Norðurslóð - 25.08.1993, Side 2
2 _ NORÐURSLOÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Menntun fyrir
landsbyggðina
Uppbygging framhaldsskóla á landsbyggðinni hefur
verið töluverð undanfarin ár og hún tekur á sig ýmsar
myndir. Víða draga skólarnir dám af þeirri ofuráherslu
sem þjóðfélagið - ekki síst foreldrar - leggur á bóknám.
Það er enginn maður með mönnum nema hann hafi tek-
ið stúdentspróf af gamla skólanum, allir eiga að fara í
menntó eins og pabbi og mamma gerðu - eða dreymdi
alltaf um að gera.
Þessi bóknámstrú hefur komið harkalega niður á
verknámsskólum landsins. Þeir eru hálfgerð hornreka
og njóta takmarkaðra vinsælda. Bóknámstrúin hefur
líka rekið stjórnvöld víða á landsbyggðinni til þess að
hyggja upp almenna framhaldsskóla þótt ýmsar grund-
vallarforsendur séu ekki til staðar. Slíkir skólar verða
því miður seint samkeppnisfærir við menntaskólana í
þéttbýlinu vegna þess að það er erfitt að fá kennara í
almcnnum bóknámsfögum til starfa í dreifbýlinu.
Við þetta bætist að þeir sem fara í almennt bóknám
og síðan í hefðbundið háskólanám eiga fæstir aftur-
kvæmt á heimaslóðir. Þar vantar nefnilega „tækin og
tólin og réttu vandamálin“ eins og. Spilverk þjóðanna
söng forðum. Þessir skólar fá þess vegna það dapurlega
hlutskipti að mennta fólk í burtu af staðnum, eins og
ágætur skólamaður orðaði það.
A Dalvík er farin önnur leið. Þar spurðu menn sig
hver væri styrkur staðar eins og Dalvíkur þar sem at-
vinnulífið er að stórum hluta byggt á sjávarútvegi og
skyldum greinum. Þar er töluverð þekking til staðar á
afmörkuðu sviði. Niðurstaðan varð sú að réttast væri að
koma upp framhaldsdeild sem tengdist sjávarútvegi og
byggðist á þessari þekkingu.
Fyrir tólf árum hófst kennsla á 1. stigi stýrimanna-
náms á Dalvík og sex árum seinna bættist 2. stigið við.
Haustið 1988 settust svo fyrstu nemendurnir á skóla-
bekk í nýstofnaðri fiskiðnaðardeild sem Dalvíkurskóli
og Verkmenntaskólinn á Akureyri höfðu komið á lagg-
irnar. Ur þeirri deild hafa nú útskrifast um 20 manns og
nemendum fjölgar ár frá ári.
Draumur stjórnenda þessarar framhaldsdeildar er að
bæta við hana þriðja stigi stýrimannanáms og einnig
deildum sem mennta fólk í rekstri sjávarútvegsfyrir-
tækja og í sjávarlíffræði og umhverfismálum sjávar.
Þessi draumur helst vel í hendur við þingsályktun
sem samþykkt var á Alþingi vorið 1992, en þar lýsti
þingið áhuga sínum á að gera Eyjafjörð að miðstöð
rannsókna og fræðslu á sviði sjávarútvegs. Við fjörðinn
fer nú þegar fram töluverð fræðsla og ekki síður rann-
sóknir á þessu sviði, svo sem í Háskólanum á Akureyri,
sem starfrækir sjávarútvegsdeild, og í útibúum Hafró
og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Að ógleymdu
Fiskeldi Eyjafjarðar sem stundar merkar rannsóknir á
möguleikum lúðueldis en þær fara að hluta fram hér á
Dalvík.
Framhaldsdeildin á Dalvík hefur dafnað vel og unnið
sér sess til frambúðar. Það má ráða af því að aðsókn
eykst að henni öndvert við það sem gerist í svipuðum
deildum annars staðar. Samdrátturinn í sjávarútvegi
hefur dregið úr áhuga ungs fólks á því að kjósa þá at-
vinnugrein sem sinn framtíðarvettvang.
