Norðurslóð - 24.03.1992, Blaðsíða 6
Hvert fer
Norðurslóð?
Stundum eru aöstandendur
þessa blaðs spurðir um, hvaðan
af landinu kaupendur Norður-
slóðar séu. Þetta er áhugaverð
spurning og auðveld að svara.
Viö lítum á kaupendaskrána og
þá kemur eftirfarandi í ljós:
Skráðir viðtakendur Norður-
slóðar voru um áramótin síðustu
905 nákvæmlega. Ekki eru þetta
allt kaupendur, t.d. fá dagblöðin
Norðurslóð ókeypis og mörg hér-
aðsblöð fá hana í „vöruskiptum".
En hér kemur grófskipting í
fjóra flokka:
Dalvík/Svarfaðardalur 340
Akureyri/Eyjafjarðarsýsla 170
Reykjavík og nágrenni 260
Dreift um landið og erlendis 145
Ef litið er á síðasta flokkinn,
sem telur 145, þá skipting í ljós: kemur þessi
Vesturland 8
Vestfjarðarkjálki 7
Norðurland vestra 40
Ólafsfjörður/Hrísey 12
Norðurl. austan Vaölaheiðar 19
Austurland 20
Suðurland 18
Síðan fara ca. 12-15 blöð til út-
landa. Ef einhver tortrygginn les-
andi fer að endurskoða þessar tölur
kemst hann að því, að þetta passar
ekki nákvæmlega. En það munar
svo sem engu.
Ofanskráðar tölur eru áhuga-
verðar því að þær gefa að líkindum
nokkuð glögga mynd af því,
hvemig brottfluttir Svarfdælir hafa
dreift sér um landið. Af 575 brott-
fluttum kaupendum em 45% á höf-
uðborgarsvæðinu, 30% í Eyja-
fjarðarhéraði innan við okkur og
25% á landinu annarsstaðar, eink-
um á Norðurlandi bæði eystra og
vestra. Þetta hafa menn auðvitað
haft á tilfinningunni, en hér fæst sú
tilfinning staðfest ágætlega.
Nú er blaðstjómin með „átaks-
verkefni" í þá vem að fjölga áskrif-
endum og stefnt á heildarfjöldann
eittþúsund. Þegar hafa gefið sig
fram nokkrir nýir kaupendur og nú
væri vel þegið, að velunnarar
blaðsins athuguðu í rólegheitum,
hvort þeir þekkja einhvem eða ein-
hverja, sem myndu vilja fá blaðið
en hafa ekki komið því í verk að
panta áskrift. Athygli skal vakin á
því, að árgjald fyrir 1992 eru einar
1200 krónur eða álíka og ein flaska
af rósavíni, svo eitthvað sé nefnt til
samanburðar.
FRÉTTAHORN
Nú er það ljóst orðið að skíða-
landsmót verður ekki haldið í
brekkum Böggvisstaðafjalls í byrj-
un apríl eins og ætlunin var. For-
svarsmenn skíðafélaganna á Dal-
vík og Olafsfirði funduðu með Ak-
ureyringum um síðustu helgi og
réðu þar ráðum sínum. A fundin-
um var ákveðið að leggja til við
Skíðasamband Islands að mótið
yrði haldið nyrðra, keppni í alpa-
greinum færi fram í Hlíðarfjalli
ofan við Akureyri, en norrænu
greinamar, ganga og stökk, yrðu í
Ólafsfirði. Engu að síður yrðu það
Ólafsfirðingar og Dalvíkingar sem
héldu mótið og sæju um alla fram-
kvæmd þess. Ekki vom komin
nein svör frá Skíðasambandinu
þegar blaðið fór í prentun, en að
sögn Jóhanns Bjamasonar, for-
manns Skíðafélags Dalvíkur, er
nægur snjór í Hlíðarfjalli til að
halda landsmót. Það ylti því á
Skíðasambandinu og styrktaraðil-
um hvort þeir legðu blessun sína
yfir þess tilhögun. Að svo stöddu
væri því ekki hægt að segja til um
það hvort félagið bíði beint fjár-
hagslegt tjón af þessu ævintýri, en
tekjur félagsins hefðu alveg brugð-
ist þennan vetur vegna snjóleysis.
