Norðurslóð - 29.09.1993, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 29.09.1993, Blaðsíða 2
L--IMUKmJKSLUU NORÐURSLÓÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörieifur Hjartarson, Laugahiíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Bættar almennings- samgöngur Mikil bylting hefur orðið hin síðari ár á sviði samgangna víða um land en e.t.v. hvergi meiri en hér við Eyjaíjörð- inn. Nýir og endurbættir vegir og brýr allt í kring um fjörðinn auðvelda allar ferðir milli staða sumar jafnt sem vetur. Auðveldara er að halda vegunum opnum á vetrum og er það nú orðið sjaldgæft að vegurinn milli Akureyrar og Dalvíkur sé tepptur daglangt vegna ófærðar svo dæmi sé tekið. Hríseyjarferjan er í stöðug- um ferðum milli lands og eyjar og Múlagöngin hafa kippt Ólafsfirðingum inn á „hið eyfirska efnahags- svæði“. í kjölfar bættra samgangna hafa fylgt breytingar á ýmsum sviðum. Má þar fyrst nefna aukna samvinnu sveitarfélaganna á sviði hafnarmála, heilbrigðisþjón- ustu, skólamála, löggæslu og þannig mætti lengi telja. Bættar samgöngur hafa einnig gjörbreytt hinu daglega lífí almennings á svæðinu. Dalvíkingum, og að ekki sé talað um Ólafsfírðinga, finnst nú orðið ekkert tiltöku- mál að skreppa til Akureyrar dagpart í búð eða kvöld- stund á bar, enda hefur verslunar- og veitingarekstur út með íirðinum mátt líða önn fyrir það. Þeim fer stöðugt fjölgandi sem búa í einu sveitarfélagi og sækja vinnu í öðru. íbúar í sveitarfélögunum meðfram allri Eyja- íjarðarströndinni allt til Ölafsfjarðar sækja vinnu til Akureyrar og einnig eru dæmi um hið gagnstæða; þ.e. að menn búi á Akureyri og sæki vinnu út með fírðinum, jafnvel alla leið til Ólafsfjarðar. Svarfdælingar og Ár- skógsstrendingar sækja margir vinnu til Dalvíkur og þannig aka menn daglega, ýmissa erinda, þvers og kruss um svæðið, hver á „sínum fjallabíl“ eins og ónefnd sjón- varpsstjarna orðaði það. Allt ber þetta að þakka stór- bættu samgöngukerfí sem fært hefur byggðirnar nær hver annarri (svo nú tala menn jafnvel um að gera svæðið allt að einu sveitarfélagi). En til að geta fært sér samgöngukerfíð í nyt þurfa menn hins vegar að eiga undir höndum góöan einkabíl því almenningssamgöngur eru enn svo lítt þróaðar að þær nýtast nánast engum þeim sem t.d. þurfa að sækja vinnu eöa skóla frá Dalvík til Akureyrar eða iifugt. Þeir framhaldsskólanemendur úr utanverðum Eyjafírði skipta tugum sem búa á heimavistum á Akureyri eða leigja sér herbergi í bænum því ekki er annars kostur. Það er því sannarlega orðið tímabært og mikiö fagnað- arefni að loks skuli vera að komast skriður á endur- skipulagningu almenningssamgangna við Eyjafjörðinn. Er óskandi að hugmyndum um fjórar ferðir á dag milli Ólafsfjarðar og Akureyrar veröi sem fyrst hrint í fram- kvæmd. Ekki er nokkur vati á að slíkt fyrirkomulag hefði mikla hagkvæmni og sparnað í för með sér fyrir einstaklinga og einnig fyrir sveitarfélögin þegar til lengdar er litið. Heimilin gætu stórlega dregið úr kostn- aði viö notkun einkabíla og sömuleiðis kostnaði sem því fylgir að senda unglinga að heiman til náms langdvölum í öðrum byggðum. Hinn tilfínningalegi ávinningur verð- ur hins vegar ekki metinn í peningum. Eyflrska atvinnusvæðið sem telur 21 þúsund íbúa yrði enn heilsteyptara og tengdara innbyrðis. Búseta hætti að skipta sköpum varðandi atvinnu manna og af því nytu atvinnufyrirtæki á hinum smærri stöðum góðs. Viðhaldskostnaður þjóðvega drægist saman og þá má ekki gleyma ávinningi eyfírskrar náttúru vegna minni mengunar. Ekki er þó viö því að búast að hagkvæmnin skili sér til sveitarfélaganna í einu vetfangi. Vísast þurfa sveitar- félögin að styrkja þessa þjónustu fjárhagslega og reka fyrir henni haröan áróður fyrst í staö. Það tekur alltaf tíma að venjast nýjum siðum. Jafnvel nokkur ár. hjhj S Minning Ottar Proppé Fæddur 25. mars 1944 - Dáinn 11. september 1993 Óttar Proppé andaðist þann 11. september sl. Utför hans var gerð frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði föstudaginn 17. septem- ber að viðstöddu miklu fjöl- menni. Séra Kjartan Órn Sigur- bjömsson jarðsöng en Karlakór Reykjavíkur söng við athöfnina ásamt Ingu J. Backman sem söng einsöng. Óttar var einn af stofnendum Norðurslóðar og viljum við minnast hans hér í blaðinu um leið og Norðurslóð sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Óttar Proppé var fæddur í Reykjavík 25.mars 1944, sonur hjónanna Huldu Gísladóttur