Norðurslóð - 25.08.1993, Blaðsíða 1
HNiali
Svarfdælsk byggð & bær
Veðurfarið
17. árgangur
Miðvikudagur 25. febrúar 1993
8. (ulublað
Sameining sveitarfélaga
Tillögur kynntar á aðalfundi
Eyþings í byrjun september
í síðasta tölublaði Norðurslóðar
var greint frá þeim hræringum
sem eru varðandi sameiningu
sveitarféiaga. Þar kom m.a.
fram að umdæmanefndin, sem á
skv. lögum að leggja fram
tillögur sem kosið verður um 20.
nóvember n.k. mundi funda með
öllum sveitarstjórnum í Eyja-
firði og reifa þær hugmyndir
sem uppi eru til að kynnast við-
horfum sveitarstjórnarmanna.
Að sögn Guðnýjar Sverrisdótt-
ur, formanns umdæmanefndarinn-
ar, eru fundir með sveitarstjórnum
á svæðinu nú að baki og reiknar
nefndin með aó leggja síðustu
hönd á tillögur sínar í þessari viku
og kynna þær á aóalfundi Eyþings
(Samband sveitarfélaga á Norður-
landi eystra) dagana 2.-3. septem-
ber. Það veróur því ekki fyrr en þá
að við vitum um hvað við komum
til með aó greiða atkvæði hinn 20.
nóvember.
Spurningar vakna
Það cr ljóst að því færri og stærri
sem sveitarfélögin eru því fleiri
verkcfni geta þau tekist á við. Fjöl-
mennari sveitarfélög eru forsenda
þess aö verkefni flytjist frá ríki til
sveitarfélaga, að ákvarðanir sem
okkur varða verði teknar nær vett-
vangi.
Sveitarfélag er samkvæmt lög-
Knattspyrna:
Stúlkurn-
ar kom-
ust áfram
Þótt meistaraflokki karla á
Dalvík gangi heldur slaklega
í 3. deildinni um þessar
mundir eru nógir til að halda
uppi merki staðarins á knatt-
spyrnusviðinu.
Meistaraflokkur kvenna
hefur staðið sig mcð prýði í
sumar og geta verið stoltar af
ffammistöðu sinni þrátt fyrir
tap í bikarkeppninni fyrir
Stjömunni úr Garðabæ. Þær
unnu sinn riðil í 2. deildinni
mcð glæsibrag þegar þær sigr-
uðu helstu kcppinauta sína úr
Tindastóli 3:1 í síðasta Ieiknum
í riólakeppninni.
Þar meó unnu þær sér rétt til
þátttöku í úrslitakeppni um tvö
sæti sern losna í 1. deild næsta
ár. Það verður þungur róður því
stúlkurnar voru óheppnar þeg-
ar dregið var um leiki. Þær
fengu tvo útileiki, fyrst gegn
Haukum úr Hafnarfirði sunnu-
daginn 29. ágúst og svo gegn
Reyni í Sandgerði viku síðar.
Síðasti lcikurinn verður hér á
Dalvík 12. september gegn
Hetti frá Egilsstööum.
Meistaraflokkur kvenna á
Dalvík hefur aldrei náð svona
langt í íslandsmótinu í knatt-
spyrnu. Það sama gildir um
Framhald á baksíðu
um svæði þar sem íbúarnir vinna
sameiginlega að þeim verkefnum
sem þeim eru falin samkvæmt lög-
um og/eða samkomulag er um aó
þurfi að vinnast. Það á við um
skólahald, umönnun aldraðra og
barna, heilbrigðismál, umhverfis-
mál, hafnarmál, skipulagsmál, at-
vinnumál og ótalmargt fleira. Það
má segja að ef tiltekið svæði hefur
ekki þann íbúafjölda og/eða tekjur
að það sem sveitarfélag geti staðið
undir slíkum verkefnum þá hafi
það í raun glatað rétti sínum til að
kallast sveitarfé'ag því flest þau
verkefni sem sveitarfélögum eru
falin samkvæmt lögum eða íbúarn-
ir gera kröfur um að séu unnin, eru
unnin í samvinnu við önnur sveit-
aríelög, jafnvel mörg. En er þá
nokkuð að því? Nei, hreint ekki
því annars væru þau tæpast unnin.
En á móti má spyrja, ef flestar
ákvarðanir sem máli skipta eru
teknar annarsstaðar eða með öðr-
um, hversvegna þá að halda uppá
gömlu sveitarfélagamörkin? Já, ef
þau gegna nánast einungis orðió
því hlutverki aö ég geti kallaó mig
Dalvíking, Svarfdæling eða Olafs-
firðing? Mundi ég ekki kalla mig
það áfram þó sveitarfélagamörkin
breyttust? Og ef ég vil hafa félag
við mína næstu nágranna eru þá
ekki allir möguleikar á því án þess
að blanda sveitarstjórnarlögunum
inn í þann félagsskap.
