Norðurslóð - 30.06.1992, Qupperneq 2

Norðurslóð - 30.06.1992, Qupperneq 2
2 _ NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Sókn er besta vörnin Enn eina ferðina ræða menn um hið alvarlega ástand í sjávarút- vegi landsmanna. Nú þykjast menn sjá fyrir að vegna minnk- andi afrakstursgetu þorskstofnsins muni þjóðartekjur enn eitt árið dragast sainan og lífskjör versna. Áður en aflasamdráttur nú kom til sögunnar þótti staða sjávarútvegs vera erfið og var á það bent að greinin í heild skuldaði allt að helmingi meira en nokkur möguleiki væri til að hún réði við. Eðlilegt er því að álykta að nú sé þessi atvinnugrein hrunin og þar með allt efna- hagskerfi þjóðarinnar og sjálfstæði hennar. Nú er sum sé hnípin þjóð í vanda. Margir hagfræðingar og aðrir sem reynt hafa að horfa á efna- hagsþróunn hér á landi og í heiminum öllum í samhengi meta það svo að hætta sé á að þjóðartekjur Islendinga fari lækkandi á þessum síðasta áratugi 20. aldar og að landið muni tapa sæti sínu á bekk hinna auðugri þjóða heims, ef ekkert rótækt verði gert. Við það mat hafa menn ekki sérstaklega í huga ástand helstu nytjastofna hér við land, heldur hve margt í efnahags- starfseminni er lokað og hve margt hjá okkur er vanbúið að mæta hraðfara breytingum í atvinnustarfsemi og efnahags- stjórnun í umheiminum. Fyrir okkur Islendinga, sem byggjum jafn mikið á utanríkis- verslun og raun ber vitni, skiptir verulegu máli að við aðlögumst því sem er að gerast annarsstaðar. Sjálfstæði okkar sem þjóðar veltur á því. Sjálfstæðið veltur nefnilega mikið á því að hér á landi verði skilyrði til lífskjara ekki lakari en nágrannaþjóðir geta boðið sínum þegnum. Ef hallar á í þeim efnum flýr fólk ein- faldlega land og leitar eftir því að geta haldið sjálfstæði sínu meðal annarra þjóða. En snúum okkur aftur að sjávarútvegi. Hann hefur verið og mun verða langmikilvægasti atvinniivegur okkar í vöruútflutn- ingi. Því mun ráða miklu á hvern hátt við tryggjum honum hindrunarlaust viðskiptafrelsi og aðgang að mörkuðum. En það skiptir ekki síður máli að innanlands höfum við leikreglur í þess- ari grein sem tryggja þjóðarbúinu hámarks afrakstur. Við höf- um með mismikilli ánægju samþykkt að tiltölulega lítill hópur fái allt að því einkarétt til að nýta auðlindina ekki aðeins til veiða heldur einnig framleiðsiu úr hráefninu sem veiðist og sölu á er- lendum mörkuðum. Við höfum líka með löggjöf tryggt alls konar einkaréttindi handa þröngum hópum um sölu afurða. Við höfum fyrr á öld- inni sett á kerfi í þessari atvinnugrein sem hentaði vel þá, í lok- uðum heimi alþjóðaviðskipta, en er nú orðið hindrun í að sækja fram í breyttum heimi. Eitt af því sem t.d. stóru sölusamtökin hafa leitt til er að fjarlægð milli kaupandans erlendis og fram- leiðandans virðist óendanlega mikil. Allt verður þunglamalegt í samskiptum og breytingar allar hægfara. Það sýnir sig að þegar þetta kerfi brotnar upp næst oftast mikill árangur. Hér í blaðinu er frásögn af þeim mikla árangri sem náðst hef- ur í frystihúsi KEA hér á Dalvík í framleiðslu á fiski í smá- pakkningar. Þar kemur í Ijós að verðmæti miðað við hráefn- iskíló er þriðjungi hærra hér hjá frystihúsinu en í hefðbundnum sambærilegum húsum. Það kemur líka í ljós að atvinnutækifær- in sem skapast úr hverju hráefnistonni eru þriðjungi fieiri hjá þeiin en þar sem hefðbundinn frystihúsrekstur er stundaður. Með öðrum orðum sagt: Hráefnið getur verið þriðjungi minna en var með gamla laginu án þess að atvinna dragist saman eða útfiutningverðmæti lækki. Það er enginn smá árangur. En forsenda þess að vel takist til er gott samband milli fram- leiðanda og kaupanda erlendis. Framleiðandinn verður að vita hvaða kröfur kaupandinn gerir og kaupandinn verður að treysta framleiðandum í hvívetna til að framleiða gæðavöru undir sínu merki. Þeir hjá frystihúsinu ætla ekki að láta hér staðar numið, eða svo vitnað sé til orða frystihússtjórans (Junnars Aðalbjörnsson- ar hér í blaðinu: „Við erum að marka stefnu til framtíðar varð- andi smápakkavinnsluna og taka upp vaktavinnukerfi í þeirri framleiðslu. Eg tel að ef EES-samningurinn verður að veruleika muni möguleikarnir stórlega aukast í þessum efnum. í dag framleiðum við sérskorna bita sem fluttir eru til Bretlands og þar sjá fyrirtæki um að setja brauðmyslu á og pakka þeim í smá- pakkningar. Vegna tolla á slíka framleiðslu sem telst fullvinnsla er þetta ekki gert hér nú. Það er aðeins tímaspursmál hvenær við getum farið í þessa framleiðslu hér, það er að segja verði EES-samningurinn að veruleika.