Norðurslóð - 28.07.1993, Síða 4

Norðurslóð - 28.07.1993, Síða 4
HMNÉ) Svarfdælsk byggð & bær TÍMAMÓT Skírnir 19. júní var Guðrún Kata skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Harpa Björt Eggertsdóttir og Ástvaldur Egill Herbertsson (Hjálmarssonar) Haukagili, Áshreppi, A-Húnavatnssýslu. 28. júní var Jóel Kristinn skíróur í kapellu Fjóróungssjúkrahússins á Akureyri. Foreldrar hans eru Sigrún Sif Jóelsdóttir (Ríkaróssonar) Hólavegi 11, Dalvík, og Hrafn Davíðsson Eyrarvegi 18, Akureyri. 4. júlí var Elmar Örn skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Ásdís Gunnlaugsdóttir (Gunnlaugssonar) og Jón Baldur Agnarsson (Þorsteinssonar) Mímisvegi 32, Dalvík. 11. júlí var Ólöf Sunna skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Sigríður Olöf Hafsteinsdóttir (Pálssonar) og Sigurður Gauti Hauks- son Hafnarbraut 21, Dalvík. 11. júlí var Stefán Daði skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Arna Stefánsdóttir (Arnþórssonar) og Bjarni Jóhann Valdimarsson (Kjartanssonar) Klapparstíg 4, Hauganesi. 25. júlí var Sigrún Elfa skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Auður Elfa Hauksdóttir (Haraldssonar) og Bjarni Runólfsson, Álfatúni 25, Kópavogi. Hjónavígslur 3. júlí voru gefin saman í hjónaband í Tjarnarkirkju Gunnhildur Ottósdóttir og Elías Björnsson (Elíassonar). Heimili þeirra cr að Lokastíg 1, Dalvík. 24. júlí voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Steinunn Jóhannsdóttir og Leifur Kristinn Harðarson (Sigíussonar). Heimili þeirra er að Mímisvegi 26, Dalvík. Afmæli Þann 11. júlí varð 85 ára Unnur Sigurðar- dóttir frá Svæði. Norðurslóð árnar heilla. Steindyrarétt. Mynd: hjhj F or nar minjar Hugleiðingar um Steindyrarétt og aðrar gersemar Aíslandi er lítið um forn- minjar, enda manna- byggð ung í þessu ein- angraða eylandi, sem enginn maður hafði augum litið né fót- um troðið fyrr en fyrir rösklega 1100 árum. Gott er til þess að hugsa, að feður vorir eignuðu sér og okkur afkomendum sínum þetta stóra land án þess að þurfa að undiroka og drepa einn ein- asta „frumbyggja“ eins og nán- ast allir aðrir, sem lagt hafa undir sig lönd og sest þar að. En þetta var hliðarspor. Ætlunin var að fjalla um fornminjar. Þrátt fyrir allt eigum við þær til æði- margar, sumar grafnar úr jörðu, aðrar liggjandi ofanjarðar öllum til sýnis, sem sjá vilja. Eg á vió húsa- tættur og garða, sem er að finna á flestum jörðum og vitna urn lióna daga og gamla atvinnuhætti. Þaó er búið að afmá margt af þessum minjum í byggðunun, menn hafa ýtt þeim til hlióar og jafnað vió jöróu við byggingarstarfsemi á jörðunum, nýræktun túna, vega- gerð o. s, frv. Samt er enn standandi góðu gildi fjöldinn allur af gömlum rúst- um. M.a.s. hér í Svarfdælabyggð eru þær hundruóum saman, húsa- rústir, stekkar, kvíar, réttar, hey- og svarðarbrot, vallargarðar, rckstrargaróar og vallgrónar götu- slóðir. Eg skal nefna nokkrar slíkar minjar. Kraðak af tóftarbrotum á Upsadal neðst, sömuleiðis á Hrísa- höfða austan Afglapaskarðs, hey- brot á Ytraholtsdal, garður frá Hálshorni upp að Lokagörnum á Hámundarstaóahálsi, allt á um- ráóasvæði