Norðurslóð - 24.11.1993, Page 5

Norðurslóð - 24.11.1993, Page 5
NORÐURSLÓÐ — 5 Uunnhildur Ottósdóttir á leið á Tungnahryggsjökul í velheppnaða vinnuferð. Mynd: hjhj Ferðafélag Svarfdæla: Stuttar gönguferðir á stefnuskránni Veðráttan hamlaði starfseminni á liðnu sumri Ferðafélag Svarfdæla hélt aðal- fund fimmtudaginn 10. nóvem- ber. Þar var saman kominn harði kjarninn í félaginu, sem er 10-15 manns, konur og karlar, af Dalvík og úr sveitinni. Þetta gerðist: * Það kom fram í skýrslu stjórnar, að famar voru 3 vellukkaðar gönguferðir á liðnu sumri, en aðrar féllu niður sökum óhag- stæðs veðurfars. Aðalferðin var „vinnuferð“ í Tungnahryggs- skála þar sem m.a. var gengið frá uppsetningu útikamars. Einnig byrjað að hlaða vörður á leiðinni til leiðbeiningar gestum og gangendum. * Féhirðir upplýsti, að félagið hefði borgað 80 þúsund krónur til kamarsins, en Skagfirðingar framlag þar á móti. Ennfremur hefði félagið styrkt Lionsklúbb Dalvikur með 20 þúsund króna framlagi til gerðar upplýsinga- skiltis norðan Kóngsstaða í Skíðadal. Þá fékk félagið loforð um 50 þúsund krónu styrk frá Landsambandi íslenskra vél- sleðaeigenda. * Rætt var lauslega um starfsemi næsta árs og kom fram, að rétt- ast væri að halda fram þeirri meginstefnu að einbeita sér sem mest að stuttum gönguferðum innanhéraðs og til nágranna- byggða. * Kosin stjóm og er hún nú svo skipuð: Brynjólfur Sveinsson, Hjörleifur Hjartarson, Svein- björn Steingrímsson, og til vara Dagbjört Jónsdóttir og Kristján E. Hjartarson. * Brynjólfur sýndi slæðumyndir frá ferðalögum liðinna ára, mjög fallegar myndir úr byggð og óbyggð á Tröllaskaga. Blaðið þakkar upplýsingar og hvetur fólk til að ganga til liðs við Ferðafélag Svarfdæla. Það er holl- ur félagsskapur. HEÞ Jólakopf Tjo Fnarkirkju Minninqapkort oq afmœlispit l<ip|qunnap fást í Vepsluninni Soqni, Dalvík, oq fijá fopmanni sóknapnefndap á Tjöpn Sóknarnefndin Ásetningsmenn í Svarfaðardal að störfum: Hallgrímur Einarsson á Urðum og Árni Steingrímsson á Ingvörum. Mynd.sH Bændur ríghalda Framhald afforsíðu kvað einn hrossaeigandi, sem var á skrá í Svarfaðardalshreppi í fyrra, hafa horfið af skránni með 30 hross. Svo kemur skemmtilegasta númerið. Geitum fjölgar úr 4 f 10. Er það ekki 150%? Það er auðvitað Soffía á Klaufabrekkum, sem þama á heiðurinn. Að lokum loðdýrin. Aðeins eitt loðdýrabú var við lýði í Svarfaðar- dal á haustnóttum. Það er bú þeirra Ytra-Garðshomsfeðga. Þeir setja nú á 60 minka og 200 refi. Það er óskandi, að þeim takist að þrauka þar til loðskinnamarkaðurinn er kominn í eðlilegt horf. Mætti það heita meiriháttar afrek. Dalvík Enn er Dalvíkin á blaði, þegar um ásetning er að ræða. Enn eru þar 2- 3 kúabú og enn nokkur fjárbú, flest ofursmá. Þarámóti eru hrossin orð- in jafnmörg og mýflugur á meðal- stórri mykjuskán. Þorleifur á Hóli gaf eftirfarandi upplýsingar. Skýrslan er nokkuð samandregin: Kýr 68, kvígur 39, geldneyti 19, kálfar 14, alls 140. Ær 267, hrútar 8, lambgimbrar 45, lambhrútar 11, alls 331 Hestar 123, hryssur 90, trippi 63, folöld 35, alls 311. Þurrhey 313.805 fóðureiningar, rúllutaða 122.178 fe. hafrar í rúllum 24.640 alls 460.615. Fóðurþörf 397.490. Umframbirgðir 63.125 fóðurein- ingar. Fréttamaður þakkar ásetnings- mönnum gott samstarf og greiðar upplýsingar HEÞ Allar bökunarvörur Niðursoðið grænmeti Niðursoðnir ávextir Helgartilboð á ýmsum vörum alla föstudaga 15% félagsmannaafsláttur 19. nóvember-4. desember Opnunartímar KEA-búðanna í desember: Laugardag 4. des. Laugardag 11. des. Laugardag 18. des. Miðvikudag 22. des. Á Þorláksmessu Á aðfangadag verður opið kl. verður opið kl. verður opið kl. verður opið kl. verður opið kl. verður opið kl. 10:00-16:00 10:00-18:00 10:00-22:00 9:00-19:00 9:00-23:00 9:00-12:00

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.