Norðurslóð - 28.01.2004, Page 4
4 - Norðurslóð
✓
Urkomumælingar á Tjörn
Árið blíða 2003
Árferðið 2003 einkenndist af hlý-
indum um land allt. Samkvæmt
skýrslum Veðurstofunnar var
meðalhitinn á Akureyri 5,1°C
eða 1,9°C yfir meðallagi. Aðeins
einu sinni hefur ársmeðalhitinn
þar reynst hærri, það var 1933 en
þá var hann 5,6°C. Apríl og ágúst
jióttu sérlega lilýir, t.d. var hiti
víða um og yfir 20°C um norðan-
og austanvert landið 18. og 19.
apríl og á Sauðanesi fór hitinn í
21,1 °C scm er inesti hiti sem
mælst hcfiir hér á landi í þessum
mánuði. Ágúst er sá hlýjasti sem
mælst hefur bæði í Reykjavík og
í Stykkishólmi en samfelldar
mælingar hófust í Stykkishólmi
1845. Á Akureyri er vitað um
einn hlýrri ágúst en það var árið
1947.
Úrkoma var meiri en í meðal-
ári víðasthvar og áTjörn var árs-
úrkoman 575,2 mm sem er vel
yfir meðallagi síðustu áratuga,
en það er 510 mm.
Janúar einkenndist af snjó-
leysi og stillum framan af, eins og
mánuðirnir á undan. Um miðjan
mánuð kom fyrsti snjór frá því
snemma í nóvember 2002. Eftir
það varð úrkomu vart flesta daga
með dálitlu frosti. Sæmilegur
skíðasnjór var í mánaðarlok.
I febrúar var snjór á jörðu
fram yfir miðjan mánuð. Síðan
tók við mild tíð svo snjólaust var
að mestu í byggð.
I mars ríkti vorveður allan
mánuðinn og hitastig fór örsjald-
an niður fyrir frostmark. Elstu
menn mundu ekki aðra eins veð-
urblíðu á þessum árstíma. 1 mán-
aðarlok spruttu túlípanar í beð-
um og viðja og ösp tóku að
bruma.
Apríl var úrkomulítill og hlýr.
Elitinn fór allt upp í 16 stig bæði
þann 16. og þann 23. Páskavikan
er oft mesta skíðatímabil ársins.
Páskadag bar upp á 20. apríl þá
var alautt á láglendi og engan snjó
að hafa undir 800 m hæð í fjöllum.
Maí var úrkomulítill og frem-
ur svalur framan af en þó var
gróður fyrr á ferð en í meðalári.
Enginn snjór sást á láglendi í
mánuðinum og sauðburður gekk
vel. Hringmyrkvi varð á sólu að-
fararnótt 31. maí rétt upp úr
klukkan 4. Fjöldi manns fylgdist
með myrkvanum frá útsýnisplan-
inu í Olafsfjarðarmúla og víða
um sveitir. Skýjaflákar voru á
himni en þó svifaði frá sól á með-
an á myrkvanum stóð og mun
hann verða mörgum ógleyman-
legur. Hringmyrkvi hefur ekki
orðið hér á landi síðan 1793 og
næst gæti hann sést árið 2048.
Júní var hlýr og allur gróður
óvenju vöxtuglegur. Sláltur byrj-
aði víða um 17. júní og er það
óvenjulegt ef ekki einsdæmi í
Svarfaðardal. Vorflóð í maí-júní
voru með allra minnsta móti
enda lítinn snjó að hafa.
Júlí var hlýr og góður til hey-
skapar svo fyrra slætti lauk hjá
mörgum og háarsláttur var haf-
inn í júlílok.
í ágúst héldu hlýindin áfram
svo hiti fór oft upp í 19-20 stig.
Heyskap lauk víðast hvar fyrir
mánaðamót og var heyfengur
mikill og góður til hrellingar fyr-
ir þá sem treysta á heysölu. Ryð-
sveppur herjaði á lyng og trjá-
gróður svo haustlitur var á fjalla-
hlíðum allan síðari hluta sumars.