“ Það er aðeins með sókn sem við verjumst áföllum best. Við þurfum að skapa rými til að sækja fram með viðlíka hætti og gert hefur verið í frystihúsinu hér á Dalvík. Að gera meiri verð- mæti úr því sem aflast er svarið við minnkandi afia. Það sem hér er að gerast sýnir að þetta er ekki bara frasi sem hafður er yfir við hátíðleg tækifæri. J.A. Tjarnarkirkja 100 ára Á hvítasunnudag, 5. júní árið 1892, var ný kirkja vígð að Tjörn í Svarfaðardal. Vígsluna annaðist sóknarpresturinn sr. Kristján Eldjárn, prestur og bóndi á Tjörn. I ár er ein öld liðin frá því þetta guðshús var vígt. Þau tímamót gefa ástæðau til að líta um stund til baka að þessum fornfræga kirkjustað sem Tjörn í Svarfaðardal er. I þessari grein er að miklu leyti stuðst við bækling Valdimars V. Snævarr um Tjarnarkirkju er hún varð 60 ára. Kirkjustaður fyrir 1300 Til eru heimildir um að Tjörn í Svarfaðardai hafi verið kirkjustað- ur og prestssetur um 1300 en ekki er vitað hvenær kirkja var fyrst reist þar. Frá öndverður þjónaði sóknarprestur einnig Urðakirkju og Upsasókn var lögð undir Tjam- arprestakall árið 1857. 1917 var Tjarnarprestakall sameinað Valla- prestakalli. Sr, Kristján Eldjárn síðasti presturinn á Tjörn Kristján Eldjám lauk guðfræði- prófi sumarið 1871 og var veittur Staður í Grindavík stuttu síðar. Þangað vígðist hann og því brauði þjónaði hann í 7 ár. 25. júní 1878 fékk sr. Kristján veitingu fyrir Tjamarprestakalli í Svarfaðardal síðastur presta því að kallið var lagt niður og sameinað Valla- prestakalli með lögum frá 1907. Prestakallið var þó ekki lagt niður fyrr en sr. Kristján fékk lausn frá embætti 26. maí 1917. Lítil torfkirkja Þegar sr. Kristján kom að Tjörn var þar fyrir lítil torfkirkja og sögð vera fomfáleg. byggð á árunum 1852-1853. Torfkirkjur entust sjaldnast nema 40-50 ár þrátt fyrir sæmilegt viðhald. Fyrir 1890 var þegar farið að ræða að fulla nauð- syn bæri til þess að byggja nýja kirkju að Tjörn og helst úr timbri. í prófastsvísitasíu 15. júlf 1891 seg- ir svo: „Norðurveggurinn er lagst- ur á grindina, svo að kirkjan er sýnilega farin að hallast til suðurs. Svo er og nteira en álnalangur partur af þilinu að innan fúinn í gegn. Suðurveggurinn er bæði snaraður suður og sprunginn svo að óumflýjanlegt væri að taka hann og gjöra af nýju. ef kirkjan ætti að vera í sama formi. Sama þyrfti og að gjöra við norður- veggginn. ef hann ætti ekki að snarast alveg suður.Þar sem nú þessu er þannig varið, og kirkjan er, svo sem venja var nteð eldri kirkjur. byggð í því formi, sem alls ekki santsvarar kröfum þessa tíma, einkum að hún er óhæfilega mjó, er það ráð tekið, samkvæmt umtali og skoðunargjörðum, - að rífa hana að ári kontanda og byggja nýja í staðinn. Þar sem hún er svo félítil, að það er mikið áræði fyrir prestinn að ráðast í þetta, hefur hann leitað samþykkis við sóknar- menn sína um þetta, og eru þeir þessu mjög hlynntir, og hafa suntir hinna efnabetri lofað að styðja þetta fyrirtæki með nokkru láni í bráðina." Smíði nýrrar kirkju hefst Þetta sama ár var efnt til hinnar nýju byggingar, kirkjuviðir keyptir og fluttir heim fyrir haustið. Gantla kirkjan var einnig felld og grunnur gerður að nýrri kirkju á gamla staðnum. Strax eftir áramót- in hófst smíðin. Yfirsmiður var Jón Stefánsson á Dalvík en með honum voru smiðimir Gísli Jóns- son, síðar á Hofi, Jón Þórðarson ntágur hans og Baldvin Jóhanns- son frá Steindyrum. Mikið frost var þennan vetur en það var ekki Altaristafla Tjarnarkirkju er frá árinu 1818 og sýnir síðustu kvöldmáltíö frelsarans. Tafian er keypt frá Danmörku, en það var þáverandi sóknarprest- ur, séra Árni Snorrason, sem gaf altaristöfiuna og er hún merkt honum. látið aftra iðni og vinnusemi því að kirkjan varð að komast upp sem fyrst. Og strax þegar veður leyfði um vorið var kirkjan reist og gekk það verk fljótt og vel. Gísli Jóns- son og aðstoðarmenn hans sáu um lokafrágang því að þeir nafnar Jón Stefánsson og Jón Þórðarson fór til sjós um vorið. 