Norðurslóð - 24.11.1993, Síða 6
Svarfdælsk byggð & bær
TIMAMOT
Skírn
Þann 14. nóvember var skírður í Dalvíkurkirkju Viktor Ari, sonur
Jóns Ægis Jóhannssonar (Tryggvasonar) og Maríu Sifjar Sævars-
dóttur, til heimilis að Karlsbraut 10. Svavar A. Jónsson skírði.
Afmæli
Þann 12. nóvember varð áttræð Kristín Stef-
ánsdóttir, áður til heimilis að Karlsrauðatorgi
18, nú á Dalbæ, Dalvík.
Þann 21. nóvember varð 85 ára Gestur Hjör-
leifsson, fyrrverandi organisti og söngstjóri,
Skíðabraut 6, nú á Dalbæ, Dalvík.
Norðurslóð ámar heilla.
Dagbók aðvent-
unnar 1993
Nú í aðdraganda jólanna verður
ýmislegt um að vera svo sem
endranær á aðventu og stefnir
flest að því að magna með okkur
tilhlökkun og, að þegar hátíðin
gengur í garð verðum við sem
best undir hana búin; til líkama
sem sálar.
Jóiaföndur er fyrir mörgum
hluti af sjálfsögðum og nauðsyn-
legum undirbúningi jólanna. Skól-
amir munu, sem jafnan áður, halda
sína föndurdaga; Húsabakkaskóli
laugardaginn 27. nóvember kl. 14
■og Dalvíkurskóli laugardaginn 4.
desember kl.13-16.
Ymis góðgerðar- og líknarfélög
hyggja gott til glóðarinnar á að-
ventu að styrkja fjárhag sinn með
sölu ýmiskonar. Þess verðum við
einkum vör á kvöldin þegar vart
linnir látum við húsdyr okkar er
sölumenn hinna ýmsu félaga bjóða
vaming sinn. 77/ umhugsunar:
Gætu þessi félög ekki tekið sig
saman um starfrækslu jólamarkaðs
á aðventunni í stað dyrasölunnar?
Basarar eru einnig hluti af því
sölukerfi sem um þessar mundir
getur blómstrað. Hinn hefðbundni
kirkjubasar verður haldinn í
Ungó mánudagskvöld 29. nóvem-
ber kl. 20. Fyrir mörgum er kirkju-
basarinn ein af þeim árvissu uppá-
komum sem þeir vilja síst af missa.
Opnunartími hinna hefð-
bundnu sölubúða breytist þannig
að:
Laugardag 4. des. verður opið kl.
10:00-16:00
Laugardag 11. des. verður opið
kl. 10:00-18:00
Laugardag 18. des. verður opið
kl. 10:00-22:00
Miðvikudag 22. des. verður opið
kl. 9:00-19:00
Þorláksmessu verður opið kl.
9:00-23:00
Aðfangadag verður opið kl. 9:00-
12:00
Aðventukvöld verða í Tjamar-
kirkju og Dalvíkurkirkju. Að-
ventukvöldin hafa notið mikilla
vinsælda enda jafnan verið vandað
til dagskrár. Á aðventukvöldinu í
Baldur EA 71 seldur
til Nýja Sjálands
- Skipið afhent nýjum eigendum sl. föstudag
Tjamarkirkju, sem verður fimmtu-
daginn 9. desember kl. 21 verður
ræðumaður kvöldsins Anna S
Snonadóttir (Sigfússonar). Þá er
fjölbreytt tónlistardagskrá. Á að-
ventukvöldinu í Dalvíkurkirkju,
sem verður sunnudagskvöld 12.
desember kl. 20:30 verður tónlist
einnig í hávegum höfð; hljóðfæra-
leikur, bamakór Dalvíkurskóla,
kór Dalvíkurkirkju syngur jólalög
og einnig mun Jón Þorsteinsson
syngja einsöng með kómum, m.a.
Panis Angelicus. Ræðumaður
kvöldsins verður Jóhann Olafsson
á Ytra-Hvarfi.
Jólasveinar, á vegum kaupfé-
lagsins, hafa í mörg ár glatt yngstu
kynslóðina með söng, eplagjöfum
og annarri jólasveinsku við kaup-
félagið. I ár verða þeir á ferðinni
laugardaginn 11. desember kl. 13.
Þá er annar viðburður sama dag
sem yngsta fólkið vill ekki missa
af en það er þegar kveikt er á
bæjarjólatrénu en það verður
einnig laugardaginn 11. desember
kl. 16.
Af þessari upptalningu má sjá
að ýmislegt verður á boðstólum
fram til jóla.
Snorri Snorrason afhenti Baldur
EA 71 (áður Þórhallur Daníels-
son) nýjum kaupendum síðast-
liðinn föstudag. Skipið var af-
hent í slipp í Reykjavík. Kaup-
andi skipsins er fyrirtæki sem
heitir Honker Holdings Ltd. og
hefur aðsetur í Wellington á
Nýja Sjálandi. Kaupandi á nú
fyrir höndum að láta sigla skip-
inu til Nýja Sjálands sem er 50
daga sigling eða svo, en reiknað
er með að siglt verði vestur fyrir
og í gegnum Panamaskurðinn.
Áhöfnin verður í bland frá ís-
landi og Nýja Sjálandi.
I byrjun þessa árs gerði Snorri
samning við rússneskt fyrirtæki (í
Múrmansk) um sölu á skipinu.
