Norðurslóð - 30.06.1992, Qupperneq 6
TÍMAMÓT
Skírnir
28. maí var skírð í Dalvíkurkirkju Lísa Rún. Foreldrar hennar eru
Guðný Gunnlaugsdóttir og Amgrímur Jónsson (Tryggvasonar),
Ægisgötu 6, Dalvík.
3. júní var skírð á heimili sínu Ida Guðrún. Foreldrar hennar eru
Margrét Ásgeirsdóttir og Atli Dagsson, Goðabraut 10. Dalvík.
6. júní var skírður í Dalvíkurkirkju Einar. Foreldrar hans eru Stein-
unn Aðalbjamardóttir og Hannes Garðarson, Böggvisbraut 12. Dal-
vík.
6. júní var skírður í Dalvíkurkirkju Arnar Valur. Foreldrar hans
eru Herdís Valsdóttir og Kristinn Jakob Hauksson (Kristinssonar),
Lokastíg I, Dalvík.
Á hvítasunnudag, 7. júní var skírð í Vallakirkju Margrét Rún. For-
eldrar hennar eru Rannveig Guðnadóttir og Snorri Ragnar Kristins-
son, Hnjúki, Skíðadal.
14. júní, á sjómannadaginn, var skírður í Dalvíkurkirkju Guð-
mundur Már. Foreldrar hans eru Helga Guðmundsdóttir og Guð-
mundur Ingvar Guðmundsson, Skógarhólunt 29 c, Dalvík.
Andlát
22. maí lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, Dalvík, Soffía Vigfús-
ína Stefánsdóttir.
Soffía fæddist á Þverá í Skíðadal 29. nóventber árið 1920. For-
eldrar hennar voru Þorbjörg Jóhannesdóttir og Stefán Tryggvi Jóns-
son. Átti hún tvo hálfbræður, Jón Emil Stefánsson sem býr á Dalbæ
og Arnbjöm Stefánsson sem er látinn.
Soffía ólst upp með móður sinni og fluttist ung með henni í
Hreiðarsstaði þar sem Þorbjörg var í vinnumennsku í nokkur ár.
Síðar fóru þær mæðgur í Syðra-Hvarf og áttu þar heimili í um þrjá
áratugi. Kynntist hún á þessum árum Friðbirni Jóhannssyni í Hlíð
og hóf búskap með honum þar heima árið 1961.
Frá unga aldri vandist Soffía á að vinna og dugnaður og ósér-
hlífni var aðalsmerki hennar alla tíð. Gekk hún jafnt í öll störf úti
sem inni. Til hennar var gott að koma og enginn mátti fara frá henni
án þess að þiggja hressingu. Glaðlynd var hún, ætíð jákvæð og
hafði lag á því að koma öðrum fljótt í gott skap.
Friðbjörn og Soffía eignuðust eina dóttur, Jóhönnu Hafdísi sem
býr á Akureyri ásamt manni sínum Baldri Steingrímssyni. Voru
barnabörnin orðin þrjú og ólst það elsta, Kristín, upp í Hlíð fyrstu 6
árin.
1 spetemberl990 flutti Soffía á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á
Dalvík, en fáum árum áður hafði heilsa hennar farið að bila. Frið-
bjöm tlutti á Dalbæ nokkru síðaren hann lést þar22. ágúst 1991.
Soffía var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 27. maí og jarðsett við
hlið manns síns í Akureyrarkirkjugarði.
30. maí lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, Dalvík, Guðrún
Finnbogadóttir.
Guðrún fæddist í Bolungarvík á Ströndum 28. september 1897.
Hún var yngst af 8 börnum Jóhönnu Þorleifsdóttur og Finnboga
Jónssonar er þar bjuggu. Systkini hennar eru öll látin en þau hétu:
Grímur, Jónas, Hallfríður, Jónatan, Reimar, Guðmundur og Þorleif-
ur.
