Norðurslóð - 24.11.1993, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 24.11.1993, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgöarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíö, Svarfaöardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Þetta er rétt að byrja Úrslit atkvæðagreiðslunnar um sameiningu sveitarfé- laga komu að mörgu leyti á óvart. Það kom til að mynda á óvart hversu mikil andstaðan við tillögu umdæma- nefndar reyndist vera hér á Dalvík. Það kom einnig á óvart hversu mikil þátttakan varð í atkvæðagreiðslunni. Fyrirfram höfðu margir óttast að fáir nenntu að ómaka sig á kjörstað til að greiða atkvæði um svo óhlutbundið fyrirbæri sem stærð sveitarfélaga. En áhuginn reyndist vera til staðar því kjörsóknin var á bilinu 65-80% í öllum sveitarfélögum við Eyjafjörð nema Akureyri, þar dreif ekki nema rétt rúmur þriðj- ungur bæjarbúa á kjörstað. Þessi þriðjungur Akureyringa varð hins vegar til þess að koma þeim í meirihluta sem vilja sameiningu alls Eyjafjarðar í eitt sveitarfélag. En það breytir engu um það að tillagan kolféll í ellefu af fimmtán sveitarfé- lögum. Það verður því ekkert af sameiningu í bráð. Hugsanlega verðum við að bíða hennar fram á næstu öld eins og Jóhanna Sigurðardóttir sagði í sjónvarpinu á kosninganóttina. A þessu stigi málsins er ekki Ijóst hvert framhaldið verður á sameiningarferlinu hér við Eyjafjörð. Um- dæmanefnd hefur beint þeim tilmælum til sveitar- stjórna að þær setji fram hugmyndir um aðra mögu- leika á sameiningu ef þeir eru til staðar. Þó má telja frekar ólíklegt að nýjar tillögur muni líta dagsins Ijós fyrir miðjan janúar. En af því að það er svo erfitt að spá í framtíðina get- um við dundað okkur við að spá í fortíðina. Hvað var það sem gerði það að verkum að tillagan féll? Einhlítt svar fæst sennilega aldrei. Ætli það komist þó ekki næst sannleikanum að segja að fólk hafi einfaldlega ekki ver- ið tilbúið til að stíga það skref sem lagt var til. Einhver sagði að þetta hefði verið tilfinningaleg niðurstaða. Tíminn sem umdæmanefndum gafst til að kynna til- lögur sínar og svara þeim aragrúa spurninga sem af þeim kviknuðu reyndist einfaldlega of stuttur. Það var ekki búið að setja fram tillögur um stjórnkerfí framtíð- arinnar. Því hversu ósanngjarnt sem það kann að virð- ast að krefja sveitarstjórnarmenn svara um það hvernig ástandið verði eftir fimm ára eða tíu þá var það nú ein- mitt það sem fólk vildi. En það má benda á fleiri atriði sem stuðluðu að þess- ari útkomu. Ríkisvaldið, sem margir sökuðu um að halda uppi ósvífnum þrýstingi og jafnvel hótunum ef fólk vildi ekki sameinast, átti sinn þátt í að auka á tor- tryggni fólks. Það má kalla það alveg makalausan skort á tímaskyni að setja fram tillögur um fækkun sýslu- manna og sjúkrahúsa á landsbyggðinni á sama tíma og lagt er að fólki að sameina sveitarfélög. Eins má halda því fram með nokkrum rétti að klúð- ursleg tillögugerð umdæmanefndar höfuðborgarsvæð- isins hafi átt sinn þátt í úrslitunum. Óttinn við það að' stærra nágrannasveitarfélag gleypti þau minni reyndist sterkasta aflið í kosningunni og tillagan um að innlima Mosfellsbæ, Seltjarnarnes, Kjalarnes og Kjós í Reykja- vík var til þess eins fallin að staðfesta þann ótta. Sú til- laga lyktaði langar leiðir af hungri borgaryflrvalda eftir nýjum byggingarlóðum og það átti að seðja á kostnað nágrannabyggðanna. En hvað sem framtíðin ber í skauti sér þá er Ijóst að atkvæðagreiðslan um helgina var alls ekki lokaatriði heldur miklu frekar upphafið á sameiningarferli sem ekki verður séð fyrir endann á. Því virðast flestir vera sammála um að slá föstu. Það má líka alveg taka undir með formanni Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sem