Norðurslóð - 27.11.1996, Qupperneq 1
20. árgangur
Miðvikudagur 27. nóvember 1996
11. tölublað
Séra Jón Helgi
á förum
Nýr prestur kjörinn seint í janúar
Sl. sunnudag, 24. nóvember, voru haldnir tónleikar í Dalvíkurkirkju til styrktar Vallakirkju. Sem kunnugt er höfðu
staðið yfir miklar endurbætur á Vallakirkju fyrir eldsvoðann l.nóv og var fyrirhugað að endurvígja hana einmitt 24.
nóv. Samkór Svarfdæla hafði m.a. æft verkið „Jubilate Deo“ eftir Orlando di Lasso til flutnings á vígslunni og kom
upp sú hugmynd að flytja verkið engu að síður og fá auk þess aðra kóra og tónlistarfólk á svæðinu til að vera með í
styrktartónleikum fyrir kirkjuna. Auk Samkórsins tóku Karlakór Dalvíkur, Kirkjukór Dalvíkurkirkju, og Barnakór
Húsabakkaskóla þátt í tónleikunum ásamt Tjarnarkvartett og nemendum og kennurum við Tónlistarskóla Dalvíkur.
Konur úr Vallasókn seldu kaffi og veitingar í Safnaðarheimilinu á eftir og einnig voru þar seld kort með myndum sem
Lene Zakaríassen tók í og af Vallakirkju í hátíðarbúningi rétt fyrir brunann. í lok tónleikanna fluttu allir kórarnir
„Svarfaðardalinn“. Er óvíst að fyrr hafi sungið svo stór kór mannaður heimamönnum.
Brunnin Vallakirkja
Endurbygging fyllilega
réttlætanleg
segir Magnús Skúlason starfsmaður Húsafriðunarnefndar
Séra Jón Helgi Pórarinsson hef-
ur verið ráðinn sóknarprestur í
Langholtsprestakalli. Kjörnefnd
valdi Jón úr hópi 7 umsæk jenda.
Farið var af stað með undir-
skriftalista en ekki fengust til-
skilin 25% sóknarbarna til að
hægt væri að fara fram á al-
mennar kosningar. Það er því
Ijóst að Jón er á förum héðan
eftir 12 ára starf sem sóknar-
prestur í Dalvíkurprestakalli.
Starf sóknarprests verður nú
auglýst til umsóknar en umsóknar-
frestur er 4 vikur. Umsóknir verða
sendar til Biskupsstofu og berast
þaðan til kjörmanna hér. Kjör-
menn eru samkvæmt lögum allir
sóknarnefndarmenn og varamenn
þeirra. I Dalvíkurprestakalli eru 4
sóknir. I sóknarnefndum þriggja
kirkjusókna í sveitinni eru 3 aðal-
menn og 3 til vara, samtals 18
manns og í Dalvíkursókn eru 5 að-
almenn og 5 til vara. Þetta gera
samtals 28 manns sem bíður það
erfiða hlutskipti að velja okkur
nýjan sóknarprest. Eftir að um-
sóknarfrestur rennur út munu um-
sækjendur eiga fundi með kjör-
nefnd og er því ljóst að niðurstöðu
þeirra verður ekki að vænta fyrr en
einhvem tíma í janúar. Þá eiga
sóknarbörn þess kost að óska eftir
almennunr kosningum ef til þess
fást undirskriftir 25% kjörbærra
sóknarbama. Gefin er vika til þess
ama. Það verður því ekki fyrr en
langt er liðið á janúarmánuð sem
ljóst verður hver verður eftirmaður
Séra Jóns Helga.
Jón mun því þjóna hér áfram
fram yfir áramót og á meðan þjón-
ar séra Tómas Guðmundsson Lang-
holtsprestakalli eins og verið hefur
frá því séra Flóka Kristinssyni var
veitt embætti í Luxumburg.
Erfiðleikarnir í Lang-
holtssókn slagkraftur til
góðra verka.