Guðrún var ung send í fóstur og fór snemma að vinna fyrir sér á
ýmsum bæjum þar vestur frá. Grunnavíkurhreppur var utan þjóð-
leiðar, einangraður um margt frá náttúrunnar hendi, og þeir sem þar
bjuggu þurftu að kunna að bjarga sér sjálfir að öllu leyti, nýta sér
það sem gefið var í gæðum lands og sjávar.
Guðrún bjó lengst af hjá elsta bróður sínunt, Grími, flutti til hans
að Höfðaströnd í Jökulfjörðum árið 1934 með dóttur sína Friðgerði
Laufeyju Oddmundsdóttur. 1959 fluttu þau systkini, Guðrún og
Grímur, að Nesi og voru þar til haustsins 1962 er þau fluttu burt úr
Grunnavíkurhreppi ásamt fleirum, síðustu íbúar þessa byggðarlags.
Áranna á Ströndum minntist Guðrún ætíð nteð hlýju og birtu og
var sveitin þar henni afar kær. Rifjaði hún gjaman upp skemmtileg-
ar minningar frá þeim tíma er hún bjó þar. Guðrún kunni einnig
geysimikið af sálntum og kvæðum sem hún fór oft með.
1962 flutti Guðrún til Dalvíkur til dóttur sinnar og tengdasonar.
Á Dalbæ, heimili aldraöra, flutti hún síðan 1983 og bjó þar til ævi-
loka. Þar lést hún 30. maí s.l. þrotin kröftum á 95. aldursári.
Guðrún var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 6. júní. JHÞ
17. júní lést Heiðbjört Harpa Sigursteinsdóttir á Hofsá í Svarfað-
ardal, á fimmtánda aldursári. Hún var jarðsungin frá Vallakirkju 24.
júní. Hennar er minnst á öðrum stað í blaðinu.
25. júní lést Þórarinn Jónsson bóndi á Bakka í Svarfaðardal, 74
ára að aldri. Hann verður jarðsettur í Tjamarkirkjugarði laugar-
daginn 4. júlí nk. Athöfnin fer fram í Urðakirkju kl. 13.30. Minn-
ingargrein birtist um hann á öðrum stað í blaðinu.
Norðurslóð tekur sér að vanda sumarfrí.
Næsta blað kemur út að áiiðnum september.
Pessu blaði fylgir gíróseðill sem áskrifendur eru
beðnir að greiða við fyrstu hentugleika.
FRÉTTAHORNIÐ
Niðjar Jóhanns og Solveigar á Ytra-Hvarfi gróðursetja þúsund aspir í minn-
ingu þeirra hjóna. Hvarfsbóndinn núverandi (lengst til hægri) mælir fyrir
um hvar plöntunum skuli komið fyrir.
Fyrir skemmstu náði Sæplast h/f
þeim áfanga að framleiða 100
þúsundasta kerið. Þessi tímamót
voru haldin hátíðleg hjá fyrirtæk-
inu og komu meðal annars fulltrú-
ar stærstu viðskiptavina þess í
heimsókn. Fyrirtækið hefur stækk-
að og dafnað mikið frá því fyrsta
kerið kom úr mótunum og þar til
nú að það hefur framleitt yfir 100
þúsund ker. Enn heldur uppgang-
urinn áfram. Veltan fjóra fyrstu
mánuðina á þessu ári var svipuð og
sama tímabil á síðasta ári en hagn-
aður var meiri nú en þá. Hagnaður-
inn þetta tímabil var 13,5 milljónir
króna á móti 11 ntilljónum í fyrra.
Eigið fé fyrirtækisins var í apríllok
238,5 milljónir eða 62% af niður-
stöðu efnahagsreiknings, en var
59% um síðustu áramót. Á þessu
tímabili náðist líka sá áfangi að
meira af framleiðslunni var flutt út
á erlendan markað en selt hér inn-
anlands. Sæplast hefur nú fest
kaup á fiskverkunarhúsi Ránar h/f
og er um þessar mundir að taka
það í notkun fyrir framleiðslu sína.
ttarmót sumarsins eru byrj-
uð. Helgina 20. og 21. júní
var niðjamót Jóhanns og Solveigar
frá Ytra-Hvarfi. Liðlega 150
manns tóku þátt í mótinu. í landi
Ytra-Hvarfs var plantað 1.000
öspum í minningu þeirra hjóna en
þau bjuggu þar frá 1864 til 1901.