Dalvíkurkaupstaðar. Ennþá fleiri og tjölskrúðugri eru þó þessar vallgrónu leifar horf- inna daga og lífshátta í Svarfaðar- dalshreppi, eins og aó líkum lætur. Eg reyni ekki að pikka eitthvað sérstakt út úr, en vil óska, að senn verði hafist handa að skrá og rann- saka þessar minjar. Um þær mætti búa til stóra bók. - Þessar hugleióingar uróu til á dögunum þegar ég labbaði meó nesti og nýja skó upp að Stein- dyrafossi í Þverá í fylgd 8 barna frá 5-10 ára aó aldri. Sólin skein, áin niðaði og aragrúi blóma brosti mót bláum himni. Hvað ákafast brosti „dýragrasið“ eða „bláin“, þessi bláasta af öllu bláu í náttúrunnar ríki. En vei þeim sem slítur hana upp eða skyggir á hana litla stund. Þá veróur hún svo sorgmædd, lok- ar augunum og fer að brynna mús- um. Þá er það tilefni greinarinnar. Svo sem 3-5 mínútna göngu frá veginum upprneð ánni er Stein- dyraréttin, einhver fallcgasti minjagripurinn í safni svarf- dælskra atvinnumenja. Þarna blasir við á gróinni eyrinni við ána fullsköpuð fjárrétt hlaðin úr nær- tæku grjóti, svo vel uppistandandi, að vel mætti reka þangað fé til rún- ings eða sundurdráttar á morgun, ef unnið væri að smáviðgerð nokkra klukkutíma í kvöld. Stór al- menningur og 5 dilkar, líklega tii- heyrandi bæjunum frá Ytra Garós- horni að Steindyrum aó báðurn meðtöldum. Og af stæró dilkanna getur maóur leikið sér af að ráða hvaóa bæ þeir tilheyróu. Það eru til rústir al' mörgum fjárréttum í Svarfaðardal. Einar eru í Hofsgilinu ofar en bæjarhús á Hofsá. Þctta cr Hofsréttin sú marg- fræga þar sem l'eður vorir héldu árlega sauóamarkað á síðari helm- ingi 19. aldar. Þar glóói gullið, sem fjárkaupcndurnir greiddu með sauðina stóru og stoltu með „tveggja þumlunga þykkri síðu“ eins og sagt var, namrni namm. Má ntikið vcra cf ekki leynist þar undir svcróinum einn og einn gullpen- ingur, 10 krónur danskar, enskur skildingur. En það er samt Steindyraréttn, sem bcr af þeim öllurn. Engin l'urða að fólkinu al' þessum bæjum fremst í Tjarnarsókninni þyki vænt um gömlu réttina sína og minning- ar henni tcngdar og bregði fyrir æskuglampa í augum þess er þaó minnist rúningsdaga vió ána þegar heimurinn var ennþá ungur og fag- ur. HEÞ íþróttapistill: Stúlkurnar efstar í sínum riðli í 2. deild - og keppa við Stjörnuna í undanúrslitum bikarsins í kvöld - Karlaliðið í knattspyrnu er í 4. sæti 3. deildarinnar - Unglingaiandsmót FRÍ gekk að óskum þrátt fyrir leiðindaveður Tímaverðir standa í ströngu á Mcistaramótinu. Mynd: hjhj Dalvísku knattspyrnufólki sæk- ist baráttan býsna vel það sem af er suniri. Stúlkurnar í meistara- flokki eru efstar í sínum riðli í 2. deild og þær fá í kvöld heimsókn úr Garðabænum: 1. deildarlið Stjörnunnar mætir þeim í und- anúrslitum bikarkeppninnar. Frá því síóasta blað kom út hafa stúlkurnar unnið Hött frá Egils- stöðum í bikarkeppninni og Völs- ung í 2. deildinni, báða leikina á útivelli. Fyrir leikinn gegn Völs- ungi voru þessi tvö lið ásamt Tindastóli efst og jöfn í riólinum. Nú er Dalvíkurliöið efst og með langbestu markatöluna, en liðið á eftir að leika við Leiftur í Olafs- firói og Tindastól á Dalvík. Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslita- keppni um sæti í 1. deild. Dalvík í 4. sæti Karlalióið í 3. deildinni hefur unn- ið þrjá leiki síðan síðast en tapað einum fyrir lióinu handan fjarðar- ins, Magna frá Grenivík. Magni vermir botnsæti deildarinnar og á svipuðum slóðum eru Skallagrím- ur úr Borgarnesi og Reynir í Sand- gerói en bæði þessi lið máttu sætta sig vió tap fyrir Dalvík. En þaó varð Iíka hlutskipti Völsunga frá Húsavík sem cru vió topp deildar- innar. Nú er Dalvík í 4. sæti deild- arinnar með 19 stig, sex stigum á eftir Selfossi sem hefur forystu í 3. deildinni. Sigursæl systkin Hvert íþróttamótið á fætur öðru er nú haldið á íþróttavellinum á Dal- vík, enda aðstæður þar orðnar mjög góðar. Helgina 10.-11. júlí var haldið.héraósmót UMSE og nú um síóustu helgi mættu 650 kepp- endur til leiks í Meistaramóti Is- lands í frjálsum íþróttum fyrir 18 ára og yngri. Iþróttafólkið gat ekki kvartað yfir aðstæðunum því völl- urinn stóðst álagið með prýói. Hins vegar hefðu veðurguðirnir mátt vera tillitssamari við keppendur og mótshaldara, en yfir þá gekk sama þokan og norðanþræsingurinn og verið hefur hlutskipti Norðlend- inga á þessu sumri. Árangur íþróttafólksins var því varla marktækur og þannig fóru tvö Islandsmet fyrir lítiö vegna þess að vindur var of mikill þegar þau voru sett. En unglingarnir verða ekki sakaðir um að láta sitt eftir liggja. Árangur heimamanpa var mis- jafn eins og gengur. Systkini af Ár- skógsströnd, Soffía og Stcfán Gunnlaugsbörn, stóðu sig með mestu prýði, Soffía sigraði 1 200 metra hlaupi stúlkna (17-18 ára) og þrístökki, en Stefán í hástökki, langstökki og þrístökki sveina (15- 16 ára). Þá sigraði Sigurður Bjarni Sigurðsson frá Brautarhóli í Svarf- aðardal í 3.000 metra hlaupi drengja (17-18 ára) og sveit UMSE í 4x100 metra boóhlaupi meyja (15-16 ára) kom fyrst í mark. Hins vegar tókst Berglindi Rut Gunnarsdóttur frá Dalvík ekki að komast á verðlaunapall að þessu sinni. Á þessu móti voru keppendur hvaðanæva að af landinu og 24 félög og héraðssambönd sendu þátttakendur. Keppt var frá kl. 10- 19 á laugardag og frá kl. 9-19 á sunnudag. Allt gekk að óskum og ljóst er að Dalvíkingar ráða fylli- lega við það llókna verkefni sem mótshald af þessu tagi er. Það eina sem'þarf að bæta er samkomulagió við veðurguðina því þeir ætluðu hreint lifandi að drepa þá sem hættu sér á kvöld- vökuna í Kirkjubrekku á laugar- dagskvöldið. Það er þó huggun harmi gegn að það verður tæpast verra úr þessu. -ÞH Myndlist- arsýning í Hrísey Það er ekki á hverjum degi sem lialdin er myndlistar- sýning í Hrísey. Um síðustu helgi gerðist það hins vegar að Anna Ingólfsdóttir myndlistarkona hengdi verk sín á veggi Hvamms og bauð gestum og gangandi að berja þau augum. Anna hcfur verið vió kennslu í Hríscy aó undan- förnu en þangað hélt hún ásamt manni sínum að afloknu námi í Myndlistar- og handíðaskólanum í Reykjavík í fyrra. Þetta er fyrsta einka- sýning Önnu en í gamla fjós- inu að Hvamrni sýnir hún grafík- og vatnslitamyndir. Sýningin verður opin frá kl. 12-21 daglega fram til 8. ágúst.. -ÞH

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.