5. júní. á hvíta- sunnudag, var kirkjan vígð eins og áður er um getið. Kirkjan hefur tekið nokkrum breytingum Tjarnarkirkja hefur tekið nokkrum breytingum frá því vorið 1892. Þá var í henni engin hvelfing og er talið að hvelfingin hafi verið gerð 1896 eða 1897. Upphaflega var í henni söngloft en það var síðar tekið niður (óvíst hvaða ár). Kirkj- unni hefur verið vel við haldið og sóknarnefnd og sóknarbörn kostað kapps um að hafa kirkjuna sem og unthverfi hennar í góðu lagi. Ný- lega var kirkjugarðurinn sléttaður og ný girðing reist í kringum garð- inn með fallegu sáluhliði. Raf- magn í kirkjunni hefur verið end- urnýjað og ný hitun sett í kirkjuna. Kirkjan er allvel búin kirkjuntun- um. Stórviðgerð á kirkjunni Hjörleil'ur Stefánsson arkitekt sem sæli á í Húsfriðunamefnd, skoðai Tjarnar- kirkju s.l. sumar. Hann sagði nauðsyn- legt að ráðast í töluverðar endurbætur á kirkjunni. Fúi var í húsgrindinni að hluta, glugga þarf að laga, lagfæra gólfbita sem og þak kirkjunnar. Sókn- arnefnd ákvað að láta fara í þessar framkvæmdir strax enda 100 ára af- mæli kirkjunar framundan. Rúnar Búa- son smiður á Dalvík hefur stjórnað þeini viðgerðum í samráði við Hjörleif Stefánsson. Kirkjan verður endurvígð Þegar farið var að rífa kirkjuna kom í ljós að viðgerðin yrði miklu umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þegar þetta er skrifað, um miðjan júnímánuð, er Ijóst að kirkjan verður endurvígð enda hef- ur verið skipt unt alla máttarviði hennar. Ekki hefur verið endan- lega ákveðið hvenær sú hátíð verð- ur en það verður ekki fyrr en í haust. Mun meiri kostnaður en áætlað var Áætlaður kostnaður við viðgerðina var upphaflega urn þrjár milljón krónur. Sú tala verður töluvert hærri og ekki séð á þessari stundu hversu miklu hærri. Sóknin átti um eina milljón krónur í sjóði og fékk styrk frá Húsfriðunarsjóði 1 ntillj- ón, Jöfnunarsjóði sókna 600 þús- und og Menningarsjóði Sparisjóðs Svarfdæla 400 þúsund. Taka verð- ur lán fyrir öllum kostnaði sem verður umfram fyrstu áætlun og gæti hann orðið 2-3 milljón krón- ur. Öll aðstoð vel þegin - margt smátt gerir eitt stórt Eins og allir geta séð er þessi við- gerð orðin svo mikil að sóknar- börnin ráða ekki við þann kostnað nema að til komi verulegur fjár- stuðningur í viðbót við þann sem þegar er veittur. Sótt verður á ný til þeirra sjóða sem styðja svona verkefni en sóknarnefnd treystir einnig á velvild og gjafmildi fyrr- verandi og núverandi sóknarbarna og allra annarra velunnara kirkj- unnar. Væntir sóknarnefnd þess að þeir sem vilja ntinnast 100 ára af- mælis Tjarnarkirkju með gjöf láti peninga af hendi rakna í þessa miklu viðgerð. Formaður sókar- nefndar er Sigríður Hafstað, Tjöm. gjaldkeri Fjóla Guðmundsdóttir, Húsabakka, og ritari Guðný Aðal- steinsdóttir, Jarðbrú. Húsið skal bergmála af erindi Drottins Við vígslu Tjarnarkirkju árið 1892 sagði sr. Kristján Eldjám nt.a. að þetta guðshús væri „ætlað til þess, að hljóma af þakklætis- og lov- söngvum einnar kynslóðar eftir aðra, - og að bergmála af erindi Drottins, orði hans og boðskap, frá kyni til kyns." Þessu hlutverki skal Tjamarkirkja þjóna enn næstu áratugi sem síðustu 100 ár. Til þessa húss koma sóknarbörnin jafnt á stundum gleði sem sorgar, syngja Guði lof og hlýða á boð- skap hans er varðar ævi hvers manns frá upphafi til enda lífs. 1 kirkjuna er gott að koma og gott að starfa, og hún flytur vel tal og tón- list. Kirkjan er ekki stór en heldur vel utan um þá sem þar eru. Eg óska sóknarbörnum í Tjam- arsókn til hamingju með afmæli kirkju sinnar. Blessun Guðs hvíli yfir þeim öllum sent og kirkjulífi sóknarinnar. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.