og Óttars Proppé. Hami var annar í röð fjögurra systkina, eldri er Ólafur en yngri Friðbjörg og Hrafnhildur. Ættfaðir Proppé- anna á Islandi, Claus Eggert Dietrich Proppé, flutti hingað til lands 1868 frá Slesvík og Hol- setalandi. Claus þessi var lang- afi Óttars. Hann var bakari að iðn og rak lengst af eigið bakarí i Hafnarfirði. Allir sem bera Proppénafnió hér á landi eru komnir frá Claus Proppé og konu hans Helgu Jónsdóttur. Niðjar þcirra hjóna héldu ættar- mót 28 ágúst sl. og var niðjatal gefið út sem er merkt rit sem Óttar átti mikirni þátt í að taka saman. Óttar varð stúdent frá MR 1965 og lauk kennaraprófi 1968. Hann stundaði nám í hagfræði í Svíþjóð um skeið og einnig í sögu og íslensku við Háskóla Islands. H;um stundaði kennslu meðal aiuiars í Hveragerði og Hafnarfirði. Haustið 1974 réðst hann sem kennari að Dalvíkur- skóla og kemidi hér til vorsins 1980. Haim var yfirkemiari við Dalvíkurskóla veturimi 1977 til 1978. Hami starfaði síðan vió fyrirtæki föður síns frá 1980 til 1982 þegar hann réðst sem bæj- arstjóri til Siglufjarðar. Hann var bæjarstjóri í eitt kjörtímabil eða til ársins 1986 en þá tók hann við starfi framkvæmda- stjóra Alþýðubandalagsins og varð síðar ritstjóri Þjóðviljans. Frá seinniparti árs 1989 var hann fjármálastjóri Hafnarfjarð- arhafnar og gegndi því starfi til dauðadags. Árið 1967 kvæntist Óttar eft- irlifandi eiginkonu sinni, Guð- nýju Asólfsdóttur frá Asólfs- stöðum í Þjórsárdal. Guðný starfar nú hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Synir þeirra eru Hrafnkell, fæddur 1968, býr í Hveragerði og er kona hans Amia Margrét Sveinsdóttir og Kolbeinn fæddur 1972 sem býr í foreldrahúsum. Eins og áður segir llutti Óttar og fjölskylda til Dalvíkur 1974 þegar hann var ráðinn kennari við Dalvíkurskóla. Þar stundaði hann almemia kemislu en var yfirkennari við skólann veturinn 1977 til 1978. Óttar var virkur í félagslífi hér á Dalvík. Haim starfaði bæði með Karlakór Dal- víkur svo og Samkór Dalvíkur. Hami starfaði einnig að sveitar- stjómarmálum og var kosiim í bæjarstjón Dalvíkur 1978 og var um tíma forseti bæjarstjórnar. Það var uppgangur víða um land á áttunda áratugnum, ekki aðeins í atviimulífinu heldur einnig í uppbyggingu skóla og á félagslega sviðinu. Margt ungt fólk sem lokið hafði skólagöngu flutti út á land sem var sjaldgæft á árunum þar á undan. Margt af þessu fólki var áliugasamt um uppgang þeirra byggðarlaga sem það flutti til og llutti með sér ýmisskonar þekkingu sem nýttist síðan til framfara. Þannig var með Óttar Proppé. Haim var fjölhæfur og margt til lista lagt. Aður en Óttar kom til Dalvík- ur hafði hann umúð við blaða- meimsku, en jafnframt kyimst útgáfumálum frá fleiri sjónar- hornum því haim hafði starfað við ýmislegt á Þjóðviljanum, þar á rneðal við að setja upp blaðið. Það var ekki síst þessi reynsla Óttars sem varð til þess að Norðurslóó hóf göngu sína fyrir 16 árum síðan. Það var haustið 1977 aó við undirritaðir ásamt Óttari komurn okkur saman um að reyna útgáfu héraðsblaðs. Vió vissum að Ótt- ar hafði komió nærri blaða- mennsku og treystum á hans leiðsögn og forustu á þessu sviði. I raun og veru var í flestu reimt blint í sjóiim í árdaga útgáfu Norðurslóðar. Fyrir- rnyndir voru engar til um útgáfu héraðsblaðs sem gefiö var út af öðrurn en stjómmálaflokkum. Það var því rnikils um vert að eiim úr hópnum vissi svör við mörgurn spuriungum sem risu og vörðuðu tæknilega lúuti við útgáfumál, auk þess var Óttar prýðilegur blaðamaóur. Hami sagði skemmtilega frá og hafði gott vald á íslenskri tungu. Lciðsögn hans við útgáfuna í fyrstu markaði brautina fyrir blaðið. Líklega er það svo að hefði Óttar ekki verið hér á þessum tíma er harla ólíklegt að til væri í dag héraðsblaðið Norð- urslóð. Óttar var viðriðiim út- gáfuna alla tíð meðan hann átti heima hér á Dalvík, en hætti þegar þau fluttu til Hafnarfjaróar 1980. Hins vegar var Óttar alla tíð mikill áhugamaður um vel- gengni blaðsins og var oft með gagnlegar ábendingar við okkur eftir að formlegum afskiptum lauk. Fjölmargir hafa miimst Ótt- ars í skrifum að undanfömu. Það kemur vel frarn í þcim miiming- argreinum að hann naut mikillar virðingar þeirra sem haim þekktu. Haim hafði víða starfað og alls staðar getið sér gott orð. Haim var skemmtilegur maður og er öllum vinum og þeim sem þekktu hann harmdauði. Hjörhir E. Þórarinsson Jóhann Antonsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.