Norðurslóð


Norðurslóð - 30.06.1993, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 30.06.1993, Blaðsíða 3
NORÐURSLÖÐ —3 Samvinna sveitarfélaga: Fjórar íbúðir fyrir aldraða afhentar Þann 12. júní sl. voru aflientar fjórar íbúðir fyrir aldraða sem byggðar hafa verið á Dalvík. Það eru Dalvíkurbær, Arskógs- hreppur og Svarfaðardalshrepp- ur sem byggja þetta hús en þarna er um að ræða eignar- íbúðir sem tilheyra félagslega íbúðakerfínu og eru ætlaðar fólki sem náð hefur 60 ára aldri. íbúóirnar eru tveggja og þriggja herbergja og inn í þær flytja tveir einstaklingar og tvenn hjón. Stærri íbúðirnar eru 91,9 m2 en þær minni 70,3 m2. Teiknistofan Form á Ak- ureyri teiknaði íbúóirnar en Daltré hf. á Dalvík var aóalverktaki við bygginguna. Húsið stendur rétt Sigvalda og Margréti leist harla vel á sig í eldhúsi nýju íbúðarinnar. austan við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, og er gert ráö fyrir aö byggja þrjú slík hús til viðbótar á þessu svæði. Svo var að heyra á nýju íbúun- um að þeir væru hinir ánægðustu meó framtíðarheimkynnin. Ibúð- irnar eru hinar vistlegustu, bjartar og vel búnar, auk þess sem hugað hefur verið að aðgengi þeirra sem erfitt eiga um gang. Eins og áður segir er þessi hús- bygging samvinnuverkefni þriggja sveitarfélaga, en í byggingarnethd sátu þau Kristján Snorrason frá Ar- skógshreppi, Oskar Gunnarsson frá Svarfaðardalshrcppi og Ragn- heiður Sigvaldadóttir frá Dalvíkur- bæ. Auk þess áttu sæti í nefndinni tveir fulltrúar Félags aldraðra á svæðinu, þeir Björgvin Pálsson úr Hrísey og Friðgeir Jóhannsson, Dalvík. -ÞH húarnir fyrir utan nýja húsið, frá vinstri: Björgvin Jónsson, hjónin Sigvaidi Gunntaugsson og Margrét Jóhanncsdóttir frá Hofsárkoti, Júlíus Eiðsson og Valgerður Þorbjarnardóttir og Áslaug Jónsdóttir. Myndir: -I»H Báturinn nafnlausi. Tveir af eigendunum, Bjarni Jónsson og Örn Arngrímsson á dckki. Ferðaþjónusta: Sjóstangaveiði og sportköfun í boði - Hópur manna á Dalvík kaupir bát tii skemmtiferða Iþróttaannáll: Unglingurinn kom, sá og sigraði - Meistaramót FRÍ fyrir ungmenni haldið á Dalvík 9.-11. júlí Þeir sem starfa við ferðaþjón- ustu vita að það er ekki nóg að gefa ferðamönnum að borða og veita þeim húsaskjól. Það þarf líka að hafa ofan af fyrir þeim. Framboð á afþreyingu hefur að margra dómi verið í rýrara lagi í Svarfaðardal, en er þó að auk- ast. Nú í vor bættist við mögu- leiki á skemmtiferðum og sjó- stangaveiði á Eyjafirði á bát sem hópur manna hefur fest kaup á. Júlíus Snorrason gestgjaíl í Sæluhúsinu er einn af ellefu hlut- höfum í bátnum. Hann segir að hér á Dalvík hafi höfuðáherslan verið lögð á að byggja upp veitinga- og gistiaðstöðu fyrir ferðamenn, en afþreyingin setió á hakanum. Þar séu þó óðum að opnast miklir möguleikar og nefnir hann þar helst hið glæsilega hesthús Hrings- holt og golfvöllinn, að ógleymdum öllum gönguleiðunum um Trölla- skagann. Júlíus hefur ásamt fleirum stað- ið að tilraunum með að sleppa físki í Hrísatjörnina og selja mönnum svo veiðileyfí. „Þarna er náttúru- legur silungur, en við höfum verió að sleppa urriða, bleikju og laxi í tjörnina og fólki hefur líkað mjög vel að renna eftir físki. Þaó er þó Norðurslóð ekki í frí Olíkt því sem venja hefur verið fer Norðurslóð ekki í sumarfrí að þessu sinni held- ur koma út blöð í lok júlí og ágúst. Er þetta ákveðið ma. í Ijósi þess að Bæjarpósturinn er kominn í ótímasett frí, og þörfín fyrir fréttablað því meiri en vanalega. Ritstj. ekki rnikið um útlendinga í þeini hópi, en Islendingum líkar þetta vel,“ segir Júlíus. Og svo er það báturinn sem enn hefur ekki hlotið nafn. Þetta er rennilegt fley sem tekur fjórtán manns. Hann er keyptur frá Akra- nesi og var notaður til stangveiða og skemmtiferða um Faxafíóa. „Það geta átta manns verið að veiðum í einu og við ætlum að bjóða upp á fastar feróir í sjó- stangaveiði kl. sex á hverjum morgni. Það verður farið út þó ekki mæti nema einn maður. Þessar veiðiferðir standa í svona þrjá tíma, en eftir það er báturinn laus til skemmtiferóa fyrir hópa og aðra sem panta hann.