Norðurslóð - 30.06.1992, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 30.06.1992, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær Unglingalandsmót UMFI á Dalvík: íbúatala bæjarins þrefaldast 16. árganíjur Þriðjudagur 30. júní 1992 6. tulublað Eins og fram hefur komið í blaöinu og flestum er kunnugt verður fyrsta Unglingalands- mót UMFÍ haldið á Dalvík dag- ■ *%■ ■h f - M Óvanaleg sjón um Jónsmessu: Rimarnar hvítar af snjó niður undir túnjaðra. Raunar var jörð alhvít í rúman sólarhring í þessu síðbúna vorhreti. s A sólstöðum Enn einu sinni er sólin komin í efstu stóðu og fer nú lækkandi næstu sex mánuðina. Dapur- legt, eða hvað? Varla, fram- undan er kannske besti tími ársins, júlí-ágúst, jafnvel sept- ember, einir 100 dagar fullir af fvrirheitum. Vorið var gott. aidrei norðan- áhlaup með kalsarigningu, sem við könnumst svo vel við héma á norð- urhjaranum. Hitastig var viðun- andi og jörð lifnaði vel í seinni hluta maí. Gróður kom prýðisvel undan vetri. hvergi kalskella í túni. Einnig trjágróður gekk vel fram, eins og sagt er um búpeninginn. Þó varð lerkið fyrir töluverðum skakkaföllum. Það fór að vaxa á ný í hlýviðrinu í september í fyrra. hafandi áður verið byrjað að búa sig undir vetur. Svo komu venjuleg haustfrost á það óundirbúið. Lakasta veðurbragðið, sem við höfum séð á þessu vor-sumri er hvassviðrið. sem hann reif sig upp í á dögunum, ein 10-11 vindstig í byljunum. Þetta herbragð hefur farið illa með suman trjágróður, einkum h'klega ungar aspir. Öspin hefur stór, heil blöð á löngum stilk. sem berjast illilega í hvassviðri. merja sig og meiða. Fé á f jall í nóvemberblaði Norðurslóðar sjáum við, að sauðfé í Svarfaðar- dalshreppi á vetur sett var um 1500. þriðjungurinn genilingar. Sauðburður gekk víða nokkuð stirðlega eins og verða vill, þegar mikið er um gemlingaburð (ein- vetlur, vildi Gísli í Brautarhóli kalla ársgamlar gimbrar). Nær allt fé er nú vetrarrúið og komið á fjall, um fimmtungur þess í Skíðadalsaf- rétt, eign hreppsins. Svo nú má aft- ur fara að hlakka til að sjá þegar: Sumaifögur saufiahjörð seig úr drögumfjalla. eins og Jóhann Daníelsson komst forðum að orði í frægri gangna- stöku. Og síðan gleðja sig við að sjá svo sem 700 kinda hjörð koma til Tunguréttar úr Afréttinni í miðj- um september. Svo eru komin þangað ein 150 hross, og ekki verður síður stæll yfir hrossaréttinni seinna á haust- inu. Þetta potast allt til réttrar áttar, vonandi. Heyskapur hafinn En snúum aftur að gróðurfarinu. Upp úr miðjum júní voru bestu tún tilbúin til sláttar. Fyrstu bændur hófu líka slátt 19.-20. júní. Fáireru svo ósmekklegir að hefja heyskap- inn á sunnudegi og engir á mánu- degi. Það er engin ástæða til að vera að storka huldum máttarvöld- um. Maður veit aldrei.... Og svo kom hretið Lengra var blaðamaður ekki kom- inn að kvöldi hins 22. júní. áður en þreyta og svefn yfirbuguðu liann. Hann hafði verið að planta út 120 öspum úr bökkum. Þegar liann vaknaði að morgni 23. var komið föl á jörð. eiginlega blindhríð. Það er gamla sagan, ef maður leyfir sér svo mikið sem að minnast á veður- far þá lirtast æðri máttarvöld og hugsa vfst sem svo: „Hver ert þú, litli minn, setn þykist vitaeitthvað um veðrið. Hér er það ég sent ræð“. Og svo stilla þau veðrið á allt annað prógramm og sjá, á næstu andrá er komið nýtt veður, nýr himinn og ný jörð. Nema hvað, það var komið hrakviðri, svo ekki var hundi útsig- andi, hvorki í bæ né byggð, það- anafsíður kýr útlátandi og bændur höfðu jafnvel áhyggjur af fé sínu á fjalli, lítt ulluðu og lömbunum ungum og óhörðnuðum. Einhverjir hafa líklega hugsað til 17. júní 1959, þegar svipað og líklega verra norðanáhlaup gerði. Þá var farinn björgunarleiðangur fram í Afrétt og veitti ekki af, ef marka má sam- tímaheimild svarfdælska, sem hljóðar svo Líklega munum við lengi þann daginn, lýöveldisafmœliö fimmtíu og níu. I SkíÖadalsafrétt við ösluðum snœinn Framltald á hls. 5 ana 10.