Norðurslóð - 29.09.1993, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3
og fáeinir eldrauðir karfar, ekki
mjög stórvaxnir.
Þegar allir höfðu fengið nokkuð
var siglt af stað irrn með Hrísey
vestanvert og staðnæmst útifyrir
snrávík imianhallt við Nautastöð
ríkisins í eynni. Þar er sandfjara og
gott athafnasvæði í hömrum girtri
víkinni. Þangað fluttu skipsmcnn
farþegana á smájullu, sem var meó
í för, dregin á löngu togi.
Afli var borimt í land, bál
kveikt af rekasprekum, grill hitað
og Ijós tendrað á kyndlum, festuni
í bergvegginn.
Von bráöar var tilbúin dýrðleg
matarveisla, ekki margréttuð að
vísu en fullkomin í einfaldleika
sínum og ógleymanleg. Þar var
sem sé korninn aflimt, þorskur og
1
Mynd: M.B.
karfi, kryddaður og steiktur í ál-
pappír, rjúkandi og gómsætur.
Með fiskinum var borið fram hvít-
vín af bestu árgerð og til vióbótar
drykkur sá sem Helgi inagri heitir,
en utaná brúsanum er skráð glefsa
úr Landnámu þar sem bæói eru
nefnd Hrísey og Svarfaðardalur.
Eftir drjúglanga dvöl í Hríseyj-
arfjörunni var stefni snúið í vestur-
átt og stefna tekin á Dalvíkurhöfn
hina fögru og friðsælu.
Logn var veðurs allan tímann
og memi stigu á land undir blik-
andi Kaupmamiastjömunni Kap-
ellu og þótti sem þessum degi
hefði verið vel varið í hringferð
um Eyja-fagran-fjöró, eins og
skáldið kvað.
HEÞ
Slökun
Eg minni á slökunartíma mína í Laugasteini, en
kennslan hefst 29. september og stendur þessi
lota í 10 vikur. Hver tími varir í I 1/2 klst. og
skiptist að hálfu í léttar æfingar og slökun.
Nánari upplýsingar í síma 6-14-30.
Steinunn P. Hafstað, kennari
Frá Dalvíkurbæ
Greiðsluáskorun
Hér með er skorað á gjaldendur á Dalvík að gera
nú þegar skil á ógreiddum gjöldum til Bæjarsjóðs
Dalvíkur og stofnana hans, sem gjaldféllu fyrir 1.
september 1993.
Um er að ræða eftirfarandi:
Útsvar, aðstöðugjald, fasteignaskatt, sorphirðu-
gjald, lóðarleigu, gatnagerðargjöld, heilbrigðis-
eftirlitsgjald, hundaleyfisgjald, hafnargjöld,
vatnsskatt, aukavatnsskatt, gjöld fyrir heitt
vatn, dagheimiiisgjöld og reikninga áhalda-
húss.
Hafi gjöldin ekki verið greidd innan 15 (fimmtán)
daga frá dagsetningu þessarar áskorunar, má við
því búast, að fjárnáms verði krafist hjá skuldurum
án frekari fyrirvara.
Dalvík, 27. september 1993
Bæjarritarinn á Dalvík
Helgi Þorsteinsson
Tíðarfarið
í síðasta tölublaði Norðurslóðar
var einn lítill veðurpistill þar
sem rætt var um hið helkalda
sumar 1993, eitt hið kaldasta á
öldinni. Þar var samt slcgið á
strengi bjartsýninnar og gefið í
skyn, að ckki þyrfti nema sæmi-
Iega hagstætt tíðarfar í scptem-
ber til þcss að útkoma sumarsins
yrði þokkalcg, bæði hvað hcy-
skap varðar svo og uppskcru
matjurta og berja.
Bjartsýnin hefur ekki orðið sér
til skammar að þessu sinni. Sept-
ember hefur til þessa (skrifað 25.
sept.) verið einstaklega góður, sól-
ríkur og stilltur mánuður, og næt-
urfrost ekki teljandi fyrr en þamt
15.-17. mánaðarins og þó sáralítið.