Blaðið hafði samband við séra Jón
Helga þegar úrslit voru ráðin til að
óska honum til hamingju og heyra
í honum hljóðið.
Jón sagði að allt hefði þetta bor-
ið brátt að. Langholtssókn losnaði
skyndilega og hann hefði í fyrstu
ekki hugsað sér að sækja um en
eftir nokkra umhugsun hefði hann
slegið til. Jón sótti sem kunnugt er
í fyrra um prestsembætti við Akur-
eyrarkirkju. Það bar einnig brátt
að. „Við lögðum þetta vandlega
niður fyrir okkur þá fjölskyldan.
Séra Jón Helgi Þórarinsson.
Eiginlega langar ekkert okkar til
að fara frá Dalvík. Hér líður okkur
vel. Við höfum búið hér í 12 ár og
höfum eignast rnikið af góðum
vinum. Hitt er svo annað mál að
það er ekki æskilegt að sitja of
lengi í sama embættinu. Maður fer
ekki frá Dalvík í hvaða brauð sem
er en ekki er hægt að búast við því
að stöðurnar bíði eftir manni þegar
það hentar. Langholtsprestakall er
að mörgu leyti mjög spennandi.
Þar er blómlegt safnaðarstarf og
frábært tónlistarlíf. Eg þekki það
frá fyrri tíð því ég söng með kórn-
um einn vetur þegar ég var í Há-
skóla.“
Jón segir margs að minnast þeg-
ar hann horfir til baka eftir 12 ár á
Dalvrk og á von á því að erfitt
verði að kveðja bæði fyrir hann
sjálfan og ekki síður fjölskylduna.
Hann segir margt hafa breyst í
safnaðarstarfinu á þessum tíma.
Tilkoma Safnaðarheimilisins sé
e.t.v. það sem hæst ber í þeim efn-
um þó segja megi að húsið sé að-
eins umgjörð um þá starfsemi sem
þar fer fram. „Fólk á Dalvík og í
Svarfaðardal er reiðubúið og vilj-
ugt að leggja kirkjustarfinu lið og
hvarvetna hef ég mætt velvild.“
Hann segist ekki hafa miklar
áhyggjur af því að erfitt verði að
koma til starfa syðra eftir þann
styrr sem staðið hefur um fyrir-
rennara hans og ófremdarástandið
sem ríkt hefur í Langholtssókn að
undanfömu. Þvert á móti telur
hann að jarðvegurinn sé góður.
„Fólk vill koma að safnaðarstarfi.
Söfnuðurinn er orðinn þreyttur á
ástandinu og ég held að erfiðleik-
arnir verki hvetjandi og verði slag-
kraftur til góðra verka,“ segir Jón
Helgi.
Vallakirkja í Svarfaðardal brann
aðfararnótt 1. nóvember sl.
Slökkvilið var kallað á staðinn
klukkan hálfeitt um nóttina og
þegar það mætti á staðinn var
forkirkjan í björtu báli. Slökkvi-
starf gekk erfiðlega vegna ým-
issa óhappa. Kirkjan varð fljótt
alelda stafna á milli en um 2.30
uin nóttina hafði tekist að ráða
niðurlögum eldsins.
Sem kunnugt er hefur undanfar-
ið ár staðið yfir gagnger endur-
bygging á kirkjunni og var verið
að leggja síðustu hönd á málningu
lítilli stundu áður en eldur kom
upp. Að áliti rannsóknarlögreglu
mun hafa kviknað í út frá neista frá
spólurofa en loft var mettað máln-
ingargufu og femisolía var óþom-
uð á gólfi.
Eins og nærri má geta kom
fregnin um bmnann eins og reiðar-
slag yfir Svarfdælinga og sér í lagi
sóknarböm í Vallasókn sem lagt
hafa nótt við dag við að prýða þessa
elstu byggingu hér um slóðir
(byggð 1861) og koma í sem upp-
runalegast horf. Viðgerðin hefur
verið kostnaðarsöm og munu
skuldir sóknarinnar nema um 2
milljónum króna. Endurvígsla var
Forkirkjan brennur.
fyrirhuguð þann 24. þessa mánaðar.