Af þessu mætti draga þá ályktun að viðhorfín væru
að breytast til þessa höfuðatvinnuvegar landsmanna, en
þau hafa hingað til einkennst af því að það sé undarlega
ófínt að stúdera fisk, svo vitnað sé til orða Haraldar
Bessasonar rektors á Akureyri. Vonandi er að svo sé, því
það hlýtur að vera betra fyrir þjóðina að eiga menntað
fólk sem kann skil á tilverugrundvelli hennar.
-ÞH
Stökur mánaðarins XIII
Ekki erum við enn komin tii
botns í stafrófmu. Við eigum að
koma með vísur, sem hefjast á P,
R og S.
P Prestar háum himnifrá
hulda dóma segja
En skyldi þeim ekki bregða í brá
blessuðum nœr þeir deyja?
Þessi er víst eignuó Sigurói
Breiófjörð, rímnaskáldinu góða.
R Rangá fannst mér þykkjuþung,
þröng mér sýndi dauðagöng.
Svangan vildi svelgja lung,
söng í hverri jakaspöng.
Ofanskráð staka er eftir Pál Ól-
afsson. Rangá sú, sem um er kveö-
ið, er svonefnd árspræna í Hróars-
tungu austur, ekki á Rangárvöllum
suður. Lungur er hestsheiti.
S Sumri hallar, hausta fer,
heyrið, snjallir ýtar.
Hafa fjallahnjúkarnir
húfiir mjallahvítar.
Ekki man undirritaóur eftir
hvern þessi alkunna hauststemma
er, en hér er hún valin til aó minna
á árstíðaskiptin, sem fyrir höndum
eru. Vill einhver upplýsa um höf-
undinn?
Næstu 3 stökur eiga að byrja á
T, U og Ú.
Bréf frá lesanda
Þátturinn hefur fengið bréf frá trú-
föstum lesanda, Eysteini bónda í
Skáleyjum í Breiðafirði. Þar legg-
ur Eysteinn orð í belg hugleiðinga
eða heilabrota minna um vísuna
alkunnu „Nordan hardan gerdi
gard“ o.s.frv. Eg sleppi inngangs-
orðum bréfsins og nokkrum fleiri
setningum vegna plássleysis:
„Eg lærði vísuna sem krakki,
enda hefur hún sjálfsagt verið
kunn um allt land lengi. Líklega
hefur mönnum gengið misjafnlega
að skilja þrióju hendinguna og því
hafi hún viljað breytast í meóför-
um. Eg heyrði hana upprunalega
þannig: „Borgarfjardar ennis
ard...“ og er þar auðvitað um af-
bökun að ræða.
Kennari minn í barnaskóla var
Sveinbjörn Guðmundsson, ættaóur
héðan, en hafði búið lengi á Aust-
urlandi. Hann var fróður um margt
m.a. vísur og skáldskap, vel hag-
mæltur sjálfur og handgenginn
rósamáli skáldanna. Hann hafði 3.
hendinguna þannig: „Borda jardar
ennis ard“ en merkinguna skýrói
hann eitthvað á þessa leið: Jarðar
enni er fjallið. Borði fjallsins er
skýið enda er borði gjarnan um
höfuó og enni. Arður skýsins er úr-
koma (snjór). Norðangaróurinn
ber snjóinn í skafia og harðfenni.
Það getur gerst uppímóti þegar
mikió gengur á.
Allt finnst mér þetta koma heim
og saman og skýra vísuna að fullu.
Hinsvegar sýnist mér líklegra, að
höfundurinn tali um Jarðar erði
en jarðar enni vegna orðaleiksins,
sem allt snýst um. En getur ekki
jarðar erði einmitt þýtt fjall? Ein af
skýringum orðabóka á orðinu erði
er eitthvað „þungt og umfangsmik-
ió“, og sjálfur þekki ég það vel í
þeirri merkingu...
Skýring vísunnar í Noróurslóð
finnst mér athyglisverð og hún
kom mér á óvart, en að sumu leyti
er hún langsóttari en hin. Öllu lík-
legra finnst mér, að þarna sé ort um
snjó en skreió....
Framburðinum, sem þarna er
gantast með, hcf ég kynnst hjá
gömlu fólki vestur á fjörðum en
líka hér í Múlasveit meðan þar bjó
fólk. Nú er hann e.t.v. horfinn með
öllu úr mæltu máli, sem ég fullyrói
þó ekki. Eg vil geta þess aö hann
var ekki alveg bundinn við þaö að
Ð yrði D ef það fór á eftir R.