“ Júlíus segir að boðið verói upp á ferðir til Hríseyjar, Grímseyjar, Flateyjar á Skjálfanda og Akureyr- ar. Auk þess eru eigendur bátsins í sambandi við kafara og getur boó- ið upp á námskeið í köfun eða ferðir fyrir sportkafara, sem aó sögn telja Eyjafjörðinn spennandi svæði, einkum sé svæðió undan norðurströnd Hríseyjar mikil undraveröld. Ferðamannatíminn er nú kom- inn í algleyming, en að sögn Júlí- usar hefur vertíðin, ef svo má segja, farió hægt af stað hér út með fírði. Því veldur leióinleg tíð. „Is- lendingar ferðast eftir veðurkort- inu og við höfum ekki haft veóur til að Iokka þá hingað. Eg hef þó á t 'fmningunni aó landinn verði mikið á ferðinni innanlands í sum- ar, spurningin er bara hvert hann fer. Hvað útlenda ferðamenn varö- ar þá litu bókanirnar vel út í vor, en svo hefur verið töluvert um afbók- anir. Eg er því ekki nema hæfilega bjartsýnn á sumarið," segir Júlíus Snorrason. -ÞH Það hefur gengið á ýmsu í fót- boltanum hjá Dalvíkingum á þessu sumri. Meistarafíokkur karla byrjaði íslandsmót 3. deildar með látum og vann tvo af þrem fyrstu leikjunum, Skalla- grím 3-0 og Hauka 2-0, en gerði 1-1 jafntefli við Völsung í þeim þriðja. Svo tók að síga á ógæfu- hliðina. Fyrst lágu okkar menn fyrir Víði í Garði, 0-3, og því- næst fyrir Selfyssingum á heima- velli, 1-2, þar sem gestirnir áttu aðeins þrjú færi að sögn. Það þótti því Ilestum harla lítil ástæða til bjartsýni þegar 6. um- ferðin hófst. Þá var von á spútnik- liði deildarinnar í heimsókn. HK hafói ekki tapað stigi og var mcó markatöluna 19:3. En Heiðar Sig- urjónsson lét orðspor gestanna ekki hræða sig. Þessi 15 ára gamli Dalvíkingur kom inn á sem vara- maður í sínum fyrsta leik í meist- arafíokki, skoraði eitt mark og lagði upp annaó í 2-1 sigri heima- manna. Dalvíkurliðið er nú um miðja deild meó 10 stig úr sex leikjum. Vonandi endurtekur sag- an frá í fyrra sig ekki í ár en þá varð ekki Ijóst fyrren síðasti leikur sumarsins var fíautaður af aó lióið hékk uppi í 3. deild. Meistaraflokkur karla er blanda af reyndum leikmönnum af Dalvík og Ströndinni og svo er unglinga- starf UMFS að skila sér í ungum strákum sem ætla sér stóra hluti. Ekki spillti heldur fyrir að kunnur markahrókur úr KR, Björn Rafns- son, gekk til liðs við Dalvíkinga í vor. Eiríkur Eiríksson þjálfari ætti því aö hafa sæmilegan efnivið til að moóa úr. Og ekki truflar bik- arkeppnin einbeitinguna lengur því Dalvík féll út úr henni eftir nauman ósigur fyrir Tindastóli. Mikill áhuga á knattspyrnu Meistaraflokkur kvenna hefur líka alla möguleika á að gera góða hluti í sumar. Lióió leikur í 2. deild og vann fyrstu tvo leikina í riðlinum, fyrst Völsung 1-0 og þvínæst Leiftur 10-0. Þriðji og síðasti leik- ur fyrri umferðar riðilsins tapaðist hins vegar á Sauðárkróki á laugar- daginn var. Efsta lióið í riðlinum kemst áfram í fímm liða úrslita- keppni en tvö lið úr henni færast upp í 1. deild. Stúlkurnar eiga svo aö keppa vió Hött á Egilsstöðum þann 6. júlí og er sá Ieikur í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. I yngri fíokkunum er keppnin ekki langt komin, en þar er víða mikil barátta og ekki þarf aó kvarta undan áhuga unga fólksins á knatt- spyrnunni. Aó sögn Kristjáns Sig- urðssonar starfsmanns UMFS fer ungu knattspyrnufólki ört fjölg- andi. Til dæmis mæta nú 40 strákar