Isíðustu viku varð það ljóst að
Dalvíkurbær myndi ekki notfæra
sér forkaupsrétt að bát og kvóta
Snorra Snorrasonar sem hann
hugðist selja úr bænum. Er því ljóst
að báturinn, Kristján Þór, fer til
Bolungarvíkur á næstunni og með
honum 163 þorskígildistonn af
kvóta. Alls hafði báturinn rúmlega
300 tonna kvóta, að miklu leyti
rækju, en afganginn flytur Snorri
yfir á hinn bátinn sem hann gerir út,
Þór. Kristján Þór hefur hlotið
nafnið Gunnbjöm og einkennis-
stafina ÍS 302. Svo vildi til að áður
en Snorri keypti bátinn var hann
gerður út á rækjuveiðum í ísa-
fjarðardjúpi svo segja má að hann
sé kominn aftur á heimaslóðir.
Eins og kunnugt er af fréttum
hefur rækjuvinnslan Árver hf.
á Árskógssandi átt við mikla erfið-
leika að stríða og er reyndar búið
að taka fyrirtækið til gjaldþrota-
skipta. I síðustu viku náðust um
það samningar að Söltunarfélag
Dalvíkur tæki rekstur Árvers hf. á
leigu og ræki fyrirtækið amk. fram
á haustið. Með þessu móti er um
tuttugu starfsmönnum Árvers
tryggð vinna í það minnsta meðan
samningurinn gildir, en hætt er við
að þeir hefðu flestir farið á at-
vinnuleysisskrá ef reksturinn hefði
stöðvast.
Hér að framan er fjallað um
skíðalandsmótið sem átti að
fara fram á Dalvík að hluta en gerir
það ekki sökum snjóleysis. Unn-
endum íþrótta til huggunar skal þó
frá því greint að í sumar, nánar til-
tekið dagana 10.-12. júlí, verður
haldið fyrsta unglingalandsmót
UMFI og verður þungamiðja þess á
Dalvík. Mótið er ætlað unglingum
16 ára og yngri og verður keppt í
átta greinum: frjálsum íþróttum,
knattspymu, sundi, borðtennis,
skák, golfi, hestaíþróttum og glímu.
Búist er við allt að 2.000 þátttak-
endum á mótið sem fer fram í Hrís-
ey, Árskógi og Þelamörk þar sem
verður synt, auk Dalvíkur. Hér í
bænum verða höfuðstöðvar mótsins
og verður komið upp mikilli tjald-
borg fyrir keppendur og aðstand-
endur þeirra. Til þess að hægt verði
að halda mótið þarf að gljúka fram-
kvæmdum við íþróttavöllinn og
koma upp aðstöðu fyrir tjaldbúð-
imar. Vonandi fer ekki að snjóa.
Síðast en ekki síst ber að geta þess
að Dalvíkingar em nú orðnir
1.500 talsins. Það mun hafa gerst í
haust en komst ekki inn í bráða-
birgðatölur Hagstofunnar í desem-
ber. Veruleg fólksfjölgun hefur átt
sér stað á Dalvík undanfarin ár og
endurspeglar gott atvinnuástand.
MÁ ÉG KYNNA
Nú eftir áramótin tók til starfa
hér á Dalvík Guðmundur Jóns-
son sjúkraþjálfari og hefur hann að-
stöðu í Heilsugæslustöðinni. Þörfin
fyrir slíka þjónustu hér var orðin
afar brýn og hefur Guðmundur haft
margfalt meira en nóg að gera frá
því hann hóf hér störf.
Guðmundur er borinn og barn-
fæddur Dalvíkingur. Foreldrar hans
em þau Jón Pálsson og Sesselía
Guðmundsdóttir sem bjuggu hér til
skamms tíma en kona hans er Ósk
Jórunn Ámadóttir fá Hæringsstöð-
um í Svarfaðardal. Þau eiga eina
dóttur, Bergþóm Björk tæpra
þriggja ára og búa á Akureyri (í
grænu blokkinni nánar tiltekið).
Blaðið hitti Guðmund að máli til
að forvitnast um starf hans og hann
sjálfan.
Eg ólst upp hér á Dalvík og gekk
hér í skóla en fór síðan á Laugar-
vatn í 2 vetur á íþrótta- og félags-
málabraut. Stúdentsprófi lauk ég
frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla.
Eftir það starfaði ég einn vetur sem
íþróttakennari á Selfossi en síðan lá
leiðin í sjúkraþjálfun í Háskólan-
um. Það eru raunar mun færri karl-
menn en konur sem fara í þetta
nám. Ég held það útskrifist 1 eða 2
karlarámóti 15 eða 16 konum á ári.