Hvað með atvinnumálin?
Þurfum við ekki líka í atvinnulegu
tilliti aó horfa framhjá gömlu
sveitarfélagamörkunum? Sam-
göngur eru orónar svo gjörbreyttar
að við viljum geta sótt vinnu þang-
að sem hana er að hafa og jafn-
framt aó geta horft á möguleika til
atvinnusköpunar út frá nýjum for-
sendum.
Þessar vangaveltur og ótal fleiri
hafa sótt á nú síóustu vikur og
spurningunum á efalaust eftir að
fjölga þegar umdæmanefndin hef-
ur kynnt sínar tillögur og við höf-
um eitthvaó handfast að pæla í.
SJ
Það er hefð hér á Norðurslóð að
gefa dálitla skýrslu um veður lið-
ins mánaðar ekki síst til fróð-
leiks komandi kynslóðum.
Það er þá best að segja það
strax, að veóur hér á Miðnoróur-
landi á þvi herrans sumri 1993
hefur verið fádæma sólarlítið og
kalt, víst einum 3 gráðum undir
meðallagi. Það var reyndar júlí-
mánuður, sem áður kallaðist sól-
mánuóur! Svo kom ágúst og var
svo sem ekkert betri, aftur og aftur
dettandi ofan í kuldapollinn svo
gránaði í íjöll og svipur mann-
fólksins var hallærislegur. Utyfir
tók 14.-15. ágúst. Þá kom mikið
nýsnævi og náði nióur í miójar
hlíðar. Og enn, þegar þetta er skrif-
aó er hann í einu norðankastinu
ntcð tilheyrandi kuldagjósti.
Víkjum svo að heyskap og
sprettu. Þrátt fyrir allt og allt og allt
hefur grasvöxtur orðið dágóóur, en
háarspretta samt sáralítil og verður
tæpast slegin. Og þrátt fyrir allt er
heyskapur orðinn mikill og mun
ásamt með miklurn fyrningum
tryggja svarfdælskum skepnueig-
endum í sveitinni og á Dalvík
gnægðir vel verkaðs fóóurs.
„Kussu má tað til bera?“ segja
bræður vorir Færeyingar. Svarió
felst að miklu leyti í einu orði:
Rúllubaggar. An þeirra væri
ástandió líklega heldur aumt.
Trjágróður hefur sprottið með
minnsta móti, einkum lerkið, sem
einhverra orsaka vegna kom stór-
lega veiklað undan síóasta vetri.
Það eru meiriháttar vonbrigði.
Þá heyrir maður um mikinn
uppskerubrest á kartöflum og jafn-
vel öðru grænmeti vítt um land.
Hér um slóðir stendur þó kartöflu-
grasið lítt eða ekki skemmt af
frosti, svo of snemmt er að afskrifa
meðaluppskeru þar. Sama er að
heyra af bcrjafréttum. Menn tala
um, að cngin ber bláni á þessu
sumri og hausti. Þetta er ótímabært
harmakvein. Það þarf ekki nema
svo sem viku eða 10 daga normalt
veóur og dálitla sól (og ekki nætur-
frost) til þcss að berjaspretta verði
a.m.k. dágóð. Nógir eru berja-
kopparnir. Svo þaó er bara að vona
og biðja meó krosslagða vísifingur
„Ekkert drottni er um megn “ eins
og þar stendur „En sú himnarisnal
Sunnlendingum send’ann regnlsvo
þeir skyidu ei gisna
Svo fer að styttast í göngurnar.
En um þá miklu uppskeruhátíó fá-
um við að heyra í næsta blaði.
HEÞ
Dalvíkurskóli var málaður á dögunum og þótti sumum að litirnir hefðu mátt vcra ögn líflegri. Enn má þó bæta úr því,
til dæmis mcð því að Iáta nemendur fá málningu og pcnsla og segja þeim að skreyta þcssa stóru fleti á göflunum.
Skólahald að hefjast:
Sjávarútvegsdeildin styrkist í sessi
Hvort sem menn hafa aðhyllst
þá kenningu að það hafi einungis
náð að vora þetta sumarið, eða
að haustið hafi lagst að strax í
vor þá verður ekki um hitt deilt
að nú er að koma haust sam-
kvæmt dagatalinu og skólafólk
því farið að setja sig í stellingar
fyrir veturinn.
Kennsla við Dalvíkurskóla
hefst þriðjudaginn 7. september.