September var veðráttugóður
sem aðrir mánuðir þessa árs en
þó snjóaði og gerði alhvíta jörð
um allan Eyjafjörð þann 18. sem
er fremur snemmt. Þann snjó tók
strax upp en síðan snjóaði aftur
þann 21.-22. Þá mældist mesta
sólarhringsúrkoma ársins 29,0
mm með 5 cm snjódýpi á lág-
lendi. Þennan snjó tók líka fljótt
upp. Fjallatindar voru hvítir eða
gráhvítir í mánaðarlok og hitinn
á bilinu 7-12 gráður dag hvern.
Uppskera garðávaxta var af-
bragðs góð og næturfrosta hafði
varla orðið vart í mánaðarlok.
Berjaspretta var hins vegar mis-
jöfn og sums staðar lök.
Október var snjólaus þótt föl
sæist einstaka sinnum. Hiti fór
sjaldan niður fyrir frostmark og
reyndar upp í 18 gráður þann 26.
Nó ember heilsaði með snjó-
komu og frosti en mildaðist síð-
an allur svo snjór hvarf bæði af
hálendi og láglendi svo einungis
sást hrím á efstu tindum. Á heið-
skírum kvöldum dönsuðu
óvenjumikil norðurljós um him-
inhvelið. í mánaðarlok snjóaði
lítið eitt á ný enda átti að heita
kominn vetur.
Desember var hvítklæddur alla
daga en engin illviðri gengu þó yfir.
Jólin voru hvít og þetta óvenjulega
ár kvaddi með snjókomu og 30 cm
snjódýpt á láglendi.
Þótt vorflóð í ám væru ekki
umtalsverð var litur á Svarfaðar-
dalsá í allt sumar. Það stafaði af
framhlaupi í Búrfellsjökli. Búr-
fellsáin kom kolmórauð, eða öllu
heldur kakóbrún, undan jöklin-
um og litaði dalsána allt til sjáv-
ar. Menn frá Vatnamælingum
Orkustofnunar mældu Búrfellsá
í haust og tóku sýni af vatninu.
Rennslið var 130 lítrar á sek-
úndu.
Silungsveiði var heldur treg í
sumar og kenna menn jökul-
gorminum unt það. Frá hlaupinu
í Búrfellsjökli var greint í sept-
emberblaði Norðurslóðar.
Gljúfurárjökull var mældur að
vanda í haust. Þrátt fyrir mikla
jökulleysingu og hörfun jökla
víðast hvar um land kom í ljós að
Gljúfurárjökull hafði staðið í
stað. Jafnframt er þó ljóst að jök-
ulísinn hefur lækkað innan til á
jöklinum og Blekkillinn verður æ
meira áberandi með hverju ár-
inu. Rúmtak íssins er því að
minnka þótt jökulsporðurinn
hafi haldið sínu þetta árið.
Skriða féll úr lækjargili í
Hreiðarstaðafjalli milli Hreiðar-
staðakots og Urða 27. eða 28.
sept. og náði í nokkrum taumum
niður að þjóðvegi en olli engum
skemmdum. Upptök hennar eru
hátt í fjalli. Þurrt var þessa daga
svo ekki var rigningu um að
kenna. Hugsanlegt er að hrunið
hafi úr klettum hátt í fjallinu fyrr
í sumar og þá hafi lækurinn stífl-
ast en hann síðan rofið stífluna
mörgum dögum eða vikum síðar
og rutt henni með sér niður á
láglendið. Skriða varð í næsta
lækjargili þarna utan við árið
1994 og olli smáskemmdum á
vegi og túni. Þetta er vel þekkt
skriðufallasvæði og á þessum
slóðum var bærinn Skröflustaðir
en hann varð illa úti í skriðuföll-
um 1611 og 1706.
Almennt má segja um árið
2003 að það hafi verið hlýtt og
rakt og án stórviðra, sem sagt
blíðutíð.
ÁH
Minning
Gunnlaugur Tryggvason
Þorsteinsstöðum, Svarfaðardal
Nótt
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal.
í hreiðrum fuglar h íla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð.
I brekkum fjalla h íla rótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú h erfitr sól eið segulskaut,
og siginir geislum hœð og laut.
En aftanskinið h erfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
Magnús Gíslason
Hann tengdafaðir minn hefur
einnig boðið góða nótt. Við viss-
um öll að kraftar hans myndu
ekki vara að eilífu, en við vorum
samt óviðbúin þegar kallið kom.