Þó er þetta oft á tíðum líkamlega
erfitt starf. Þar spila launin inní. En
ég semsagt útskrifaðist 1988 og við
fluttum norður til Akureyrar. Ég
byrjaði þar sem sjúkraþjálfari á
Bjargi en fór síðan í prívatbransann
í Endurhæfingarstöðinni við Gler-
árgötu. Þar var ég í 2 ár eða þangað
til ég kom hingað.
- Er nóg að gera jyrir þig hér?
Já, það er sko nóg að gera hér
fyrir tvo sjúkraþjálfara. Ég get alls
ekki sinnt öllum sem þyrfti. Ég er
með Dalvík, Svarfaðardal, Ár-
skógsströnd, Hrísey og Ólafsfjörð á
minni könnu sem stendur en það
eru góðar líkur á að sjúkraþjálfari
fáist til Ólafsafjarðar í sumar. Á
meðan þetta er nýtt er eftirspumin
náttúrulega meiri en sú sem seinna
verður en þrátt fyrir það sýnist mér
nóg að gera fyrir tvo sjúkraþjálfara
á Dalvík. Margt fólk hér, eins og í
mörgum sjávarplássum, vinnur við
tiltölulega einhæf störf s.s. fisk-
vinnslu og skrifstofustörf þar sem
ákveðnir atvinnusjúkdómar eru á-
berandi. Annars fæ ég hingað fólk
úr öllum starfsstéttum frá 0 ára upp
í áttrætt en hef þó ekki getað sinnt
öllum. T.d. vildi ég gjaman geta
sinnt elliheimilinu betur.
- Nú er konan þín, hún Osk, líka
sjúkraþjálfari. Liggur þá ekki hein-
ast við að þið flytjið hingað úteftir
og hún taki til starfa hér?
Ég get náttúrulega ekki svarað
fyrir hana. En í augnablikinu er það
ekki á dagskrá hvað svo sem gerist
í framtíðinni. Ósk er nýbúin að ráða
sig sem yfirsjúkraþjálfara við
hjarta- og lungnaendurhæfingar-
deild sem starfrækt er á Bjargi. Svo
erum við tiltölulega nýkomin í eig-
in íbúð á Akureyri og búin að koma
okkur nokkuð vel þar fyrir.
- Er góð aðstaða hér fyrir
sjúkraþjálfara ?
Já, hún er ágæl. Ég leigi þessa
aðstöðu hér í Heilsugæslustöðinni
og rek þetta semsagt á eigin vegum.
Raunar hefur verið sótt um það til
fjármálaráðuneytisins að fá stöðu
sjúkraþjálfara við stöðina en það
leyfi hefur ekki fengist. Svona
fyrirkomulag er frekar óvenjulegt
en alls ekkert óhagkvæmt. Tækin
hér eru gefin eða fengin fyrir fé úr
þartilgerðum gjafasjóði og hafa
framlög frá einstaklingum, fyrir-
tækjum og félögum hér á staðnum
staðið undir því. Tæki þessi tilheyra
því ekki ríkinu eða heilsugæslu-
stöðinni sem slíkri. Þar með er hægt
að flytja þau í nýtt húsnæði seinna
meir. í nýju sundlaugarbygging-
unni sem nú er verið að byrja á er
Guðmundur Jónsson með ungan
Svarfdæling í heimsókn.
gert ráð fyrir sjúkraþjálfunarað-
stöðu og þar verður hún í framtíð-
inni.
- Hver eru svo að lokum þín
helstu áhugamál fyrir utan starfið?
Ég hef alla tíð verið viðloðandi
íþróttir, einkum fótbolta. Ég hef
verið hér á Dalvík á sumrin og hef
þá alltaf eitthvað fitlað við boltann
þó ég hafi ekki alltaf keppt. Ætli
það verði ekki að teljast mitt aðalá-
hugamál en svo hef ég gaman af að
ferðast og lesa og sjálfsagt ein-
hverju fleiru.
Blaðið þakkar spjallið og býður
Guðmund velkominn til starfa.
Hj.Hj.
TÍMAMÓT
Skírnir
15. mars var Aron Birkir skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans
eru Lilja Björk Ólafsdóttir og Óskar Óskarsson Jónssonar, Hjarðar-
slóð 6f, Dalvík.