Nokkrar breytingar verða á kenn-
araliði skólans. I vor hættu störfum
vió skólann þær Guðrún Pálína,
Magnea Steinunn og Karl Frí-
mannsson. Jafnframt fengu leyfi
þær Margrét, Sigríður og Heiða. I
stað þeirra hafa verið ráðin Birna
Björnsdóttir sem mun kenna
dönsku og smíðar, Heimir Krist-
insson sem kemur aftur til starfa
við bekkjarkennslu, Helga Stein-
unn við bekkjarkennslu, Inga
Matth. kemur aftur til starfa, aðal-
lega við íþróttakennslu, Gísli
Bjarna kemur aftur, einnig aðal-
lega í íþróttakennslu og þá kemur
aftur að skólanum Rannveig
Hjaltadóttir en hún kenndi hér
veturinn 1988-1989, þá réttinda-
laus. Síðan hefur hún lokið kenn-
aranámi. Þá er þess að geta að
Sveinbjörn yfirkennari, sem dvaldi
við nám í Danmörku sl. ár kemur
aftur til starfa.
Nemendafjöldi er svipaóur og
verið hefur, í kringum 250, líklega
þó heldur fleiri í ár. Fyrsti bekkur
er tvískiptur í ár cn hann hefur ekki
verió svo fjölmennur í nokkur ár.
Heimavist fyrir nemendur
grunnskólans verður að Húsa-
bakka eins og áður hefur verió
greint frá hér í blaóinu, en þaó er
nýmæli.
Sjávarútvegsdeild
Sjávarútvegsdeildin verður sett
fimmtudaginn 2. september klukk-
an 10 á Ráðhúsloftinu. Breytingar
á kennaraliði eru Iitlar. Guðrún
Pálína sem kenndi íslensku síðasta
vetur hætti í vor en vió tekur
Hermína Gunnþórsdóttir. Að sögn
deildarstjóra, Huldu Arnsteinsdótt-
ur, er reiknað með því að nem-
endafjöldi verði á bilinu 55-60;
álíka margir í stýrimannanámi og í
fyrra, örlítil fækkun á fyrsta ári
fiskvinnslu sem er bóknám og
ýmsir sem hyggja á bóklegt fram-
haldsnám hafa notfært sér að taka
hér heima til að létta af sér þeim
kostnaói sem óhjákvæmilega fylg-
ir námsdvöl aö heiman; hinsvegar
umtalsverð fjölgun á ööru ári fisk-
vinnslunáms þar sem virkileg sér-
hæfrng hefst. Þar er aó stærstum
hluta um að ræða fólk sem kemur
að og hefur ýmist lokið öðrum
bóklegum undirbúningi hér cða
vió aðra framhaldsskóla.
Þessi breyting gæti verið vís-
bending um tvennt; að deildin hafi
unnið sér traustan sess í skólakerf-
inu og aó unga fólkið haft komið
auga á alla þá möguleika sem fel-
ast í sjávarútveginum eóa munu
opnast á næstu árum.
Heimavistin á Dalvík verður í
vetur cinungis nýtt fyrir nemendur
framhaldsskólans og er langt kom-
in með aó fyllast.
Húsabakkaskóli
Nemendur Húsabakkaskóla mæta í
skólann mióvikudaginn 8. septem-
ber. Samkvæmt tilskipun fræðslu-
yfirvalda hefur verið tekin upp átta
og hálfs mánaða kennsla í stað átta
mánaða eins og veriö hefur. En
það er ekki eina breytingin sem
verður á skólastarflnu á komandi
starfsári.
Eins og ítarlega var sagt frá í
síðasta blaói eru ýmsar breytingar
að eiga sér stað nú á haustdögum.
Nú koma Grímseyingar í skólann
og er búið að ráða starfskraft til að
annast heimilishald fyrir Gríms-
eyinga um helgar. Mun Guðmunda
Gunnlaugsdóttir á Þorsteinsstöð-
um annast það starf en Anna Lísa
Stefánsdóttir í Koti hleypur í
skarðið ef Guómunda forfallast af
einhverjum ástæðum. Frést hefur
að almenn ánægja sé hjá foreldrum
í Grímsey með þessa nýju skipan
mála og er nú komið á daginn að
nemendur 9. bekkjar þaðan munu
að eigin ósk stunda nám í Húsa-
bakkaskóla frekar en að fara dag-
lega til Dalvíkur eins og fyrir-
hugað var. Það verður því aóeins
10. bekkur sem sækir skóla til Dal-
víkur frá heimavistinni á Húsa-
bakka.
Eins og fram kom í síðasta blaói
verður í vetur tekinn upp daglegur
akstur með yngri börnin og er
stefnt að því aó þau komi í skólann
kl. 10.30 alla daga nema föstudaga
og verði til 4.00.
I sumar var skipt um inn-
réttingar í heimavist gamla skóla
og einnig bctrumbætt nokkuð sctu-
stofan þar. Engar breytingar eru
fyrirsjáanlegar á kennaraliói
skólans.
SJ/lijhj