Norðurslóð - 23.03.1994, Page 2
2 — NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmerm:
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Enn um
byggðastefnu
Alltaf öðru hvoru blossar upp umræða um byggðastefnu og
vandamál landsbyggðarinnar sem seint verða leyst. Síðasta
tilefnið er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að veita Vestfirð-
ingum 300 milljón króna styrk. Þessi ákvörðun hefur verið
umdeild, bæði vegna þess að ríkisstjórnin hefur marglýst því
yfir að hún muni ekki beita því sem nefnt hefur verið „sér-
tækar aðgerðir“ í atvinnumálum og eins vegna þess að tals-
menn annarra landshluta hafa spurt hvort þörfin sé endilega
mest fyrir vestan.
Það síðarnefnda má að sjálfsögðu afgreiða sem hefð-
bundna hagsmunagæslu og sorglegt dæmi um landshlutaríg.
Eða er það ekki allri landsbyggðinni til hagsbóta að hluta
hennar sé lyft með þessum hætti? Það þarf ekki endilega að
vera. Það má nefnilega líta á 300 milljónirnar sem enn einn
naglann í líkkistu landsbyggðarinnar eða að verið sé að lengja
í snörunni í þeim skilningi að þær verði einungis til þess að
koma í veg fyrir að heimamenn takist á við þann raunveru-
lega vanda sem við er að glíma.
Það jákvæða við þessa styrkveitingu er á hinn bóginn að
hún er háð þeim skilyrðum að einungis þeir njóti hennar sem
sýni viðleitni í þá veru að sameina fyrirtæki eða byggðarlög og
treysti þar með hinn marghrjáða rekstrargrundvöll atvinnu-
veganna. Það má nefnilega halda því fram með nokkrum rétti
að vandi Vestfirðinga sé ekkert verri en annarra landshluta,
þeir hafi bara verið tregari til að grípa til uppstokkunar í
atvinnumálunum.
Ef Jitið er yfir sviðið má telja upp þau byggðarlög þar sem
fólk hefur haft einurð í sér til að taka til hendinni hjá sér og
þau eru fjölmörg. Það hafa til dæmis orðið alger umskipti á
Siglufirði þar sem ríkið var allt í öllu, en hefur nú að mestu
sleppt verndarhendi sinni af atvinnulífinu. Lengi vel ríkti
stöðnun og bein afturför á Siglufirði og eftir á að hyggja má
frekar líkja afskiptum ríkisins við hina dauðu hönd. Nú er
uppgangur á þessum fornfræga stað og þaðan heyrast bjart-
sýnistónar í miðri kreppunni.
Siglfirðingar eru alls ekki einir um að hafa komist fram á
brún hengiflugsins en áttað sig í tíma og tekið sig taki. Vestur
á fjörðum er pláss sem nefnist Suðureyri við Súgandafjörð.
Þaðan heyrðist mikið harmavæl fyrir nokkrum árum, fólki
fækkaði og fátt virtist eftir nema slökkva Ijósin og loka
sjoppunni. Núna heyrist ekki betur en allt sé með eðlilegum
hætti í þessu guðsvolaða plássi, mas. búið að opna verslunina
aftur. Það sem gerðist var að menn neyddust til að endur-
skipuleggja atvinnulífið og taka sér tak. Lausnin fyrir Suður-
eyri var í því fólgin að selja stærsta fyrirtækið duglegum
mönnum í næstu plássum. Þá fyrst var hægt að skipuleggja til
frambúðar. Þá gátu menn snúið sér að öðrum verkefnum í
stað þess að fylla hótelin í Reykjavík í betliferðum til yfir-
valdsins eins og Halldór Hermannsson á ísafirði lýsti því svo
vel í sjónvarpinu á sunnudaginn var.
Þessi dæmi og fleiri sýna að það gagnar landsbyggðinni
ekki neitt að liggja í betli fyrir sunnan. Það þarf að rífa upp
girðingar sem byrgja fólki sýn, girðingar sem geta heitið
hreppamörk eða birst í formi úreltra viðhorfa til atvinnu-
rekstrar. Að vísu lét landsbyggðin framhjá sér fara gullið
tækifæri sem gafst í atkvæðagreiðslunni um sameiningu sveit-
arfélaga sl. haust. En hún ýtti þó mörgu af stað og sér ekki
fyrir endann á því ferli.
Vissulega er þó rétt að gera kröfur á hendur ríkisvalds og
þingmanna. Þær gætu verið á þá leið að skapa skilyrði fyrir
því að landsbyggðin taki málin í eigin hendur. Að valdið yfir
fjármagninu verði fært nær fólkinu, en hætti að vera leik-
soppur misviturra stjórnmálamanna í atkvæðaleit.