Missir fjölskyldunnar er mikill,
en við getum glaðst yfir því að
fráfall þitt bar að höndum eins
og þú hefðir frekast kosið, mitt í
búskaparbrasinu í þínum vinnu-
fötum sem við þekktum þig sem
best í, neðan undir hólnum þín-
um, inni í dráttarvélinni þinni
með sonarsyni þínum, að skafa
liélu af rúðunni, engin þjáning,
aðeins hljótt andvarp í kvöld-
kyrrðinni.
Eg bjó á næsta bæ við hann
Gulla tengdapabba í tæp tuttugu
og fimm ár. Hann var af þeirri
kynslóð sem nú er að hverfa á
braut. Kynslóð sem man tímana
tvenna, sem þekkti torfbæi, olíu-
lampa og oft kröpp kjör, vinnu-
semin var nauðsynleg til að hafa
til hnífs og skeiðar. Þessi kynslóð
lifði líka breytta tíma tækni og
framfara og það kunni Gulli að
tileinka sér. Hann eignaðist
fyrsta bílinn í framdalnum og
ekki voru ófáar ferðir sem hann
fór fyrir aðra í ýmsum erinda-
gjörðum, og fátt var skemmti-
legra en að hlusta á hann segja
sögur frá þessum ferðalögum.
Hann hafði einstaka kímnigáfu
og frásagnarhæfileika svo að
sögurnar urðu lifandi og raun-
verulegar. Um áraraðir vann
Gulli við eftirlit hjá símanum. Þá
lá símalína yfir Heljardalsheiði,
hann sinnti viðgerðum til margra
ára, og hygg ég að margar ferð-
irnar hafi verið farnar í vondum
veðrum á vetrum bæði á heiðina
og í sveitinni. Þessu sinnti hann
með búskapnum.
Þann þrítugasta desember síð-
astliðin komu þau hjónin í jóla-
veislu til okkar ásamt tveimur
börnum sínum og tveimur barna-
börnum sem voru stödd hjá
þeim. Við sátum hérna við eld-
húsborðið og Gulli fór að segja
frá þegar hann þurfti að sækja
ljósmóður en það þurfti hann oft
að gera þegar konurnar í daln-
um urðu léttari, þar sem hann
átti bíl. Hann var minnugur og
sögurnar streymdu fram ein af
annari og svo gat hann alltaf
fundið spaugilqgar hliðar á öllu.
Hann hló sv(ý þessum smitandi
og skemmtilega hlátri sem hann
hreif alla með og tárin streymdu
niður kinnarnar á okkur öllum.
Hann Gulli gerði ekki víð-
reist um ævina, en samt þekkti
hann landið og byggðir landsins
vel. Hann las mikið og fylgdist
vel með öllum fréttum og var
óþreytandi að fræðast af fólki
sem kom í heimsókn og spurði
það um allt milli himins og jarð-
ar. Allir urðu að fá kaffi og segja
fréttir sama hvort það voru sveit-
ungar, vinir, mjólkureftirlits-
menn, dýralæknar, viðgerðar-
menn, sölumenn, flutningabíl-
stjórar og fleiri og fleiri. Það
komst engin upp með að segjast
ekki mega vera að því, kaffi og
brauð skyldu allir fá sem upp á
hólinn komu. Hann fylgdist vel
með heimsmálum og hafði skoð-
anir á því sem var að gerast út í
heimi ekki síður en því sem var
að gerast innanlands. Hann þurfti
Fæddur 19. mars 1926
að kryfja málin til mergjar þegar
einhver mál voru honum ofar-
lega í huga. Hann hafði sínar
skoðanir og var ekki endilega
sammála síðasta ræðumanni. Og
Gulli, við áttum eftir að tala um
Norðlenska, okkur var bannað
það í jólaveislunni.
En fyrst og síðast var fjöl-
skyldan honum allt. Hann var
einstaklega barngóður og barna-
börnin þrettán nutu ástar og um-
hyggju hans og hann fylgdist vel
með uppvexti þeirra, svo ekki sé
minnst á allar sögurnar sem
hann sagði þeim. Hann var ein-
stakur afi.
