Norðurslóð - 27.11.1996, Síða 4

Norðurslóð - 27.11.1996, Síða 4
4 -NORÐURSLÓÐ Dalvíkingar - Svarfdælingar Héraðsskjalasafn Svarfdæla er tilbúið að varð- veita fyrir ykkur bæði gamlar og nýjar myndir - manna- og mannlífsmyndir, myndbönd og hljóð- snældur. Með því móti geymast hér heima í hér- aði góðar heimildir um mannlífið fyrr og nú. Vinsamlega hafið samband við safnvörð í síma 466 1370. Héraðsskjalasafnið Atvinna Óskum að ráða gjaldkera frá 1. janúar 1997. Upplýsingar gefur Jónas Pétursson í síma 466 1600. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík dráðum koma blessuð jólin! % Fáum daglega nýjar bækur og hljómdiskar Urval af odýrum fatnaðí og gjafavöru Verslunin Sogn Dalvilc - nágrenni ★★★★★ Laufabrauð Laufabrauð Alltaf lækkar verðið: 25 kr. stk. Sendum hvert á land sem er Sími 466-1432 Röðull skín á rúllur. S Asetningur á veturnóttum Nóg hey og fjölgun á flestum sviðum Ásetningsmenn hafa lokið sinni árlegu yfirreið og Hestar 86 68 +18 eru niðurstöður þeirra svohljóðandi í Svarfaðar- Hryssur 87 93 -6 dalshreppi skv. skýrslu Hallgríms Einarssonar á Tryppi 72 65 +7 Urðum: Folöld 27 30 -3 1997 1996 Samtals 272 256 +16 mism. Mjólkurkýr 815 814 +i Varphænur 3.300 4.190 -890 Kvígur til mjólkurframleiðslu 499 499 0 Endur 5 5 0 Geldneyti til kjötframleiðslu 112 93 +19 Alirefir/læður 270 240 +30 Kálfar til mjólkurframleiðslu 153 115 +38 Alirefir/högnar 55 Kálfar til kjötframleiðslu 42 33 +9 Aliminkar/læður 50 10 8 +2 1554 +67 Kanínur Samtals 1621 Mjólkurframleiðslan stendur í stað frá því í fyrra en miðað við fjölgun á kálfum ætla bændur að auka hana næstu ár. Töluverð aukning er í nautakjötsframleiðsl- unni. Allt rímar þetta við aukna bjartsýni og fjárfest- ingar í nautgriparæktinni, fjósbyggingar o.þ.h. Ær 1317 1235 +82 Hrútar 74 58 +16 Lambhrútar 28 38 -10 Lambgimbrar 273 249 +24 Geldingar 4 3 + 1 Sauðir 1 1 0 Geitur 13 13 0 Samtals 1710 1597 +113 Sauðfénu fjölgar aftur eftir afturkipp síðustu ára. Fé hefur verið keypt aftur á þrem bæjum þar sem skorið var niður vegna riðu í fyrra og hittifyrra. Þarna vekur athygli veruleg fækkun á varphænum. Refum hefur aftur á móti fjölgað töluvert. Loðdýrum á eftir að fjölga til muna ef þróunin verður hér eins og annars staðar. Heyforði 39.162 m3 (Þar af 773 m3 frá því í fyrra og eldra) Heyþörf 37.569 m3 Mismunur 1.593 m3 Það þarf engum að koma á óvart að nóg er til af heyjum eftir svo gott og gjöfult sumar. Svona á heild- ina litið verður ekki annað séð en allt sé í frekar góðu lagi hvaða varðar skepnuhöld og ásetning. Það rfkir almenn bjartsýni sem kemur fram í fjölgun búfjár af flestum gerðum nema hvað geitunum á Klaufabrekk- um fjölgar hvorki né fækkar. S Arskógshreppur Nóg af heitu vatni - Hæstiréttur sýknaði hreppinn af 16 milljóna kröfu Landsbankans Það hefur hlaupið heldur betur á snærið hjá Árskógshreppi að undanförnu. Fyrst fannst heitt vatn í töluverðu magni við bor- anir á tveim stöðum og svo sýkn- aði Hæstiréttur hreppinn af kröfu Landsbankans upp á ríf- lega sextán milljónir króna vegna ábyrgðar á rekstri Árvers hf. Það hefur lengi verið vitað af heitu vatni í landi Ytri-Víkur en þegar bormenn stungu niður bor sínum við Sólbakka voru þeir ekki komnir nema niður á 120 metra dýpi þegar upp kom 63°C heitt vatn, en það er svipað hitastig og er á vatni Hitaveitu Dalvíkur. Síð- an hefur það hitnað enn meir og mældist 67°C þegar síðast fréttist. Menn ætla að halda áfram að bora, í það minnsta niður á 200 metra og sjá hvort vatnið heldur áfram að hitna. Auk þessa fannst einnig heitt vatn við ??? þegar borað var þar í tilraunaskyni. Astæðan fyrir þeirri tilraun var sú að jarðskjálftamælir sem Veðurstofan kom nýlega fyrir hjá Kristjáni oddvita á Hellu sýndi einhvem óróa á sprungu sem nú er vitað að er í beinu framhaldi af svonefndri Hríseyjarsprungu en úr henni fá eyjarskeggjar heitt vatn. Það er því allt útlit fyrir að íbú- ar á Árskógsströnd fái nóg af ódým, heitu vatni til að kynda hús sín með innan fárra ára. Hreppurinn slapp undan ábyrgðinni Úrskurður Hæstaréttar í máli Landsbankans gegn Árskógs- hreppi kom einnig sem mikil himnasending því það munar um minna en sextán milljónir í fá- mennu byggðarlagi. Hæstiréttur rökstuddi sýknu- dóminn með því að ekki hefði ver- ið leitað eftir veðtryggingu áður en hreppurinn tókst á hendur einfalda ábyrgð á 15 milljóna króna lán- töku rækjuverksmiðjunnar Árvers hf. á sínum tíma. Það mun ekki hafa verið gert vegna þess að fyrir- greiðsla Byggðastofnunar við Ár- ver var væntanleg. Þegar til átti að taka reyndist veðtryggingin ekki fyrir hendi og þar með voru ekki lengur lagaskilyrði fyrir ábyrgð hreppsins. Auk þess að sýkna Árskógs- hrepp dæmdi Hæstiréttur Lands- bankann til að greiða hreppnum 300.000 krónur í málskostnað á báðum dómstigum. Þessi dómur gæti haft töluvert fordæmisgildi því víða um land hafa sveitarfélög gengist í ábyrgðir fyrir atvinnufyrirtæki í vanda og ekki víst að alls staðar hafi verið gengið eftir öruggum veðtrygging- um. -ÞH

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.