Norðurslóð - 26.05.1992, Blaðsíða 6
iimi
Svarfdælsk byggð & bær
Tímamót
Aninian Vallý Jóhannsdóttir mcð Margréti Ósk.
Skírnir
8. maí var skírö á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra Dalvík, Mar-
grét Ósk, langalangafabarn Óskars Kristins Júlíussonar á
Kóngsstöðum. Foreldrar hennar eru Elísabet Sigursveinsdóttir
og Elías Þór Höskuldsson, Öldugötu 15, Árskógssandi.
3. maí var skírður í Dalvíkurkirkju Ari Jóhann. Foreldrar hans
eru Lilja Vilhjálmsdóttir og Júlíus Magnússon (Hildigunnar
Kristinsdóttur), Lokastíg 2, Dalvík.
Afmæli
Pann 1. maí s.l. varð 85 ára Jónína Jóhannsdóttir fyrrum hús-
freyja á Skeiði Svarfaðardal, nú til heimilis á Dalbæ Dalvík.
Þann 4. maí s.l. varð 90 ára Jón EtnilStefánsson Hvoli Dalvík.
Jón er heiðursborgari Dalvíkurbæjar og er nú til heimilis á
Dalbæ.
Þann 8. maí s.I. varð 100 ára Óskar Júlíusson á Kóngsstöðum í
Skíðadal, nú til heimilis á Dalbæ, sjá grein í síðasta tbl. Nsl.
Á afmælisdeginum var Óskar ágætlega fyrirkallaður og í
glöðu skapi, enda voru börn hans öll og fjöldi barnabarna
samankomin til að gleðjast með ættföðurnum á þessum merkis-
degi.
Fréttamaður Norðurslóðar leit og inn til afmælisbarnsins. Þá
voru m. a. rifjaðar upp gamlar minningar frá brautarvinnudög-
um og farið með vísur og ljóð, sem menn rauluðu sér til gamans
í dentíð.
Þann 12. maí s.l. varð 85 ára Sigríður Sölvadóttir Reykjum
Dalvík, nú til heimilis á Dalbæ.
Þann 12. maí s.l. varð 75 ára Steinunn Sveinbjörnsdóttir Vega-
mótum Dalvík.
Þann 19. maí s.l. varð 75 ára Kristinn Guðiaugsson fyrv. slátur-
hússtjóri, Karlsbraut 6 Dalví
Norðurslóð árnar heilla.
Andlát
Þann 23. maí andaðist á Dalbæ Dalvík Soffía Stefánsdóttir,
fyrrum húsfreyja í Hlíð í Skíðadal. Hennar verður minnst nánar
í júníblaði Norðurslóðar.
Ferming
Fermingarbörn í Dalvíkurkirkju 24.maí 1992:
Anna María Valdimarsdóttir, Dalbraut 6
Arndís Finna Ólafsdóttir, Hjarðarslóð 1 d
Benedikt Sigurbjörnsson, Hafnarbraut 2
Bergvin Fannar Gunnarsson, Svarfaðarbraut 4
Dagbjört Sigurpálsdóttir, Sunnubraut 7
Eva Björk Bragadóttir, Svarfaðarbraut 20
Finnur Pór Gunnlaugsson, Mímisvegi 1
Guðmundur Heiðar Jónsson, Ægisgötu 1
Helga Maren Birgisdóttir, Karlsbraut 19
Helga íris Ingólfsdóttir, Hólavegi 1
Helgi Indriðason, Smáravegi 6
Hreggviður Símonarson, Sunnubraut 3
Jón Freyr Halldórsson, Sunnubraut 1
Jóna Sigurardóttir, Ásvegi 8
Margrét Víkingsdóttir, Mímisvegi 8
Olga Guðlaug Albertsdóttir, Brimnesbraut 5
Róbert Már Porvaldsson, Hjarðarslóð 3 e
Sigtryggur Veigar Herbertsson, Hafnarbraut 16
Sindri Daði Rafnsson, Hringtúni 2
Snjólaug María Jónsdóttir, Drafnarbraut 8
Stefán Bjarmar Stefánsson, Hjarðarslóð 2 b
Sylvía Sigurðardóttir, Karlsbraut 2
Porleifur Kristinn Níelsson, Skíðabraut 17
Össur Willardsson, Svarfaðarbraut 30
Fermingarbörn í Vallakirkju, hvítasunnudag, 7. júní 1992,
kl. 13.30.
