Norðurslóð - 17.11.1992, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 17.11.1992, Blaðsíða 6
liillÉ) Svarfdælsk byggð & bær Kirkjukór Dalvíkur gerði góða ferð til Reykjavíkur MÁ ÉG KYNNA Jan Murtomaa, finnskur kafari á Dalvík. Kirkjukór Dalvíkur gerði góða ferð til Reykjavíkur helgina 6.-8. nóvember sl. Rúmlega þrjá- tíu kórfélagar flugu til höfuð- borgarinnar og lögðu hana að fót- um sér. Ferðin var farin í boði Dómkórsins en á milli kóranna hefur komist á einskonar „vina- kórasamband" sem helst verður líkt við vinabæjasamskipti. Dóm- kórinn kom hingað norður og söng í Dalvíkurkirkju á sl. vori og nú var röðin komin að Dalvíking- um að syngja fyrir Reykvíkinga. Tónleikamir voru lokaatriðið í árlegum Tónlistardögum Dóm- kirkjunnar sem orðnir eru hefð í tónlistarlífi Reykjavíkur. Tón- leikar Kirkjukórs Dalvíkur voru að mörgu leyti með svipuðu sniði og þeir sem haldnir voru á Dalvík sl. vor, en þá flutti kórinn ma. Sálumessu eftir franska tónskáld- ið Gabriel Fauré. Með kómum sungu einsöngvaramir Margrét Bóasdóttir og Michael Jón Clarke. Tókust tónleikamir ágæt- lega, þótt sumum fyndist orgel- leikurinn ögn framandlegur á köflum. Að tónleikum loknum bauð Dómkórinn til teitis en þeg- ar nokkuð var liðið á það kom rúta og flutti kórfélaga á árshátíð Svarfdælingafélagsins þar sem sungið var fyrir brottflutta Svarf- dælinga. Svo var að sjálfsögðu iðkaður frjáls söngur fram undir morgun og höfðu margir lækkað um eina rödd eða fleiri þegar heim var haldið á sunnudag. Sundskáli Svarfdæla er mikil merkisbygging og á sér langa og stórmerka sögu. Þeir eru orðnir margir sem þar hafa lært sín fyrstu sundtök allar götur frá því skálinn var vígður 1929. Þessa dagana fer þar fram allnýstárleg „sund- kennsla“, nefnilega kennsla í undirstöðuatriðum köfunar. Kennarinn heitir Jan Murto- maa og nemandinn sem aðeins er einn að þessu sinni heitir Ei- ríkur Stephensen tónlistar- kennari. Jan er finnskur. Hann hefur bú- ið hér á landi síðan 1988 mfnus eitt ár sem hann dvaldi í Bandarfkjun- um. Jan talar góða Islensku enda á hann sér Islenska konu, Ingveldi Þórðardóttur sem kennir við Dal- víkurskóla. Á Dalvík hafa þau búið síðan í haust og kennir Jan við Sjávarútvegsbrautina, ekki samt köfun heldur Ensku. Jan varð sér úti um kennslurétt- indi í köfun í Svíþjóð s.l. suntar. þar starfaði hann sem aðstoðar- kennari (dive master) en það er skilyrði til að öðlast slík réttindi. En áður en því marki er náð þurfa menn að ljúka fjórum köfunamám- skeiðum. Það er sem sagt byrj- endanámskeið, hið fyrsta af þess- um fjórum sem fram fer að hluta hjá þeim Eiríki og Jan í Sundskál- anum. Jan hyggst einnig fara af stað með framhaldsnámskeið e.t.v. í lok þessa mánaðar. Þegar hafa nokkrir menn úr nágrannabyggðar- lögunum sótt um á það námskeið. Að sögn Jans er sundlaug aðeins notuð í byrjun á meðan menn eru að venjast útbúnaðnum og að læra nokkur undirstöðu- og öryggisat- riði. En eftir 5 stundir í sundlaug er ekkert að vanbúnaði að fara með nemenduma í sjóinn. - En er ekki mannsmorð að stinga sér ofan í ískaldan Eyja- fjörðinn núna um hávetur? - Nei, nei það er algengur mis- skilningur og rangur hugsunarhátt- ur að manni verði svo kalt. Það er náttúrulega ekki hægt að notast við blautbúninga hér en þessir nýju þurrbúningar eru svo þéttir og hlý- ir að manni er funheitt og jafnvel svitnar þó sjórinn sé ekki nema 4°C heitur. Ég hef kafað heilmikið hér í sjónum allt í kring bæði núna og í fyrravetur. Þá bjó ég úti í Hrís- ey. Oft finnst manni miklu hlýrra neðansjávar en í næðingnum ofan- sjávar. - En er eitthvað að gera hér á Dalvík fyrir atvinnukafara annað en að halda námskeið annað slag- ið? - Ja ég er í Slysavamarfélaginu og það er að sjálfsögðu töluvert ör- yggisatriði fyrir félagið að hafa kafara á sínum snærum. Þá erum við, ég og félagi minn Bjami Ár- mannsson í Hrísey að fara af stað að leita af góðum stöðum til ígul- keraveiða hér í