I sjónvarpsþættinum sem áður var vitnað til voru tveir
rauðir þræðir: Það sem landsbyggðina vantar er menntun og
samgöngur. Þetta tvennt hefur ríkisvaldið í höndum sér og
heldur æði misjafnlega á. í samgöngumálum er unnið af
krafti, ekki síst á Vestfjörðum, og þar eru að gerast stórir
hlutir. En þegar kemur að menntakerfinu er annað uppi á
teningnum. Þar er verið að skera niður með látum þrátt fyrir
að sú staðreynd blasi við að íslendingar verji langtum minni
hluta þjóðarteknanna til menntamála en aðrar þjóðir sem við
viljum bera okkur saman við. Það er áhyggjuefni því niður-
skurður á framlögum til menntamála skerðir verulega mögu-
leika okkar á að vinna okkur út úr þeirri efnahagslegu lægð
sem við erum vonandi farin að fikra okkur upp úr. -ÞH
Endurminningar úr
Skíðadalnum
- Sigurður Ólafsson í Syðra-Holti segir frá
Gangnamenn kringum 1960 á Sveinsstaðabrúnni. Niður þcnnan foss stcypt-
ust tryppin sem segir frá í þessari grein. Er nokkur svo glöggur að geta nafn-
greint þessa státnu gangnamenn? Mynu: heþ.
Þess var getið í síðasta blaði, að
mörg hross voru geymd sumar-
langt í Afréttinni á þeim árum,
þegar enn var byggð í Skíðadals-
botninum, rétt eins og nú tíðk-
ast. Fyrir kom, að hrossum
hlekktist þar á.
Það var eitthvert vorið skömmu
fyrir 1930. Komið var fram í júlí-
byrjun. Komu þá bændur úr nióur-
sveitinni til aó smala tii rúnings fé
sínu, sem rekió hafói verió órúió
frameftir 3-4 vikum fyrr. Þaö var
glaóasólskin og hió fegursta veöur,
en vöxtur í öllum vötnum. Siguró-
ur á Krosshóli, þá á fermingaraldri,
og Jón næstelsti bróóirinn, tóku
þátt í smalamennskunni með þeim
niðursveitungum og gengu efsta
manns göngur fram „Fjaliió“ (þ.e.
Krosshólsfjall) og fram í „Skál“
(þ.e. Sveinsstaóaskál). Þar eiga
„Fjallsmenn“ að mæta efstu mönn-
um af Vesturárdal, sem koma
framan Göngin svokölluðu. Síðan
er féö rekið niður meó Bæjaránni
vió Sveinsstaói. En þetta er útúr-
dúr.
Nú eru þeir Krosshólsbræður
komnir fram í Skál, hafa nógan
tíma og fara aó líta í kringum sig.
Almenningsfjallió blasir við hand-
an árinnar. Sjá þeir aö Almenn-
ingsmenn eru komnir langleiöina
út að Sveinsstaðafossi með safn
sitt, bæði sauðfé og hross, og
stefndi allur skarinn á vaðió á
Skíðadalsá, sem er nokkrum tug-
um metra ofan við fossinn. Hér
skal því skotió inn í frásögnina, að
þetta vaó á ánni rétt fyrir ofan foss-
inn þótti jafnan viósjárvert. Ekki
einasta er þarna talsvert þungur
straumur, heldur er móhella í botn-
inum og því eiga hross, og einkum
þó kindur, illt meö aó fóta sig í
straumnum. Gangnamenn reyna
því jafnan aó koma safninu yllr
ána sem lengst framan vió fossinn,
þ.e.a.s. ef ekki er nein brú á honum
eins og nú er ástatt.
Niður fossinn
En snúum aftur aö efninu. Þeir
Krosshólsbræður gerðu sér það
m.a. til dundurs í biðinni aó kasta
tölu á hrossin, sem komu í hópum
framan Almenningsgrundirnar áð-
ur en þau lögóu í ána og aftur þegar
þau komu upp úr vestanmegin. Sér
til mikillar undrunar komust bræó-
urnir aó þeirri nióurstöóu, að
tveimur hrossum færra kom upp úr
ánni en út í hana fór. Voru þeir
sannfæróir um, aö tvö hross hlytu
að hafa misst fótanna á móhellunni
og þau hrakió fram af fossinum.
Tóku þeir nú til fótanna sem mest
þcir máttu og höfðu ekki tal af
mönnum fyrr en heima á Kross-
hóli. Þar sögðu þeir sögu sína og
var mikió niðri fyrir.