Þetta gerir gæfumuninn, kart-
öfluuppskera mun vera allt að því í
meðallagi og berjasprettan a.m.k.
sumstaðar á svarfdælska svæðinu
alveg þokkaleg. Krækiber mikil,
bláber nokkur og aðalberin gljá-
andi svörtu feykilega mikil og
nægilega þroskuó þar sem vel nýt-
ur sólar. Margir munu eiga sér
töluverðar berjabirgðir til vetrar-
ins, þrátt fyrir allt og allt, og er það
ekki lítils vert í landinu kalda.
Trjágróður allur er á fölnunar-
og sölnunarleið eins og vera ber og
má ætla, aó haiui verði vel búimi
undir veturinn, þótt skaðirm frá
síðastliðnum vetri verði ekki að
fullu bættur. Hér er einkum hugsað
til lerkisins.
Og mikið er nú dásamiega fag-
urt að renna sjónuin yfir fjalla-
lilíðar, og reyndar líka Irjágarð-
ana í borg og bý, og sjá og heyra
þá itiiklu lilasinfóníu sem haustið
lcikur á hörpuslrengi sína.
Eitt lítið haustævintýri
á sjónum
David Amason heitir maður, bú-
settur í Winnipeg, dóttur-dóttur-
sonar-sonur Arngríms málara
Gíslasonar og Þórunnar ljósmóður
Hjörleifsdóttur í Gullbringu.
Davíð Amason er þekktur rit-
höfundur í Kanada, sagnaskáld,
ljóðskáld, leikritahöfundur, allt
mögulegt, en auk þess er harin
lektor í bókmenntum við Mani-
tobaháskóla. Hami var hér á ferð
með fleira fólki.
Laugardaginn 18. september
var honum boðið í sjóferð um
Eyjafjörð. Undirritaður fékk að
fljóta með. Farkosturinn virðist
enn nafnlaus, en ekkert gerir það
til, skipsmenn Símon og Ami
kunnu sitt fag og bmnuðu út með
landi en slógu síðan af ferðinni og
lónuðu út með Upsaströndimii og
Sætur vr sjálfsaflinn.
Ami hélt samfelldan fyrirlestur um
kennileiti í fjöm og á strönd.
Skemmst er frá að segja, að
þetta var sannkölluð ævintýraferó:
Siglt var útundir Flag norðarlega í
Múla, þá þverbeygt til austurs í
stefnu á Hrólfssker, srnogið frarn-
hjá því naumlega og stefnan tekin
á Eyjarhala norðan Hríseyjar hinn-
ar grænu (Kap Verde á spönsku).
Þar voru dregin fram veiðarfæri og
mannskapurinn settur í skakið.
Brátt tók að veiðast og komu unt
borð nokkrir laglegir þyrsklingar
Safnaðarstarfíð verður
óhjákvæmilega minna
- segir sr. Svavar A. Jónsson en hann leysir af sem
sóknarprestur Svarfdælinga
Eins og fram kom í júlíblaði
Norðurslóðar er sóknarpreshir
Svarfdælinga, sr. Jón Helgi Þór-
arinsson, farinn til Skotlands
þar scm hann ætlar að verja árs-
lcyfi sínu til náms. Sá scm lcysir
hann af cr nii kominn til starfa,
en hann hcitir Svavar Alfrcð
Jónsson og cr sóknarprcstur í
Ólafsfirði.
Svavar er fæddur og alinn upp á
Akurcyri, en rekur ættir sínar til
Olafsfjarðar þar sem hami varð
prestur árið 1986. ,Já, amma mín
er fædd í Ólafsfirði og einnig get
ég stært mig af því að vera kominn
af Jóni Oddssyni sem var þar
prestur endur fyrir löngu. Hami
varð að hætta prestskap vegna
blindu, cn komst i þjóðsögur Jóns
Amasonar fyrir að vera fundvís á
fisk. Haim var hafður með á sjó
eftir að hann varð blindur og fann
hvar fisk var aó hafa með því einu
að dýfa fingri í sjó. Eg hef nú ekki
verið beöinn um aö fara í sjóróðra,
enda eru menn komnir með full-
komnari fiskileitartæki núorðið.