Rússamir gátu ekki uppfyllt samn-
inginn á réttum tíma með greiðsl-
um. Hins vegar héldu þeir áfram
að vinna að kaupunum og töldu
sjálfir að fengju þeir tíma til myndi
verða af kaupunum.
Skipið selt í þriðju tilraun
Þegar Rússunum tókst ekki að
vinna að kaupunum á tilsettum
tíma gerði Snorri samning við fyr-
irtæki í Ástralíu um sölu á skipinu.
Líkt og.í samningnum við Rússana
voru tímasetningar um greiðslur
og frágang. Þrátt fyrir að allir
frestir væru framlengdir tókst
þessu fyrirtæki ekki að uppfylla
samninginn í tæka tíð. Engu að
síður héldu þeir áfram að vinna í
sínum málum og tilkynntu um það
Baldur EA-71 við bryggju á Dalvík
bil sem var verið að afhenda skipið
að þeir væru tilbúnir með pening-
ana.
Fyrirtækið frá Nýja Sjálandi
sem nú hefur keypt Baldur hafði
verið að íhuga kaup á öðru skipi
héðan frá Islandi og raunar einnig
frá öðrum löndum. Þeir óskuðu
eftir, þegar tímafrestur var útrunn-
inn hjá Áströlunum, að fá að skoða
Baldur. Var þeim gefinn stuttur
tími til að vinna að málinu og gekk
allt eftir; þannig liðu aðeins 10
dagar frá því þeir skoðuðu skipið
hér á Dalvík þar til þeir fengu það
afhent.
Þannig tókst í þriðju tilraun að
selja skipið úr landi. En engu að
síður er það merkilegt að hinir
tveir sem gert höfðu samninga um
skipið voru fram á síðustu stundu
að vinna að kaupunum og hjá
ástralska fyrirtækinu virðist það
hafa skipt einungis örfáum dögum
að þeir lykju undirbúningsvinn-
unni og næðu að kaupa skipið.
Nýi Baldur í Póllandi
Nýi Baldur sem ber einkennisstaf-
ina EA 108 er nú í Póllandi þar
sem hann verður sandblásinn og
málaður. Skipið var allt yfirfarið
að öðru leyti í Svendborg í Dan-
mörku en það fór þaðan 10. nóv-
ember og til Póllands. Búist er við
að togarinn komi hingað til lands
fyrri hluta desember og verður þá
því sem næst tilbúinn á veiðar.
JA
SjÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA NAMIBÍU Helmut Angula kom í stutta heimsókn til Dalvíkur á dögunum á vegum
Þróunarsamvinnustofnunar íslands. Kristján Júlíusson bæjarstjóri tók á móti honum og sýndi honum m.a. Sæplast
h/f og um borð í Björgvin. Hér er hann ásamt aðstoðarmanni sínum Samúel Goagoseb (með húfuna) og Þóri Matthías-
syni á skoðunarferð um Sæplastverksmiðjuna. Mynd: hjhj
Dalvísk sjómennskurómantík
Ný bók frá Guðlaugi Arasyni, Hjartasalt, er sjálfstætt
framhald af hinni vinsælu sögu, Pelastikk
Það eru ekki allir bæir á íslandi
sem eiga sér rithöfund. En Dal-
víkingar eiga sér rithöfund,
Guðlaug Arason, og sætir það
því jafnan tíðindum á Dalvík
eins og reyndar víðar þegar
Guðlaugur sendir frá sér nýja
bók. Oftar en ekki fjalla sögur
hans um líf og starf alþýðufólks í
sjávarplássi og þykjast margir
Dalvíkingar þekkja þar eitt og
annað bæði atburði og persónur.
Það er heldur ekki að ófyrir-
synju því Guðlaugur er borinn og
bamfæddur Dalvíkingur og er og
verður aldrei annað en Dalvík-
ingur. Hann var bamungur kominn
til sjós og lagði þar grunninn að rit-
höfundarferli sínum. Bókin Pela-
stikk sem út kom árið 1980 er
byggð á reynslu höfundar þegar
hann fór komungur á síld. Aðal-
persóna þeirrar bókar er drengur-
inn Logi og sögusviðið er um borð
í síldarbátnum Sleipni sem gerður
er út frá Dalvík. Sú bók fékk fram-
úrskarandi góðar viðtökur hjá les-
endum og hefur hún verið þýdd á
dönsku og rússnesku.
Nú er komið út sjálfstætt fram-
hald þessari vinsælu sögu og nefn-
ist nýja bókin Hjartasalt. Hún
hefst þegar drengurinn Logi ferm-
ist og segir frá femiingarsumrinu
hans. Nú er hann kokkur á dekkbát
frá Hrísey sem gerir út á ufsa. Lífið
um borð er honum eitt allsherjar
ævintýri og þar við bætast fyrstu
kynni hans af ástinni í líki hrís-
eyskrar yngismeyjar sem afgreiðir
þar í kaupfélaginu. Guðlaugur
þekkir sögusviðið inn í merg og
bein og hefur unun af að miðla les-
endum af reynslu sinni af sannri
frásagnargleði. Hér er á ferðinni
sjómennskurómantík eins og best
gerðist á sfldarárunúm þegar sjó-
menn voru hetjur hafsins en ekki
Guðlaugur Arason rithöfundur.
þrúgaðir þrælar auðvaldsins eins
og í þunglyndislegum þjóðfélags-
ádeilubókmenntum seinni tíma.
hjhj