Anna Lilja Gunnlaugsdóttir, Klaufabrekknakoti
Auður Ármannsdóttir, Laugasíeini
Birna Katrín Hallsdóttir, Skáldalæk
Daníel Jóhannsson, Ytra - Hvarfi
Heiðbjört Harpa Sigursteinsdóttir, Hofsá
Kristín Svandís Jónsdóttir, Hæringsstöðum
Rannveig Vilhjálmsdóttir, Syðra - Garðshorni
Svanberg Snorrason, Hnjúki
Daníel Á. Daníelsson níræður
Þann 21. maí varð níræður
Daníel Á Daníelsson í Árgerði,
fyrrverandi héraðslæknir Dalvík-
urlæknishéraðs. Hann er fæddur
21. maí 1902 að Hóli í Mosvalla-
hreppi í Önundarfirði. Foreldrar
hans voru Guðný Kristín Finns-
dóttir frá Kirkjubóli í Valþjófs-
dal í Önundarfirði en faðirinn
Daníel Bjarnason frá Tannanesi í
Önundarfirði. Þetta kváðu vera
sterkar ættir vestfirskra bænda og
sjómanna, sem Daníel læknir er
runninn af. Faðir hans var sjó-
maður og smiður og bræður hans
voru sjómenn. Tveir þeirra,
Bjarni og Guðmundur, fórust á
sjó, ungir menn, en sá þriðji,
Finnur, fyrrverandi togaraskip-
stjóri, býr á Akuryeri, maður á
níræðisaldri.
Daníel braut sér aðra leið og
fór í langskólanám, fyrst í Sam-
vinnuskólann í Reykjavík einn
vetur. Síðan lá leið hans til Norð-
ur-Ameríku þar sem hann stund-
aði menntaskólanám og tók stú-
dentspróf 1928 eða 29. Hann
kaus sér læknisfræði að ævistarfi
og nam þau fræði hérlendis og
varð cand. med. frá Háskóla
íslands 1935. „Kandidatsár“ sitt,
1936- '37, vann hann á Land-
spítalanum í Reykjavík.
Daníel varð héraðslæknir á
Hesteyri í Jökulfjörðum, Sléttu-
hreppi 1938 - ’39. Dvalar sinnar
þar minnast þau hjónin með
ánægju þrátt fyrir frumstæð lífs-
skilyrði og örðugar samgöngur.
Það var sérstæð og dýrmæt lífs-
reynsla. Síðan var hann starfandi
læknir á Siglufirði 1939 -’44 og á
þaðan margar skemmtilegar
minningar. Héraðslæknir varð
Daníel í Svarfdælalæknishéraði á
Dalvík í nóv. 1944 og hélt því til
1972, er hann varð sjötugur.
Ofanskráðar upplýsingar eru
að mestu teknar úr uppsláttarrit-
um: Svarfdælingum II og íslensk-
um samtíðarmönnum.
En þetta er aðeins ramminn
utan um æviskrá óvenjulegs
manns, sem Daníel læknir í Ár-
gerði er. Sú skrá verður heldur
ekki rakin hér. Aðeins skrifuð
nokkur orð í tilefni dagsins, 21.
maí.