En séra Jón Oddsson var eimi af
fáum prestum sem festu rætur í
Ólafsfirði og eiga þar afkomendur
cnn í dag.“
Minna safnaðarstarf
Séra Svavar tengist einnig Svarf-
aðardal í gegnum konu sína, Bryn-
dísi Bjömsdóttur Daníelssonar
kennara á Húsabakka. Bryndís er
þroskaþjálfi og nýútskrifuð sem
sérkeimari og starfar sem slík í
bamaskóla Olafsfjarðar. Þau eiga
tvö börn, Bjöm Inga sem er 5 ára
og Suimu sem er á öðm ári. Hann
segist kuima vel við sig í Ólafs-
firði, enda hafi honum verið tekið
vel. „Þeir umbera mig enn,“ bætir
hann við brosandi.
Svavar er ekki alveg ókumiugur
Svarfdælingum því hann hefur
leyst sr. Jón Helga af í sumarleyf-
um undanfarin ár. Hann segist vera
að launa honum greiða því Jón
Helgi Ieysti Svavar af sl. ár. En
Séra Svavar og Brjndís Björnsdóttir kona hans.
komast menn yfir það án þess að
blása úr nös aó leysa af í öðru
prestakalli í heilt ár?
„Við höfum vissulega nóg að
gera hver með sitt, en eirm af kost-
unum við preststarfið er að rnaður
getur veriö sjálfs sín herra og
skipulagt og hliðrað til tíma sínum.
Hins vegar er því ekki að neita að
þetta kemur niður á þjónustuimi á
báðum stöðum. A Dalvík get ég
bara veitt aukaþjónustu sem felur í
sér að ég sinni öllum nauðsynleg-
um prestsverkum og reyni að halda
í horfinu hvar messur varðar. En
safnaðarstarfió verður minna en
verið hefur, þrátt fyrir stórglæsi-
legt safnaðarheimili. Auk þess er
presturiim ekki á staðnum, það
þarf að sækja hann út í Ólafsfjörð.
Það er fólki velkomið að gera hve-
nær sem er, en það mun óhjá-
kvæmilega draga úr reglubundnum
heimsóknum til sóknarbarna.“
Svavar segist vita að það er gott
að vinna með Svarfdælingum og
kvíðir því ekki. Hins vegar gagn-
rýnir hann þær spamaðaraðgerðir
stjómvalda sem koma í veg fyrir
að hægt sé að ráða afleysingaprest
í Eyjafjarðarprófastdæmi.
Doktorsritgerð í smíðum
Séra Svavar er nýkomirm heim úr
námsleyfi í Þýskalandi. „Ég var í
Göttingen að kynna mér keimi-
mannlega guðfræði. Ég kyimti mér
ýmislegt sem varðar preststarfið
með sérstakri áherslu á predikun-
ina og Ieiöir i kirkjulegri boðun.
Ég er reyndar að viima að doktors-
ritgerö um svonefnd samskiptavís-
indi en þau fjalla um mannleg sam-
skipti og þau lögmál sem gilda um
þau, hvað það er sem hefur áhrif á
þau. Það hefur mikið gerst í þess-
um fræðum á undanförnum áratug-
um, en hingað til hafa það einkum
verið markaðs- og stjómmálafræð-
ingar sem hafa hagnýtt sér þau.
Það beita allir einhverri tækni við
að hafa áhrif á annað fólk og með
því að kynna sér þessi fræði gerir
maður sér betur grein fyrir tækn-
inni og hvernig hún virkar," segir
Svavar.
Þeir sem þurfa að hafa tal af
séra Svavari geta náð í hann í sím-
um 62220 (heima) eða 62560
(safnaðarheimili).
-ÞH