-12. júlí n.k. Skráningu keppenda lýkur nú um mánað- armótin og undirbúningsvinna er í fullum gangi. Að sögn Katrínar Sigurjónsdóttur framkvæmdastjóra er reiknað með að um 1500 keppendur taki þátt í mótinu og með for- eldrum og fylgdarliði má reikna með að 3000 manns komi til bæjarins þessa daga. Gestirnir munu búa í tjöldum á tjaldstæði bæjarins en heimamenn bjóða upp á morgunmat og kvöld- mat alla mótsdagana. Katrín sagð- ist reikna með að virkja þyrfti um 160 starfsmenn lil ýrnissa sjálf- boðastarfa í kring um mótið og vonaðist hún til að finna það fólk á Dalvík og í nágrannasveitarfélög- unum. Eins og nærri má geta krefst svona mikið mót gífurlegs undir- búnings og skipulags og hefur mikið starf nú þegar farið fram við skipulagningu hinna ýmsu greina í fjölmörgum undimefndum. Til marks um fjöldann í einstaka ald- urshópum má nefna að í tjölmenn- um greinum eins og langstökki verða keppendur að bíða klukku- stundum saman milli stökka. Keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi. borðtennis, glímu, skák, golfi, og hestaíþróttum og auk þess í knattspymu á þrem völlum: Dal- vík, Arskógi og í Hrísey. Auk þess verðurgestum mótsins boðið upp á skemmtiefni og afþreyingu ýmis- konar s.s. tívolí, hestaleigu. veiði- ferðir. gönguferðir og skokk, starfsleiki, karaoke og dansleiki. Starfsmenn bæjarins eru nú í óða önn að reyna að gera íþrótta- svæðið klárt fyrir leikana og hafa veðurguðimir gert flest sem í þeirra valdi stendur til að það megi ekki takast. Við skulum bara vona að ekki verði að áhrtnsorðum sú bölsýnisspá sem fram kom i blað- inu í vor að fyrst ekki var hægt að halda hér skíðalandsmót vegna snjóleysis væri eins víst að hætta yrði við unglingalandsmótið vegna fannfergis. Hj.Hj. Fiskvinnsla KEA, Dalvík: Sókn er besta vörnin Veruleg verðmætaaukning með smápakkavinnslunni - Umtalsverð aukning atvinnutækifæra Margir eru kvíðnir vegna frétta af minnkandi afraksturs- getu helstu nytjastofna hér við land. Spár um stærð þorsk- stofnsins og hvað verður óhætt að veiða næstu árin þvkja ugg- vænleg tíðindi. Þar sem ekki hefur enn verið ákveðið hver kvótinn verður á næsta fisk- veiðiári er ekki hægt að gera grein fyrir því hvernig þetta mun koma út fyrir byggðarlög eins og Dalvík. Það er hins veg- ar Ijóst að kvóti skipa héðan er að uppistöðu til þorskur svo sýnilega hefur þetta mikil áhrif. Með minnkandi magni eða færri tonnum sem á land koma skiptir sífellt meira máli að sköpuð séu sem mest verðmæti úr því sem veiðist. Það fer líka saman aukið verðmæti og aukin vinna. Minnk- andi afli leiðir að öðru óbreyttu til minnkandi vinnu. I lok árs 1990 keypti frystihús KEA á Dalvík vinnslulínu fyrir smápakkningar sem verið hafði í notkun í Hvaleyri Mikilvægt er að auka verðmæti þess afla sem berst til hafnar á Dalvík. i Hafnarfirði, flutti hana hingað norður og sett upp í gamla slátur- húsinu sem sambyggt var við frystihúsið. í janúar 1991 hófst síð- an vinnsla í smápakkningar og hef- ur magnið sem þar fer í gegn sífellt verið að aukast. A dögunum heim- sótti tíðindamaður Norðurslóðar frystihússtjórann, Gunnar Aðal- bjömsson, til að fræðast af honum hvemig þetta hafi gengið og hvemig framtíðin blasir við þeim. Lítill þorskafli Fram kom hjá Gunnari að svipað magn hafi farið til frystingar á fimm fyrstu mánuðum þessa árs og sama tímabil í fyrra. Hins vegar hefur verulega dregið úr saltfisk- verkun eða um helming og einnig úr hausaþurrkun. Hann benti á að það væri ekki síður aflaleysi en kvótaminnkun sem ylli þessari minnkun. Togararnir hefðu varla komið með fullorðinn þorsktúr, ef svo má segja, frá því í september á síðasta ári. Afkoma fiskverkunar- innar í heild hjá vinnslustöðinni hér er heldur lélegri í ár en í fyrra. Sumpart er það fyrir lækkandi af- urðaverð á erlendum mörkuðum og sumpart fyrir það að þegar dregið er úr t.d. saltfiskverkun þá nýtast sumar einingarnar f vinnsl- unni verr en áður og erfiðara að draga snöggt úr kostnaði í takt við samdráttinn. Sérvinnsla ýmiss konar í fryst- ingunni hefur vaxið mjög mikið á þessu tímabili. Allt árið 1991 voru framleidd 350 tonn af fullunninni vöru í smápakkningar. A fimm eða raunar fjórum fyrstu mánuðum þessa árs var búið að framleiða svipað magn. Gunnar sagði að það Framhald á hls. 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.