Kvöldverður var í Víkurröst á
laugardag og var Jóhann Ólafsson,
núverandi bóndi á Ytra-Hvarfi,
veislustjóri. Þar voru tónlistaratriði
sem yngstu niðjamir sáu um. Jó-
hann Antonsson rakti sögu þeirra
hjóna og síðan var stiginn Svarf-
dælskur mars. Á sunnudeginunt
var hátíðarstund í Vallakirkju, að
loknu morgunkaffi í sólskininu á
hlaðinu á Ytra-Hvarfi. Þar voru
sungin og leikin lög eftir organista
Vallakirkju af þessari ætt, það er
þá bræður Jakob, Jóhann og Ólaf
Tryggvasyni og Jóhann Ólafsson
núverandi organista. Jóhann J.
Ólafsson kaupmaður minntist Jó-
hanns og Solveigar og afhenti fyrir
hönd niðja þeirra 100 þúsund
krónur i' orgelsjóð Vallakirkju til
minningar um þau. Að því loknu
lagði Jakob Tryggvason, elstur
þeirra niðja sem mótið sótti, blóm
á leiði þeirra. Þess má geta að gef-
ið var út niðjaatal sem Þórir Jóns-
son (frá Jarðbrú) hafði veg og
vanda af. Jóhann á Hvarfi hélt dag-
bók sem lesendur Norðurslóðar
kynntust fyrir nokkrum árum.
Túrismi á Dalvík
Rætt við Júlíus Snorrason sem rekur veitingahúsið
Sæluhúsið og gistihúsin Sæluvist og Heimavist
Nú er ferðamannatíminn haf-
inn og hvarvetna á hinum við-
teknu ferðamannastöðum gef-
ur að líta verðurbarða erlenda
túrista með fjallgönguskó á fót-
um og myndavél um háls eða ís-
lenskar kjarnafjölskyldur ak-
andi hringveginn á „sínum
fjallabílum“. Einstaka sérvitr-
ingar hætta sé út fyrir hring-
veginn og slæðast til dæmis
hingað út með ströndinni. En
hvað gerir svo þetta fólk þegar
hingað út á Dalvík er komið?
Er hér eitthvað að sjá eða skoða
og eru einhverjir sem benda
fólki á þá kosti sem í boði eru?
Er yfir höfuð eitthvert skipulag
á ferðamálum hér um slóðir?
Júlíus Snorrason í Sæluhúsinu
er án efa sá einstaklingur hér á
Dalvík sem mesta reynslu hefur af
móttöku ferðamanna og þjónustu
við þá. Blaðið leitaði því til hans
og bað hann að svara nokkrum
spumingum varðandi þessi mál og
tók hann ekki illa í það.
Hvers konar gistiaðstöðu bjóöiö
þið ferðafólki upp á hér á Dalvík?
- I tengslum við Sæluhúsið má
segja að við séum með tvo gisti-
staði. Annars vegar er það Sælu-
vistin svokallaða sem við erum
með í húsi Jóns Bjömssonar.
Sæluvist er hlutafélag nokkurra
aðila hér og sér Sæluhúsið aðeins
um reksturinn. Þetta er 10 her-
bergja gistihús með 19 manna
gistirými. Þar er sími og sjónvarp á
hverju herbergi og flest eru þau
nteð baði. Svo er það Heimavistin.
Þar erum við með 20 tveggja
manna herberegi og eitt eins
manns herbergi að auki. Það er
svona eins konar Hótel Eddu fyrir-
komulag sem við erum með þar.
Við höfum auglýst vikudvöl hérog
sjáum þá um að taka á móti ferða-
mönnum og sjá um þá í viku. Eg
vil þó taka það fram að gefnu til-
efni að við rekum ekki ferðaskrif-
stofu.
