Norðurslóð - 17.12.2015, Qupperneq 2
2 - Norðurslóð
Norðurslóð
Útgefandi: Norðurslóð ehf. kt: 460487-1889
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hjörieifur Hjartarson, Lauga-
steini, 621 Dalvík,
Sími: 861 8884.
Netfang: hjhj@simnet.is / nordurslod@simnet.is
Dreifing: Sigríður Hafstað Tjörn. Sími 466 1555
Umbrot: Hjörieifur Hjartarson
Prentvinnsla: Ásprent, Glerárgötu 28, Akureyri, sími: 460 0700.
Fréttahorn
Nokkrír Dalvíkingar sunnan heióa sem saman skipa gönguklúbbinn
liknarfélagiö og saumnaklúbbinn Sporið hafa undanfarin 10 ár haft fyrir
sið við upphaf aðventu að skreyta grenitré i Heiðmörk sem klúbburinn
helgaði sér á sínum tíma. Ef marka má vefinn Svarfdœlasýsl var tréð lítið og
rœfilslegt þegar klúbburinn tók það undir sinn verndarvœng en hefur síðan
vaxið og dafnaó afmeiri þrótti en önnur tré ískóginum.
Sautján sóttu um stöðu
sviðsstjóra fræðslu- og
menningarsviðs Dalvikurbyggðar:
Amar Kristinsson Héraðsdómslögmaður
Amdís Lára Kolbrúnardóttir Sölustjóri
Asdís Sigurðardóttir Kennari og verkefnastjóri
Birgir Hrannar Stefánsson Framkvæmdastjóri
Davíð Freyr Þómnnarson Leikstjóri
Gestur Helgason Ráðgjafi og íslenskukennari
Guðrún Svava Baldursdóttir Forstöðumaður
Guðrún Þórsdóttir Vfcikefhasy.ListasumareáAk.
Helga Þórsdóttir Menningarfræðingur
Hlynur Sigursveinsson Sérfræðingur
Jónas Þór Jónasson
Kristinn Bogi Antonsson
Kristinn Jóhann Níelsson
Margrét Víkingsdóttir
Tinna Eiríksdóttir
Tinni Kári Jóhannesson
Trausti Páll Þórsson
Fjármálafræðingur
Viðskiptastjóri
Tónlistarkennari
Upplýsingafulltrúi
Umhverfis- og auðlindafr.
Verkefnastjóri
Viðskiptafræðingur
Nú standa yfir á fullu
ffamkvæmdir við húsnæði
Ektafisks á Hauganesi. Að sögn
Elvars Reykjalín forstjóra er verið
að innrétta 60 m2 veitingasal. Eðli
málsins samkvæmt verður þar
einkum boðið upp á sjávarrétti
og þá einkum úr því hráefni
sem Ektafiskur leggur til þ.a.
saltfíski. Elvar segist gera ráð
fyrir að allt verði klárt í mars til
að taka við flóðbylgjum ferðafólks
en þess má geta að um 6000
hvalaskoðunarfarþegar fara um
Hauganes á ári hverju. Elvar
segist nú þegar vera í samstarfi
við ferðaskrifstofur um bókanir
og það eigi eftir að aukast. Ekki
er enn búið að finna nafn á
staðinn og eru allar hugmyndir
vel þegnar. „Beinast liggur við að
tengja nafnið saltfiski sem Heitir
jú Bacalao á útlenska málinu.
Síðasta laugardag heimtust íjögur
lömb frá Hnjúki í Skíðadal af
ljalli. Lambanna fjögurra og eins
til viðbótar hefúr verið saknað ffá
því í haust en á laugardaginn fóru
þeir Gunnsteinn bóndi á Sökku,
Gunnar bóndi á Göngustöðum og
Ottó bóndi á Ingvörum ásamt Jóni
bónda á Hnjúki á tveim vélsleðum,
skíðum og mannbroddum í
leiðangur eftir þeim. Hrútur og
gimbur hímdu upp undir klettum á
miðjum Klængshólsdal við heldur
þröngan kost að sögn Gunnsteins
en veittu engu að síður harða
mótspymu þegar að þeim var
Víkurprent á Dalvik gaf að venju út jólakort með mynd eftir \/igni
Þór Hallgrímsson nú fyrir jólin. Að þessu sinni skreytir kortið mynd
af „Gamla góða Ungó“ . Kortin verða seld 10 stk. saman eins og
undanfarin ár. Einnig verður boðið uppá stœrri kort. 2 saman i pakka.
sótt. Tveir hrútar voru niður undir
láglendi í Holárfjalli á móts við
Stekkjarhús en þar var enn ágæt
jörð. Lömbunum var komið heim
í Hnjúk en enn er eins saknað.
ann 10. des. var almennur
safnaðarfundur haldinn í hinni
nýju Dalvíkursókn en henni var
sem kunnugt er steypt saman úr
hinum fjóm sóknum, Dalvíkur-,
Valla-, Urða- og Tjamarkirkju.
Þetta má teljast sögulegur
viðburður og tímamót í rúmlega
1000 ára sögu kirkjusóknanna. Á
fúndinum var kosin ný sóknamefhd
en í henni eiga sæti fjórir fúlltrúar
frá Dalvík og einn úr hverri hinna
sóknanna. í nýju sóknamefndinni
sitja: Gunnsteinn Þorgilsson,
formaður, Kristján Ólafsson,
gjaldkeri og Kolbrún Gunnarsdóttir,
ritari og ásamt þeim; Steinunn
Ulfarsdóttir, Hjálmar Herbertsson,
Ómar Pétursson og Helga Kristín
Árnadóttir
Samkvæmt reglum
Dalvíkurbyggðar um kjör á
íþróttamanni ársins skal fara fram
íbúakosning sem gildir á móti
kosningu aðal- og varamanna í
íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning
fer fram með þeim hætti að allir
sem em orðnir 15 ára geta kosið
og er það gert í gegnum Mína
Dalvíkurbyggð. Á heimasíðu
Dalvíkurbyggðar má sjá nánari
útlistun á kjörinu. Þessi eru tilnefnd:
Andrea Björk Birkisdóttir Skíði
Anna Kristín Friðriksdóttir Hestar
Hjörleifúr Helgi Sveinbjamarson Sund
Olöf María Einarsdóttir Golf
#
m
m
Okkar bestu óskir um gleðileg jól
og gæfuríkt komandi ár,
með þökk fyrir árið sem er að líða
%
MENNTASKOLINN A TROLLASKAGA
vmw.mtr.is
tf
. „ £yskum v/ðskiptavinum okkar
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsæls komandi árs.
Þökkum viðskiptin á árinu.