Norðurslóð - 28.01.2004, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 28.01.2004, Blaðsíða 1
Breytingar á eignar- haldi í Isstöðinni hf. s s - Oskar Oskarsson kaupir allt hlutaféð ífélaginu Mikil breyting er orðin á eignar- haldi Isstöðvarinnar hf. Oskar Oskarsson hefur að undanförnn verið að kaupa allt hlutafcð og ræður þar með félaginu. Hlut- hafar í Isstöðinni voru niilli 50 og 60 og áttu þeir nijög misstóra hluti. Fyrirtækið hefur nú í nærri tvo áratugi veitt útgerðuni og fískvinnslu þjónustu nicð sölu á ís. Einnig rekur fyrirtækið frysti- geymslu bæði á Dalvík og á Ól- afsfírði. Isstöðin sá líka uni lönd- unarþjónustu við Dalvíkurhöfn til skaninis tínia cða þar til í haust að Samherji seni er lang- stærsti viðskiptaviniirinn hér á þessu sviði sanidi við aðra uni löndun. Eftir að löndunarþjónustan fór annað var staða fyrirtækisins skoðuð og leiddi það til þess að Oskar Oskarsson er nú að eign- ast fyrirtækið einn. Óskar er deildarstjóri innanlandsdeildar Samskipa og er með starfsstöð á Akureyri og Reykjavík en hann býr á Dalvík. Hann kom til starfa hjá Samskipum þegar flutningafyrirtækið hér á Dalvík sameinaðist öðrum flutninga- fyrirtækum og varð síðan hluti af Samskipum. Þessi má geta að á þessu ári verða liðin 50 ár frá því faðir Óskars stofnaði á Dal- vík flutningafyrirtækið sem hér um ræðir, Ö. Jónsson & co. Óskar sagði í samtali við Norðurslóð að það vekti fyrir nýjum eiganda Isstöðvarinnar að efla þá starfsemi og þjónustu sem þar er veitt. Ekki væru í bí- gerð miklar breytingar á starf- seminni í bili nema sem leiða af því að fyrirtækið verður samrek- ið með starfsemi Samskipa á Dalvík en í því fælust ýmsir hag- ræðingarmöguleikar fyrir báða. 28. ÁRGANGUR Miðvikudagur 28. janúar 2004 1. TÖLUBLAÐ Snjór, snjór, snjór Skíöafólk hefur hefur tekiö snjónum heldur heturfagnandi enda nóg af honuni í Böggvisstaöafjalli. Loksins er konúnn snjór og vet- ur eins og við þekkjum liann hér uni slóðir. Eftir snjóleysis- og mcinleysisvetur undanfarin ár koni loks alvöru norðlensk stór- liríð með tilhreyrandi ófærð og fannfergi. Þann 12. janúar gerði mikið norðanáhlaup sem segja má að hafi geysað linnulítið næstu þrjá Böggvisstaðafjall Besti skíðasnjór sem komið hefur Skíðamenn glöddust hciftarlega þegar stórhríðin brast á á dögun- uni og jókst gleði þeirra jafnt og þétt eftir því seni stórhríðardög- ununi fjölgaði og sjórinn hlóðst upp. Snjóleysi undanfarinna ára liefur verið tilfínnanlegt fyrir Skíðafélagið og keyrði um þver- bak í fyrravetur. Nú er hins vegar kominn nægur snjór í fjallið og má mikið ganga á aður en hann hverfur af yfirborði jarðar. Að sögn Einars Hjörleifsson- ar starfsmanns Skíðafélagsins hefur aðstaðan í fjallinu aldrei verið betri. Má m.a. þakka það snjósöfnunargrindum sem Skíðafélagið hefur sett upp. Hef- ur fyrir þeirra tilstuðlan safnast upp þykk snjókápa einkum neð- an til í fjallinu. I síðustu viku var mikil urnferð í skíðalyftunum, líklega um 150 manns að meðal- tali á dag og ágæt sala á dags- og árskortum að sögn Einars. Þá dvaldi 65 krakka skólahópur úr Austurbæjarskóla í Brekkuseli í þrjá daga við skíðaiðkun. Þetta voru 10. bekkingar sem komust ekki í fyrra sökum snjóleysis. Um miðjan febrúar er svo von á álíka hópi 9. bekkinga úr Austur- bæjarskóla. Einnig hefur stór hópur menntskælinga úr Hamrahlíð boðað komu sína aðra helgi í febrúar og fleiri hóp- ar eru