Norðurslóð - 28.01.2004, Qupperneq 2
2 - Norðurslóð
Norðurslóð
Útgcfandi: Rimar ehf.
Ritstjórar og ábyrgðarmcnn: Hjörlcifur Hjartarson, Lauga-
steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is
Jóhann Antonsson, Dalvík. Nctfang: ja@radgjafar.is
Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555.
Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is
Hcimasíða: www.Nordurslod.is
Prentvinnsla: Alprent, Glerárgötu 24, Akureyri, sími: 462 2844.
Litið um öxl
í ársbyrjun
Enn eitt árið er liðið í aldanna skaut. Eitt besta ár i
manna minnum hvað veðurfar snertir eins og fram kem-
ur í veðurfarspistli hér í blaðinu. Annars stórtíðindalítið
af vettvangi atvinnu- og bæjarmála. Þegar litið er yfir
tíðindi ársins hér heima í héraði er helst að hugurinn
staldri við Fiskidaginn mikla sem svo sannarlega stóð
undir nafni. Yfir 20.000 gestir nutu þar gestrisni Dalvík-
inga í mat og drykk í þvílíkri sumarblíðu að önnur eins
hefur aldrei komið við Dalvíkurhöfn.
Þrátt fyrir skakkaföll einstakra fyrirtækja var at-
vinnuástand gott á árinu þegar á heildina er litið. I
frystihúsinu var unnið daga og nætur og frekar að skort-
ur væri á vinnuafli til að vinna allan þann afla sem þar
fór í gegn. Hjá Sæplasti var sömuleiðis mjög gott ár og
mörg önnur fyrirtæki áttu gott ár. Almennt má segja að
bjartsýni hafi ríkt í byggðarlaginu enda veðrið gott og
svo sem ekki undan neinu að kvarta. Heyskapur gekk
vel hjá bændum, helst að sprettan væri til vandræða svo
slá varð tún allt að þrisvar sinnum til að lialda grasinu í
skefjum. Ferðaþjónustufólk var tiltölulega sátt við sinn
hlut á árinu. Ferðafólki fjölgar hægt og hægt og á góð-
ærið þar ekki lítinn þátt að þessu sinni. Atvinnuþróunin
hefur þó ekki öll verið upp á við. Verslun hefur verið að
dragast saman undanfarin ár og á sviði landbúnaðar
hefur þróunin verið niður á við að mörgu leyti og sveita-
byggðin að strjálast.
Einn er sá félagsskapur sem við viljum sérstaklega
benda á sem einhverja ánægjulegustu nýsköpun hér um
árabil á sviði atvinnu- og menningarmála. Það er Fram-
faraféla Dalvíkurbyggðar. Framfarafélagið er aðili að
landssamtökunum „Landsbyggðin lifi“ sem eins og
nafnið bendir til hefur það að markmiði að efla byggð á
landsbyggðinni. Framfarafélag Dalvíkurbyggðar hefur
nú starfað hér á svæðinu rúmlega tvö ár og hefur á þeim
tíma tekist að koma mörgum hugmyndum af stað sem
til framfara horfa. Markmið félagsins er fyrst og fremst
að skapa umræður og velta upp hugmyndum en síðan
er undir almenningi komið hvað úr þessum hugmynd-
um verður. Félagið hefur haldið reglulega umræðufundi
og tekið þá til umfjöllunar ákveðin mál og málaflokka,
s.s. ferðamál, menntamál, málefni ungs fólks osfrv. I
kjölfar umræðufunda hafa vinnuhópar farið af stað og
lialdið reglulega fundi. Sem dæmi um nýungar sem
komið hafa út úr þessu starfi er samstarfsverkefnið
„Dvöl í dal“ sem hrint verður í framkvæmd á næstu
vikum.
Það er löngu ljóst orðið að til að byggðir landsins nái
að standa á móti fólksflóttanum til Reykjavíkur verður
fyrst og fremst að koma til framtaksemi heimamanna
sjálfra. Þrátt fyrir gott atvinnuástand og almenna vel-
sæld er ekki meira en svo að Dalvíjurbyggð haldi íbúa-
tölu sinni. Við megum því aldrei hætta að huga að ný-
sköpun í atvinnumálum. Því fjölbreyttara sem atvinnu-
lífið er þeim mun álitlegri búsetukostur er byggðin okk-
ar og því fleiri sem koma saman til að kveikja hugmynd-
ir þeim mun meiri líkur eru á að eitthvað jákvætt og ár-
angursríkt komi út úr því. hjhj
Aætlun Ferðafélagsins
Ferðaáætlun Ferðafélags Svarfdæla fyrir árið 2004 er komin út og er
á þessa leið:
7. febrúar
6. mars
10. apríl
8. maí
23. júní
10. júlí
ágúst
11. september
2. október
Syðra-Hvarf - Sæla
Húsabakki - hringferð um Friðland Svarfdæla
Tungnahryggur
Karlsárseti
Skriðukotsvatn
Þorvaldsdalur - Sæludalur um Derri
Tungnahryggur
Hnjótafjaíl
Hofsskál
Venju samkvæmt verða flestar ferðir félagsins fyrsta laugardag hvers
mánaðar. Næsta ferð er því gönguskíðaferð 7. febrúar frá Syðra Hvarfi
fram að Hjaltastöðum og Sælu og jafnvel enn lengra ef færð og veð-
ur gefa tilefni til.
