa með fyrirhugaða byggingu sundlaugar og teikningar Fanneyjar. Vom þeir sammála um að hraða bæri smíði þessa glæsilega mannvirkis sem mest mætti. Eins og áður segir hljóðar gróf kostnaðaráætlun upp á 145 milljónir króna en þá er ekki reiknað með innilauginni. Með þessu mannvirki batnar öll aðstaða Dalvíkinga til sund- og íþróttaiðkunar til mikilla muna. Þótt Svarfdælingar hafi á sínum tíma verið framsæknir í sundlauga- málum hefur vantað hér tilfinnan- lega góða útisundlaug á borð við þær sem sprottið hafa upp víða um land á síðustu ámm. -ÞH Hið fagra málverk Ásgríms Jónssonar af Skíðadal nýtur sín engan veginn í svarthvítu, en við birtum það samt. Ljóð tií Skíðadals Flestir Svarfdælir, komnir til vits og ára, kannast við hið fallega Ijóð Haraldar Zóphóníassonar, sem hann orti til Skíðadals. Kvæðið er birt með bæjarvísum hans frá 1932. Sá sem þetta ritar heyrði Harald sjálfan fara með kvæðið einhverju sinni og hafði hann þá fyrstu vísuna öðruvísi en hún er á prenti: Grœddu mein hjá mey og svein, / mjallar fríði salur. Sjónarsteina unun ein / ertu, Skíðadalur. Flestir munu sjá og samþykkja, að vísan er miklu fegurri og betur kveðin með ofanritaða 2. hendingu heldur en “man þig spmnd og halur” eins og prentað hefur verið. Því telst leyfilegt og rétt að nota heldur fyrri gerðina. Skíðadalsstemmning Á síðustu árum hefur verið á kreiki annarskonar lofgerðarljóð til Skíða- dals, þar sem höfundar em greinilega undir áhrifum af seiðmagni skíð- dælskrar náttúru, blandaðri haustlitum og gangnamannarómantík. Vísumar em gerðar til að vera sungnar undir lagi hins alkunna sænska vísnaskálds, tónskálds og söngvara, Everts Taube. Á sænskunni er ljóðið fagur ástarsöngur og byrjar svo: „Álskliga blommor smá sina kalkar nu öppna paa vor mark“ (Elskulegu blómin smáu opna nú bikara (kaleiki) sína á enginu okkar.) Vísumar em nú orðnar þrjár og mynda nokkum- veginn samstæða heild, þótt þriðja vísan sé eftir annan höfund en tvær þær fyrri. Og hér og nú ætlar Norðurslóð að birta ljóðið, höfundar em HEÞ. og ÞHj. Sólin á himni hlý hellir geislum um víðan fjallasal. Góðviðris gullin ský glitra yfir Skíðadal. Hraðstreymin flúð ogfoss fjörugt kliða við gróin tóftarhrot, Hýrna við kveðjukoss Krosshóll, Stafn og Gljúfrárkot. Dalir ogflóðlýst fjöll faðminn hreiða mót hverjum gömlum vin. Jökulsins marglit mjöll magnar hádagssólar skin. O, öll sú dásemd og dýrð dregur okkur ómótstœðileg til sín. Og hvar sem þú, bróðir, býrð brosir þessi mynd til þín. Hljóðnar og hausta fer, hjartað lyftist í hrjósti gangnamanns. Háfjallablœrinn ber hlómailm að vitum hans. Hugurinn sýnir sér, sauðahjarðir og hestamannaþing, heyrir að hóað er hátt í hröttum Almenning. Allt út um fjöll og firð flœðir Ijósið og sólin stendur kjur. Standa í stoltri kyrrð Steingrímsfjall og Ingjaldur. Ó, öll sú dásemd og dýrð dregur okkur ómótstœðileg til sín og hvar sem þú, bróðir, býrð brosir þessi mynd til þín. Afhimni sígur sól. Sést hve brekkurnar nýja litifá. Stend ég á háum hól horfl yfir Vesturá. Rennur œ fleira fé framan göturnar - koma þeir þá senn. Feginn um síðir ég sé sunnan ríða neðstu menn. Loks eftir langa bið lausan taum gef, og klárinn tekur sprett. Karlarnir hlið við hlið halda norður, út að rétt. Rétt eins og fossandi fljót flœðir safnið að nátthaganum heim. Leggur þá mér í mót matarlykt og kaffieim. Ó, öll sú dásemd og dýrð dregur okkur ómótstceðileg til sín. Og hvar sem þú, bróðir, býrð brosir þessi mynd til sín. <

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.