nágrenninu. Það eru menn á Stykkishólmi að reyna fyrir sér með að senda ígulkera- hrogn á Japansmarkað. Þeir hafa einmitt verið að auglýsa eftir köf- urum til að handsama ígulkerin. Þessa dagana er hjá þeim sérfræð- ingur frá Japan sem kannar gæði hrognanna. Hann hefur áhuga á að fá sýnishom héðan úr Eyjafirðin- um og ætlum við að senda þeim þau núna eftir helgi. Um leið og við þökkum Jan fyr- ir spjallið óskum við honum góðr- ar veiði og bendum áhugamönnum um undirdjúpin á námskeiðin hjá honum. hjhj Nudd og snyrti- stofa opnuð við Hafnarbraut Verslunin Sogn keypti hluta af húseigninni Hafnarbraut 5 sem Axið h/f eða bakaríið notar ekki. Sogn mun fyrst um sinn leigja út allt húsnæðið sitt. Helgi Indriðason tannlæknir og Hár- greiðslustofa Fríðu voru með hluta húsnæðisins á leigu þegar kaupin áttu sér stað og verið er að ganga frá innréttingum í því sem eftir er. Sá hluti verður leigður Ingu Ingi- marsdóttur snyrtifræðingi og Kat- rínu Kjartansdóttur nuddara á Ak- ureyri. Þær munu starfrækja saman nudd- og snyrtistofu og hafa ofur- lítið verslunarpláss þama þar sem hægt verður að kaupa vaming sem tengist þeirra fagi. Gert er ráð fyrir að þær hefji starfsemi um næstu mánaðamót. TÍMAMÓT Skírnir 8. nóvember var Arnór skírður í Dalvíkurkirku. Foreldrar hans eru Bima Jóhanna Olafsdóttir og Vilhjálmur Ólafsson, Lokastíg 1, Dalvík. Afmæli I tímamótum októberblaðs féll niður eitt nafn í af- mælisbamalistanum, það var nafn Gunnars Magnússonar, Karlsbraut 15, Dalvík. Gunnar varð 90 ára 18. sept s.l. Þann 10 nóvember s.l. varð 90 ára María Sigur- jónsdóttir, Hvoli, Dalvík. Þann 14. nóvember varð 80 ára Jónas Hallgríms- son, Bjamastöðum, Dalvík. Þann 17. nóvember varð 80 ára Þórgunnur Lofts- dóttir, Bjarkarbraut 7 Dalvík. Andlát 21. október lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Friðrika Vigdís Haraldsdóttir, Skíðabraut 7, Dalvík. Friðrika fæddist á Þorleifsstöðum í Svarfaðar- dal 2. janúar 1915, bam Önnu Jóhannesardóttur og Haraldar Stefánssonar, sem bjuggu á Þorleifsstöð- um frá 1913 til 1921 er þau fluttu í Ytra-Garðs- horn þar sem þau áttu heimili til æviloka. Friðrika var næst elst 7 bama þeirra hjóna en þau eru auk hennar: Stefanía Kristín, sem er látin, Jóhannes, er býr á Dalvík, Hjalti sem býr í Ytra-Garðshorni, Halldór Kristinn, sem er látinn, Lárus Blómkvist, sem er látinn, og Fríða Hrönn sem býr í Reykjavík. Friðrika átti heimili í Ytra-Garðshomi til ársins 1950 en á árunum á undan hafði hún unnið víða á bæjum bæði innan sveitar sem utan. Hún lærði karlmannafatasaum á Akureyri og vann mikið við saumaskap og prjónaskap alla ævi og skilaði ætíð sínu verki með miklum myndarskap. 24. nóvember 1950 gekk hún í hjónaband með eftirlifandi eigin- manni sínum Ólafi Sigurvin Tryggvasyni frá Ytra-Hvarfi og tóku þau við stærstum hluta jarðarinnar næsta vor og bjuggu þar til ársins 1976. Var gestagangur ætíð mikill hjá henni enda gestrisni hennar mikil. Friðrika var félagslynd kona og söng í kirkjukór í Svarfaðardal í meira en 6 áratugi. Þá starfaði hún einnig í Ungmennafélaginu sem og Kvenfélaginu. Friðrika eignaðist ljögur böm: Elstur er Hafsteinn Ævarr Hjartar- son, en næst koma Kristín, Jóhann og Jón Haraldur. Bamabömin eru orðin 12 og eitt barnabamabam. 1981 fluttu þau Ólafur og Friðrika í Lambhaga á Dalvík þar sem Friðrika átti heimili til æviloka. Hún var jarðsungin frá Vallakirkju 31. október. 27. nóvember lést á heimili sínu, Steindyrum í Svarfaðardal, Auguste Anne Marie Albricht. Auguste fæddist í Liibeck-Moisling í Þýsklandi 15. september árið 1907. Af ellefu systkinum hennar er aðeins ein systir á lífi nú. Augusta var tvígift. Fyrri maður hennar var Rudolf Fuchs og eign- uðust þau tvær dætur, Ému er býr á Steindyrum í Svarfaðardal og Hedwig er býr í Þýskalandi. Eru bamabömin 6, bamabamabömin 14 og 1 bamabamabamabam. Síðari maður Augustu var Carl Albricht en hann lést árið 1976. Þau hjón komu í heimsóknir til Islands en eftir að Carl lést árið 1976 kom Augusta hingað til lands æ oftar, enda flest af hennar fólki hér og þótti henni hér gott að dvelja. Hún flutti alkomin hingað til lands árið 1987 og átti eftir það heimili hjá Emu dóttur sinni og Ármanni manni hennar á Steindyrum í Svarfaðardal. Auguste var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 3. nóvember en jarðsett í Akureyrarkirkjugarði. 