Norðurslóð - 17.12.2015, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 17.12.2015, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Tímamót Skírnir Þann 22. nóvember var skírð í Dalvíkurkirkju Sigríður Soffía. Foreldrar hennar eru Ævar Bóasson og Elín María Jónsdóttir. Þau eru búsett á Hafnarbraut 8 620 Dalvík. Sr. Oddur Bjami skírði. Þann 21. nóvember vom skírðir tvíburamir Viktor Laerkas Húnason og Vilma Laerkas Húnadóttir í Glerárkirkju á Akureyri. Foreldrar em þau Húni Heiðar Hallsson (frá Skáldalæk) og Laerkas Lina Teresia Eriksson, en þau em búsett í Skriðugili 5. Sr. Oddur Bjami skírði. Afmæli Þann 3. des varð 80 ára Valdimar Kjartansson, Klapparstíg 2, Hauganesi. Þann 10. des varð 80 ára, Guðríður Bogadóttir Brimnesbraut 21, Dalvík. Andlát Þann 23. nóv s.l. lést á Dalbæ, Dalvík Jóhann Kristinn Daníelsson (Jói Dan), kennari og söngvari. Jóhann fæddist 18. nóvember 1927 að Syðra-Garðshomi í Svarfaðardal, sonur hjónanna Daníels Júlíussonar frá Syðra-Garðshomi, (1891- 1978) og Önnu Jóhannsdóttur, (1893-1988) frá Brekkukoti í Svarfaðardal. Jóhann ólst upp í Syðra- Garðshomi ásamt fjómm systkinum; Steinunni, (f. 1919, látin), Jóhönnu Maríu, (f. 1921, látin), (Júlíusi Jóni, (f. 1925), og Bimi Garðars, (f. 1932). Jóhann kvæntist 1962 Gíslínu Hlíf Gísladóttur frá Eyvindarstöðum í Blöndudal, (1935-2009). Jóhann og Gíslína eignuðust þrjú böm, en fyrir átti Gíslína dreng: 1) Yngvi Öm, (f. 1956), 2) Anna Guðlaug, (f. 1962). 3) Gísli Már, (f. 1967). 4) Aðalbjörg Kristín, (f. 1971) 9 Jóhann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1946 og íþróttakennaraprófi frá íþróttakennaraskóla Islands 1949. Hann var við nám í Jærens Folkehöjskola á Jaðri í Noregi og Statens Gymnastikkskole í Ósló 1951-1952. Jóhann lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Islands 1959. Hann var íþróttakennari á Blönduósi og víðar 1949-56, á Ólafsfirði 1956-57 og sá um söngkennslu á Dalvík 1957-63, nema veturinn 1958-59 er hann var íþróttakennari í Reykjavík. Jóhann var kennari við Oddeyrarskóla á Akureyri 1964-74, en þá flutti hann öðru sinni með fjölskyldu sinni til Dalvíkur þar sem hann kenndi tónlist og varð meðal annars formaður Tónlistarskóla Dalvíkur. Hann varð síðar bókasafnsvörður í Dalvíkurskóla til ársins 2000. Jóhann söng fyrst opinberlega níu ára gamall og kom víða fram sem einsöngvari með karlakórum og fleirum. Hann söng nær óslitið frá 16 ára aldri með ýmsum kómm víðs vegar um landið og var heiðursfélagi Karlakórs Dalvíkur. Þrjár plötur vom útgefnar með söng Jóhanns; Hann tók þátt í leiklistarlífi Akureyrar og Dalvíkur í gegnum árin með söng og leik og átti hlutverk í myndinni Land og synir, þar sem hann söng eftirminnilega lagið „Við íjallavötnin fagurblá“.Jóhann var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 6. desember s.l. Þann 25. nóvember s.l. lést á Sjúkrahúsi Akureyrar Gunnar Kristmann Rögnvaldsson. Gunnar fæddist 16. september 1915 í Dæli í Skíðadal. Foreldrar hans vom Ingibjörg Ámadóttir frá Dæli (1888 -1982), og Rögnvaldur Tímotheus Þórðarson, frá Hnjúki (1882- 1967). Árið 1945 kvæntist Gunnar eiginkonu sinni til 70 ára, Kristínu Óskarsdóttur, (1920-2015) Böm þeirra em: Hilmar, (1945-2014). Ragnar Ingvar, (f. 1949), Margrét Berglind (f. 1953), Óskar Snæberg, (f. 