Daníel kvæntist 10 júni 1938
Dýrleifu Friðriksdóttur, ljósmóð-
ur, frá Efri-Hólum í Núpasveit,
nú Öxarfjarðarhreppi. Börn
þeirra hjóna eru Guðný læknir,
Friðrik efnaverkfræðingur og
Bjarni skólastjóri Myndlistar-
skólans, öll búsett í Reykjavík.
Skömmu cftir komuna til Dal-
víkur keyptu hjónin af Ingimar
Óskarssyni gamla timburhúsið í
Árgerði, sent fyrsti læknir hér-
aðsins, Sigurjón Jónsson, hafði
látið flytja frá Grenivík og endur-
reisa hér 1907. Þar byggðu þau
síðan steinhúsið, sem þar stendur
nú, á einum fegursta stað, sem
fyrirfinnst í Svarfdælabyggð og
þótt víðar væri leitað. Á þessum
stað í „hvíta húsinu“ við ána búa
þau hjónin enn.
Það mun vera sammæli manna
í héraðinu, að Daníel væri hinn
besti héraðslæknir, sam-
viskusamur, glöggskyggn og
„heppinn" í störfum sínum, eins
og stundum er að orði komist um
lækna og ljósmæður, sem vel
gengur í starfi. Þetta viðhorf kom
glöggt fram við verkalok
Daníels, er hann lét af opinberu
læknisstarfi 1972. Þá undirritaði
stór hópur héraðsbúa þakkar-
ávarp og árnaðaróskir til læknis-
ins.
Sennilaga hafa menn almennt
búist við, að gömlu læknishjónin
væru senn á förum suður, þangað
sem flestir opinberir embættis-
menn hverfa að loknu starfi. En
ekki Dýrleif og Daníel læknir.
Nú 20 árum síðar eru þau enn „á
sínum stað“ mitt á meðal vor og
fylgjast grannt með gangi mála í
héraðinu.
Skyldi ekki gamli læknirinn
hafa forpokast óskaplega þarna í
fásinninu? Nei, ekki aldelis.
Daníel í Árgerði er ekki einn
þeirra, sem leyfir sér að forpok-
ast. Og liann lifir heldur ekki í
neinu fásinni. Þvert á móti. Hann
lifir, fyrir tilstyrk bóka sinna,
a.m.k. hálfu lífi í fjölskrúðugum
heimi bókmennta og lista og á
daglegt samneyti við andans
jövra heimsbókmenntanna bæði
austan hafs og vestan. Það er
öðru fremur ljóðsins list, sem
hefur haldið huga hans föngnum,
líklega allt frá unga aldri. Og
hann lætur sér ekki nægja að
Eins og sagt var frá í síðasta
tölublaði Norðurslóðar hélt
Kirkjukór Dalvíkur konsert í Dal-
víkurkirkju 26. apríl. Þar flutti
kórinn meðal annars Requiem
eftir Fauré. Kórinn var síðan
meðaðra tónleika á Siglufirði 10
maí sl. Voru móttökur á Siglu-
firði hinar bestu. Var kórnum
boðið í samsæti í safnaðarheimil-
inu að loknum tónleikunum.
Kórinn hefur fengið góða dóma
fyrir flutning sinn á sálumessunni
njóta sjálfur andans ávaxtar
erlendra meistara, heldur hefur
hann á langri ævi haft það að
tómstundagamni að þýða Ijóð
þeirra á íslenska tungu, sem
heimtar að þýðandinn virði
„stuðlanna þrískiptu grein“ og
aðrar hömlur hins hefðbu ndna,
íslenska ljóðforms og gerir hon-
um oft svo yfirmáta erfitt fyrir.
Fyrir Daníel í Árgerði eru
ljóðaþýðingar e. t. v. fyrst og
fremst íþrótt, sem er yndi að
stunda og gefur tímanum inni-
hald. En að öðrum þræði líka
löngun til að miðla öðrum
nokkru af anda höfuðskálda
evrópskrar ljóðagerðar að fornu
og nýju.