sagði að aldrei fyrr hefði almenningur fengið aðra eins kennslustund í sveit- arstjórnarmálum og að undanförnu. Vonandi verður hún til þess að framvegis verði hægt að ræða þessi mál með rökrænni hætti en verið hefur. -ÞH Minningabrot Jóhanns Sveinbjarnarsonar Öðru hvoru hafa hirst hér í hlaðinu minningabrot Jóhanns Sveinhjarnar- sonar sem fœddist í Brekku 1884. Minningar þessar skrifaði Jóhann inn í stílahœkur kominn á efri ár og eru þœr geymdar í Héraðsskjalasafninu á Dalvík. Nú grípum við niður í lýsingu á gamla Brekkukotshœnum og því lífi sem þar var lifað laust fyrir síðustu aldamót. Brekkukot er næsti bær við Brekku að norðan-, túnin liggja saman svo stutt er á milli bæjanna, var því oft hlaupið þar á milli þegar aldur var til kominn að bera sig um hjálpar- laust. A þeim árum bjuggu í Brekku- koti hjónin Jóhann Jónsson og Steinunn Zophoníasdóttir áttu þau þá 5 böm, tvö lítið eitt eldri en ég, en hin á svipuðum aldri og ég eða lítið eitt yngri. Seinna eignuðust þau hjón eina dóttur. Þessi ungl- ingahópur dró mig til sín, þar sem ég var eini unglingurinn í Brekku. Jóhann stóri Svarfdælingur er dótt- ursonur þessara hjóna. Eftir baðstofunni í Brekkukoti man ég vel. Nú til dags mundi hún ekki þykja gimileg til íbúðar, en mér þótti hún æfinlega hugguleg og þar var alltaf furðulega hlýtt þó kalt væri úti og alltaf var mjög þrifalega um hana gengið. Veggir baðstofunnar voru hlaðnir úr torfi og grjóti, var vesturhliðin grafin nokkuð í jörð, en framhlið með þykkum vegg á milli framhúsanna. Baðstofan mun hafa verið um fjór- ar rúmlengdir þó voru ekki nema fjögur rúm í henni sín tvö hvoru megin í norðurenda fastir bálkar. Fjalir voru á veggjum bak við rúm- in. Klætt var líka innan á norður- stafninn með fjölum og þar á hékk klukka og héngu niður úr henni tvö lóð sem okkur krökkunum var harðbannað að snerta. Milli rúmanna við stafninn var borð og undir því kofort sem kon- an mun hafa geymt í bamaföt. Borðinu var hægt að snúa og setja fram á milli rúmanna og var þá hæfilegt pláss að sitja á rúmunum báðu megin við það og á kofortinu við endann, kollur var til að setja við hinn endann og eru þá hús- gögnin þá upptalin.Tveir gluggar voru á hverri hlið upp á þekju, voru þeir litlir og allir á norðari parti baðstofunnar, var því alltaf slæm birta í suðurendanum. Aftan við rúmin undir vesturhlið var stía og í henni voru höfð lítil lömb á vetrum, en aftan við rúmin við austurhlið voru geymdir rokkar og Tvíburar fimmtugir 20. nóvember urðu þeir Ingvara- bræður Ami og Eiður fimmtugir. Var slegið upp mikilli veislu að Grund og var þar vel veitt eins og búast mátti við. Þeir tvíburabræður hafa hvor um sig gegnt starfi gangnaforingja í Sveinsstaðaafrétt og því var það að gangnamanna- félag Sveinsstaðaafréttar sendi þeim kveðju í formi veggskjalda. Voru þar áletraðar þessar vísur ásamt nöfnum gangnamanna: Gangnamanna grimmur her gleðst nú eins og vera ber. Fremsta menn íflokki hér fimmtuga nú hyllum vér. Blessaðir séu hrœðurnir hendlaðir við lngvarir. Steingrímssynir stöndugir. Stekkjarhúsakóngarnir. Þó hérframar þeyti snjá. Þó að gaman kárni og þreytan lami þrjóska á. Þú ert samur Arni. Hlaupin ströng og stefnan vönd. Standast öngvar hleyður. Stífum göngum styrkri hönd stjórnar löngum Eiður. ýmislegt skran. Inngangur var í suðaustur homi. Baðstofan var vel stæðileg þó gömul væri, enda var hún í notkun til 1920 eða þar um bil. Jóhann bóndi var lagtækur mjög og fékkst talsvert við smíðar á vetrum. Smíðaði hann þá ýmis búsáhöld sem í þá daga þurfti mik- ið af þar sem öll ílát voru úr tré, var því nægur markaður fyrir alskyns klápa, svo sem vatnsfötur, því þá voru ekki famar að flytjast inn blikk- eða emanileraðar