Norðurslóð - 25.08.1993, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3
FréttahorniÐ
Sveinn Jónsson (tv.) og Eiður Sigurðsson við tengingu nýju aðveituæðarinnar
við þá gömlu scm liggur yfir Svarfaðardalsá við Melshornið. Nýja leiðslan er
úr stáli cn sú gamla úr asbesti, ncma búturinn yfir ána sem er úr stáli og því
vel nothæfur næstu tuttugu árin, eins og Sveinn sagði.
Aó undanförnu hefur verið unn-
ió aó endurnýjun á aðveitu-
lögn Hitaveitunnar frá borholun-
um uppi á Hamri og yfir Svarfað-
ardalsá við Melshornið. Um síð-
ustu helgi var verió að tengja nýju
lögnina undir þjóðveginn vió
Hrísa. Þar með var neórihluti lagn-
arinnar tengdur, það er frá vegi og
niður að ánni alls um 1350 metra
lengd. Efrihlutinn frá vegi og upp
aó borholunum verður síðan
tengdur innan hálfs mánaðar eða
svo. Þegar því verður lokió hefur
veitukerfió allt verið endurnýjað
og eru nú allar lagnir úr stáli. A
undanförnum árum hefur dreifi-
kerfi kaldavatnsins verið endur-
nýjað svo ástand veitukerfisins
hvort sem er heitt eða kalt vatn er
að verða eins og best verður á
kosið.
Ihaust, sennilega í nóvembcr,
verða rækjuvinnsluvélar settar
nióur í Björgvin EA og skipið
síóan gert út á rækju. Það þýóir að
Björgvin verður ekki gerður út
sem ísfisktogari í fyrirsjáanlegri
framtíð. Auk rækju er fyrirhugaö
að heilfrysta grálúðu og karfa um
borð líkt og gert hefur verið að
undanförnu. Björgúlfur EA fór
einn siglingatúr til Þýskalands í
ágúst og gerðu þeir Björgúlfsmenn
þokkalega sölu miðað við sölur aó
undanförnu. Síðan stóð til aó
Björgúlfur færi á veiðar í Smug-
unni frægu en af því varð ekki.
Björgúlfur verður á næstunni á
veióum fyrir frystihúsið en ekki
Björgvin en í staóinn fyrir hann
ætla KEA-menn að semja um
löndun við aðrar útgerðir gegn út-
vegun á kvóta.
Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vinarþel við
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu
Engilráðar Sigurðardóttur
fyrrum húsfreyju á Bakka í Svarfaðardal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dalbæjar fyrir
góða umönnun.
Guðsblessun fylgi ykkur öllum.
Kristín Þórsdóttir og fjölskyldur
Ósk Þórsdóttir, Eva Þórsdóttir og fjölskyldur
Helga Þórsdóttir og fjölskyldur
Rannveig Þórsdóttir og fjölskyldur
Vilhjálmur Þórsson
Dalvíkurskóla
Skólahald hefst 1. september með
starfsmannafundi kl. 9 f.h. Kennara-
þing BKNE verður að Laugum dagana
2.-3. september. 6. september verður
notaðurtil að undirbúa skólastarfið.
Nemendur 2.-10. bekkjar mæti
7. september:
2.-4. bekkur kl. 1 e.h.
5.-7. bekkur kl. 10 f.h.
8.-10. bekkur kl. 11 f.h.
Nemendur 1. bekkjar fá sent bréf frá
skólanum um mætingu í viðtal við
kennara. ,
Skólastjóri
Sparisjóður
Svarfdæla
Dalvík - Árskógi - Hrísey
sendir bestu kveðjur til íbúa Uteyjaf jarðar á
vík, ey, strönd og dal og óskar öllum góðs síð-
sumars með gnægð af berjum, skyri og rjóma
Munið líka:
Sparisjóðurinn er alltaf á sínum stað og tekur
fagnandi móti viðskiptavinum sínum, hvernig
sem viðrar, vetur, sumar, vor og haust
Sparisjóðurinn
Dalvík ® 61600 - Árskógi ® 61880 - Hrísey ® 61785
Svarfdælabúð
Dalvík
Lambakjot í 'A skrokkum 389 kr. kg
Sumarleikur i<ea
og Coca Cola
Frystikistutilboð
Erum að fá AEG frystikistur
í eftirtöldum stærðum:
Rúmmál Utanmál Verð
I40 lítra 85x63x64 36.122 staðgr.
266 lítra 85x100x64 43.524 staðgr.
365 lítra 85x130x64 48.237 staðgr.
500 lítra 87x150x73 57.520 staðgr.
576 lítra 87x170x73 62.432 staðgr.
Erum einnig með aðrar gerðir heimilistækja frá AEG