Ég styð þessar ályktanir með
tilvísun til bókar þeirrar gagn-
merkrar, sent út kom á vegum
Menningarsjóðs 1989. Þar birtast
þýðingar hans á sonnettum
Shakespeares í heild auk merki-
legrar ritgerðar um líf og starf
„trúbadoranna" svonefndu í
Frakklandi mið alda og víðar.
Fyrir þessi verk sín hlaut Daníel
læknir lof bæði fagurkera og
meinhorna og leyfi ég mér að
taka á þeim mark.
Hér fyrir utan þyrfti að nefna
frumsamin Ijóð Daníels, sem að
viti undirritaðs eru sum stórgóð,
þ. á. m. náttúrulýsingar og erfi-
ljóð, sem sum hafa birst á prenti
en önnur hvergi.
Þetta greinarkorn er ritað til
að sýna Daníel lækni lit á þakk-
iátssemi fyrir mjög góð og gagn-
leg kynni. Það er hann, sem
afmælið á í dag svo hann er í
sviðsljósinu. Þar fyrir er Dýrleif
ekki gleymd. Hvernig mætti það
líka vera, þegar rætt er um eigin-
manninn, svo lengi og vel, sem
þau tvö hafa bollokað saman allt
frá þrönga læknisbústaðnum á
Hesteyri til hvítu hallarinnar á
Árgerðishólnum?
Fyrir hönd lesenda Norður-
slóðar sendi ég Árgerðishjónum
og börnum þeirra bestu heilla-
kveðjur. Ég óska Daníel þess, að
hann fái notið samvista við það
besta úr bókmenntaheiminum,
innlendum og erlendum, svo
lengi sem ævi endist.
og stendur honum til boða að
flytja verkið á tónlistadögum í
Dómkirkjunni í Reykjavík næsta
haust. Ekkert hefur verið ákveð-
ið í því sambandi en það er rnikill
hugur í kórfélögum og söngstjóra
og hefur meðal annars verið rætt
um söngferðalag til Norðurlanda
næsta sumar.
Sólveig Hjálmarsdóttir söng
einsöng með Kirjukórnum á
tónleikunum í vor. Sólveig er að
útskrifast frá Tónlistarskólanum
á Akureyri nú í maí. Hún er
fyrsti nemandinn sem líkur 8.
stigi í söngnámi frá Tónlista-
skólanum á Akureyri. Sólveig
var með „opið próf" eða lokatón-
leika 20. maí sl. á sal skólans.
Kór úr Söngdeild Tónlistaskól-
ans, Óskar Pétursson tenór og
Jón Helgi Þórarinsson bariton
sungu með á tónleikunum en
Guðrún A. Kristinsdóttir lék
undir á píanó. Húsfyllir var og
voru undirtektir áheyrenda mjög
góðar. Efnisskrá tónleikanna var
mjög fjölbreytt og sýndi vel hve
fjölhæfur söngvari Sólveig er orð-
in og þótti hún standa sig með
mikilli prýði.
Kennari hennar- í vetur var
Margrét Bóasdóttir, áður hafði
hún verið í námi hjá meðal ann-
ars Sigurði Dedmentz og Sigur-
veigu Hjaltested.
Þakkarávarp
Öllum þeim, sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum og árnaðaróskum
á níræðisafmælinu, sendi ég hugheilar
þakkir og kveðjur.
DANÍEL Á. DANÍELSSON
Þakkarávarp
Þakka öllum ættingjum og vinum sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 100 ára
afmælisdegi mínum 8. maí sl.
Sérstakar þakkir til hreppsnefndar Svarfaðardals-
hrepps og allra Svarfdælinga fyrir þann heiður sem
þeir sýndu mér á þessum tímamótum.
Guð blessi ykkur öll.
ÓSKAR KR. JÚLÍUSSON
FRÁ KÓNGSSTÖÐUM
HEÞ.
F réttahornið