Norðurslóð - 26.05.1992, Qupperneq 1

Norðurslóð - 26.05.1992, Qupperneq 1
Svarfdælsk byggð & bær 16. árgangur Þriðjudagur 26. maí 1992 5. tölublað Nemendur söngdeildar Tónlistarskólans með kennara og undirleikara Skólahurð al'tur skeUur Nú er kominn sá tími ársins er skólahurðir skella í lás, og vor- glaður æskulýðtirinn skokkar út í sólskinið. Hér á svæðinu eru skólarnir þessa dagana hver af öðrum að Ijúka störf- um vetrarins með prófum og tilheyrandi og eins og jafnan áður reynir Norðurslóð að greina frá því helsta sem frétt- næmt má teljast í því samb- andi. Sjávarútvegsdeild Dalvíkur- skóla var sagt upp laugardaginn 16. maí og útskrifuðust þar 12 nemendur af öðru stigi skips- stjórnarbrautar, 12 nemendur af fyrsta stigi og 7 af fiskvinnslu- braut. Þær breytingar verða á starfsmannahaldi deildarinnar í vor að Ómar Karlsson sem veitt hefur henni forstöðu undanfarin tvö ár hættir og sömuleiðis Krist- ján Önundarson sem kennt hefur þar í vetur. Ekki er enn búið að ráða nýja menn í stöðurnar. Að sögn Þórunnar Bergsdóttur hefur verið stefnt að því að gera rekst- ur deildarinnar sem mest sjálf- stæðan og færa hann frá Dalvík- urskóla m.a. með því að kennar- ar kenndu alfarið á öðruhvorum staðnum en ekki báðum og hefur það gefið góða raun. Hú.sabakkaskólu var sömu- leiðis sagt upp með pompi og pragt laugardaginn 16. maí. I vet- ur voru 44 nemendur við skólann í 1.- 9.bekk og útskrifuðust 3 nemendur úr efsta bekk að þessu sinni. Við útskriftarathöfnina var Björn Daníelsson kennari sér- staklega heiðraður eftir 30 ára heilladrjúgt starf við skólann og honum færðar gjafir frá hrepps- nefnd og foreldrafélaginu. For- eldrafélagið hafði auk þess látið útbúa lista með öllum þeim nemendum sem Björn hefur átt þátt í að koma til manns á löng- um starfsferli og taldi sá listi um 330 hausa. Þá fylgdi listanum svohljóðandi vísa. Pó þurfirðu að heyja þúsund stríð þú hefur betur. Fyrst þér tókst að kenna þessum lýð f þrjátíu vetur. Þær breytingar verða á kennara- liði skólans að Aðalsteinn Hjart- arson sem verið hefur leiðbein- andi í vetur hverfur til frekari náms í Peking en í hans stað kemur Þóra Rósa Geirsdóttir frá Dalvík. Dalvíkurskóla verður form- lega sagt upp á uppstigningadag 28. maí kl 5.00. Að sögn Þórunn- ar Bergsdóttur voru 254 nentend- ur við skólann í vetur og verða 27 nemendur brautskráðir úr 10. bekk. „Útskriftaraðallinn" er þessa dagana í skólaferðalagi til Lundar í Svíþjóð sem er vinabær Dalvíkur. Höfð verður viðkoma í Kaupmannahöfn þar sem góður og gegn Dalvíkingur og góð- kunningi krakkanna, Arnar Sí- Lúórasveitin á leiö um borö í Grímseyjarför. Ljósmyndir: Hj.Hj. Vorkoman á Dalvík Nú um helgina héldu Lions- menn á Dalvík sína árlegu „Vorkomu“ með sem skipað hefur sér sess sem einn helsti listviðburður í bæjarlífinu á Dalvík ár hvert. Að þessu sinni fór mest fyrir myndlistinni og listiðnaði ýmiskonar. Kom þar upp úr dúrnum að við hér höf- um á að skipa mörgum mikil- hæfum og frumlegum ungum listamönnum sem vænta má mikils af í framtíðinni. Listsýningarnar voru húsnæði nýja skólans og sýndu þar sex listamenn verk sín af margvísleg- um gerðum. í einum sal sýndi Gunnlaug Siguðardóttir málverk í kompaníi við tvær textílkonur, þær Lene Zacharíssen og Guð- rúnu Höddu Bjarnadóttur. Verk Lenu eru af fjölbreyttum toga í orðsins fyllstu merkingu. Þarna voru skartgripir unnir úr hross- hári og einnig bandhespur úr refahári, hundahári og geitahári svo eitthvað sé nefnt. Guðrún Hadda sýndi þarna bæði skartgripi úr lituðu bandi og eins stærri textílverk og málverk. Sitt í hvorum salnum sýndu Anna Guðlaug Jóhannsdóttir og Har- aldur Sigurðsson málverk. Har- aldur var auk þess með myndir málaðar með bleki. Þá sýndi Jenný Valdimarsdótt- ir