fötur, mjólkurfötur, balar, kollur og koppar og alslags kimur. Einnig amboð, orf hrífur, klárur, vélar til að mala skít ofaní túnin á vorin, auk þess sleða trérekur og fleira. Um þetta leiti voru fyrstu skófl- umar að koma í verslanir og þóttu heldur en ekki þarfagripir og leystu pálinn af hólmi, sem áður var notaður til stungu og þótti alla tíð leiðinlegt áhald. Vegna þessarar vetrarvinnu þurfti Jóhann helst að hafa vinnu- mann til að hirða um féð að vetr- inum þar sem synir hans voru ekki það vaxnir að þeir væru færir um það ennþá. Því var það að þangað réðust fullorðin hjón. Þau hétu Svanhildur og Jóhannes, áttu þau 8 ær og aðrar eignir þeirra komust fyrir í einni kistu sem þau áttu að' undantekinni undirsæng og rokk konunnar, rúmföt áttu þau góð. Til umráða fengu þau fremra rúmið undir austurhlið baðstofunn- ar. I innri rúmunum sváfu hjónin með yngstu bömin en í rúminu á móti rúmi Svanhildar sváfu eldri krakkamir. Svanhildur kom okkur fljótt í skilning um það að rúm hennar væri helgur staður sem þeim væri stranglega bannað að saurga með nærveru sinni, enda hafði hún sparlök fyrir framan rúmið sem hún dró fyrir allar nætur og jafnvel líka á daginn viki hún sér eitthvað frá. Annars sat hún ætíð á rúminu þegar hún vann að tóskap og Jóhannes hjá henni, bæði þegar hann mataðist og einn- ig á kveldin þegar hann hafði lokið útiverkum. Breiddi hún þá ætíð hreinan poka undir rassinn á hon- um, því hún var með afbrigðum þrifin og hirti vel föt þeirra, svo þau voru vanalega öðrum betur til fara. Starf þeirra hér var það sama og verið hafði annars staðar, Jó- hannes hirti féð en Svanhildur tók að sér fjósverkin ein. Bar hún út mykjuna í stórri tréfötu og vildi helst að engin kæmi nærri neinu sem að fjósverkum laut. Þó tók Steinunn húsfreyja til heyið handa kúnum og lét í meisana. Bæði voru þau í flokki þeirra dyggu hjúa sem settu hag hús- bænda sinna öllu ofar. Fjósið tók Svanhildur að sér eins og ég hef áður getið. Fyrsta verk hennar þegar hún kom í fjósið á morgnana var að leysa kýmar og hleypa þeim í lækinn sem rann í gegn um brunnhús sem byggt var út úr homi fjóssins. Á meðan kýrin drakk sópaði hún básinn með hrísvendi. Annan vöpd hafði hún til að bursta með kýmar. Þessi siður mun ekki hafa verið algengur en Svanhildur taldi þetta nauðsynlegt því bless- aðar skepnurnar voru þyrstar og átu með betri lyst þegar þær höfðu fengið að drekka. Ekki mátti skakka um eina mínútu með fjós- tímann og var það siður þeirra hjóna að vetrinum að vera klædd og tilbúin að fara út þegar klukkan sló sjö. Þá þurfti Svanhildur líka að vera búin að laga til í rúmi sínu að draga sparlökin fyrir. Svo var það einn morgun að hjónin sváfu yfir sig og vöknuðu ekki fyrr en klukk- an sló sjö. Gaf þá Svanhildur sér ekki tíma til að ganga frá rúmi sínu eins og hún var vön en fór strax í fjósið. Þegar krakkamir í rúminu á móti vöknuðu og sáu að óbreitt var yfir og engin sparlök fyrir fannst þeim að helgin á rúminu væri rofin og þeim allt frjálst. Tóku þau því að hafa það að leik að stökkva á milli rúmanna. Þegar svanhildur kom inn frá fjósverkunum og sá hvemig umhorfs var skellti hún á lær sér og sagði með óvanalega mildum rómi þó. „Að sjá rúmið mitt núna, það er alveg eins og þegar haldið er kú“. Þó atyrti hún krakkana ekki neitt en óefað hefur hún hugsað sér að gefa þeim ekki tækifæri til að sparka það út í ann- að sinn með því að vakna ekki nógu snemma. Dalvík — nágrenni Tökum aö okkur útflatningu á laufabrauö- um. Hafiö samband sem fyrst. Alltaf sama lága veröiö: 18 kr. stk. ★★★★★ Senn koma jólin Laufabrauð: 1 -50 kökur á 39 kr. stk. 51-100 kökur á 37 kr. stk. 101 ofl. kökur á 35 kr. stk. 5ími:6 14 32

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.