Drengirnir voru teknir alvarlega
og voru menn sendir frá rúningn-
um til að rannsaka málin. Mikið
rétt, þegar sendimenn komu að
fossinum og gægóust niður í
gljúfrió sáu þeir tvö trippi, stand-
andi hvort á sinni malareyri neöan
vió beljandi fossinn og árstrengur-
inn á milli. Þau voru þá lifandi, því
skyldi enginn maóur fyrirfram
hafa trúaö. En sendimenn höfóu
enga möguleika á aó ná trippunum
upp úr gilinu, allslausir aó öllum
búnaði, sem þeir voru. Þeir athug-
uóu aðeins eyrnamörk þeirra og
riðu út í Krosshól og sögðu tíðind-
in. Þaó kom í ljós, aó trippin voru
frá Hamri annað en hitt frá Syöra-
Hvarfi.
I bítið næsta morgun reiö Olaf-
ur heitinn alla leió niður í sveit til
að fá mannskap sendan frameftir
Úr Skíðadal, Gljúfurárjökull og Al-
menningsfjall fyrir miðju.
strax til að freista þess að bjarga
vesalings skepnunum, sem höföu
norpaó á gróðurlausum eyrunum á
annan sólarhring.
Reyndar höfðu þau Sigurður á
Krosshóli og Snjólaug heitin systir
hans farið frameftir um kvöldið til
að gá að, hvernig ástandið væri í
gljúfrinu. Reyttu þau þá gras og
létu það detta niður á eyrarnar svo
að vesalings dýrin hefóu eitthvað
til að næra sig á. Af þorsta mundu
þau ekki deyja, nóg var vatnió!
En Olafur bóndi safnaði liði í
niðursveitinni og fóru einir 8 menn
með reipi og annan búnað frameft-
ir. Fer ekki öðrum sögum af því en
að vel hafi gengió að ná skepnun-
um úr sjálfheldunni.
Sagan hefur samt hálfsorglegan
endi, því þaó kom brátt í ljós, að
Hamarstrippið hafði eitthvaó lask-
ast í fallinu fram af Sveinsstaóa-
fossi. Menn töldu, að það mundi
hafa slegið höfðinu við gljúfur-
vegginn í fallinu. Þaó gekk greini-
lega eitthvað að því og vildi ekki
láta sér batna. Þegar það þótti von-
laust orðið var trippinu lógaó.
Folaldið á brúnni
Aóra hestasögu úr Afréttinni kann
Sigurður í Holti að segja:
Það mun hafa verið eitthvaó
fyrr en ofannefnd saga gerðist, aö
Stebbi á Lækjarbakka (Stefán
Arnason, bróðir Arna í Brekku-
koti, um tíma póstur hér í sveit) fór
fram í Afrétt með meri, sem hann
átti og fylgdi henni ársgamall dilk-
ur, þ.e.a.s. það gekk undir henni
ársgamalt folald. Nú þurfti Stefán
hinsvegar að taka hryssuna til
venjulegrar brúkunar, en þá varö
hann að losa sig við trippió. Þaó
var einmitt erindi Stefáns fram í
Sigurður Ólafsson frá Krosshóli.
Skíðadalsbotn aó venja dilkinn
undan móóurinni.
Hann fór sem sé með mæóginin
fram í Almenning, þar sem hestar
voru fyrir, kom þeim yfir ána á
brúnni á fossinum, losaói sig vió
trippið þar, teymdi hryssuna til
baka yfir brúna og festi vcl hlið-
grindina, sem var á brúnni miðri
rammlega bundin í „handriðin"
beggja vegna. Síðan settist hann á
bak og reið merinni niður eftir
sveit, allshugar feginn.
En að líkindum hefur hann ekki
verið jafnglaður nokkrum dögum
eða vikum seinna, þegar hann fékk
þá fregn, að folaldið hans lægi rek-
ið og dautt á eyrum einhversstaðar
niður með Skíðadalsá.
Menn, sem næstir komu að
fossbrúnni, sáu verksummerki,
sem greinilega bentu til að hross
hefði farið út af brúnni. Grindin
öðrumegin var dælduð og brotin
og hrosshár meó lit folaldsins sat
fast í vírunum.
Það var vandalaust að sjá fyrir
sér atburóarásina: Trippið upp-
götvar fljótlega, að mamma er
horfin og hleypur tilbaka niður að
brúnni. Það gengur ótrautt út á
brúna en rekur sig á óvænta hindr-
un. Það snýst ráðalaust á mjórri
brúnni og áóur en varir stígur það
út af brúninni afturábak, brýst um í
ótta og æði. I ólátunum brotnar
handriðið og vesalings dýriö velt-
ist út af brúarpallinum og steypir
stömpum ofan í ólgandi fossinn 8-
10 metra háan.
Þriðji afréttarþáttur birtist í
næsta tölublaði.
HEÞ.