Norðurslóð - 28.01.2004, Side 8

Norðurslóð - 28.01.2004, Side 8
Tímamót Skírnir 30. nóvember sl. var skírð í Akureyrarkirkju Hugrún Birta. For- eldrar hennar eru Eydís Hrönn Gunnlaugsdóttir og Haraldur Olafsson, Aðalbraut 2, Arskógssandi. Svavar A Jónsson skírði. 26. desember sl.var skírð á heimili sínu Aðalbraut 12 Árskógs- sandi Aníta Rut. Foreldrar hennar eru Valdís Erla Eiríksdóttir og Arnþór Elvar Hermannsson. Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir skírði. Hjónin Redife og Nedzmedin Osmani eignuðust dóttur 2. febrú- ar 2003. Henni var gefið nafnið Filoreta. Heimili þeirra er að Öldugötu 19, Árskógssandi. Þann 25. janúar var skírður í Dalvíkurkirkju, Birnir Kristjánsson. Foreldrar hans eru Gunnhildur Birnisdóttir (Jónssonar) og Kristj- án Þorvaldsson. Heimili þeirra er að Reynihólum 7, Dalvík. Hjónavígslur Þann 26. desember voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkur- kirkju Guðrún Þorsteinsdóttir og Stefán Svanur Gunnarsson. Heimili þeirra er í Efstakoti. Þann 26. desember voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkur- kirkju Kristín Gunnarsdóttir og Þorleifur Albert Reiniarsson. Heimili þeirra er á Bárugötu 11, Dalvík Þann 27.desember voru gefin saman í hjónaband Gunnlaug Ósk Siguröardóttir og Torfi Þórarinsson, til heimilis að Lynghólum 6, Dalvík. Afmæli Þann 4. janúar sl. varð 85 ára Júlíus Eiðsson Kirkjuvegi ll,Dalvík. Þann 8. janúar sl. varð 85 ára Steinunn Daníels- dóttir Smáravegi, 10 Dalvík Þann 21. janúar sl. varð 70 ára, Ástdís Óskarsdóttir Syðra- Holti, Svarfaðardal. Þann 21. janúar sl. varð 70 ára, Árni Óskarsson Smáravegi 8, Dalvík. Þann 16. janúar s.l. varð 75 ára Rósalind Sigur- pálsdóttir Sunnubraut, 6 Dalvík. Þann 21. janúar s.l. varð 1 — M 80 ára Érna Kristjáns- "V r‘"'\M dóttir frá Hnjúki, Kirkiuveai 9. Dalvík. * I j Þann 22. janúar sl. varð 70 ára Sigríður M. Jónsdóttir Bjarkarbraut 1, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Andlát Þann 15. janúar sl. andaðist Birgir Sigurðsson á Dalbæ. Birgir fæddist 19. júní 1931 í Hrísey. Foreldrar hans voru Hulda Baldursdóttir og Sigurður Kristinn Ólafsson á Jaðri í Hrísey. Systkini Birgis eru: Baldur, fæddur 1929, kvæntur Stefaníu Ármannsdóttur; Örn, hann var kvæntur Rósu Jóhannsdóttur sem er lát- in; Verna, fædd 1937, gift Kristjáni Erni Þór- hallssyni; Rafn, tvíburabróðir Vernu, hann lést af slysförum árið 1967. Hann var kvæntur Svetlönu Harrý; Gísli Karl kvæntur BirnuTobíasdóttur; Steinþór Kristinn, fæddur 1950, kona hans var Kolbrún Sigurðardóttir sem er látin. Einn hálfbróður átti Birgir, samfeðra, Reinhard, hann er kvæntur Kristínu Helgadóttur. Birgir gekk í barnaskólann í Hrísey og eftir að barnaskóla- námi lauk vann hann við línuuppstokkun og var einnig til sjós með föður sínum. Fjölskyldan flutti til Dalvíkur þegar Birgir var á unglingsaldri og bjó þá fyrst að Upsum. Síðar fluttist fjölskyld- an í Bjarkarbraut 13 hér í bæ. Sigurður faðir Birgis, lést 18. ágúst árið 1955 og hélt Birgir þá heimili með móður sinni, en hún lést 17. október 1995. Birgir vann ýmsa verkamannavinnu hér á Dalvík, fór m.a. á Umsóknarfrestur um úthlut- un úr 37,2 tonna byggða- kvóta Dalvíkurbyggðar rann út 15. janúar sl. Alls sóttu 14 aðilar um úthlutun úr kvótanum og er búist við að búið verði að fara yfir umsóknirnar í lok janúar. Dalvíkurbyggð á að skila inn til- lögum sínum um úthlutun úr kvótanum fyrir 1. mars. Tuttugu manna hópur fólks í fcrðaþjónustu í Dalvíkurbyggð hittist á dögunum í Ytri Vík í boði Sveins og Ásu í Káfsskinni og bar saman bækur sínar. Þessi sami hópur fór í hringferð um byggðina í sumar en tilurð hóps- ins má rckja til starfsemi ferða- málanefndar Framfarafélags Dalvíkurbyggðar. Á fundinum sögðu aðilar í ferðaþjónustu frá starfseminni í sumar, hver fyrir sig, og virtust menn almennt ánægðir með af- raksturinn. Mikið var rætt um samstarf og samvinnu og voru allir á einu máli um að það væri lykillinn að árangri í þessari grein. Voru og flestir sammála Þorrinn er hafinn og þorrablót geysa nú víða um dreifðar byggðir landsins. í Svarfaðardal verður þorrinn blótaður þann 14. febrúar nk. og verður rnikið um dýrðir sem endranær. Dans- hljómsveit kvöldsins er engin önnur en hin þjóðfræga hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar svo Svarfdælingar mega búa sig um að samstarf væri að aukast á milli manna og væri starfsemi