Norðurslóð


Norðurslóð - 23.03.1994, Qupperneq 3

Norðurslóð - 23.03.1994, Qupperneq 3
NORÐURSLÓÐ —3 ’/Sigliifjöróur '' * 7" /%V- ÍSrt /., ,;Æ“" D,rXl,a« ./ ' rv. , A£"r»- '—T*“' «*<■ \ ✓ ; V4TSSTÍ—'>*>«S4í<«T V —. ../áat . i l';' Í*F‘Jo» i_____ . ■■ .. DalviK / ^^Aar 0 A a r ■ , ; V -;’ ■^UasHW^®- >' | v. **! 'V ■; ■ •wUíSi-^J: i® . ' I " ..’ife.'1 "’r.'ríis ..... ~ 'V'Í^S^ár $a*Tvv$- „../■••*. r V v-ijp v.-v pWS?K,«. \.V ,.! v “T * ■' ..■•f-HHfc-stŒf íf^s?!-. r**> ■ '•;.áí k #WJ hJxK..........! ;ir± ■ ->'rrí>‘S,V Áð í mynni Heljardals. Útsýni fram Kolbcinsdal, Tungnahryggur fyrir miðju en tii hægri við hann sjást Leiðarhnjúk- ar. Myndin Jón Ingi Svcinsson Veðursæll febrúar - Ferðalög um vegi og vegleysur ■Hu||llsllall IuO*vfe"l*\X V ' .1 Jr*- I ■ Staða.h.wlw . .Jy t= N..-.J ■«ag%lsrB3 ......■'Vi«|Í! ý) ^il Vrr • í\i, ‘ ! I V " .ruí**1 .:] /■■-, .... uj.yrrw'r*\a* ■•^&.mJStf;-Æ'£ 1Q..I,,. TT Liðinn febrúarmánuður var tími mikillar veðursældar hér um slóðir og raunar um allt land. Snjórinn sem kom í janúar varð að hjarni að tilstuðlan ýmissa veðurfarskúnsta og varð það hjarn harðara og harðara eftir því sem Ieið á mánuðinn og sól hækkaði á lofti. Eftir miðjan mánuðinn gátu menn farið hvert á land sem er akandi eftir enda- lausum hjarnbreiðum og létu það óspart eftir sér að bruna um dalinn þveran og endilangan á hvers kyns farartækjum. Einnig var algeng sjón að sjá hestamcnn hleypa gæðingum sín- um eftir dalbotninum. Sléttan opn- aðist sem óskrifað blað eins og í rciótúrunum hjá Einari Ben. forð- um og ekki spillti veórió; sólskin og hiti viö frostmark dag eftir dag, viku eltir viku. Göngufólk var einnig víóa á ferðinni. Félagar úr Fcrðafclagi Svarfdæla gengu á skíóum endilangan Þorvaldsdal fyrstu hclgina í mars og einnig var Ferðafélag Akurcyrar mcð göngu- ferð um Sveinsstaðaafrétt um þetta leyti. En þaó sem mestan svip hefur þó sett á útivistarlíf sveitamanna cru vikulegar kvennagöngur. Hafa konur í dalnum tekið sig saman og ætla sér að vera búnar aó ganga allan sveitarhringinn að meðtöld- unt báóum dölunum fyrir sumarið. Hvern laugardag er genginn 5 km áfangi af leiðinni þ.e.a.s. ca 2,5 km fram og til baka þannig að í raun- inni verða þær búnar að fara tvo hringi um dalinn þegar þær ganga síðasta spölinn. Jeppar á fjalli og vélsleðar í víðáttunni Jeppamenn kunnu vel að notfæra sér hjarnið og þá endalausu mögu- leika til feróalaga sem þaó hafði upp á að bjóða. Halldór Gunn- laugsson póstur á Þorsteinsstöóum þeysti á Landroverjeppa sínum i'ram alla dali; m.a. Sandárdal fram að Sandskarði og langleiðina upp í Klaufasbrekknaskarð. Þá fór hann sömuleiðis á jeppanum upp undir Nykurtjörn einn daginn sér til gamans. Einn laugardaginn fóru þeir fleiri saman langleióina fram að fjallinu Ingjaldi fyrir botni Vesturárdals í Sveinsstaóaafrétt. Og þá er aó segja af ævintýrum vélsleðamanna. Laugardaginn 26. febrúar lögðu nokkrir sleðar upp frá Arskógsströnd og Akureyri í glampandi sól og logni í mikið ferðalag um fjalllendi Tröllaskag- ans. Fyrst var ekió fram Barkárdal í gegn um Hólamannaskarð að Snæbarinn vesturveggur mannaskarðs. Hóla- Tungnahryggsskála. Síðan var aft- ur farið í gegnurn skaróið og yllr Héóinsskaró sem er fyrir botni Barkárdals, yfir í Héðinsdal þar hinum megin inn af Hjaltadal. Þaðan upp á fjallið Fúinhyrnu, síð- an nióur á Hjaltadalsheiói og Hörgárdalsheiói, upp Víkingsdal yfir í