Norðurslóð - 24.03.1992, Page 5
NORÐURSLÓÐ —5
að hann mæddist minna en þeir“
Af skíðamenningu Ólafsfírðinga á öndverðri 19. öld
í tengslum við umræðuna um
skíðalandsmót skal hér til gam-
ans birtur gamall texti upp úr
lýsingu á Kvíabekkjarsókn í
Olafsfirði.
Hið íslenska bókmenntafélag
gekkst fyrir því 1839, að undirlagi
Jónasar skálds Hallgrímssonar að
öllum prestum landsins voru send-
ir spumingalistar varðandi náttúru,
búskaparhætti og mannlíf í sókn-
um þeirra sem byggja skyldi á lýs-
ingu Islands sem síðan skyldi
prentuð og út gefin. Aldrei varð
þessi Islandslýsing að veruleika
því Jónas lést sem kunnugt er 1845
og aðrir urðu ekki til að taka upp
þráðinn eftir hann. Sóknarlýsing-
amar eru hins vegar enn til og hafa
verið gefnar út á bókum.
Spuming númer 56 í spuminga-
listanum var svohljóðandi: „Hverj-
ar íþróttir eru þar tíðkanlegar
(sund, skot, skíðaferð, skautaferð,
glímur o.s.frv.)? Hverjar mest
tíðkaðar eða af hversu mörgum
o.s. frv.?“
Þessari spumingu svarar síra
Olafur Þorleifsson prestur á Kvía-
bekk á þessa leið:
„Fátt er hér að telja af íþróttum;
því þó unglingar taki saman í fang-
brögðum við sjóinn, þegar þeim er
kalt, má það heita alþjóðlegt. Skíði
vom hér einungis 1 árið 1808 í
sókninni. Þá bætti ónefndur maður
öðmm við og leiddi fyrir sjónir -
þegar hann í ófærð varð samferða
sveitungum sínum, sem gengu á
þrúgum - að hann mæddist minna
en þeir. Þetta leiddi það af sér, að
nú em 3 og 4 skíði á hverjum bæ,
og eru margir, sem á þeim renna
lipurt ofan úr bröttum fjallahlíðum
til indællar skemmtunar þeim, sem
á horfa. 10 brúka hér skauta, og
sýnist mér þeirra megi vel án
vera...“
Ekki er fráleitt að ætla að þessi
„ónefndi maður“ hafi verið séra
Olafur sjálfur. Þama er þá e.t.v.
kominn aftan úr fortíðinni fmm-
kvöðull skíðamenningar Ólafsfirð-
inga. Og má víst enn um þá segja
að þeir „mæðast minna“ en aðrir
og „renna lipurt ofan úr bröttum
fjallahlíðum til indællar skemmt-
unar þeim sem á horfa“, samanber
nýafstaðna Ólympíuleika. Hj.Hj.
Leiðrétting
I síðasta blaði var ranghermt í
grein með yfirskriftinni „Samein-
ing að ofan og/eða neðan“ að Dal-
vík og Svarfaðardalshreppur stæðu
sameiginlega að rekstri byggða-
safns og skjalasafns. Hvað skjala-
safnið varðar er þetta rétt, en
byggðasafnið er að öllu leyti rekið
af Dalvíkurbæ. Biðjumst við vel-
virðingar á þessari rangfærslu.
DALVÍK
DALVIKURBÆR
Félagslegar
íbúðir
Húsnæöisnefnd Dalvíkur auglýsir hér meö
eftir umsóknum um eftirtaldar íbúöir:
1. Félagsleg eignaríbúð
Karlsrauðatorai 26 a. 2ja herbergja, 69 m2
blokkaríbúð.
Réttur til kaupa á íbúðinni er bundinn eftir-
farandi skilyrðum:
a) Lögheimili kaupanda á Dalvík.
b) Kaupandi eigi ekki íbúð fyrir eða samsvar-
andi eign í öðru formi.
c) Kaupandi hafi haft í meðaitekjur þrjú síð-
astliðin ár áður en úthlutun fer fram, þ.e.
1988, 1989 og 1990, eigi hærri fjárhæð en
kr. 1.343.431 fyrir einstakling, kr.
1.679.288 fyrir hjón og kr. 122.395 fyrir
hvert barn innan 16 ára aldurs.
2. Almennar kaupleiguíbúðir
Brimnesbraut 17. 3ja herb. 100 m2 íbúð í rað-
húsi.
Brimnesbraut 19. 3ja herb. 93 m2 íbúð í rað-
húsi.
Revnihólar 9. 4ra herb. 106 m2 íbúð í raðhúsi.
Réttur til kaupa á íbúðunum er bundinn því
að eiga lögheimili á Dalvík.
Allar nánari upplýsingar ásamt umsóknar-
eyðublöðum fást hjá Einari Emilssyni á bæj-
arskrifstofunni.
Umsóknarfrestur er til 13. apríl 1992
Aðalfundur
Sparisjóðs
Svarfdæla
verður haldinn laugardaginn
11. apríl 1992 kl. 16.00
í Sæluhúsinu á Dalvík
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórnin
KOSTABÓK
1. mars 1992
1. kostur: Innstæða er alltaf laus.
2. kostur: Vextir eru 5,75% eða hærri, ef verðtrygging reynist betri. Innstæða án úttektar í 18 mán. ber 7,9% vexti.
3. kostur Vextir færast tvisvar á ári.
4. kostur: Leiðréttingarvextir af úttekt eru aðeins 0,3%.
5. kostur: Leyfðar eru tvær úttektir á ári án vaxtaskerðingar.
Á síðasta ári voru vextir á KOSTABÓK 12,97%.
Afinnstæðu sem var óhreyfð í 18 mán. 14,63%.
KOSTABÓK er góður kostur.
INNLÁNSDEILD Ú.K.E. DALVÍK.