hópsins e.t.v. gleggsta vitni þess. Þórður Kristleifsson ferðamála- fulltrúi rakti helstu viðburði í ferðamálum s.s. Fiskidaginn mikla, Heljuhlaupið og Þor- valdsdalshlaupið, dagskrá ferða- þjónustunnar á 17. júní þá kom nýr ferðabæklingur út á árinu. Gestir Byggðasafnsins voru á síðasta ári á sjötta þúsund og hafa vinsældir safnsins stöðugt verið að aukast. Á fundinum var ákveðið að stofna á næstunni félag aöila í ferðaþjónustu í Dal- víkurbyggð og er nú verið að vinna að undirbúningi þess. undir skagfirska sveiflu á Rim- um á þessu blóti. Enskunámskeið fyrir full- orðna verður haldið á Húsa- bakka á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum 3.-26. febrúar ef næg þátttaka fæst. Fyrir jól voru haldin þar tölvunámskeið og námskeið í konfektgerð. Voru þau vel sótt og mæltust vel fyrir. Kennari á enskunámskeiðinu verður Susannah Hand sem bú- sett er á Ólafsfirði. Susannah hefur áður haldið námskeið bæði í ensku og spænsku og þykir frábær kennari. Skráning á námskeiðið fer fram hjá skóla- stjóra Húsabakkaskóla en geta má þess að stéttarfélög taka oft þátt í námskeiðskostnaði félags- manna sinna. Minningar- tónleikar um Daníel Hilmarsson í febrúar verða haldnir minn- ingartónleikar um Daníel Hilmarsson í Dalvíkurkirkju. Á tónleikunum koma fram Páll Rósinkrans og hljóm- sveit, Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóleikari, Þórarinn Hjartarson og hljómsveitin Hundur í óskilum. Björn Ingi Hilmarsson verður kynnir tónleikanna. Daníel sem var um árabil fremsti skíðamaður landsins hefði orðið fertugur nú í febrúar. í tengslum við tónleikana verður stofnaður sjóður til styrktar efnilegum skíðamönnum. Ókeypis verð- ur inn á tónleikana en tekið á móti frjálsum framlögum í anddyri. Kynning á Dvöl í Dal Kynniíígarkvöld verðurlTaldið vegna verkefnisins Dvöl í Dal, miðvikudagskvöldið 10. febrúar að Rimum klukkan 20:30. Dvöl í dal er hugniynd seni sprottin er í garði Frantfarafélags Dalvíkur- byggðar og gengur út á að bjóða borgarbörnuni og einnig börnum Islendinga erlendis upp á að dvelja á sveitaheimilum í Dalvíkur- byggð og kynnast daglegu lífi heimamanna, verkháttum og menn- ingu. Hildur M. Jónsdóttir á Þverá í Skíðadal hefur leitt vekefna- vinnuna og er nú fyrirhugað að verkefnið fari í gang á vormánuð- um. Þær fjölskyldur sem hafa áhuga á að kynna sér þetta með það í huga að taka að sér börn í vistun viku og viku í senn eru hvattar lil að mæta. Einnig eru aðrir velunnarar verkefnisins og áhuga- samir hvattir til að koma og kynna sér málin segir í fréttatilkynn- ingu frá undirbúningshópi. Fundað um ferðamál Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. Iris Olöf Sigurjónsdúttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru mynd- ir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Mjölsigti Gefendur: Ólafur Tryggvason og Friðrika Har- aldsdóttir á Ytra Hvarfi. Mynd 16. Hvað er þetta? sjó á vertíðum, bæði sem háseti og kokkur, vann hjá Netagerð Dalvíkur og stundaði leigubílaakst- ur. Hann vann um nokkurra ár skeið á pósthús- inu og hjá sjúkrasamlaginu. Síðar vann hann bók- haldsstörf hjá Kaupfélaginu og síðustu árin vann hjá Vátryggingarfélagi Islands. Birgir bjó á Brimnesbraut 7 þar til í lok októ- ber sl. er hann fluttist á Dalbæ þar sem hann lést. útför Birgis fór fram frá Dalvíkurkirkju föstudag- inn 24. janúar. Þann 16. janúar s.l. andaðist á heimili sínu Gunnlaugur Tryggvason bóndi Þorsteins- stöðum í Svarfaðardal. Gunn- laugur var fæddur á Melum 19. mars 1926. Foreldrar hans voru hjónin Tryggvi Halldórs- son f. 15. sept. 1885 og Ingibjörg Magnúsdóttir f. 22. júní 1898. Þau bjuggu lengst af sínum búskap á Þor- steinsstöðum. Systkini Gunnlaugs voru Halldór f. 1. október 1921 og Ingibjörg Guðrún f. 20. janúar 1935. Halldór dó ungur en Ingibjörg er búsett á Akureyri. Gunnlaugur tók við búi á Þorsteinsstöðum í kring um 1950 og bjó þar til æviloka. Hann kvænt- ist 15. janúar 1955 Erlu Rebekku Guðmunds- dóttur frá Isafirði. Þau eignuðust 7 börn, þau eru: Guðmundur f. 15. ágúst 1949, Steinunn Ingibjörg f. 20. sept. 1951, Iðunn Brynja f. 18. aprfl 1954, Halldór Tryggvi f. 25. aprfl 1957, Helga Björk f. 27. okt. 1958, Vilborg Elfa f. 10. des. 1959 og Guð- munda f. 9. okt. 1968. Gunnlauguur verður jarðsettur að Urðum næstkomandi laugardag kl. 13.30. Hans er minnst inni í blaðinu.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.