Eftir brunann hafa menn mikið
velt fyrir sér hver verður framtíð
kirkjunnar, hvort ráðast eigi í end-
urbyggingu eða ekki. Sóknarnefnd
ákvað að bíða með allar ákvarðan-
ir um það mál þar til mat sérfræð-
inga lægi fyrir, s.s. um ástand
kirkjunnar, hversu mikið sé enn
heilt og nýtanlegt af grind og
klæðningu, hver kostnaður yrði
við endurreisn og hvers má vænta
frá tryggingum og sjóðum ef í slfkt
yrði ráðist.
Skemmdir minni en talið
var í fyrstu
Að sögn Magnúsar Skúlasonar
arkitekts, starfsmanns Húsafriðun-
arnefndar sem yfirumsjón hefur
haft með viðgerð kirkjunnar voru
skemmdir á kirkjunni ekki eins
miklar og hann hafði óttast í byrj-
un en engu að síður væru þær mjög
miklar. Grindin er heil að mestu,
nema að vestanverðu, sömuleiðis
er norðurveggur jafnvel allur heill.
Gólfið er heilt en gólffjalir verptar
af vatni. Hluti kórsins er heill, þilj-
ur og kórgrindur neðanverðar, alt-
ari og grátur að nokkru líka. Pred-
ikunarstóllinn sem er frá 18. öld er
mikið skemmdur og altaristafla er
Framhald á bls. 5
Kaupfélag Eyfirðinga:
Verulegar skipulagsbreytingar
- Öll sjávarútvegsstarfsemi færð yfir í
Útgerðarfélag Dalvíkinga hf.
Nefnd um stefnumótun í sjáv-
arútvegsmálum Kaupfélags
Eyfirðinga gerði tillögu til
stjórnar KEA um að öll sjávar-
útvegsstarfsemi KEA verði
færð undir einn hatt í sérstakt
hlutafélag. Stjórn KEA hefur
nú fallist á þessa tillögu og
jafnframt ákveðið að gera
þetta í gegnum Útgerðarfélag
Dalvíkinga hf.
í samtali við Norðurslóð sagði
Ari Þorsteinsson forstöðumaður
sjávarútvegssviðs KEA að í þessu
fælist að allar eignir kaupfélags-
ins sem tengjast sjávarútvegi
verði settar inn í útgerarfélagið
hvort sem það eru fiskvinnslu-
hús, skip eða eignarhlutir KEA í
öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Það er svo stutt síðan að þessí
stefnumarkandi ákvörðun var
tekin að enn hefur ekki verið
skipulagt í smáatriðum hvernig
þetta verður framkvæmt né held-
ur hvaða stjómunarlegar breyt-
ingar þetta heí'ur í för með sér.
Kaupfélagið er með fisk-
vinnslu á Dalvík, Hrísey auk að-
stöðu í Grímsey, Hjalteyri og
Akureyri. Skip félagsins eru nú
þegar formlega eða óformlega
innan ÚD, það eru Björgvin,
Björgúlfur og Sólfell. Helstu fé-
lög sem kaupfélagið á eignarhluti
í eru Islenskar sjávarafurðir hf,
Gunnarstindur hf á Stöðvarfirði,
Snæfellingur hf í Ólafsvík og
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
A næstu vikum verður unnið
frekar að þessum málum en eins
og gefur að skilja er hér um mjög
miklar breytingar að ræða sem
snerta skipulag kaupfélagsins í
náinni framtíð. Ekki er til dæmis
ljóst hvort þetta þýði að útgerð-
arfélagið verði gert að almenn-
ingshlutafélagi og félagið skráð á
markaði. Þessar breytingar munu
skipta miklu máli fyrir atvinnu-
rekstur hér á Dalvík og munum
við segja frá þróun mála hér í
Norðurslóð eins og hægt er á
hverjum tíma. J.A.
Svarfdælsk
geimferð
verður að
veruleika í júlí!
- Sjá bls. 5
mm
Svarfdælsk byggð & bær