Júlíus Snorrason gestgjafi í Sælu-
húsinu er mesti umsvifamaöur í
ferðamálum á Dalvík.
Og hvað Itqfið þið svo að bjóða
ferðamönnum hér?
- Það er nú eitt og annað. Við
bjóðum upp á veiði í ám og vötn-
um, m.a. í Hrísatjöminni. Einnig
sjóstangaveiði, golf, hestaleigu,
sund, safn eða söfn, og gönguferð-
ir. Hér á svæðinu er ágætis aðstaða
fyrir allt þetta og fleira til. Við
bendum fólki á ferðir hingað og
þangað, t.d. rútuferðir til Skaga-
fjarðar og Grímseyjarferðir með
Sæfara eða Hríseyjarferðir með
ferjunni. Hingað kemur Sæfari
þrisvar í viku á leið til Grímseyjar
mánudaga, fimmtudaga og laugar-
daga kl. 12.30 og kemur til baka
um 11 leytið. Þá vil ég benda
heimamönnum á að nú bjóðast í
fyrsta skipti reglulegar beinar
ferðir héðan til Hríseyjar með Sæ-
•fara kl 10 á þriðjudögum og föstu-
dögum og til baka kl 2. Eg er
hræddur um að fólk viti þetta ekki
aímennt hér. Eg gleymdi að nefna
það í upptalningunni hér áðan að
ég hef líka farið með fólk til að
skoða hesthúsið í Hringsholti og
það hefur vakið hrifningu. I tengsl-
um við það eru heilmiklir mögu-
leikar í sambandi við ferða-
mennsku og mér finnst að hesta-
menn hér ættu að taka betur við sér
í þeim efnum. Nú eru Skagfirðing-
ar byrjaðir með ýmsar uppákomur
fyrir túrista á Vindheimamelum,
hestasýningar, hestaleigu, reiðtúra
og þess háttar. Svoleiðis nokkuð
væri upplagt að bjóða uppá frammi
í Hringsholti og mér finnst að
framtakssamir aðilar ættu nú þegar
í sumar að byrja á einhverju slíku
því það tekur tíma að auglýsa
svona þjónustu og samkeppnin um
túristana fer vaxandi.
Ent það Islendingar eða útlend-
ingar sem gista hjá þér?
- Það er nú hvort tveggja. Út-
lendingarnir eru þó í meirihluta og
einkum er það fólk sem kemur að
kveldi og er farið strax að morgni,
stoppar sem sé ekkert. Yfirleitt
hefur það pantað gistingu með
löngum fyrirvara og fylgir ná-
kvæmri ferðaáætlun. Gjaman eru
þetta hópar sem eru þá bara hingað
komnir til að gista. Islendingamir
eru hins vegar í engri skipulagðri
ferðaáætlun, eiga sjaldnast bókað
fyrirfram og er tilbúnir að eyða hér
tíma ef einhver skemmtileg af-
þreying býðst.
Er álntgi hér á Dalvík á skipu-
lögðum ferðamálum ?
- Ja það er áhugi hjá ýmsum en
það vantar einhverja heildarstefnu.
Á þeirn stöðum þar sem einhver
uppgangur er í ferðamennskunni
þessa dagana, ég nefni staði eins
og Vestmannaeyjar. Stykkishólm,
og Höfn, þar er rekin vandlega
skipulögð ferðamálapólitík og þar
eru fjölmargir aðilar sem hafa með
sér skipulagt samstarf á þessu
sviði. I janúar í vetur var haldinn
stofnfundur Ferðamálafélags Eyja-
fjarðar. Þar var mikill hugur í
mönnum um bætt skipulag og
samstarf í ferðamálum hér við
fjörðinn. Þarna mætti fjöldi fólks
frá Akureyri, Eyjafjarðarsveit,
Hörgárdal, Hrísey og ströndinni
austan Eyjafjarðar. Frá Dalvík
kom ég einn og enginn frá Ólafs-
firði svo áhuginn var þá ekki meiri
en það.
Við þökkum Júlíusi fyrir spjall-
ið. Hj.Hj.