Norðurslóð - 23.03.1994, Qupperneq 5
NORÐURSLÓÐ — 5
Svipmyndir frá þeniavikunni þar sem ncmendur, kennarar og annað starfslið
skólans lagðist á CÍtt. Mymlir: HK
ans og tóku jafnframt til hendi við
annaó sem til féll af verkum.
Yngra fólkið gaf út bók meó ljóð-
um, frásögnum og myndum, lærði
að vinna ýmsa niuni í Ieir undir
stjórn Kolbrúnar Olafsdóttur, og
málaði myndir á veggi skólans
sem og karton og tré. Eru þá
ótaldir ormar og önnur fyrirbæri
sem iitu dagsins ljós þessa viku í
afar fjölbreyttri og skapandi vinnu
undir röggsamlegri stjórn fjöllista-
mannsins Arnar Inga. Er það mál
starfsliðs skólans, sem eins og
stundum áður tók að sér ný og
óhefóbundin verkefni, að starfs-
gleði liafi verið meó meira móti
hjá nemendum þessa viku og ætl-
uóu sumir ekki að fást heim á
kvöldin, svo mikill var áhuginn.
Foreldrum og öðru áhugafólki
um skólastarfið var síðan boðió að
skoða vinnu nemenda, bæði eftir
sýningu á föstudagskvöldinu og á
laugardegi og notfæróu margir sér
það og heimsóttu skólann. Þá voru
jafnframt til sölu bolir með jarð-
skjálftamyndum eftir nemendur.
Þess má geta að bæði blaóið, bókin
og bolirnir eru cnn til sölu í skól-
anum.
Að kynnast nýjum
hlutum
Þaö er afar mikils virði fyrir nem-
endur og starfió í skólanum að geta
brotið hefðbundna dagskrá upp
með þeim hætti sem hér hcfur ver-
ið lýst.
Nemcndur læra ný vinnubrögð
og kynnast nýjum hlutum; nem-
endur á ýmsum aldri vinna sarnan
og læra þannig að meta og skilja
hverjir aðra, nemendur og starfslið
skólans, vinna saman undir öðrum
kringumstæðum en venjulega og
það hefur sannanlega góð áhrif á
s.amskiptin þegar fólk fær tækifæri
til aó „uppgötva“ hvert annað vió
nýjar aðstæður. Og síöast en ekki
síst er það afar gefandi fyrir alla að
vinna að stóru sameiginlegu ntark-
miði eins og skólasýningu þar sem
jafnframt er hægt að sýna pabba og
mömmu og öllum hinum sem
skipta máli, hvað maður er að gera
merkilega hluti í skólanum.
SJ
Svarfdælabúð
Dalvík
Bayonneskinka
P&Sffi&tHOOO Djúpkrydduð
svínasteik
Londonlamb
Reyktur
lambahryggur
Svínaham-
borgarhryggur
Úrval af
páskaeggjum
• og páskaskrauti
Föstudaginn 25. mars
aöarstöö KEA -
r* ♦♦ - ♦
♦ ■ ♦
Þemavika og árshátíð Dalvíkurskóla
Skólasýning og gefandi starf
Það er orðin hefð í Dalvíkur-
skóla að á hverjum vetri er
venjubundið skólastarf brotið
upp um tíma og í stað reglu-
bundins náms vinna nemendur
saman að tilteknum viðfangs-
efnum, svokölluðum þemaverk-
efnum. Þemað getur verið allt á
milli himins og jarðar og fer
vinna nemenda eftir aldri og
áhugasviðum, en einnig mark-
miðum og skipulagi kennara.
Gjarnan hefur verið reynt að
hafa þemavinnuna í aðdraganda
árshátíðar skólans og að undir-
búningur og vinna við árshátíð
og þau atriði sem á svið fara taki
mið af því þema sem unnið hefur
verið með.
I tilefni af því aó í vor eru liðin
60 ár frá jaróskjálftunum miklu hér
á Dalvík, var ákveðið að það yrói
þemað í vinnunni í ár og jafnframt
aó reynt yrði að móta dagskrá árs-
hátíðar með tilliti til þess.
A síðasta ári bauóst Dalvíkur-
skóla að taka þátt í verkefninu „Et
levende Norden“, en markmið
þess er að færa norræna listamenn
milli landa svo þeir geti kynnt list
sína fyrir skólafólki, og aó nem-
endum gefist kostur á því að vinna
með fagmönnum í hinurn ýmsu
listgreinum. Akveðió var að reyna
að fá listamenn til samstarfs um
jarðskjálftaverkefnið og tókst svo
vel til að bæði fékkst lcikstjóri,
Daninn Preben Friis og leik-
myndahönnuður, Kaj Einarson
Puumalainen, en hann er Finni.
Þeir, ásamt kennurum, unnu með
elstu nemendum Dalvíkurskóla
við að búa til og æfa lcikrit sem
fjallaði um jarðskjálfta, sem og að
hanna viðeigandi leikmynd. Þá
kenndi As'aug Borg föróun. Er
mál þeirra sem tóku þátt í þessari
vinnu allri, sem og þeirra, sem
komu í íþróttahúsið og sáu sýning-
una, að tekis,' hafi einkar vel til.
Samspil leikmyndar, tónlistar og
lciks nemenda hafi verió bæði
áhrifamikið og glæsilegt og hreint
ótrúlegt hve vel aðstandendum
sýningarinnar tókst að ná saman
og vinna skapandi úr þcssum efni-
viði á ckki lengri tíma, en til dæm-
is að nefna hittu nemendur Preben
lcikstjóra sinn fyrst á mánudags-
morgun en sýningar voru á föstu-
degi í sömu viku. Enda hrifust
gestirnir af dugnaði og áræðni dal-
vískra ungmenna. Og ugglaust á
það sama við um unga lolkið í 01-
afsfirði og á Arskógsströnd, en
þangað lögðu þessir listamenn leið
sína eftir Dalvíkurdvölina.
Skjálfandi skólasýning
En þemavika og árshátíó Dalvík-
urskóla var ekki bara það sem
unglingarnir gerðu í leiklist og tón-
list, yngri nemendur komu líka viö
sögu með eftirminnilegum hætti
eins og einatt áður. Söngur ýmis-
konar og leikþættir sem tóku mið
af umfjölluninni um jarðskjálfta
settu einnig sinn svip á góða skóla-
sýningu í íþróttahúsinu 4. mars.
Og nemendur afrekuðu ýmislegt
fleira í þessari viku. Unglingarnir
gáfu út blaðið Hristing, bjuggu til
líkan af Dalvík eins og menn muna
hana frá 1934, söguðu út og mál-
uóu stórt útilistaverk sem skreyta
mun veggi skólans í fyllingu tím-
Ferðafélag
Svarfdæla:
Síðasta ferð
vetrarins
Laugardaginn fyrir páska, 2.
apríl, verður gengið á Kald-
bak. Siglt verður Irá Dalvík
til Grenivíkur ef aðstæður
ieyfa og gengið þaðan á
gönguskíðum upp á fjallið.