keramikmuni af ýmsum gerð- um í einni stofu og á öðrunt stað var dálítil steinas ýning á vegum Félags norðlenskra steinasafn- ara. A laugardaginn var konsert í Víkurröst þar sem eldri félagar úr karlakórunum Geysi á Akur- eyri og Fóstbræðrum í Reykjavík fluttu söngdagskrá og fyrir börn- in var sýnd kvikmyndin „Skjald- bökurnar" í Ungó þann sama dag. Ágæt mæting var á tónleik- ana og sömuleiðis komu margir til að skoða sýningarnar í Skólan- um. Flest verkanna voru til sölu og virtist salan á heildina litið vera mjög góð og undirtektir gesta allar á besta veg. Mike Jacques stjúrnandi lúðrasveit- arinnar. monarson, mun leiða hópinn um þennan gamla höfuðstað íslands. Svona ferðir eru dýrt fyrirtæki en krökkunum tókst í vetur með mikilli eljusemi að safna í ferða- sjóð þó nokkuð umfram ferða- kostnað. Aðrir bekkir skólans fara einnig í styttri skemmtiferðir í vor, hver með sínum bekkja- kennara ásamt foreldrum. Hefur foreldrasamstarfið verið mjög á þeim nótum í Dalvíkurskóla að foreldrar tækju þátt í uppákom- um í bekkjardeildum sinna barna og verður samstarfið þannig nán- ara en ella. Fimm kennarar hverfa frá kennslu í vor og hafa margar umsóknir borist um laus- ar stöður en ekki er enn búið að ráða í þær. Þóra Rósa Geirsdóttir hefur eins og áður sagði fært sig fram í sveitina þó enn búi hún á Dalvík. Dóróþea Reimarsdóttir og Sveinbjörn Njálsson fara í launalaust leyfi í eitt ár en Gísli Bjarnason, Elísabet Guðmunds- dóttir og Guðbjörg Ringsted hafa sagt upp störfum. Þá mun Jóhann Daníelsson hætta tónmennta- kennslu og helga sig allan bóka- safni skólans. Að sögn Þórunnar skólastjóra hefur nýja skólahúsið reynst mjög vel í vetur og hefur augljóslega tekist vel til með það. Þá er að segja frá Tónlistar- skóla Dalvíkur. í vetur voru þar um 140 nemendur við hvers kyns hljóðfæranám. Engin formleg uppsögn var við þann skóla en þess í stað héldu nemendur eina sex tónleika í Dalvíkurkirkju og í Árskógarskóla. í vetur stunduðu 10 nemendur söngnám við skól- ann og hélt söngdeildin tónleika í Dalvíkurkirkju sunnudagskvöld- ið 11 maí. Kontu rnargir að hlusta á söngvarana og var gerður góður rómur af söng þeirra. Nokkrar mannabreytingar verða við skól- ann í vor. Valva Gísladóttir fer í ársleyfi og sömuleiðis láta Jónína Hjaltadóttir og Michael Jacques af störfum. Enn vantar píanó- kennara og kennara á tréblást- urshljóðfæri en búið er að ráða tvo kennara við skólann, þau Maríu Gunnarsdóttur sem tekur að sér forskólakennsluna auk tónmenntakennslu í Dalvíkur- skóla og Eirík Stephensen sem kennir á málblásturshljóðfæri og e.t.v. fleira. Eiríkur hefur undan- farin ár stjórnað Lúðrasveit Reykjavíkur svo ekki ætti að vefjast fyrir honum að taka við lúðrasveit Tónlistarskólans. Sú sveit er skipuð krökkum af Dalvík, Svarfaðardal, Árskógs- strönd og Ólafsfirði og hefur eftir tveggja vetra starf undir stjórn Mikes Jacques náð undraverð- um árangri. Mánudaginn 18. maí fór sveitin í tónleikaferðalag til Grímseyjar. Fjölskylduhátíð hjá SvarfdæUngum syðra Samtök Svarfdælinga í Reykja- vík og nágrenni stóðu fyrir fjölskyldudegi sunnudaginn 17. maí í Sóknarsalnum Skipholti. Var þeim sem orðnir eru 67 ára sérstaklega boðið til samkom- unnar. Veitingar voru á borðum og til skemmtunar var boðið upp á söng fyrrverandi félaga úr Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnar- dóttur. Þá var mættur til leiks Haraldur Hjaltason með nikkuna sína og þandi hana af kappi auk þess sem Kári Gestsson lék undi almennan söng. Hátt á annað hundrað manns mættu til sam- kom unnar og létu vel af sér. Samtökin fyrirhuga nú að efna til grillveislu í Saltvík á Kjalarnesi laugardaginn 27. júní næstkom- andi.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.