að banka upp á þessa dag- ana. Skíðanámskeið eru byrjuð. Boðið er upp á 8 tíma byrjenda- námskeið fyrir yngsta fólkið og einnig er ýmislegt í boði fyrir þá sem eldri byrjendur og lengra komna. Sveinn Torfason ætlar í vetur að bjóða upp á einka- kennslu og námskeið fyrir þá sem eldri eru. Þá verður sú ný- breytni á föstudagseftirmiðdög- um að gamlar skíðakempur, hitt- ast og æfa gamla takta. Einar segir að bærinn sé fullur af mið- aldra fólki og þaðan af eldra með misglæstan skíðaferil að baki sem vilji þó ekki alveg leggja skíðin á hilluna. sólarhringa. Á skömmum tíma lokuðust vegir og götur og aflýsa varð skólum börnunum til ómældrar gleði. Björgunarsveit- armenn höfðu í nógu að snúast að grafa fólk út úr kaffenntum húsurn og astoða stoða fólk á annan hátt í vandræðum sínum. Þegar veðrinu linnti gaf heldur betur á að líta. Efst í bænum voru hús víða bókstaflega á kafi og í sjónvarpinu birtust myndir m.a. af frægum Ijósastaur í Öldu- götunni sem Gísli Sigurgeirsson gerði ódauðlegan í frægri fann- fergisfrétt hér um árið. Nokkra daga tókað hreinsa götur eftir áhlaupið og hafa stórvirkar vinnuvélar unnið við það alla síðustu viku. Samherji hf: Skrifstofurnar í kaupfélagshúsið Leikfélagið Æfíngar að hefj- ast á „Ingveldi og Klaufa“ Leikfélag Dalvíkur og Karlakór Dalvíkur er nú að hefja æfingar á nýju leikriti „Ingveldur og Klaufi" sem samið er upp úr Svarfdæla sögu. Leikritið er eftir Hjörleif og Ingibjörgu Hjartar- börn. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Höfundur og stjórn- andi tónlistar er Guðmundur Oli. Þeir karlakórsmenn hafa þegar tekið til við að æfa tónlist- ina en þeir munu jafnframt taka virkan átt í sýningunni. Ráðgert er að leikæfingar hefjist viku af febrúar og er frumsýning áætluð um 20. mars. Leikfélagsfólk er þessa dagana á útkíkki eftir leik- urum í hlutverk Klaufa, Ingveld- ar fagurkinnar, Þorsteins svörf- uðar, Karls rauða og fleiri hetja sögunnar. Á síðasta ári var unnið úr rúni- uni 8 þúsund tonnum af hrácfni í frystihúsi Saniherja hf á Dalvík og ætla Saniherjanienn að vinna úr nieira hráefni á þessu ári lík- lega 10 þúsund tonnuni ef allt gengur eftir sem ætlað er. Auð- vitað fer það niikið eftir ástand- inu á erlendum niörkuðuni hve niikið verður keyrt í gegn iini frystihúið. Síðasta ár var metár hjá Björgúlfi EA. Eins og kunnugt er er hann á ísfiskveiðum og afl- aði alls 5000 tonn að verðmæti 526 milljónir króna sem vera mun mesta aflaverðmæti sem ís- fisktogari hefur náð á ári. Björg- vin EA var gerður út sem frysti- togari þar til í september að hann hefur verið gerður út sem ísfisktogari en hefur fryst hluta aflans um borð. Hann veiddi 4.450 tonn á árinu og var afla- verðmæti 736 milljónir á árinu. Þess má geta að Samherji hf hefur tekið á leigu skrifstofuað- stöðu á efstu hæðinni í kaupfé- lagshúsinu á Dalvík þar sem Snæfell hafði skrifstofur sínar áður en það sameinaðist Sam- herja hf. Maður ferst i snjonoði Snjóflóð féll á bæinn Bakka í Ólafsfirði þriðjudaginn 13. þessa mánaðar með þeim af- leiðingum að bóndinn á bæn- um, Kári Ástvaldsson, 47 ára gamall, fórst. Kári lætur eftir sig unnustu og 2 börn. Flóðið féll úr gili fyrir ofan bæinn reif með sér íbúðarhúsið. Björgun- arsveitir úr Ólafsfirði og ná- grannabyggðum leituðu i rúst- unum og fundu hinn látna á fimmtudagsmorgni. Opnunartími: Mán. - fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.