Grjótárdal og þaðan niöur á Öxnadalsheiði. Þar var tekinn helj- ar rúntur í kring um Heióarfjall og komið niður á Öxnadalsheiói aftur. Síóan var kúrsinn settur noróur og farin sar.ia leiö til baka aö Tungna- hryggsskála með viðkomu á Fúin- hyrnu. Enn var haldió í noróurátt niður í Kolbeinsdal, upp Heljardal upp á Hcljardalsheiði, síðan vestan vió Hákamba yfir Unadalsjökul að Einstakafjalli sem stendur vestan '_■ *) f/V. , \ 'SsSS- W'. Lciðin sem vélslcðamennirnir fóru á sex tímum var 265 km löng. Hvarfdalsskarðs. Þaðan var rennt í gegn um Hvarfdalsskarðið nióur Hvarfdalinn sem endar niður á Lághciði; brunað yfir Lágheiðina nióur í Ólafsfjörð. Þar var farinn örlítill hlykkur upp á Múlakollu en síðan haldið frant fjöröinn, yfir Reykjaheiði niður í Böggvisstaða- dal til Dalvíkur og þaðan sem leið liggur inn á Arskógsströnd. Að sögn Jóns Inga Sveinsson- ar sem var einn leiðangursmanna tók ferðin um 6 tíma og gáfu menn sér þó góóan tíma til að drekka kaffi hér og þar og njóta veðurblíð- unnar sem var einstök þennan dag. Leiðin mældist vera 265 km fyrir þá sem lengst fóru og sagði Jón að hvergi hefði reynt verulega á sleða eða sleðamenn og engar hættur væru á þessri leió í góóu skyggni og góðri færð. Taldi hann að flestir nýrri vélsleðar ættu auðveldlega að komast þetta og þyrfti engin 100 hestafia tæki til þess. Já mikil eru undur tækninnar. hjhj Auglýsing um stofnun fólkvangs í Böggvisstaðafjalli Að tillögu umhverfismálanefndar Dalvíkur og aó fengnu samþykki bæjarráðs Dalvíkur hefur Nátt- úruverndarráð ákveðiö að landsvæði í Böggvis- staðafjalli verði lýst fólkvangur, sbr. eftirfarandi lýs- ingu, með skírskotun til 26. gr. laga nr. 47/1971, um náttúruvernd. Mörk svæóisins eru aö vestan girðing frá egg fjallsins og niður í Brimnesá, u.þ.b. 1 km vestan við Selhól. Aó sunnan merkjagirðing á landamerkj- um Böggvisstaða og Hrafnsstaða og til fjalls. Aó austan mörk byggðarinnar samkvæmt aðalskipu- lagi og að norðan fylgja mörkin núverandi gilvegi og í Brimnesá. Eftirfarandi reglur gilda um fólkvanginn: 1. gr. Gangandi fólki er frjáls umferó um svæðiö enda virði það almennar umgengnisreglur og varist aó skerða gróður og valda óþarfa truflun á dýralífi. 2. gr. Meðferð skotvopna er óheimil á svæðinu nema yfir rjúpnaveióitímann. 3. gr. Notkun berjatína er bönnuð á svæðinu. 4. gr. Umferð ökutækja innan svæðisins er aðeins heim- il á akvegum. 5. gr. Óheimilt er aó beita búpeningi innan fólkvangsins enda verður svæðiö innan fjárheldrar girðingar. 6. gr. Svæðið skal skipulagt til almennrar útivistar. 7. gr. Hvers konar mannvirkjageró og jarðrask er háð leyfi Náttúruverndarráðs hverju sinni. 8. gr. Losun alls sorps og úrgangs er bönnuð innan fólk- vangsins. 9. gr. Umhverfismálanefnd Dalvíkur fer með stjórn og eftirlit fólkvangsins. 10. gr. Til undanþágu frá reglum þessum þarf leyfi um- hverfismálanefndar Dalvíkur og Náttúruverndar- ráðs. Um vióurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum laga nr. 47/1971, um náttúruvernd. í samræmi við ákvæði 26. gr. laga nr. 47/1971 skal athugasemdum við stofnun fólkvangsins komið á framfæri vió Náttúruverndarráð, Hlemmi 3, 105 Reykjavík, innan 8 vikna frá birtingu þessarar aug- lýsingar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan þeirra tímamarka teljast samþykkir ákvörðuninni. Náttúruverndarráð

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.