á hverja æfíngu 1. flokks cn þar æfa 8 ára og yngri. Fyrir örl'áum árum voru þeir aðeins 8. „Unglingastarfíð cr að skila sér,“ segir Kristján. „Þessir strákar sem nú eru að gera það gott í 3. og 4. Ilokki hafa l'engið mun meiri keppnisreynslu heldur en þeir sem nú eru í meistaraflokki áttu völ á,“ bætti hann vió. Fyrir tveimur árum voru mcistarallokkar UMFS og Reynis á Arskógsströnd sameinað- ir og í yngri fíokkunum er senda UMFS og Leiftur í Ólafsfírði sam- eiginleg liö til kcppni. Aó sögn Kristjáns cr óvíst hvort þessi sam- vinna muni aukast en Ijóst sé að svæóið hér vió utanverðan Eyja- íjörð sé það fjölmennt að það ætti að geta staóið undir einu góóu liði í meistarafíokki. Meistaramót í frj'álsum En það cru flciri íþróttagreinar stundaðar hér vió tjöróinn en fót- bolti. Frjálsar íþróttir njóta ávallt vinsælda hjá unga lölkinu og ekki letur þaó að hafa svo góða aóstöðu sem nú er raunin á Dalvík. I fyrra var haldið fjölmennt landsmót UMFI fyrir unglinga, en helgina 9.-11. júlí fcr lram á Dalvík Meist- aramót Frjálsíþróttasambands ís- lands fyrir 18 ára og yngri. Þangað er búist við 700 keppcndum og meó þjálfurum og öðru fylgdarliói má búast við yfír þúsund gestum. Kristján segir aó til þessa hafí þetta mót verið tvískipt, annars vegar 15-18 ára og hins vegar 14 ára og yngri. Það hafi verió dýrt fyrir félögin að senda tvö lið, kannski hvort á sitt landshorn. Þess vegna báru Dalvíkingar fram til- lögu um að sameina mótið og buð- ust jafnfrámt til aó halda það. Því var vel tckið og nú er mótið að bresta á. „Við hefðum sennilega ekki fengió að halda þctta mót ef ekki hefði gengió svo vel að halda mót- ið í fyrra," segir Kristján. „Nýi völlurinn og önnur mannvirki reyndust ntjög vel þá, en nú þurf- urn við að bæta við þriðju lang- stökksgryfjunni og annarri há- stökksaðstöóu til þess aó mótið gangi nógu hratt. Þcgar keppcndur eru svona margir verða stökkgrcin- arnar ansi tímafrekar.“ - En hvað um möguleika heimamanna á þessu móti? „Við eigum nokkra krakka sem cru vcl frambærilegir. Rut Berg- lind Gunnarsdóttir sem keppir í millivegalcngdum í hlaupi, Stefán Gunnarsson af Arskógsströnd scm keppir í spretthlaupi og stökk- urn, og svo verð ég að nefna Sig- urð Bjarna Sigurðsson millivcga- lengdahlaupara þótt hann sé bróðir minn," segir Kristján og glottir. Hann bætir því við að vellirnir hafíi komið sæmilcga undan vetri, hins vcgar hafi kuldatíðin að und- anförnu tafíð sprcttu svo þeir verði síðar tilbúnir en ella. Það yrði þó allt komió í lag áður en mótið hefst. -ÞH Frá undirituninni í Sæluhúsinu, bæjarstjórar, uddviti, forsctar bæjarstjórna og ráðherra samgöngumála munda pennann kampakátir. MynU: gg Hafnasamlag: Samkomulag undirritað í byrjun júní var samkomulag um stofnun hafnasamlags Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Árskógshrepps undirritað á Dalvík, en samkomulag náðist um að stofna það í maímánuði eins og við sögðum frá í síðasta blaði. Bæjarstjórarnir tveir og oddviti Árskógshrepps undirrituðu samkomulagið ásamt samgönguráðherra, Halldóri Blöndal. Hafnasamlagið tekur strax til starfa og veróur fyrsta verk stjórnar þess að ráða hafnarstjóra fyrir allt svæóið. Ráðherra varpaði hlutkcsti urn þaó hvort Dalvík eóa Olafsfjöróur hefðu þrjá menn í stjórn fyrsta starfsárió og vann Dalvík. Formennskan kemur því í hlut fulltrúa Ólafsfjarðar. I framhaldi af undirskriftinni urðu nokkrar umræður um það hvort rétt væri að stefna að því aó „innlima" Akureyri í samlagið, en það bíður betri tíma. Hins vegar var bæði Hríseyingum og Grenvíkingum boðin þátttaka í samlaginu en þcir vildu ekki vera meó að svo stöddu. -ÞH

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.