Norðurslóð - 27.11.1996, Qupperneq 5
NORÐURSLÓÐ - 5
Svarfdælingur út fyrir
gufuhvolfið í júlí n.k.
Það líður að því að geimfarinn
okkar Svarfdælinga, Bjarni
Tryggvason sonur Svavars
Tryggvasonar frá Dalvík, hefji
langþráða ferð sína út fyrir
gufuhvolf jarðar. Bjarni verður
eini Kanadamaðurinn sem tekur
þátt bandarískri geiinferð í júlí-
mánuði næstkomandi. Hinir
geimfararnir fimm sem með
honum verða í þessari 11 daga
ferð verða allir Bandaríkja-
menn.
Norðurslóð fékk nýlega senda
blaðaúrklippu úr kanadísku blaði
með grein og viðtal við Bjarna.
Birtum við hluta úr henni hér.
Kanadamaður
verður meðal fimm
amerískra geimfara
um borð í bandarískri
geimskutlu í júlí n.k.
...A undanfömum 10 árum hafa
aðeins 10 stöður verið til ráðstöf-
unar í Kanadísku geimferðaáætl-
uninni en meira en 10.000 manns
hafa sótt um þær. Eftir margþætt
sálfræðipróf, nákvæmar læknis-
rannsóknir og ýmis skrifleg próf
var Tryggvason samþykktur til
verkefnisins og hóf störf snemma
árs 1984.
„Ég reyndi að vera sallarólegur
í símanum (Þegar honum var til-
kynnt um úrslitin), en ég var gjör-
samlega frá mér numinn,“ segir
hann.
1 leiðangrinum í júlí mun
Tryggvason sjá um svokallað
„Space Vision System“. sem er ein-
hvers konar vídeoupptökubúnaður
tengdur tölvuskjá sem auðveldar
geimföram að hreyfa hluti sem eru
úr sjónmáli. Hann mun einnig sjá
um nýjan búnað sem hann hefur
sjálfur hannað til að hafa stjóm á
titringi sem oft er til baga við ýmsar
viðkvæmar tilraunir sem fram fara í
geimflaugum.
„A þeim tíma sem geimferju-
flug lágu niðri (1986-1991) fór ég
að velta fyrir mér þeim vandamál-
um sem upp kynnu að koma,“ seg-
ir Tryggvason, „ Ég sá að titringur
femisolíu í tuskum sem gleymst
höfðu á tröppum hússins. Þegar
slökkvilið kom á staðinn var húsið
mikið skemmt orðið og brunnið
innan. Töluverðar vangaveltur voru
um hvort gera ætti við húsið en þó
var ákveðið að ráðast í viðgerð
enda kom í ljós að húsið var mun
minna skemmt en menn töldu í
fyrstu. Að sögn Hjörleifs Stefáns-
sonar sem umsjón hafði með þeirri
viðgerð tókst að endurbyggja húsið
fyrir fé frá Húsafriðunarsjóði og úr
tryggingum án þess að bæta á þær
skuldir sem fyrir vora. Hjörleifur
segist sannfærður um að slíkt ætti
einnig að vera hægt með Valla-
kirkju ef vilji heimamanna er fyrir
hendi. „Þegar um er að ræða sam-
félagslega eign og söguleg eða
menningarleg verðmæti eru trygg-
ingafélög reiðubúin að teygja sig
eins langt og kostur er í trygginga-
mati. Slíkt var t.a.m. raunin með
Isafjarðarkirkju á sínum tíma þar
sem Brunabótafélag Islands átti í
hlut. Ekki má gleyma því að brana-
bótamat á húsum er gert í þeim
tilgangi að bæta skaðann ef húsið
brennur. Ég efast ekki um vilja
Húsafriðunamefndar eða Jöfnunar-
sjóðs kirkna. Ef menn vita ná-
kvæmlega hve mikið fé er til ráð-
stöfunar og njóta auk þess skilnings
og góðvildar iðnaðarmanna sem
koma að verkinu má endurbyggja
Vallakirkju án þess að bæta á skuld-
ir safnaðarins," segir Hjörleifur.
Vallakirkja
Framhald afforsíðu
ónýt. Lausir munir eru margir illa
famir en þó eru gömlu kertastjak-
amir heilir að telja og söngtöfluna
má gera við. Orgel hafði enn ekki
verið fært til kirkju og sömuleiðis
voru messuklæði geymd annars-
staðar. Magnús segir svo mikið
nýtanlegt af kirkjunni að fyllilega
sé réttlætanlegt að endurbyggja
Velunnarar
Vallakirkju
Við minnum á
reikningsnúmer
kirkjunnar:
Hlaupareikn-
ingur nr. 380
í Sparisjóði
Svarfdæla.
Með fyrirfram þökk.
Sóknarnefndin
hana þó einnig mætti réttlæta að
það yrði ekki gert. „Það er fyrst og
fremst undir sóknarbömum í
Vallasókn komið. Sjálfur er ég
þeirrar skoðunar að á Völlum eigi
að standa kirkja. Svo hefur verið
síðan á 11. öld og á þeim tíma hafa
margar kirkjur risið og ekki allar
með sama sniði.“
Magnús segir vissulega álita-
mál hvort reisa eigi nýja kirkju eða
endurbyggja þá gömlu. Valla-
kirkja hafi þó ótvírætt menningar-
sögulegt gildi. Hún er ein af elstu
kirkjum landsins og með þessu
sérstaka svarfdælska, tumlausa
sniði sem vart er að finna annars-
staðar á landinu. Endanlegt mat á
viðgerðarkostnaði liggur ekki enn
fyrir en Magnús telur að reikna
megi með 10-12 milljónum króna.