Síðastliðið haust fór ég á skíð-
um fram á Skallárdal að leita
kinda. Eg var ein heima og hann
var líka einn heima. Ég kom við
hjá honum og sagði honum hvert
ferðinni væri heitið. Þegar ég
kem til baka niður í Atlastaði
þremur klukkustundum síðar sé
ég hvar hann stendur hjá drátt-
arvélinni sinni. Hann brosti og
sagði „ég var nú bara að huga að,
hvort þú værir ekki að koma, ég
var farin að undrast um þig,“.
Dáinn 16. janúar 2004
Eins og svo oft að hugsa um aðra.
Framundan er tími fullur af
söknuði, en líka tími góðra
minninga, þær munu hjálpa fjöl-
skyldunni yfir erfiðasta tímann.
Ég bið algóðan guð að styrkja
okkur öll í sorginni.
Far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt
V. Briem.
Þín tengdadóttir Didda
Gunnlaugur á Þorsteinsstöðum
varð bráðkvaddur föstudags-
kvöld 16. janúar sl. á sjötugasta
og sjöunda aldursári. Hafði hann
verið að bjástra við dráttarvél
sína í snjó og ófærð, aðstæður
sem hann var ekki óvanur í gegn-
um tíðina. En líkaminn var orð-
inn talsvert bugaður af langvar-
andi sykursýki, þó ekki bæri
hann það á torg.
Með Gulla er horfinn einn af
þessum síðustu svarfdælsku kar-
akterum sem mundu tímana
tvenna og með seiglunni og
langlundargeðinu komust vel af
við umhverfi sitt. Þetta eru
kannski þeir eiginleikar sem
seinni tíma fólk þyrfti að eiga
meira af.
Ég kynntist Gulla fyrst að
ráði upp úr 1970 er ég fór að
heimsækja hann sem dýralæknir
og eftir á að hyggja finnst mér að
ég hafi hlakkað til þessara heim-
sókna. Gulli var jafnan léttur í
viðmóti og með spaugsyrði á
vörum þegar ég kom. Þau Erla
bjuggu frekar litlu en snyrtilegu
búi. Það var gaman að koma í
fjósið til Gulla, þar var allt þrifa-
legt og landslagsmálverk upp
um veggi máluð af syni hans.
Og ekki minnkaði snyrti-
mennskan er inn kom í íbúðar-
húsið og mikil en tilgerðarlaus
var gestrisnin hjá þeim hjónum.
„Komdu í bæinn,“ sagði Gulli
þegar við höfðum lokið okkur af
í fjósinu og ég múðraði kannske
eitthvað um að ég væri tíma-
naumur. „Ja, blessaður góði, þú
hefur nógan tíma,” sagði hann
og þegar við vorum sestir við
eldhúsborðið kom auðvitað í
ljós að ég hafði nógan tíma.
Gulli var fæddur og alinn upp
í kraftmikilli náttúru, þröngum
dal umgirtum háum píramída-
fjöllum en sjóndeildarhringur-
inn ekki víður.
Ekki gerði Gulli víðreist um
ævina en mér fannst hann víð-
sýnn í hugsun og tali. Hann
fylgdist mjög vel með fréttum
og myndaði sér skoðanir.Hann
var talsvert pólitískur, vinstri-
sinnaður náttúruverndar sinni,
þó hvergi væri hann flokksbund-
inn svo ég vissi og svo var hann
skemmtilega sérvitur. Hann
hafði yndi af lestri góðra bóka,
átti gott bókasafn og gjarnan lá
bók á eldhúsborðinu sem hann
greip í í matar- og kaffitímum.
Svo var Gulli prýðilega laghent-
ur og góður viðgerðarmaður á
bfla og vélar,sem ekki er ónýtt
fyrir einyrkja bónda.
Þessar fátæklegu línur eru
mest skrifaðar til að slá á eftirsjá
mína eftir manni sem gerði mér
tilveruna léttbærari og skemmti-
legri. Gunnlaugur á Þorsteins-
stöðum var vissulega einn af
þeim.
Ég sendi Erlu og öllu hennar
fólki innilegar samúðarkveðjur.
Árniann Gunnarsson