Svanfríður Jónasdóttir
Farskóli fer
af stað
Barnafræðsla í Svarfaðardalshreppi og fram-
kvæmd fræðslulaganna frá 1907 - 2. hluti
Fyrsta skýrsla prófdómara
Það er Snorri Sigfússon sem er
fyrsti „prófdómari“ í fræðslu-
héraðinu og eftirrit af prófa-
skýrslu hans er jafnframt senl
stjórnarráðinu sem stuðningur
við umsókn um styrk til skól-
anna tveggja; allt að 200 krónur
til hvors skóla. Þarna er talað um
tvo skóla, líklega af því fastir
kennarar voru tveir og með sitt
hvora skólana. Annars er jafnan
talað um farskólann. Jafnframt
því að senda prófaskýrslu
Snorra um stöðu nemendanna
og námsárangur sendir fræðslu-
nefndin sundurliðaðan reikning
yfir kostnað skólahaldsins, eftir-
rit af ráðningarsamningum
kennara ásamt kvittunum þeirra
fyrir launum sínum, kennslu-
skýrslu og álit prófdómara á því
hvernig barnafræðslunni sé hátt-
að og skýrslu um húsnæði og
kennsluáhöld skólanna.
Það er athyglisvert að lesa
lýsingar Snorra á kunnáttu far-
skólabarna í Svarfdælafræðslu-
héraði en í skýrslu hans frá 2.
júní 1910, segir (undirstrikanir
eru Snorra):
„Vegna þess að þetta er hið
fyrsta ár sem starfað er undir
lögunum um fræðslu barna frá
22. nóv. 1907 má eigi ætla að lög
þessi séu uppfyllt nú þegar, enda
vantar mikið til að svo sje. Er
mjer því skylt eftir fyrirmælum
nefndra laga að athuga ástandið
í fræðsluhéraðinu með hinum
fáu el'tirfylgjandi orðum.
Lestri er yfirleitt allmjög
ábótavant; börnin lásu of lágt og
hart; áttu því örðugt með að gera
sjálfum sér og öðrum grein fyrir
því, er þau lásu.
Kristindómsfræðslan er mjög
léleg, einkum í fremrihluta
fræðsluhjeraðsins. Mun það
einkum stafa af því að börnin
eru látin þylja kver og biblíusög-
ur ofmjög utanbókar en minni
rækt lögð við að þau skilji það
sem þau fara með. Einnig mun
kver og biblíusögur hafa verið
um of aðskildar greinar við
kennsluna, sem er til hins mesta
námstjóns í þeim efnum.
Reikningi er mjög ábótavant í
fræðsluhjeraðinu yfirleitt. Við
kennsluna mun hafa verið lögð
of lítil áhersla á hugarreikning
og ekki nægilega skýrðar tölur
og talnagildi, sem hvortveggja er
undirstöðuatriði. Yfir höfuð
voru börnin skammt á veg kom-
in í reikningi, jafnvel fá 14 ára
börn höfðu átt við brotnar tölur.
Landafræði er í allgóðu lagi,
einkum í neðri hluta fræðsluhér-
aðsins (að sárafáum börnum
undanskildum í fremri hlutan-
um) Þó voru börn yfir höfuð
ekki nægjanlega kunnug landa-
bréfum og notkun þeirra, sem
líklega stafar einkum af því, hve
fá af þeim höfðu landabréf
heima til stuðnings við lesturinn.
Náttúrufræði-kennslan hefur
um of verið bundin við rnann-
inn. Þar vissu nemendurnir all-
mikið og gátu jafnvel gert grein
fyrir ýmsu viðvíkjandi líkams-
byggingu mannsins sem verður
Snorri Sigfússon er fyrsti próf-
dómari í frœðsluhéraðinu og
eftirrit af prófaskýrslu hans er
sent stjórnarráðinu sem stuðn-
ingur við umsókn um styrk til
skólahaldsins.
að teljast til aukaatriða; aftur á
móti voru aðalatriði eðlis-, dýra-
og jurtafræði þeim ókunnug.