1959) og Friðrika Eygló, (f. 1962). Afabömin em níu talsins og Langafabömin em einnig níu. Gunnar ólst upp í Dæli hjá foreldmm sínum og í stómm systkinahópi. Alls vom Dælissystkinin 11 auk einnar uppeldissystur, Jóhönnu sem er látin. Þau eru: Ámi Marinó, látinn, Guðlaug Halldóra, látin, Jón Kristinn, látinn, Lilja, látin, Þórdís, látin, Rögnvaldur, látinn, Snorri Þór, látinn, Hörður, búsettur í Hafnarfirði, Ármann, búsettur í Syðri- Haga á Árskógsströnd og Auður, búsett í Reykjavík. Gunnar vann öll almenn sveitastörf á heimili foreldra sinna fram að fullorðinsárum. Hann var einn vetur við nám í Reykholti í Borgarfirði, síðan við múrverk á Drangsnesi í Strandasýslu og einnig starfaði hann á Akureyri. Gunnar bjó á Hnjúki í Skíðadal í félagsbúi með Kristni bróður sínum 1942-1947 en þá tóku þau Kristín við búi í Dæli þar sem þau bjuggu alla sína búskapartíð. Um skeið bjuggu þau í félagsbúi við Hilmar son sinn en eftir að Óskar, yngsti sonur þeirra tók við jörðinni, bjuggu þau þar áfram með nokkrar kindur. Þau fluttu til Dalvíkur 2008 og á Dalbæ fyrir réttu ári. Gunnar var um tíma formaður Búnaðarfélags Giftu sig á tindi Kerlingar Þann 17. júní 2015 voru gefin saman á tindi Kerlingar í Svarfaðardal þau Ásta Hrönn Jónasdóttir og Aðalstcinn Baldursson. Prestur var séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur. Heimili þeirra er að Pílutúni 1 Akureyri. Ásta og Aðalsteinn em mikið íjallafólk. Hún er m.a. meðlimur í 24x24 klúbbnum og hefur hlaupið nokkmm sinnum á 24 tinda Glerárdals á innan við 24 tímum, gengið tinda Látrafjalla enda á milli og klifið Hraundranga svo fátt eitt sé nefnt. Þá þekkja þau fjalllendi Svarfaðardals mætavel og hafa gengið hér margsinnis. Ásta segist hafa komið oft í Tungufell á yngri árum þegar frænka hennar Elíngunnur Þorvaldsdóttir frænka hennar bjó þar ásamt Friðgeiri Jóhannssyni og bömum þeirra. Kerlingin á því sérstakt heiðurssæti í hugum þeirra hjóna. Því varð það úr þegar þau ákváðu Guðmundur héraðsprestur gefur brúðhjónin santan á tindi Kerlingar. Til hliðar: Asta og Aðalsteinn komin niður á jafnsléttu að láta pússa sig saman, að gera það á tindi Kerlingar. Haft var samband við Jökul Bergmann sem útvegaði þyrlu til fararinnar. Hinn Sænski flugkappi Jóhann skilaði brúðhjónunum tilvonandi, prestinum og tveim vottum með glæsibrag upp á tindinn í ágætu veðri og allt gekk eins og best verður á kosið. Guðmundur héraðsprestur gerði sér m.a.s. lítið fyrir og gaf þau saman í bundnu máli að sögn Ástu. r Aœtlun Ferðafélags Svarfdœla árið 2016 Nýársganga (1 skór) 1. jamiar, kl. 13 frá Kóngsstöðum í Skíðadal. Arleg ferð á gönguskíðum eða tveimur jafnfljótum að gangnamannahúsinu Stekkjarhúsi. 3-4 klst. Flæðar að Hrísatjörn-gönguskíðaferð (1 skór) ö.febrúar, kl. 10 frá Olís, Daivík. Gengið á gönguskíðum um flæðamar að Hrísatjöm og til baka. Þorvaldsdalur-gönguskíðaferð (1 skór) 5. mars, kl. 10 frá Olís, Dalvík. Ekið að Arskógsskóla. Gengið á gönguskíðum fram og til baka að skálanum Derri, í vestanverðum Þorvaldsdal. Hamarinn og Hánefsstaðareitur- gönguskíðaferð (1 skór) 2. april, kl. 10 frá gömlu malamámunum norðan við Skáldalæk. Gengið upp á Hamarinn að Sökku, niður í Hánefsstaðareit og niður á bakka Svarfaðardalsár, norður yfir Saurbæjartjöm og hringnum iokað við Skáldalæk. 