Norðurslóð - 17.11.1992, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 17.11.1992, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ Minning Sigurpáll Hallgrímsson Melum Fæddur 22. nóvember 1905 - Dáinn 30. október 1992 Sigurpáll fæddist á Meluum, þeirri jörð í Svarfaðardal, sem einna lengst hefur verið setin af sömu ætt þ.e. í um það bil 150 ár frá því þau hófu þar búskap á 4. tug 19. aldar, Hallgrímur Sigurðsson og Guðleif Gísladóttir, langafi og-amma Sig- urpáls samkvæmt upplýsingum í „Svarfdælingum". Þau voru for- eldrar Halldórs, föður Hallgríms, föður Sigurpáls og þeirra bræðra á Melum. Þetta var föðurættin. Ekki var móðurættin síður ram- svarfdælsk. Móðir Sigurpáls var Soffía, ein af mörgum dætrum Þóru Sigurðardóttur og Baldvins Þorvaldssonar hins margfræga út- vegsbónda á Böggvisstöðum, en hann var dóttursonur sr. Baldvins Þorsteinssonar, síðasta prests á Upsum. Það er fagurt á Melum, hvort sem litið er heim eða heiman. Ein- hver tilkomumesti fjallahringur um byggð á Islandi blasir við. Og menn hafa unað þar vel hag sínum ,eins og dæmin sanna, og ekki síð- ur þrátt fyrir það, að sólin skýlir sér þar bak við fjöll þriðjung árs- ins. Eg, sem þessar línur rita, þekkti því miður ekki Sigurpál á Melum nógu vel til að geta skrifað eftir hann, eins og verðugt væri. Þó á ég nokkrar góðar minningar af kynn- um okkar, sem á sinn hátt lýsa manninum. I gamladaga þegar framdælir ráku sláturfé til Dalvíkur, var það venja að þeir fengu gistingu með reksturinn á neðstu bæjum í Tjam- arsókn. Eitthvert haustið, þegar ég var innan við fermingu, höfðu Melamenn og einhverjir fleiri fengið að gista og sátu dilkana til beitar í túninu, áður en þeir væru hýstir fyrir nóttina. Við yngri syst- ir mín vorum að snúsat þar í kring og horfa á þessa sjaldséðu gesti. Þá kemur arkandi til okkar Sigurpáll á Melum, ég hef víst ekkert þekkt hann áður, og heilsar okkur systk- inum með virktum. Þetta væri vart frásöguvert nema fyrir það, að Sig- urpáll er með dauða stokkönd í hendinni, sagðist hafa fundið hana við girðingu ofan við veginn. „Eg ætla að afhenda þér þessa önd“ sagði hann við Diddu „öndin er nýdauð, hún hefur flogið á gadda- vírinn. Vittu hvort mamma ykkar vill ekki matreiða hana“. Það var gert og smakkaðist öndin vel um kvöldið. En Sigurpáll lét ekki við það sitja. Hann fór að spjalla við okkur um fugla og önnur fyrirbæri nátt- úrunnar og fannst okkur þetta vera bæði óvenjulegur og skemmtilegur maður. Önnur minning, miklu yngri, er líka tengd áhuga Sigurpáls á nátt- úrunni allt í kringum hann. Við vorum saman í rútubfl í ferð upp að Herðubreið og Öskju. Það mun hafa verið á vegum Ferðafélags Akureyrar og hópurinn gisti í Þor- steinsskála í Herðubreiðarlindum. Við Sigurpáll vorum báðir snemma á ferli næsta morgun og reikuðum út á gróið lindasvæðið í morgundýrðinni. M.a. fórum við að skoða gróðurinn. „Hvað ætli séu margar tegundir af blómplönt- um hér“? segir Siurpáll. Ekki vissi ég það og sagði sem svo, að við skyldum bara telja. Og það gerð- um við og skrifuðum jafnharðan á blaðsnepil hverja nýja tegund. Sig- urpáll gekkst upp í þessu sporti og var glaður og ákafur eins og bam. Við hættum ekki fyrr en við höð- fum fundið 50 tegundir svokall- aðra háplantna, fórum þá heim í skála og færðum allan listann inn í gestabókina. Nokkrum sinnum síðan hafa komið til mín menn og sagst hafa haft fróðleik og ánægju af að stúdera plöntulistann okkar Sigurpáls. Sigurpáll gleymdi ekki heldur þessu morgunævintýri og spurði mig þegar ég hitti hann síðast á