30. október lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Sigurpáll Hall- grímsson. Sigurpáll fæddist á Melum í Svarfaðardal 22. nóvember árið 1905, sonur hjónanna Hallgríms Halldórssonar og Soffíu Baldvinsdóttur. Þau eignuðust 5 böm og var Sigurpáll þriðji í röðinni. Elstur var Hall- dór, þá Þóra Sigríður, næst yngstur var Þórhallur og Jónas yngstur. Er Jónas sá eini úr hópnum sem eftir lifir, búsettur á Dalvík. Auk þessara systkina ólst upp þar á bæ frá unga aldri Guðlaug Sigurjónsdóttir frænka þeirra, sem og reyndar fleiri böm. Sigurpáll ólst upp á Melum og bjó þar til ársins 1958 er hann flutti til Dalvíkur. Á æskuheimili sínu nam hann margt það sem einkenndi hann alla tíð. Hann hafði ætíð gaman af tónlist og spilaði sjálfur lítillega á orgel. Bókband nam hann af föður sínum og starfaði við það allt fram á síðustu ár og mun nafn hans ekki hvað síst geymast fyrir þá iðju sem hann sinnti af mikilli natni. Eftir að hann llutti til Dalvíkur vann hann einnig við Bókasafn Dalvíkur um árabil. Heima á Melum sá Sigurpáll að mikiu leyti um sauðféð enda afar glöggur fjármaður og hafði mikið yndi af skepnunum. 1958 flutti hann til Dalvíkur og átti heimili að Hólavegi 5 þar til hann flutti á Dalbæ árið 1979. Hann var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 11. nóvember. 3. nóvember lést á Dalbæ Ingbjörg Jóhannsdótt- ir. Ingibjörg fæddist á Búrfelli í Svarfaðardal 8. desemberárið 1905, annað bam Þuríðar Jóhannes- dóttur og Jóhanns Þ. Jónssonar. Elsta bam þeirra hjóna dó nýfætt en 5 yngri systkini Ingibjargar komust til fullorðinsára. Þau eru: Jónína, er býr á Dalvík, Pálmi er býr á Dalvík, Ari er býr á Akureyri, Jóhannes er býr á Dalvík og Hörður sem er látinn. Allt frá frumbernsku varð Ingibjörg að kljást við krankleika ýmiss konar, en vilji hennar og dugnaður til að koma sér áfram var einstakur alla tíð. Um tvítugt ílutti hún til föðursystra sinna á Akureyri og vann þar við ýmis störf, og um eins árs skeið var hún á Siglufirði. I kringum 1930 fór hún til Reykjavíkur og hóf störf á saumastofu og lagði jafnframt grunninn að sínu aðalævistarfi. Saumaði hún mikið næstu áratugina og hafði á stundum stúlkur í vinnu. Saumanámskeið hélt hún í fjölmörg ár eftir að hún fluttist hingað norður á ný er voru ætíð fullsetin og mjög vinsæl. Var hún eftirsótt saumakona og lagði sig mjög fram um að gera allt eins vel og kostur var. Hún var í Kvenfélaginu Tilraun og starfaði mikið að málum þess og síðar var hún einn af stofnendum Kvenfélagsins Vöku og starfaði með því félagi. Hún hafði og mikinn áhuga á stjómmálum. 1938 giftist Ingibjörg Hafliða Olafssyni frá Lækjarbakka í Reynis- hverfi í Mýrdal og eignuðust þau tvær dætur Hafdísi Jóhönnu, sem býr á Dalvík og Ingibjörgu, er býr í Vestmannaeyjum. Eru bamabömin 5 og bamabamabömin 2. Mann sinn missti Ingibjörg eftir stutt hjóna- band, en hann fórst með skipinu Heklu er það var skotið niður árið 1940. Hún flutti norður haustið 1942, bjó um veturinn frammi í Búr- felli en flutti þá til Dalvíkur og bjó í Lambhaga til ársins 1962. Næstu tvo áratugi þar á eftir bjó hún hjá Ingibjörgu dóttur sinni í Keflavík þar sem hún saumaði einnig á fólk meðan kraftar entust, en heilsu hennar tók mjög að hraka á þessum árum. Ingibjörg flutti inn á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, í árs- byrjun 1982 og bjó þar til dauðadags. Ingibjörg var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 13. nóvember.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.