Kirkjan er tryggð fyrir 7,5 rnillj-
ónir en nýtt brunabótamat hafði
ekki farið fram eftir viðgerðina. Ef
ráðist verður í endurbyggingu má
örugglega reikna með framlögum
úr Húsafriðunarsjóði og Jöfnunar-
sjóði kirkna.
Ekki einsdæmi
I þessu sambandi má rifja upp
bruna sem varð á Glaumbæ í
Skagafirði í svokölluði As-húsi
fyrir nokkrum árum. Tildrög brun-
ans voru ekki ósvipuð. Verið var að
leggja síðustu hönd á endurbygg-
ingu hússins og átti að vígja það
daginn eftir þegar kviknaði í út frá
Bjarni Tryggvason, fyrsti geimfari Svarfdæla, segist hafa dreymt um að
komast út í geiminn allt frá því Gagarín var þar á ferð fyrir tæpum 40 árum.
Einkum segist hann hlakka til að hafa útsýni yfir allt Kanada og ísland á
sama tíma.
kæmi til með að verða vandamál.
Svo á þessari fimm ára töf velti ég
fyrir mér orsökum vandans og
fann út leiðir til að koma í veg fyrir
hann.“ „Töfin" sem Tryggvason
talar um varð eftir að geimskutlan
Challenger sprakk í loft upp 1986.
Geimferðum var þá frestað í 3 ár í
Bandaríkjunum og í 5 ár fyrir
kanadíska geimfara. Þó svo
Tryggvason hafi verið að bíða eftir
að röðin kæmi að honum þegar
Challenger sprakk segir hann slys-
ið ekki hafa valdið sér áhyggjum
og hann langar enn jafn mikið að
taka flugið. „Menn gerðu sér sam-
stundis grein fyrir orsökum slyss-
ins. Það var hægt að koma í veg
fyrir það og hefði átt að koma í veg
fyrir það,“ segir hann.
„Þú getur orðið vitni að því að
maður keyrir á 100 krn hraða á
steinvegg. Viðbrögðin eru ekki að
menn hætti að keyra bíl, heldur að
menn hætti að keyra bíl á 100 km
hraða á steinveggi. Það ber ekki að
skilja á þann veg að ekki sé um
neina áhættu að ræða. Þú situr ofan
á tvöþúsund tonnum af eldsneyti
og þetta er afar flókin vél.“
Allir geimfarar verða að fara í
gegnum flugmennskuþjálfun við
undirbúning geimferðar. „Við setj-
um fólk í flugþjálfun til að venja
það við álag, stressandi og flókið
vinnuumhverfi og látum það kom-
ast í kynni við hvernig kaupin
ganga á eyrinni í hernum þar sem
agi er barinn inn í mann.“
Eftir tvo mánuði eða svo heldur
Tryggvason til Houston þar sem
hann fær þálfun fyrir geimferðina.
Dalvíkurbær
Ibúaskrá
Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá?
Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. des-
ember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í
þjóðskrá.
Hvað er lögheimili?
Samkvæmt nýjum lögheimilislögum frá 1. janúar
1991 er lögheimili sá staður þar sem maður hef-
ur fasta búsetu.
Hvað er föst búseta?
Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur
bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum
sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður
hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal
jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma.
Hvað er ekki föst búseta?
Dvöl frá heimili um stundarsakir, t.d. vegna or-
lofs, vinnuferða og veikinda, er ekki breyting á
fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á
lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum,
sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum.
Hvernig eiga hjón og fólk í óvígðri sambúð að
vera skráð?
Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa
sama lögheimili. Hvað barnafólk varðar er reglan
sú að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu
sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal
lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá
þeim sem hefur börn þeirra hjá sér.
Hvenær og hvar skal tilkynna flutning?
Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7
daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags
sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning
beint til Hagstofu Íslands-Þjóðskrár eða lög-
regluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu
vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum.
Bæjarritarinn á Dalvík
Helgi Þorsteinsson
Húsnæðisnefnd
Dalvíkur
Félagslegar
íbúðir til sölu
Hjarðarslóð 1a 3 herb.
Hjarðarslóð 6d 3 herb.
Hjarðarslóð 6e 4 herb.
Hjarðarslóð 6f 3 herb.
86,3 m2
83,2 m2
105,2 m2
83,2 m2
verð um 6,6 millj.
verð um 5,7 millj.
verð um 6,4 millj.
verð um 5,7 millj.
Félagslegar íbúðir opna þér dyr að vönduðu
og öruggu húsnæði með lágri greiðslubyrði.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Húsnæð-
isnefndar Dalvíkur, Ráðhúsinu, sími 466 1370.
Húsnæðisnefnd Dalvíkur,
Húsnæðisfulltrúi.
‘Jram/qifíum samcfæjjurs
fFifmafyígir fiverri framtfjtfun
ILEX-myndir