Samkvæmt þessari málvenju hefði
t.d. verið sagt: „Jón sagdi mér að
hann hefdi hitt Hörd“. Þess má
geta að ég heyrói einhverntímann
málsmetandi Vestfiróing - ég held
það hafi verið Sverrir Hermanns-
son - fjalla um þetta málfar þar
sem því var haldið fram, að hér sé
ekki um hreint D-hljóð að ræða,
heldur um einhverskonar sam-
bland af Ð og D hljóðum. Þá
mundi umrædd setning vera eitt-
hvað á þessa leió: „Jón sagðdi mér
að hann hefódi hitt Hörðd“. En nóg
um það....
Vona að ykkur líði vel noróan-
lands þrátt fyrir „sumarleysið".
Vona einnig að þið iítið ekki á
vangaveltur mínar í þessu bréfi
sem einhverskonar „leiöréttingu",
því það var þcim ekki ætlað aó
vera.
Bestu kveójur E.G.
P.S. Sammála er ég Eysteini um að
líklegra virðist að norðangarrinn
hafi boriö snjó upp í skarðið heldur
en skreió. Hinsvegar þykir mér
miklu eólilegra að skilja „jarðar
borða“ sem heiti á linda sem hnýtt-
ur er um mitti Fjallkonunnar. Þaó
er hafið. Og svo fellur erði líka
betur að rímleiknum heldur en
enni.
En hvað sem hiö rétta er í mál-
inu þakka ég Skáleyjabónda fyrir
framlag hans til skilnings þessari
skemmtilegu stöku sem margir
hafa spreytt sig á að skýra og
margir eiga sjálfsagt enn eftir að
velta vöngum yfir. HEÞ
Eins og greint hefur verið frá í blaðinu hefur Lionsklúbbur Dalvíkur
látið gera skilti með uppdrátt af eyðibýlum og gönguleiðum í botni
Skíðadals. Skilti þetta stcndur við enda sýsluvegarins við Kóngs-
staðahliðið i Skíðadal og var það vígt við allhátíðlega athöfn 13. ágúst
s.l. Viðstaddir voru fulltrúar frá Lionsklúbbi Dalvíkur og Ferðafélagi
Svarfdæla ásamt fieirum. Frá vinstri: Brynjólfur Sveinsson, Óskar
Jónsson, Sæmundur Andersen, Sveinbjörn Steingrínisson, Hjörtur E.
Þórarinsson, Arngrímur Baldvinsson og Valdimar Óskarsson.
I minningu
Engilráðar
Sigurðardóttur
F. 1. júní 1896 - D. 10. ágúst 1993
Ort fyrir munn ástvinanna
Það gleymast sjaldan gengin ævispor
á grænum reit er vermdi sólríkt vor,
hér birtist aftur gamalt sjónarsvið
er sífellt reynist gott að dvelja við.
Við lítum yfir liðinn ævidag
um langan veg, er hljómar kveðjulag,
við brottför hennar best er veitti skjól
í bænum sem var okkar höfuðból.
Hún liðin er frá langri sjúkdómsþraut,
og Ijúf mun henni hvíld við föðurskaut.
Sem lúin grein hún féll að foldarreit
er fyrrum var til prýði hér í sveit.
Það máist ei sem meðtók barnsins sál
við móðurbarm, hið frjóa bænamál,
þar uppvex gróður eins og til varsáð,
og eigi fyrnast dýrmæt heillaráð.
Hinn duldi máttur tengdi hönd við hönd
og hnýtti fastar heilög tryggðabönd,
þá léttur andblær lék um bústaðinn
sem lyfti hug og skerpti roða á kinn.
Því glaðværðin á Bakka gleymist seint
hin gáskafullu tilþrif fóru ei leynt.
í vinahópnum lofsvert lífið var
og laufguð greinin góðan ávöxt bar.
Það heimili sem barni sínu býr
þann bústað þarsem ríkir andi hlýr
það gefur því sem betra er en brauð
það byggir upp hinn sanna þjóðarauð.
Við dánarbeð skal birta þakkaróð
ei bliknað hefur ylhlý bernskuglóð.
En framar öllu honum heiður ber
sem hún var tengd, og eilíft hjálpráð er.
Jóhann Sigurðsson