Norðurslóð - 24.11.1993, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ
Háttsett hryssa
horfir yfir byggðina
PETTA ER SlNDY, 12 vetra hryssa frá Stóra-Hofi íá
Rangárvöllum nú í eigu Jóns bónda Þórarinssonar á
Hæringsstöðum. En hvar stendur hún svona hátt og
horfir yfir byggöina? Jú hún stendur efst uppi á Skeiös-
fjalli og ef myndin prentast þokkalega má sjá ána Grýtu
mæta Dalsánni og bæina Skeiö, Göngustaöakot, Klaufa-
brekkur og Klaufabrekknakot djúpt niöur í dalnum.
Myndina tók Jón í fyrstu göngum í haust en þá þurfti Jón
aö sækja kindur upp á efstu grös og fylgdi hryssan
honum eftir, húsbóndaholl eins og vera ber. Fullvíst má
telja aö ekki hafi hross áöur gengiö á tind Skeiðsfjalls en
aö sögn Jóns fer merin allt sem tófan kemst. Jón fékk
Sindy á sínum tíma frá hjónunum á Hofi í skiptum fyrir
mjólkurkvóta og telur sig hafa gert þar góðan „bisniss“.
nSparisjóður
Svarfdæla
Dalvík - Arskógsströnd - Hrísey
Má bjóða ykkur t bæinn að
gömlum íslenskum sveitasið
og eiga við okkur hagstæð
viðskipti?
Já, takk!
Eflum heimabyggð með heil-
brigðum viðskiptum í traustum
lánastofnunum á heimaslóðum
Já, takk!
Sparisjóðurinn
® 61600 Dalvík ^ 61880 Árskógi ® 61785 Hrísey
Stökur mán-
aðarins XVI
Alltaf er maður að gera ein-
hverjar vitleysur í þessu jarð-
lífi. Aldrei skyldi maður treysta
því, að maður fari 100% rétt
með stöku, nema fletta henni
fyrst upp í bók. En hvaða bók?
Það er nú einmitt höfuðverk-
urinn, maður veit ekki hvaða
bók á að fletta upp í.
Þessar hugleiðingar eru auð-
vitað sprottnar af því að ég fór, í
síðasta þætti, vitiaust með vís-
una:
Yggjar sjó ég út á legg
uggandi um Dvalins kugg.
Hyggjudugur dvínar segg
duggan þegarfer á rugg.
(Ekki hyggjut/rí/rtg/').
Þóroddur Jónasson, fyrrver-
andi héraðslæknir á Akureyri,
skrifar blaðinu nokkrar línur og
segirm.a.:
„Þriðja hendingin í vísunni er
skökk í blaðinu. Hún á að vera
svona: „Hyggjudugur dvínar
segg“. Við skulum segja, að
hyggjudugur sé sama og „kjark-
ur“. Og þá er merking fyrri og
seinni hluta vísunnar eiginlega
alveg sú sama, Þ.e.: Höfundurinn
kvíðir þeirri sjóferð, sem hann á
framundan. Hann er kvíðandi og
kjarkur hans dvínar. Enda sjó-
ferðin, að ætla að yrkja rímu und-
ir þessum mjög svo harðsnúna
bragarhætti. Enginn bamaleik-
ur.“
Síðan greinir Þóroddur frá
því, að stakan sé úr mansöng að
Griðkurímu eftir þá Gamalíel
Hallsson bónda í Haganesi við
Mývatn og Illuga Einarsson,
fæddan Mývetning, sem lengi
bjó í Bárðardalnum, á Litlu-Völl-
um, Hlíðarenda og víst víðar.
Þá höfuni við það. Ég hélt í
einfeldni minni, að orðið ætti að
vera Hyggjudrungi, sem gæti þá
þýtt kvíði eða eitthvað þvíumlíkt
og þá væri meiningin í seinni-
partinum sú, að ferðakvíðinn
dvínaði jafnskjótt og „duggan
fer á rugg “, nefnilega um leið og
ferðin er hafin og ljóðaduggan
kemst á flot og fer að rugga
mjúklega á óðarsænum. Er þetta
ekki fullteins líkleg skýring?
Um vísuna Vindaþengill viti
fjœr o.s.frv. segir Þóroddur, að ef
einhver stingi upp á, að hún sé
eftir Sigurð Breiðfjörð, þá muni
hann ekki mótmæla. Nú hefur
hinsvegar Sigurður Hafstað í
Reykjavík hringt í blaðið og
sagt, að höfundurinn sé Andrés
Bjömsson, eldri, frá Hofi á
Höfðaströnd. Þá vitum við það.
••••••••••
Þá er að snúa sér að heima-
verkefninu, þ.e.a.s. að tilfæra
vísur, sem byrja á Þ, Æ og Ö.
Það á nú ekki að vera mikill
vandi. Ég sting upp á þessum:
Þ Það er líkt og ylur í
ómi sumra braga.
Mér hefur hlýnað mest á því
marga kalda daga.
Er þessi ekki áreiðanlega eftir
Þorstein Erlingsson?
Æ Ætti ég ekki, vífaval,
_ von á þínumfundum,
leiðin eftir Langadal
löng mér þœtti stundum.
Mér hefur verið sagt, að þessi
staka sé eftir Gest, þ.e. Guðmund
Bjömsson landlækni. En er það
nú ábyggilegt? Sumir segja allt
annað og einnig það, að Langi-
dalurinn sé alls ekki sá, sem
Hringvegurinn liggur um. Hvað
er nú hið rétta í þessu máli?
Ö Öfund knýr og eltir mig
til ókunnugra þjóða.
Fœ ég ekki að faðma þig,
fósturjörðin góða.
Sagt er, að þessi gamla staka
sé eftir sjálfan Éggert Ólafsson.
Hér ætti eiginlega að koma
lokapunkturinn. En nú hefur ein-
hver stungið því að mér, að ég
hafi sleppt úr þremur íslenskum
stöfum, nefnilega Ei, Ey og Au.
Þetta er nú umdeilanlegt, en ætli
maður taki ekki vinsamlegri
ábendingu og framlengi þáttinn
um einn rófulið með þessum
þremur tvöföldu sérhljóðum.
Að svo mæltu þakka ég Þór-
oddi tilskrifið og þeim öðrum,
sem hafa sýnt þættinum áhuga og
sent efni.
P S. Pálmi í Odda rakst á mig í
Kaupfélaginu um daginn og
baðst forláts á, að hafa sagt mér
að vísan „Allt fram streymir
endalaust" væri eftir séra Bjöm í
Laufási, Halldórsson. Hann
sagðist nefnilega hafa ruglast á
henni og annarri keimlíkri stöku,
sem áreiðanlega er eftir séra
Bjöm, þ.e:
Girnast allar elfur skjól
undir mjallarþaki.
Þorir varla að sýna sól
sig að fjallabaki.
Að svo rituðu kveð ég heiðr-
aða lesendur og bið þá vel að lifa.
HEÞ
Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig
með gjöfum og heimsóknum á áttræðisafmæli
mínu 12. nóvember sl.
Lifið heil.
Kristín Stefánsdóttir
Ég sendi ættingjum, vinum og öllum þeim sem
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og
heillaóskum á áttræðisafmæli mínu þann 30.
október sl. mínar bestu þakkir.
Guð blessi ykkur öll
Margrét Jóhannesdóttir
frá Hofsárkoti
Kirkjuvegi 10
Dalvík