21. mars var Jóhann skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru
Ingunn Bragadóttir Jónssonar og Óli Þór Jóhannsson og Valrósar,
Lynghólum 2, Dalvík.
Afmæli
Þann 11. febrúar varð 70 ára Óskar Kató Valtýsson, bifreiðastjóri,
Hafnarbraut 8, Dalvik.
Þann 22. febrúar varð 80 ára Sævaldur Sigurðsson, fyrrv.
vélstjóri, áður í Runni, nú vistmaður á Dalbæ, Dalvík.
Þann 23. febrúar varð 75 ára Jónmundur Zóphóníasson bóndi á
Hrafnsstöðum, Svarfaðardal.
Þann 23. febrúar varð 75 ára Jóhannes Jóhannsson frá Búrfelli, nú
vistmaður á Dalbæ, Dalvík.
Þann 6. mars varð 90 ára Rannveig Stefánsdóttir frá Sogni, nú
vistmaður á Dalbæ, Dalvfk.
Þann 30. mars verður 75 ára Sveinn Vigfússon, fyrrv. bóndi á
Þverá í Skíðadal, nú að Skíðabraut 13, Dalvík.
Andlát
1. mars lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri Jóhanna Sigurbjörg Jónasdóttir.
Jóhanna fæddist í Brekkukoti í Svarfaðardal
22. maí 1904, dóttir hjónanna Ingigerðar
Soffíu Jóhannsdóttur og Jónasar Jóhannssonar.
Var hún næstelst af þremur dætrum er þau hjón
eignuðust saman, en þær eru auk hennar Stein-
unn og Auður. Föður sinn missti Jóhanna sex
ára að aldri og fluttist móðir hennar þá inn á
Árskógsströnd og giftist þar nokkrum árum
síðar Gunnlaugi Þorvaldssyni. Eignuðust þau eina dóttur, Soffíu.
Fljótlega eftir fermingu kom Jóhanna á ný í Svarfaðardal og átti
næstu árin heimili í Syðra-Garðshomi. 16. desember 1930 giftist
hún Ingimari Guttormssyni og hófu þau búskap í Hreiðarsstaðakoti
árið eftir. 1936 fóm þau í Skeggstaði og bjuggu þar til ársins 1964
að undanskildum ámnum 1949-54 er þau voru á Dalvík. Eftir að
þau hættu búskap á Skeggstöðum bjuggu þau sér heimili að
Gmndargötu 6 og áttu þar heima æ síðan.
Þau hjón eignuðust þrjú böm sem em: Guðrún Jónína, Jónas
Auðunn og Steingerður.
Síðasta ár hrakaði heilsu Jóhönnu mjög en hún gat dvalið heima
að langmestu leyti með góðri aðstoð síns fólks. Var það henni
mikils virði.
Jóhanna lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. mars s.l. 87
ára að aldri.
Hún var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 7. mars en jarðsett í
Tjamarkirkjugarði.
14. mars lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra
Dalvík, Þórarinn Valdimarsson.
Þórarinn fæddist á Göngustöðum í Svarfað-
ardal 23. september 1913 elstur þriggja sona
hjónanna Valdimars Júlíussonar og Steinunnar
Sigurðardóttur. Eru yngri bræður hans Óskar
og Jónas. Eftir að hafa lokið námi frá
Hólaskóla tók Þórarinn við búi á
Göngustöðum, fyrstu árin með foreldrum
sínum. Var hann fjármaður góður og naut þess
mjög að sinna kindum sínum. Þórarinn var maður gleði og gáska
eins og samferðarmenn hans þekkja og lagði gjaman sitt af mörk-
um til að skapa gleði og ánægju meðal fólks.
Sambýliskona hans var Óddný Jóhanna Zophoníasdóttir frá
Hóli. Ólu þau upp þrjú böm. Elstur er fóstursonur Þórarins, Zopho-
nías Antonsson, næstur er Valur Steinar og yngst er Hrafnhildur
Ingibjörg. Oddný lést árið 1975 eftir langvarandi veikindi og Þór-
arinn brá búi stuttu síðar. Dvaldi hann næstu árin á Jarðbrú hjá Hall-
dóri og Ingibjörgu þar til hann fór á Dalbæ árið 1985. Þar á heim-
ilinu lést hann 14. mars 78 ára að aldri.
Þórarinn var jarðsunginn frá Urðakirkju 21. mars.