Sögu höfðu sárafá börn lesið;
vissu því flest mjög lítið um for-
feður vora, eldri og yngri. Þó
gátu nokkur þeirra gert allgóða
grein fyrir höfundum kvæða
þeirra er þau höfðu lært, sem
voru allmörg að tölu, en efni
kvæðanna var þeim síður ljóst.
Söng kennslunni er nijög
ábótavant, einkum í öðrum far-
skólanum. Þar kunna börnin
sárafá rjett sönglög. Verður að
telja það hinn mesta skaða því
fátt fjörgar námið meira en
söngurinn.
Skrift og rjettritun er í all-
góðu lagi yfirleitt.
Að endingu skal þess getið að
stundatöflur farskólanna voru
miður heppilega samdar og at-
hygli fræðslunefndar leidd að
því að með vaxandi kröfum til
fullnaðarprófs verður að fylgja
auknar kröfur til kennara og
starfs þeirra.“
Svo mörg voru þau orð próf-
dómara vorið 1910. Allt stendur
það þó til bóta með frekari
skólavist.
Ný fræðslunefnd
og ný verkefni
Haustið 1910 kemur ný fræðslu-
nefnd saman sem hafði verið
kosin á „síðastliðnum vor-
hreppaskilum í þinghúsi hrepps-
ins hinn 15. júní.“ Fram kemur
að húsaleiga á kennslustöðunum
fimm hefur verið endurnýjuð og
að sömu kennarar verða við
skólann og hinn fyrsta vetur.
Nefndin setur upp fjárhagsáætl-
un fyrir næsta skólaár og áætlar
kostnað alls kr 1010,-.
Þegar hér er komið sögu má
segja að skólamálum í fræðslu-
héraðinu hafi verið mótaður
nokkuð fastur farvegur. Gjörða-
bókin fræðslunefndar greinir
reglulega frá reikningum, eigna-
skýrslum, prófaskýrslum og af-
ritum bréfa til stjórnarráðsins
með beiðni um fjárstyrk
Snorri Sigfússon er áfram
Tryggvi Kristinsson kenndi ekki
bara söng heldur stofnaði hann
barnakór og lét syngja opinber-
lega. Margir unglingar lœrðu
líka orgelleik hjá honum en hann
var, auk þess að vera farskóla-
kennari, orgelleikari og kórstjóri
við kirkjurnar í dalnum.
prófdómari vorið 1911 og ber
saman kunnáttu barnanna milli
ára. Mál virðast smám saman
færast til betri vegar hvað varðar
námið. En í skýrslu sinni vorið
1911 leggur hann „fyrir hina
heiðruðu fræðslunefnd:
1. Að hún sjái um að börn er fá
undanþágu l'rá skóla njóti að
minnsta kosti 8 vikna kennslu.
2. Að hún sjái um að þau börn
sem eigi fá inngöngu í skól-
ann vegna lítils undirbúnings,
njóti einhverrar kennslu svo
að þau séu að minnsta kosti
hæf til skólavistar næsta vetur.
3. Að hún sjái um að meiri stund
verði lögð á reikningskennslu
(brotareikning) framvegis,
svo að þau börn sem annars
ná lögboðinni einkunn, stand-
ist þess vegna fullnaðarpróf.
Eptir þessu ber hinni heiðr-
uðu fræðslunefnd að breyta."
Eins og þessi fyrirmæli próf-
dómara bera með sér var eitt-
hvað um það að börn fengju und-
anþágu frá skólasókn. Fíaustið
1911 er beðið um undanþágu
fyrir börn frá 6 bæjum. Sú und-
anþága er veitt en minnt á að
skilyrði þess séu „að börnin njóti
minnst 8 vikna kennslu í öllum
þeim námsgreinum sem kendar
eru í farskólum fræðsluhéraðs-
ins.“ Þá eru foreldrar og hús-
bændur minntir á ábyrgð sína og
að ef skilyrðum sé ekki fullnægt
varði það sektum.
Vorið 1912 er kominn nýr
prófdómari, Stefán Kristinsson
prestur að Völlum í Svarfaðar-
dal. Af gerðabókum fræðslu-
nefndar má ráða að hann sé
prófdómari allt fram til 1928 en
þá er hann kominn í fræðslu-
nefndina (þá skólanefnd) og er
þar til 1930.
Stefán virðist afar kröfuharð-
ur og vandvirkur eftirlitsmaður
og kemur með ábendingar bæði
varðandi aðbúnað og nám barn-
anna. Það ár er Tryggvi Kristins-
son ráðinn kennari í stað Ólafs