Dalbæ fyrir nokkrum vikum, hvort ég hefði nokkuð farið í Herðu- breiðarlindir nýlega. Aðrar minningar í sambandi við Sigurpál á Melum eru yfirleitt bundnar við bækur og ljóð. Ég heimsótti hann oft meðan hann bjó á Hólavegi 5 og eins eftir að hann flutti á Heintili aldraðra. Hann batt fyrir mig bækur, og gerði það bæði vel og ódýrt. En meira virði fannst 4|k Sparisjóður W Svarfdæla sendir fólki í bæ og byggð kveðju guðs og sína og minnir á hið fomkveðna að: ® Græddur er geymdur eyrir © Sjálfs er höndin hollust ® Margt smáttgerir eitt stórt © Hollur er heimafenginn baggi © Þangað vill fé sem fyrir er * Avaxtið fé ykkar hér heima hjá gamla góða Sparisjóði Svarfdæla Sími 61600 • Dalvík mér þó að skrafa við hann um sög- ur og kveðskap Það var gaman að sjá hvað hann ljómaði, þegar við hjálpuðumst að við að rifja upp eitthvert kvæðabrot og tókst að raða því saman að lokum. Hann var einn af þessum ágætu mönn- um, sem þjóðin hefur sæmt tignar- heitinu bókaormur. Bókhneigðin var víst arfur, sem hann fékk sem ættarfylgju. Og aðra skylda ættarfylgju frá Mela- mönnum hlaut hann líka, sem var yndi af söng og músík. Hann spil- aði á orgel eins og þeir fleiri bræð- ur og enn aðrir eldri og yngri ætt- menn. Sigurpáll var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 11. nóvember. Ætla mætti, að þegar nær níræður ntaður, sem enga á afkomendur, er borinn til grafar, að þá fylgi honum ekki mjög stór hópur manna. Jafn- aldramir eru flestir famir á undan veg allrar veraldar. Samt var það svo, að fjöldi manns, vinir og ætt- ingjar, úr dalnum og af Dalvík og brottflutt skyldmenni fylgdu hon- um síðasta spölinn. Það var vitnisburður um þá vináttu og virðingu samborgar- anna, sem Sigurpáll á Melum hafði unnið sér á æfileiðinni, svo langri í árum talið, svo stuttri í vegalengd- inni frá Melum í Svarfaðardal til Dalvíkur. Hjörtur E. Þórarinsson Stökur mánaðarins IV Við enduðum í síðasta þætti á vísu, sem endaði á orðinu LANGRÆKNI. Næsta vfsa verður þvf að byrja á L. Hér kernur göniul vísa urn hana Höllu gömlu og ljósið, sem log- aði á fífukveik á kolunni. Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fifustöngum. Halla kerlittg fetar fkjótt framan eftir göngum. Þama endar síðasta orð á G. Við skulum hafa það gamla heilræðavísu. Það er ekki venju- leg ferhenda, heldur einhvers- konar skamnthenda. Kann nokkur að nefna bragarháttinn? Gakktu hœgt um gleðinnar dyr og gá að þér. Enginn veit sína ævina fyrr cn öll hún er. Að lokum staka, sem á að byrja á E. Bólu-Hjálmar og Sig- urður Breiðfjörð höfðu gist á sama bæ í Hrútafirði árið 1873 og fóru þá með vísur og annan kveðskap. Þegar þeir skildu morguninn eftir bað Sigurður Hjálntar þess, að hann yrkti um sig eftirmæli, þegar þar að kæmi. Þá mælti Hjálmar fram vfsu þessa, sem er alkunn: Efég stend á eyri vaðs ofar fjörs á Knu, skal ég kögglum kaplataðs kasta að leiði þínu. Áfram í næsta blaði. Fyrsta stakan á að byrja á Þ. HEÞ Þakkarávarp Innilegar þakkir til ykkar allra, sem glödduö mig á 80 ára afmæli mínu 30 október s.l. meö heillaóskum, blómum og góöum gjöfum. Guö blessi ykkur öll. Karl Karlsson, Klaufabrekknakoti Dalvíkurbær Laust starf Starf ritara/skjalavaröar á skrifstofu Dalvíkur- bæjar er laust til umsóknar. Um er aö ræöa allt aö 75% starfshlutfall. Umsækjandi þarf aö geta hafið störf 1. desember. Umsóknarfrestur er til 26. nóvember næstkom- andi. Nánari upplýsingar á skrifstofu Dalvíkurbæjar í síma 6 13 70. Bæjarritarinn á Dalvík Helgi Þorsteinsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.