7-8 km. Mosi-gönguskíðaferð (2 skór) 7. mai, kl. 10 frá skíðasvæðinu við Brekkusel á Dalvík. Verð: 300 kr. aðstöðugjald í Mosa. Farið upp með skíðalyftunni og skíðað fram Böggvisstaðada! í Mosa, skála félagsins í botni dalsins. Hægt að gista þar. 18 km fram og til baka. Hamarinn (1 skór) 8. júní, kl. 17:15. Fyrstamiðvikudagsganga sumarsins. Mæting við Dalvíkurkirkju þaðan sem ekið verður að bænum Sökku og gengið yfir Hamarinn að bænum Hamri. 2 klst. Skógarganga um Háncfsstaðareit (1 skór) 15. júní, kl. 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Ekið að Hánefsstaðareit og gengið um útivistarsvæðið. 2 klst. Friðlandið Svarfdæla(l skór) 22.júní, kl. 17:15 frá Olís, Dalvík. Gengið eftir merktri leið um Friðland Svarfdæla að Húsabakka. Athugað verður með að skoða sýninguna Friðland fuglanna að t Innilegar þakkir fýrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför kærrar frænku okkar Jóhönnu Gunnlaugsdóttur, Dalbæ, Dalvík. Sérstakar þakkir til starfifolks Dalbæjar fýrir einstaka umönnun og vináttu. Fyrir hönd aðstandenda: Þórir Stefánsson,Alma Stefánsdóttir, Friðjón Kristinsson Svarfdæla, sat í hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps um árabil, starfaði í markadómi og sinnti forðagæslu fyrir sveitarfélagið. Hann söng í kórum og var virkur í félagslífi allt til dánardægurs. Útför Gunnars var gerð frá Dalvíkurkirkju 7. desember s.l. Þann 8. des lést á Dalbæ, Matthías Jakobsson. Útför hans var gerð frá Dalvíkurkirkju 14. desember. Hans verður minnst í næsta blaði Þann 4. des. lést að heimili sínu, Böggvisbraut 11, Guðmundur Ingi Jónatansson. Útför hans var gerð frá Dalvíkurkirkju 16. des sl. Hans verður minnst í næsta blaði göngu lokinni. 2-4 klst. Melrakkadalur (1 skór) 29. júní, kl 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Gengið yfir brú á Brimnesá upp í minni Upsadals og þaðan eftir stikaðri leið að Steinkirkjunni. 2-3 klst. Umhverfis Stórhólstjörn (1 skór) 6. júlí, kl 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Krakkaferð umhverfls Stórhólstjöm með pabba, mömmu, afa og ömmu. 2 klst. Böggvisstaðafjall ofan Dalvíkur (2 skór) 13. júlí, kl. 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Gengið eftir nýstikaðri leið á Böggvisstaðafjall. 4 klst. Skriðukotsvatn (1-2 skór) 20. júlí, kl. 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Ekið að bænum Hofsárkoti. Gengið meðfram Skriðukotslæknum upp að Skriðukotsvatni. 3 klst Böggvisstaðadalur-Upsadalur (1 skór) 27. júlí, kl. 17:15 frá Dalvíkurkirkju. Gengið fram Böggvisstaðadal eftir stikaðri leið að Kofa. Farið yfir göngubrú á Brimnesá og stikum fylgt niður Upsadalinn til baka. 3-4 klst. Drangar (2 skór) 13. ágúst, kl. 10 frá bænum Hóli norðan Dalvíkur. Gengið verður eftir slóð fram Hólsdalinn. Karlsáin stikluð innarlega í dalnum, gengið yfir Drangaskarðið og áfram niður Burstabrekkudal niður í Ólafsfjörð. 5-6 klst. Nýársganga (1 skór) 1. janúar 2017, kl. 13 frá Kóngsstöðum í Skíðadal. Árleg ferð á gönguskíðum eða tveimur jafnfljótum að gangnamannahúsinu Stekkjarhúsi. 3-4 klst. Sendi ðllum sóknar- börnum Dalvíkur- prestakalls innilegar óskir um Gleðilegjól, og gæfu á komandi ári. Sr. Magnús G. Gunnars- son sóknarprestur

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.